Morgunblaðið - 10.07.1966, Page 28

Morgunblaðið - 10.07.1966, Page 28
Helmingi útbreiddara en nokkurt annað íslenzkt blað 154. tbl. — Sunnudagur 10. júlí 1966 Langstærsta og íjölbreyttasta blað landsins Stimpilkassarnir þungamiðja deilunnar SVÍTTASEMJARAR ríkisins boS- uðu fulltrúa frá Sambandi veit- inga- og gistihúsaeigenda og Félags framreiðlumanna til fundar kl. 9.30 á föstudagskvöld og stóð sá fundur til kl. 3 um nóttina. Samkomulag náðist ekki. Heldur verkfalli þjóna áfram, en það hófst aðfaranótt föstudags. Á fundi þessum var lítið um annað rætt en um stimpilkass- ana, að sögn fulltrúa SVG, en þeir telja að ekki komi til mála að fjarlægja þá úr vínstúkum. SVG tjáði Mbl. í gaer, að hér sé aðeins um eðlilega þróun að ræða. Stimpilkassar séu aðeins til að auðvelda rétt uppgjör við- skipta milli gestsins, þjónsins og veitingamannsins og geti Félag framreiðslumanna fært nein rök gegn þessu fyrirkomulagi. SVG tjáði blaðinu, að veitinga menn hafi bent á þá staðreynd, að barþjónar fái sína 15% þókn- un fyrir allar þær vörur, sem þeir stimpla inn á kassana og þar með með fái þeir þau laun, sem þeim beri samkvæmt kjara- samningum. Félag framreiðslumanna tjáði Mbl. í gær, að þjónar hefðu komið með þrjár tillögur til sátta á fundinum, en þar sem veitingamenn hefðu ekki viljað sinna þeim hefði fundinum lok- ið án árangurs. Þjónar sögðu blaðinu, að veit- ingamenn hefðu ekki viljað ræða um neinar sáttatillögur fyrr en búið væri að ganga frá deilunni um stimpilkassana. í gærdag hafði ekki verið boð- að til nýs sáttafundar, svo gera má ráð fyrir að vínveitingastað- ir verði allir lokaðir í kvöld. I, Sjötug flugkona m | heimsækir Island i Á Keflavíkurflugvelli lenti : flugvéi sinni í gær sjötug • bandarisk kona, sem hyggrst ; ferðast um alla Evrópu á i farartæki sínu. Í Sigurjón Alfreðs hjá Loft- : leiðum á Keflavíkurflugvelli Í ræddi við konuna, som heitir : Marion Hart frá Maine-fylki ■ í Bandaríkjunum. Tjáði hann ; blaðinu í gær, að konan væri ern og hin kátasta yfir ferða- lagi því, sem hún á í vænd- um. Marion á vél sína sjálf, sem er af Beeohcraft-gerð. Sagði hún, að ferðin yfir At- lantshafið hefði gengið að ósk um, en það var 11 stunda flug. Marion Hart mun dvelja hér í þrjá daga áður en hún heldur til hinna Evrópuland- anna. Alf-Cato Gaaserud, formaður Norskra ungtemplara, afhendir U Thant samþykkt Norrænna ungtemplara um alþjóðleg málefni, í háskólanum í fyrradag — háskólarektor er í miðið. Ungtemplaramót- inu lýkur í dag NORRÆNA ungtemplaramótinu lýkur í dag. Þátttakendur á mót- inu munu fara fylktu liði frá IOGT-húsinu kl. 2 í dag og verð- ur haldið að Austurvelli, en þar verður efnt til útisamkomu. Þar mun Eggert G. Þorsteinsson, félagsmálaráðherra flytja ávarþ af svölum Alþingishússins. 1 kvöld verður norræna mótinu slitið með hófi. í fyrrakvöld efndu Norrænir ungtemplarar til fjölbreyttrar skemmtunar fyrir almenning í Háskólabíó og var hún velsótt og ánægjuleg. Síðar um kvöldið var dansleikur í Góðtemplara- húsinu og lék hljómsveitin Stormar frá Siglufirði fyrir dans inum. í gærmorgun héldu þing- störf áfram og lauk þeim síðar um daginn. Um kvöldið héldu þátttakendur að Jaðri, en þar var íþróttakeppni og að lokum skemmtikvöld inni að Jaðri. Stjórn NGUF. í stjórn Norræna ungtemplara- sambandsins voru kosnir þeir Arvid Johnsen, formaður, Nor- egi; Tore Söraa, Noregi og Ing- mar Berg, Svíþjóð. Togori með svortun fóna Siglufirði. UM síðustu helgi kom hingað enskur togari með bilaða vél og óskaði viðgerðar. Er þáð í sjálfu sér ekkert athugavert, þótt erlend fiskiskip leiti hér aðstoðar vegna bilana, því hér hafa erlend sem innlend fiski- skip fengið góða þjónustu, En það sem vakti sérstaka athygli við komu þessa togara, „Lord Wavell“ frá Grimsby, var það að togari þessi bar fána, sem enginn sem til sá (úr fjarlægð ca 50 m) þekkti. En fáni þessi var svartur, biksvartur. Eini liturinn sem sást var svartur. Menn fóru að skoða skipið, t.d. starfsmenn SR, sem voru við vinnu sína á löndunar- bryggju SR, virtu fyrir sér togarann meðan hann sigldi fram hjá og lásu, að togarinn heitir Lord Wavell frá Grims- by. — Hafði Stóra Bretland tekfð sér nýjan þjóðfána? Nei, það reyndist ekki svo, heldur var „enski“ fáninn svona sót- ugur, að engin litbrigði sá- ust. —Sk. Kveikt í sumar- bústað í gœr ELDUR kom upp í mannlausum sumarbústað við Árbæjarblett 54 í gærmorgun og brann húsið allt að innan. í Ijós kom að nokkrir drengir á aldrinum 5—7 ára voru valdir að íkveikj- unni. Það var kl. 12.45, sem hringt var til slökkviliðsins og því sagt að eldur væri laus í sumar- bústað þessum. Þegar slökkvi- liðsmenn komu á vettvang stóð eldurinn út um glugga hússins. Bústaðurinn var, eins og fyrr segir mannlaus, og enginn mun hafa búið í honum um nokkurt skeið. Er bústaðurinn að líkind- um byggður sem sumarbústaður. Meðán slökkviliðsmenn unnu við björgunarstörf, náði lögregl- an nokkrum litlum drengjum, sem eftir skamma yfirheyrslu játuðu, að hafa verið með eld inni í húsinu og kveikt þar í rusli. Húsið skemmdist mikið að innan en stendur þó enn uppi. SAMNINGAFUNDIR milli Iðju, félags verksmiðjufólks og Fé- lags íslenzkra iðnrekenda hófust sl. miðvikudag og stóðu linnu- laust fram til fyrrakvölds, en þá náðust samningar, sem að stofni til byggjast á rammasamningi Verkamannasambandsins og at- vinnurekenda um 3,5% grunn- kaupshækkun og 25% orlofs- gjald. Gildir samningurinn frá 1. júlí til 1. október. Samkvæmt því er Guðjón Sig U Thant kvaddi í gær U THANT, framkvæmdastjórl Sameinuðu þjóðanna, hélt utan í gærmorgun með Guilfaxa Flug félags íslands. Fór hann til Glasgow og var ráðgert að hann biði þar í 5 klst. eftir flugferð til New York. Var hann gestur brezku ríkisstjómarmnar á meðan hann dvaldist í Bret- landi. Er U Thant kvaddi ísland I gærmorgun fylgdu honuim til flugvélarinnar þeir Emil Jóns- son, utanríkisráðherra, Agnar Kl. Jónsson, ráðuneytisstjóri, Hannes Kjartansson, sendiherra íslands hjá S.þ., Ivar Guðmunds son, forstjóri upplýsingaskrif- stofu S.þ. á Norðurlöndum, og Páll Ásgeir Tryggvason, deildar stjóri. í fylgd með U Thant var að- stoðarmaður hans, Donald Thomas. Ók á bíl og forðaði sér EKIÐ VAR á kyrrstæða Volks- wagen-bifreið, þar sem hún stóð hjá Vitatorgi sl. fimmtudag. Bif- reiðin skemmdist nokkuð, en sá sem árekstriSurn olli ók af staðn um án þess að gera viðvart. — Álitið er að um vörubifreið hafi verið að ræða. Þeir, sem geta gef ið upplýsingar, er leitt gætu til handtöku ökumannsins eru beðn ir að snúa sér til rannsóknar- lögreglunnar strax. urðsson formaður Iðju tjáði Mbl. í gær úrðu það forráðamönnum Iðju mikil vonbrigði að íslenzk- ir iðnrekendur skyldu ekki fall- ast á nýtt launakerfi, sem unnið hefði verið að undanfarin 2—3 ár. Launakerfi þetta byggist á starfsmati og hefði mestur tími farið í að ræða það. Enn hefur félagsfundur ekki rætt áamningana. en sennilegt er að hann verði á mánudag. fð/o semur Náði laxinum eftir I 8 klst. viðureign Akureyri, 9. júlí. FYRIR nokkru voru brezk Iæknishjón frá Essex, dr. Ecc- lers og frú hans, við laxveiðar vikutima við Hofsá í Vopna- firði. Höfðu þau ána á leigu í landi bæjanna Teigs og Ein- arsstaða. Svo bar við einn daginn, þegar frúin var við laxveiðar í Einarsstaðalandi og var með svokallaðar Ditting-flies, sem eru tvær mjög litlar flugur með stuttu millibili, að vænn lax tók á. LaXinn gleypti aðra fluguna en hin kræktist mjög naumt í roð fisksins rétt vi'ð bakuggan eða fremst í hann. Aðalátakið kom á hina síðar- nefndu flugu svo að frúin fékk ekki að gert annað en bíða átekta og þreyta laxinn. Lax- inn leitaði hins vegar fljótlega til botns og hreyfðjst þaðan lítið eða ekki. Frúin var hins vegar ekki á þeirri skoðun að gefast upp og beið átekta í 7% klukku- stund, en þá rifnaði flugan úr bakugganum. Eftir það tók áðeins eina klukkustund að ná laxinum á land. Það skal’ tek- ið fram að allt þetta gerði frú- in algjörlega hjálparlaust og var samkvæmt framansögðu 8% klukkustund að veiða lax þennan. Laxinn vó 24 pund og var eini fiskurinn sem þau hjón veiddu og lítið annað kvað hafa veiðst í ánni það sem af er sumars. Dr. Ecclers og frú hans ferð- ast mikið um heiminn og komu hingað beint frá Suður- 1 Afríku og Kenya og héðan fóru þau til Skotlands til að | stunda þar laxvéi'ðar í ein- hverri beztu laxveiðiá þar- lendis. Óþarft er að geta þess, £ að læknirinn var hinn hreykn 7 asti yfir þessu afreki konu 1 sinnar og kváðu þau þetta » ævintýri verða sér báðum kl harla minnisstætt. Sv. P. J

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.