Morgunblaðið - 30.07.1966, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.07.1966, Blaðsíða 2
r 2 MORGUNBLABIÐ Latigarcíagur 30. júlí 1966 Saga ísL sveitar- félaga komin út á aldaraímæli konunglegrar tilskipunar ' Fulltrúaráð Sambands ís- I lenzkra sveitarfélaga kom sam- an til aukafundar í Reykjavík fimmtudaginn 28. júlí sl. For- maður sambandsins, Jónas Guð- mundsson minntist við fundar- setningu Jóns Jónssonar, odd- vita Hofshreps, sem lézt 30. maí sl. en hann átti saeti í fulltrúa- ráðinu. Á fundinum voru kosnir fjórir aðalmenn og fjórir varamenn í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga, samkvsemt lögum sem afgreidd voru á seinasta Alþingi. í stjórn Xánasjóðsins voru kosnir Jón- as Guðmundsson, formaður sam bandsins. Gunnlaugur Pétursson borgarritari, Reykjavík. Magnús E. Guðjónsson bæjarstjóri, Ak- ureyri og Sigurður I. Sigurðs- son oddviti, Selfossi. Varamenn voru kjörnir Páll Líndal borg- arlögmaður, Reykjavík, Ólafur G. Einarsson sveitarstjóri, Garða hreppi, Bjarni Þórðarson bæjar- stjóri, Neskaupstað og Halldór E. Sigurðsson sveitarstjóri, Borg arnesi. Formaður sambandsins lagði fram á fundinum svofellda til- lögu, sem var samþykkt með öllum atkvæðum: Fulltrúaráð Sambands ís- lenzkra sveitarfélaga samþykkir að fela stjórn sambandsins að hefja nú þegar undirbúning að því, að samin verði saga ís- lenzkra sveitarfélaga, sérstak- lega yfir tímabilið frá 1872 til 1972, og leggur til að landsþing sveitarfélaganna, sem haldið verður 1967, samþykki að verja til þessa verks allt að 100 þús- und krónum árlega, árin 1967- 1972. Stefnt skal að því, að rit þetta komi út á aldarafmæli kon unglegrar tilskipunar frá 4. maí 1872, um sveitarstjórn á ís- landi. Eennaranámskeið á vegum fræðslamálaskriisfoínnnar f september næstkomandi verða haldin kennaranámskeið á vegum fræðsluskrifistofunnar. Er hér um að ræða dönskunámskeið fyrir dönskukennara og verður það í Kennararskóla fslands dag- ana 1.—20. september, námskeið fyrir söngkennara, sem haldið yerður í Tónlistarskólanum dag- ana 1.—9. sept., íslenzkunám- skeið fyrir gagnfræðaskólakenn- ara, sem haldið verður dagana 5. til 16. sept. í Kennaraskóla fs- lands og verður þar aðalviðfangs efni íslenzkar bókmenntir og kynning þeirra í gagnfræðaskól- um, starfsfræðsilu- og félagsfræði námsikeið, sem haidið verður dag ana 5.—16. sept. f Kennaraskóla íslands og stærfræði- og eðlis- fræðinámskeið, sem haldið verð- ur dagana 5.—17. sept. í Mennta- skólanum x Reykjavík. Á námskeiðum þessum munu kenna valinkunnir kennarar bæði erlendir og innlendir. At- hygli væntanlegra þátttakenda skal vakin á að dagana 12.—16. sept. verða kynnt á starfsfræðslu námskeiðinu verfeefni, sem hafa ekki verið kynnt á’ður hérlendis og stærðfræði- og eðlisfræðinám- skeiðinu gefst þátttakendum tækifæri á að velja annað hvort starðfræði eða eðlisfræði. f>á mun ætlunin að haldnir verði fræðslufundir fyrir íþrótta kennara og verða þeir auglýstir síðar. Nánari upplýsingar er unnt a’ð fá í Fræðslumálaskrifstofunni og þangað ber að tilkynna þátttöfeu hið allra fyrs.ta. Allt er í nýjum búningi. Mikið úrval stanga og skotfæra er haft frammi, eins og myndin synir. Vesturröst í nýjum búningi Grimseyjarlaxinn prýbir verzlun, sem hefur sölu- umboð fyrir stærsta veiðitækjahring Bretlands VERZLUNIN Vesturröst, Garða- stræti 2, sem flestum laxveiði- og skotmönnum hefur verið kunn um árabil, hefur nú tekið miklum stakkaskiptum, jafn- framt því, sem hún hefur nú mjög aukið úrval allra vara, sem hún hefur á boðstólum. Fréttamaður Mbl. kom við í Vesturröst í gær, eftir að lokið var breytingum þeim, sem þar hafa átt sér stað, og er óhætt að fullyrða, að aðrar verzlanir, sem með veiðitæki og skotvopn verzla hér á landi, gerast ekki betri. Er Vesturröst, í nýjum búningi, fyllilega sambærileg við stórverzlanir í þessu sérfagi er- lendis. Verzlunin Vesturröst hefur um langt skeið haft söluumboð fyrir brezka fyrirtækið Mil- ward's, sem lengi var annað helzta fyrirtæki Bretlands, sem þjónaði laxveiðknönnum. Er eig- endaskipti urðu að verzluninni, og Axel Aspelund tók við rekstri hennar, var þegar stefnt að því að hafa á boðstólum vörur beztu fyrirtækja á umræddu sviði, og nú er svo komið, að Vesturröst hefur í Reykjavík einkasöluum- boð fyrir samsteypu fjögurra stærstu fyrirtækja í Bretlandi, sem þjóna lax- og silungsveiði- mönnum. Er hér um að ræða fyrirtækin Farlow’s, Milward’s, Sharpe’s og Walker Bampton. Hvert þessara fyrirtækja var fyr ir samrunann heimsþekkt fyrir gæðavörur, og nú munu engin önnur samtöík í Bretlandi hafa á boðstó'lum meira úrval betri vara en þau, sem hér um ræðir. Það voru Bretar, sem á sínum tíma hófu fyrstir manna laxveið- ar á stöng hér á landi, og voru þeir brautryðjendur á því sviði í Evrópu. Það er því ekki að undra, þótt helztu gæðavörur, að maiti veiðimanna, hafi um lang- an aldur komið frá Bretlandi. Því má telja í því feng, að ein verzlun hér skuli nú hafa á boð- stólum vörur stærsta framleiðslu og söluhrings á þessu svíði í Bretlandi. Vesturröst hefur jafnframt á boðstólum mikið úrval skotvopna og skotfæra, framleiðslu heims- þekktra fyrirtækja, bandarískra og annarra. Þá mun verzlunin framvegis stefna að því að hafa á boðstólum vörur þær, sem þeir, er aðrar íþróttir, s.s. golf, stunda. Vesturröst opnaði í gær í húsa- kynnunum nýju, sem eru mjög glæsileg, eins og meðfylgjandi myndir sýna. Er um að ræða mikið frávik frá því, sem áður hefur þekkzt um slíkar verzlanir hérlendis. Er viðskiptavinum nú sköpuð að- staða til að sitja í innri enda verzlunarinnar, me’ðan þeir velta fyrir sér, hvað kaupa skuli. Á meðan geta þeir komið sér í veiðiskap, með því að skoða Grímseyjarlaxinn fræga, sem þar hefur verið komið fyrir til sýnis. Grímseyjarlaxinn blasir við. V iöskipavinir geta nú sezt, komizt í veiðiskap við að horfa á laxinn og valið sér tæki. Aðolritarí alþjóðlegra snyrti- séríræðinga staddur hér ú Icndi AÐALRITARI alþjóðasamtaka snyrtisérfræðinga Cidesco, Ge- orge Dumont, er um þessar mund ir staddur hér á landi. Kemur hann hingað fyrst og fremst til að kynna sér starfshætti ís- lenzkra snyrtisérfræðinga, en liðið er rúmt ár síðan Samband íslenzkra snyrtisérfræðinga gerð ist aðili að Cidesco. Á fundi með blaðamönnum nýlega gat Dumont þess að Cid- esco hefði verið stofnað í Bruss- el fyrir liðlega 20 árum, og hefði hann verið einn af stofn- endum þess. Aðaltilgangurinn með samtökunum væri að sam- ræmá vinnubrögð snyrtisér- fræðinga og halda ráðstefnur, þar sem nýjungar á sviði snyrt- ingar væru kynntar. Dumont gat þess, að nú væru snyrtisér- fræðingasambönd 20 landa aðilar að Cidesco, en íslenzka sam- bandið væri það 20. sem gerzt hefði aðili. Ennfremur gat Dum- ont þess að eitt aðal kappsmál samtakanna væri að ná til sem flestra landa, jafnt utan Evrópu sem innan, því mikil þörf væri á alþjóðlegri samvinnu í þess- um málum ekki síður en öðrum. Sérstakir skólar fyrir snyrtisér- fræðinga eru starfræktir á veg- um samtakanna í mörgum að- ildarlöndum Cidesco. Að lokum gat Dumont þess að hann væri mjög ánægður með góða sam- vinnu við ísl. snyrtisérfræðinga, og kvað hann starfshætti þeirra vera sérstaklega góða. Hann lof aði mjög ísl. stúlkur fyrir glæsi mennsku og kvað andlitssnyrt- ingu þeirra vera mjög góða. Arnoroes dregið of miðunum um 200 mííur Seyðisfirði, 29. júlí. í NÓTT kom Goðanesið hingaá með Arnarnes GK 52 í togi, en vél bátsins hafði bilað um 200 mílur frá Seyðisfirði. Brotnaði hjól við kambásinn í bátnum. Kallað var á Goðann, björg- unarskip tryggingarfélaganna, sem kom á vettvang og dró Arn- arnes inn. Veður var sæmilegt og gekk það vel, tók um 20 klst. — SG.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.