Morgunblaðið - 30.07.1966, Qupperneq 4
4
MORGU N BLA.ÐIÐ
1
Laugardagur 30. júlí 1966
BÍLALEIGAN
FERÐ
Daggjald kr. 400.
Kr. 3,50 per km.
SfAff 34406
SENDUM
MAGIMÚSAR
skipholti21 símar21190
eftir lokun sími 40381
,ÍM' 3-tí-BO
\fmfim
Volkswagen 1965 og '66.
YlmmBiLALEICAN
Falur f
ðfr'íCZ
RAUÐARÁRSTfe 31
SÍMI 22 0 22 .
LITLA
bílaleigon
Ingólfsstræti 11.
Volkswagen 1200 og 1300.
Sími 14970
Fjaðrir, fjaðrablöð, hljóðkútar
puströr o.fl. varahlutir
í margar gerðir bifreiöa.
Bílavörubúðin FJÖÐRIN
Laugavegi 168. — Sími 24180.
BO SC H
Háspennukefli
6 volt.
12 volt.
Brœðurnir Ormsson
Lágmúla 9- — Sínai 38820.
Háteigskirkja
„Ég var við messu í hinni
fögru Háteigskirkju síðastlið-
inn sunnudag. Var ég mjög hrif
inn af hinni mjög svo stíl-
hreinu kirkju, þótt ég sæi, að
margt var ennþá ógert í kirkj-
unni, svo sem að bæði grátur
og altaristöfiu vantaði og ýmis-
legt annað, sem vonandi verð-
ur bætt úr á næstunni.
En það, sem kom mér til að
skrifa þessar linur, var að mér
finnst þurfa að lagfæra sem
alra fyrst lóðina kringum
kirkjuna ásamt tröppunum, því
að þegar að vætusamt er, fest-
ist möl og sandur í skónum og
berst inn í kirkjuna, og er
mjög hvimleitt að óhreinka
teppi og gólf, og gæti það jafn
vel eyðilagt þau.
Nú stendur yfir söfnun til
kirkjunnar. Finnst mér, að við
sóknarbörn hennar ættum að
sýna í verki, að við viljum
kirkjunni vel með fjárframlög
um til hennar, svo að hægt
verði að kippa í lag því, sem
að ofan greinir, ásamt öðru,
sem lagfæringar þarf með.
Einn úr söfnuðinum“.
Um síðhærða drengi
ig fleira
„Þann 26. júlí birtir Vel-
vakandi bréf frá konu, sem
kallar sig „óhamingjusama
móður“. Kona þessi óskar eft-
ir samvinnu við skólana á þeim
grundvelli, að syni hennar,
sem hún þó telur góðan náms-
mann, og öðrum dr^ngjum,
sem ekki eru klipptir eftir
hennar höfði, verði synjað um
skólavist.
Finnst mér bréf þetta og
önnur, sem birt hafa um sama
efni, bera ljósan vott um þröng
sýni, svo að ekki sé meira
sagt.
Þótt drengur sé síðhærðari
en faðir hans, getur það eng-
an veginn talizt sambærilegt
við siðferðisbrot, geðveiki eða
trúarofstæki, þótt viðbrögð að-
standenda og kennara bendi
oft í þá átt.
Á hinn bóginn á hársöfnun
þessi sér ef til vill dýpri or-
sakir en margir gera sér ljóst.
Auk þess að vera nýjunga-
girni er hún misjafnlega með-
vituð andspyrna gegn hinu
þröngsýna sjónarmiði og hefð,
sem verið hefur allsráðandi,
hamingjan veit hve lengi, um
útlit, smekk, hegðun, starfsval
og tilfinningalíf karla annars
vegar og kvenna hins vegar.
Æskilegast er, að við fáum
öll að vera manneskjur, en
ekki fyrst og fremst andstæð-
ar kynverur.
Konur hafa fyrr gert sér
þetta ljóst, og um þetta stend-
ur þeirra sjálfstæðisbarátta í
raun og veru. Enginn gagnrýn-
ir lengur klippingu kvenna.
Sjálfstæðisbarátta karla virð-
ist nú vera að hefjast og get-
ur ekki talizt ótímabær.
Æskilegt væri að heyra álit
skóiasálfræðinga á - aðferð
þeirri, er beitt var sL haust
í mörgum skólum. Ýmist var
haft í hótunum við nemendur
eða fullyrt var, að aðeins þeir
lakast gefnu söfnuðu hárL
Ef það reyndist rétt, sem
virðist þó ekki vera, samanber
fyrrnefnt bréf, á þá jafnvel að
taka frá þeim snauðustu það
litla, sem þeir hafa? Þvílíkt
miskunnarleysi!
Eg álít, að óklippt drengja-
hár sé ekki það, sem standi
skólakerfi okkar mest fyrir
þrifum.
Að lokum þetta: Hár drengj-
anna okkar mun þynnast nógu
fljótt af áhyggjum, oft ótíma-
bærum, sem lífið leggur und-
antekningarlaust á alla.
Gerum ekki að sáluihjálpar-
atriði fánýta hefð. Virðum til-
finningalíf þeirra og rétt til
persónulegsar tjáningar, sem
getur orðið þeim stuðningur
á erfiðri þroskabraut.
Þóra Jónsdóttir“,
'Ar Hættuleg brúar-
drusla á Tungnaá
„Hafnarfirði, 26. júlí 1966
Velvakandi Morgunblaðinu.
Mig langar að biðja yður að
koma eftirfarandi á framfæri:
Ég átti nýlega leið inn yfir
Tungnaá hjá Haldi. Til að kom
ast yfir ána er notuð kláfferja
(bílakláfur), sem smíðuð var
fyrir nokkrum árum. Finnst
mörgum það heldur léleg sam-
göngubót, en kláfferjan er víst
miklu ódýrari en brú. Lang-
versti gallinn á þessu mann-
virki finnst mér vera göngu-
brúin, sem notuð er, þegar
sækja þarf kláfinn yfir ána.
Breidd göngubrúarinnar er
aðeins tvær plankabreiddir.
Handfesta er engin önnur en
einn, veðurbarinn, slakur kað-
all, sem víða þarf að teygja
sig í. Að sjálfsögðu sveiflast
göngubrúin til og frá, einkum
þegar hvasst er. Ef maður miss
ir jafnvægið og fellur út af
brúnni, er honum bráður bani
búinn. Ég gæti trúað, að um
það bil annar hver maður geti
gengið þessa göngubrú í góðu
veðri, en ekki án hættu. Væri
göngubrúin tvöfalt breiðari og
með góðri handfestu, teldi ég
hana flestum færa í sæmilegu
veðri.
Eins og göngubrúin er nú,
finnst mér, að hreinlega sé
verið að bjóða slysi heim, en
þau eru að flestra dómi nógu
mörg.
Með fyrirfram þökk fyrir
birtinguna.
Svanur Pálsson“.
Sveinlaug Halldórsdðttir - Minning
GENGIN er til hinztu hvíldar
ein sú þrekmesta og ágætasta
kona, sem ég hef kynnzt á langri
ævi, Sveinlaug Halldórsdóttir í
Hafnarfirði.
Svo furðulega vildi til, að
hvort tveggja fór gersamlega
framhjá mér, andlát hennar 12.
júlí og jarðarförin 19. sama mán
aðar. Mintiingarorð þessi eru því
síðbúin. Starfsdagur og ævidag-
ur hennar var orðinn langur.
Fædd var hún 28. marz 1877 á
Staðarbakka í Helgafellssveit á
Snæfellsnesi, dóttir Halldórs
Loftssonar bónda á Gríshóli og
Hraunsfirði í sömu sveit. Hún
hefði því orðið níræð á næsta
ári.
Þegar hugleiddur er hinn langi
starfsdagur frú Sveinlaugar og
fæðingarsveitar hennar minnzt
um leið, er ekki fjarri að láta
sér detta í hug, að ung og hrein
kunni hún að hafa gengið á
Helgafell, fullnægt öllum sett-
um reglum um það og borið
fram ósk sína gegnt upprenn-
andi sól, og síðan horft í sólar-
átt alla s:na löngu og farsælu
ævi. Hún var bjartsýn kona og
sitt mikla sálarþerk og starfs-
orku hefur hún nært á þeirri
heilbrigðu lífsskoðun sinni. Hver
af hinum mörgu starfsdögum
hennar var einnig langur, árris-
ul var hún mjög og þar var ekki
samið un 8, 10 eða 14 stunda
dag, nei, bann var ómældur.
Hótel Hafnarfjörð stofnuðu
þau hjónin, Sveinlaug og maður
hennar Sigurður Kristjánsson
árið 1912, og þar varð aðalstarf
frúarinnar um áratugaskeið. Þar
hafði hún fasta kostgangara og
svo almenna greiðasölu, og ótald
ar eru þær veizlur, sem hún sá
um fyrir ýms félög í bænum og
við margs konar tækifæri, og
allt sem frii Sveinlaug gerði var
gert með iausn og skörungsskap.
Afköst hennar t.d. við bakstur
var ekkert smáræði. Við slíkt
var hún prafaldlega búin að
vinna þrekvirki árla dags, þegar
flestir aðri, voru ekki teknir að
nugga stírurnar úr augum sér.
Allan sinn aldur mun hún hafa
notið þeirrar Dlessunar, að vera
glöð við sitt ''erk. og ekkert er
betra undir sölinni. segir fornt
vizkuorð. Þegar Sveinlaug var
yfir áttrætt, hófst enn vinnudag
ur hennar klukkan 6 eða fyrr
dag hvern, og eRki var setið
auðum höndum þótt dagsverki
væri lokið ,því að fiúin var alla
vega hög til handa og kunni þar
vel til verka Hún sameinaði
prýðilega starfsgleði. starfsþrek,
fagrar dyggðir og mikla mann-
kosti.
Þessi sæmdarhjón, Sveinlaug
Halldórsdótíir og Sigurður Krist
jánsson voru meðal þekktustu
og vinsælustu borgara Hafnar-
fjarðar. Margir hlutu að bera
hlýjan hug til frúarinnar, því að
áreiðanlega gladdi hún marga,
þótt oftast hafi verið yfir því al-
ger leynd. Maður hennar Sigurð-
ur, tók mikinn þátt í félagslífi
og störfum bæjarins. Hann var
sýsluskrifari, fulltrúi bæjarfó-
geta, kaupfélagsstjóri um skeið
og einn af stofnendum félagsins,
skattstjóri mörg ár, í mörgum
nefndum, svo sem yfirskatta-
nefnd, yfirkjörstjórn, einn af
stofnendum togarafélagsins Rán
og einn af stofnendum prent-
smiðju, og svo auðvitað konunn-
ar hægri hönd við allan hótel-
búskapinn, ekki aðeins í Hafnar
firði, heldur einnig um mörg
sumur uppi við Gullfoss. Þar sá
frú Sveinlaug úm greiðasölu við
erfiðar aðstæður, en með mesta
myndarskap. Oft þurfti hún að
taka á móti stórum hópum ferða
manna, innlendra eða erlendra,
fyrirvaralítið eða fyrirvaralaust.
Erfiðleikar geta beygt þrek-
lítið fólk, en frú Sveinlaug óx
við þá. Húr. kunni að gera erfið
leikana að tækifærum. Af litl-
um efnum reistu þau hjónin Hót
el Hafnarfjörð og tóku þar til
starfa, eins og áður er sagt, og
strax var þar ncgu að sinna, fullt
hús oftast, en svo skall á heims-
styrjöldin 1914 og allt gerbreytt-
ist, aðsókn að hótelinu varð eng-
in. Þá setti frú Sveinlaug upp
verzlun í kjaliara hússins og hóf
þar sauma einnig. Kunnáttu
hafði hún aflað sér, þó með
nokkrum erfiðismunum. Tvo vet
ur hafði ’oún verið í Kvennaskól
anum og íékk þar styrk nokk-
urn, því samur var dugnaðurinn
á unga aldri, en hún þurfti þó að
vinna fyrir sér um leið og skjót
ast oft milli kennslustunda niður
á hótel að búa um gestarúmin,
því að hún vann um þær mundir
hjá frú Zoega, er þá stjórnaði
Hótel Reykjavík og fleiri veit-
ingastöðum, en hjá henni vann
Sveinlaug full 14 ár, frá 16 eða
17 ára aldri, var svefntími henn
ar þá oft stuttur. Hefur þetta
allt orðið henni dágóður skóli
og undirbúningur undir sitt
mikla ævistarf.
Árið 1930 kom frú Sveinlaug
fljótt auga á sérstakt tækifærg
en kjark þurfti þó til að hagnýta
það. Þá um sumarið var hið
mikla hátíðarhald á ÞingvellL
Sveinlaug reisti þar gríðarmikið
veitingatjald, og alla hátíðina var
þar fullt hús út úr dyrum, næst
um nótt og dag. Hún fékk mikið
hrós fyrir frammistöðu sína þar
og fyrirmyndar veitingar. Hún
var svo hyggin, að láta matreiða
margt í Hafnarfirði og flytja það
svo austur, þannig fékkst mat-
urinn góður og óskemmdur og
enginn sýktist af matareitrun I
hennar tjaldi. Alltaf fór hyggn-
in og dugr.aðurinn saman.
Hlerað hef ég, að hún muni
hafa verið sú eina, sem slapp tap
laust frá veitingum á Þingvelli
að þessu sinni. Þegar upp var
staðið átti hún nægilegt, bæði
stóra tjaldið, húsgögn og fleira,
til þess að hefja starfsemina við
Gullfoss, en þá var dauft yfir
hótelrekstrinum í HanfarfirðL
Framhald á bls. 17
X
I ‘ f i