Morgunblaðið - 30.07.1966, Page 10

Morgunblaðið - 30.07.1966, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 30 júlí 1906 Vandamál Bretlands Kunnur riihöfundur lætur í Ijós álit sitt FYRIR skömmu átti ritstjári blaðsins „U.S. News & World Report" viðtal við kunnan brezkan ritstjóra og rithöf- und, Malcolm Muggeridge, í því skyni að spyrja hann álits á núverandi ástandi í Bret- landi. Muggeridge ber glóggt skyn á erfiðleika þá sem brezka þjóðin á nú við að stríða og hefur gagnrýnt ým- islegt, sem miður fer þar i landi og hlotið ádeilur fyrir. Muggeridge hóf feril sinn sem blaðamaður fyrir 35 ár- um. Hann hafði fyrrum með höndum ritstjórn tímaritsins „Punch" og hefur skrifað fjöl margar bækur. f upphafi viðtals þessa kvaðst Muggeridge sannfærð- ur um, að engar veruiegar breytingar væru að gerast með brezku þjóðinni. Hún léti í öllum málum reka á reiðanum eins lengi og unnt væri og léti hverjum degi nægja sína þjáningu. Nú væri hún mjög illa á vegi stödd, jafnvel verr en árið 1940. í>á hefði hún víða átt hauka i horni, en nú væri hvergi bjargar að vænta nema frá Bandaríkjunum. — Við höfum engar áhyggjur af efnahagsmálun- um, sagði Muggeridge, því að okkur finnst að Vesturveld unum beri að rétta okkur hjálparhönd og þá sérstaklega Bandarikjunum. Hvorki þau né hin vestrænu ríki geta leyft sífellda gengisfellingu sterlingspundsins. Svo af hverju skyldum við hafa áhyggjur? , — Það er langt frá því, að við verðum varir við nokkra hnignun. Hér ríkir meiri vel- megun en nokkru sinni fyrr. Atvinna er nóg, og kaup fer síhækkandi. Verðbólgan er að vísu mikil, en kaupið hækkar svo ört að við finn- um ekki verulega mikið fyr- ir henni. Hér verður ekkert að gert nema alvarleg kreppa komi til, kreppa, sem þjóð- in finnur reglulega fyrir, þ.e. með atvinnuleysi, skerðingu lánstrausts neytenda og inn- flutningshömlum. Er Muggeridge var spurður Malcolm Muggeridge hvort löndum hans fyndist, að Bretland ætti að láta inik- ið til sín taka í alheimsmál-, um svaraði hann, að slikt væri varla lengur vilji brezlcu þjóðarinnar. Sem sönnun þess benti hann á, að flestum Bret um stæði á sama um nvað yrði um Gíbraltar, sem forð- um var tákn um veldi Bret- iands. Ástæðuna til þessa sinnuleysis taldi hann vera að rekja til beggja heimsstyrj aidanna. í þeim börðust Bret ar fórnfúsri baráttu og fóru með sigur af hólmi að nafn- inu til, því að skjótt kom 1 ljós, að óvinir þeirra, Japan- ir og Þjóðverjar blómguðust meira en þeir. Þá bæri einn- ig að hafa í huga, að fæstir Breta tóku raunverulegan þátt í ljóma þeim, sem stóð af brezka heimsveldinu, þeg- ar það var stærst og mest. — Ef við ættum tveggja kosta völ, vildum við heldur nánara samstarf við Bandarík in en Evrópuþjóðirnar, lét Muggeridge um mælt. En nú er ekki um neitt val að ræða. Við verðum að sameinast hin um Evrópuþjóðunum. Þetta vissi gamli refurinn de Gaulle. Hann vissi að við átt um betri kosta völ, þegar við sóttum um áðild að Efnahags bandalaginu. Þess vegna gekk hann ekki að skilyrðum okk- ar. —- Nú stjórna landinu, næstum undantekningarlaust háskólamenntaðir menn í stað hinnar fornu yfirstéttar, sem fyrrum fór með völd í heims veldinu. Yfirstéttin nýtur ekki lengur neinnar virðing- ar. En ekki er þar með sagt, að ekkert eimi eftir af gömlu stéttaskiptingunni. Einkaskól arnir („public schools") Bítlahár osr skringilegur klæðnaður einkenna ungu kynsióðina í Bretlandi. ásamt stéttarfyrirkomulagmu innræta hjá þjóðinni, að pað sé „fínt“ að vera landeigandi, menntamaður, embættismað- ur o.s.frv. og kenna henni að líta niður á þá sem velja séi atvinnu innan viðskiptalifs- ins. Hins vegar er ekki illa séð, þótt einhver taki við gömlu fjölskyldufyrirtæki, sem gengið hefur í ættir mann frá manni. Sem sagt, okkur finnst lítið til þeirra koma, sem stunda sólu- mennsku. Ef dóttir mín tæki upp á að giftast sölumanni mundi mér innst inni finnast hún hafa getað valið betur. Ef breyta á þessum hugsun- arhætti fólksins verður fyrst að afnema einkaskólana. — Einkaskólarnir laða að sér úrval þjóðarinnar, vegna þess að þeir eru auðugir og veita auk þess frábæra mennt un. Svo lengi sem þeir eru við lýði verða þeir áfram vin sælustu menntastofnanir þjóð arinnar og halda áfram að útskrifa nemendur sem síðar verða æðstu ráðamenn lands- ins. Nemendur þessir temja sér slíkan hroka og sjálfsálit, að leit er á öðru eins. Þeim er kennt að líta á sjálfa sig sem „salt jarðar“. Á meðan Bretland var heimsveldi og margir íbúanna svertingjar og Indverjar, sem þurftu stjórnar við, gat þetta geng- ið. Nú er heimsveldið hins vegar horfið og litla vesalings eyjan okkan- ein eftir svo að við þörfnumst ekki lengur þessarar framúrskarandi hrokafullu manngerðar, sem hefur lært að fyrirlíta allt sem viðkemur verzlunarvið- skiptum. Þá ber að taka það fram að það eru einkaskólarn ir, sem innræta „snobb" hjá þjóðinni. Að lokum var Muggeridge inntur eftir, hvaða skoðun har.n hefði á unga fólkinu í Bretlandi og þá sérstaklega hvort honum virtist það vera að gera uppreisn gegn forn- um háttum. — Nei, alls ekki, svaraði Muggeridge. Þetta er hrein og bein úrkynjun. Eitt ein- kenni hnignunar er þjóðfélag, sem hefur fórnað svo miklu fyrir afJ.ar þjóðir að það getur ekki meira, og þegar svo er komið reynir að vera öðruvísi en þær og leggur út í eitthvað æsandi og áhrifa- mikið. Þannig lít ég á eitur- lyfjaneyzluna, tízkufataæðið o.s.frv. Þetta er ekkert nema hnignun — hrein og bein skrípalæti aðframkominnar þjóðar. Nashitz ræðismaður minnist Titulescus FYRIR nokkru var hér á ferð ræðismaður íslands í Tel Aviv í ísrael, Fritz Naschitz, sem er mörgum íslendingum að góðu kunnur. Þegar hann leit inn á ritstjórn Morgunblaðsins einn daginn, barst talið að liðnum ár- um, og kom þá í ljós að hann er gamall blaðamaður. Meðal verkefna hans í blaðamennsk- unni var að sitja fyrst blaða- mannafund rúmenska utanríkis- ráðherrans, Nicolae Titulcscu, árið 1927, en hann hafði þá ný- verið tekið við embætti. Naschitz var þá fréttaritari „Prager Tage- blatt“ í Búkarest. , í sjálfu sér var þetta atvik ekki sérlega sögulegt, en svo vill til að Titulescu var nýlega „tek- inn í tölu réttlátra“ af rúmensk- um stjórnarvöldum í tilefni af 25 ára ártíð hans. Þessi mikli föðurlandsvinur og talsmaður þjóðar sinnar á alþjóðavettvangi lézt útlægui í Cannes árið 1941, og í tilefni af ártíðinni efndu rúmensk stjórnarvöld til há- tíðlegrar minningarathafnar í bókasafni Þjóðabandalagsins í Genf. Var litið á þennan atburð sem lið í viðleitni Rúmena við að tengja fortíðina nútlöinni og taka upp þjóðlega, óh '. a stefnu, án tillits til blakkann; -ustri og vestri. Þannig má , .., að minningarathöfnin í Genf hafi verið enn einn vottur þess, að Rúmenar ætla að fara eigin leið- ir, sagði Naschitz. Titulescu var talsmaður Rúm- ena bæði við friðarsamningana í St. Germain og Trianon eftir fyrri heimsstyrjöld og barðist af mikilli hörku fyrir málstað þjóð- ar sinnar. Síðan var hann aðal- fulltrúi Rúmena hjá Þjóðabanda- laginu 1919—1922, en tók þá við sendiherraembættinu í Lundún- um og gegndi því í fimm ár. Árið 1927 varð hann utanríkisráðherra í ráðuneytinu sem Jon Bratianu myndaði. Naschitz kvaðst muna blaða- mannafundinn fyrir tæpum 40 árum eins og hann hefði verið haldinn fyrir nokkrum dögum. Um 30 erlendir blaðamenn tóku sér sæti í einum hin'na glæsilegu sala Sturdza-hallarinnar og biðu þ e s s eftirvæntingarfullir að Titulescu birtist. Loks kom skipuleg röð einkennisklæddra erlendra sendimanna inn í salinn með miklum virðuleik og á hæla hennar tiplaði Titulesgu lágvax- inn og ákaflega ófríður. Allir viðstaddir hrifust af sérkennilegu útliti hans og geislandi persónu- töfrum. Eftir nokkur inngangs- orð, sem Titulescu mælti reip- rennandi á fimm tungumálum, lögðu fréttaritararnir fyrir hann spurningar, sem hann svaraði skýrt og skilmerkilega án nokk- urs hiks. Aðeins í eitt skipti rak hann sem snöggvast í vörðurnar. Það var þegar einhver lagði fyr- ir hann hina erfiðu spurningu um samskipti Rúmena og Rússa. Eins og kunnugt er, var Bess- arabía alvarlegur ásteytingar- Naschitz ræðismaður steinn þessara ríkja sem leiddi til slita á stjórnmálasamabndi þeirra. Þetta landamærasvæði austan við Moldá, sem hafði orð- ið fyrir innrásum Gota, Mongóla, Þrakverja og Tyrkja og fallið í hlut Rússa árið 1812, var látið af hendi við Rúmena við friðar- samningana í Berlín. Þetta sund- urskorna land horfði alltaf von- araugum til kornforðabúrsins, sem það var svipt, og gaf aldrei upp vonina um viðurkenningu á eignarrétti sínum yfir því. Þegar hin erfiða spurning um þetta alvarlega ágreiningsmái var lögð fyrir Titulescu, hikaði hann andartak, en áttaði sig svo og sagði af bragði af sinni al- kunnu mælsku, að viðleitni sín mundi ganga í þá átt að gera landamærin milli Rúmeníu og nágrannalandsins „andleg“. — Við vissum allir um pólitísk landamæri, tollmúra og annað slíkt, sagði Naschitz, en höfðum aldrei heyrt um óefniskennd landamæri á yfirborði jarðar. En við gerðum okkur samt ánægða með þessa merkilegu og þó augljósu alþjóðlegu hugsjón og snerum okkur að öðrum spurningum. Það sem síðar gerðist er kunnugt. Bessarabía er aftur orð- in rússneskt landsvæði umgirt mjög áþreifanlegum landamær- um, þrátt fyrir hugmyndafræði- lega samstöðu Rússa og Rúmena. Þó hlaut Titulescu, sem var brautryðjandi alþjóðlegra örygg- isráðstafana, viðurkenningu seint AKRANESI, 26. júlí. — Á morg- un verður lögð fram skrá um út- svör ©g aðstöðugjöld á Akranesi 1966. Útsvör samtals að upphæð kr. 24.855.300 — voru lögð á 1123 einstaklinga og 47 félög. Að- stöðugjöld samtals að upphæð 4.179.600 voru lögð á 122 ein- staklinga og 60 félög. Samtals greiða félög í útsvör og aðstöðu- gjöld lcr. 4.871.200,-. En ein- staklingar samt. kr. 24.163.700,-. Hæstu útsvör og aðstöðugjöld bera einstaklingarnir Garðar Finnsson 240.900,-. Runólfur Hall freðsson 214.200,- Þórður Guð- jónsson 207.200,-, Viðar Karlsson 197.400,- Alfreð Karlss. 123.700,-. Og félögin: Haraldur Böðvarsson & Co. 1.159.300,-, Síldar- og fiski- og síðar meir fyrir hína varkáru skilgreiningu sína á afstuðu Rúmena. Ein af orsökunum til upptöku hans í „tölu réttlátra“ var sögð vera sú, að hann hetði orðið fyrstur manna til að ganga fram fyrir skjöldu og krefjast eðlilegra samskipta við Rússa. Titulescu var tvisvar forseti Þjóðabandalagsins, og han'þe málverk af honum í salarkyrn- um þess á strönd Lac Lém n, þar sem heimilisfastir sendihe-r- ar í Genf söfnuðust saman á dig- unum til hinnar hátíðlegu at- hafnar, og var ekki laust við að greina mætti hæðnisbros á ófri.Ju andlitinu, sagði Naschitz og hló. mjölsverksmiðjan hf 448.000.-, Þórður óskarsson hf 270.000 -, Þorgeir & Ellert hf 262.200,-, Fiskiver hf 226.800,-. Lagt var á eftir útsvarsstiga samkvæmt lögum um tekjustofna sveitarfélaga með áorðnum breyt ingum vegna skattvísitölu. Sjó- menn og giftar konur, sem unnu út á við, fengu frádrátt sam- hljóða og til skatts. Ýms önnur frávik voru gerð til frádráttar, sjúkrabætur, örorkubætur, sér- stakur frádráttur með 6. barni og fleira. Einnig fengu 70 ára og eldri sérstakan frádrátt. Að lok- um voru öll útsvör lækkuð um 10% og útsvör 1500 kr. og lægri voru felld niður. — G. Sig. litsvör og aðstöðugj. 29 millj. á Akranesi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.