Morgunblaðið - 05.08.1966, Síða 8

Morgunblaðið - 05.08.1966, Síða 8
8 MORGU N BLADIÐ Föstudagur 5. ágúst 1966 Loforðin um stöðvun verð bólgunnar og þriðja leiðin Eftir próf. Olaf Björnsson f síðastliðinni viku voru tveir leiðarar 1 Tímanum helgaðir grein þeirri, er birtist eftir mig hér í blaðinu þriðjudaginn 26. júll. f öðrum þessara leiðara er staðið fast á því að ríkisstjómin hafi lofað þvi hátíðlega að stöðva verðbólguna, en í hinum er gerð tilraun til þess að skýra „hina leiðina", sem nú er kölluð „þriðja leiðin." Hvað fyrra atriðið snertlr, þá kannast ég ekki við það að hafa heyrt nokkurn ábyrgan mann úr stjórnarflokkunum lofa því, að verðbólgan skyldi stöðvuð. Með- an rfkisstjómin ræður svo litlu sem raun er á um þann höfuð- þátt verðlagsmálanna sem tekju- myndunin er, myndu slík loforð líka fánýt, og hygg ég að fáum stjórnmálamönnum hafi verið þau sannindi ljósari en Ólafi Thors, en stjórnarandstæðingar hafa undanfarið mjög misnotað, nafn hans I umræðum um þetta mál. Hitt er svo annað mál, að auð vitað geta stjórnarvöld ekki talið svo alvarlegt þjóðfélagsvanda- mál sem verðbólgan er, sér óvið- komandi, heldur er þeim skylt, að gera það, sem í þeirra valdi stendur til þess að hamla gegn henni. Núverandi ríkisstjóm hef ur líka gert margvíslegar ráð- stafanir á þessu efni, sem tví- mælalaust hafa orkað í þá átt að halda verðbólgunni í skefjum, þó að þær hafi ekki nægt til að stöðva hana. Ástæðan til þess er sú, að peningatekjurnar í þjóð- félaginu hafa fyrir atbeina hinna ýmsu hagsmunasamtaka vaxið meira en þjóðarframleiðslan hef ir aukist. í því efni hefur stjórn- arandstaðan mjög komið við sögu og alltaf á þann veg að ýta und- ir óraunhæfa kröfugerð. Ábyrgð in á því að verðbólgan hefir 4DRUMMER o HENDUR YÐAR VIÐ UPPÞVOTTINN tfsmximDisnis ■ O- & >Q Að DRUMMER „verji" hendur yðar við uppþvottinn er ekki ofsagt — hann er mjúkur eins og hand- áburður. Aðeins eitt spraut af DRUMMER við hvern uppþvott — það nœgir til að losa alla fitu og óhreinindi fljótt og vel. DRUMMER hefur alla þá kosti sem verulega góður uppþvotta- lögur á að hafa — og er auk þess ódýr í notkun. ^ FFNAGERÐ REYKJAVÍKU B!H. F. þannig vaxið meira en æskilegt er, hvílir því að mjög verulegu leyti á herðum stjórnarandstæð- inga. „Gkkert til nema ihaldsúrræði" I>á skal vikið nokkuð að þeim leiðara Tímans, sem fjallar um „Þriðju leiðina“. Þar er fluttur boðskapur, sem óneitanlega kem ur nokkuð á óvart. Þær leiðir sem hingað til hafa verið farnar í efnahagsmálum, bæði sú leið, sem núverandi ríkisstjórn hefur farið, að auka frjálsræði í þess- um málum og haftaleiðin, eru kallaðar íhaldsleiðir. en menn hvattir til þess að fylkja sér um „hina leiðina", sem svo var nefnd í vetur, en nú er kölluð „þriðja leiðin“. Það hlýtur að vekja nokkra furðu, að sam- kvæmt þessu hefur það verið íhaldsstefna, sem fylgt var, t.d. árin 1934—39, því að ekki getur verið ágreiningur um það, að ströng höft voru þá það tæki, sem beit-t var til þess að leysa þann vanda, sem þá var við að etja í efnahagsmálum. „Þriðja leiðin“ hlýtur þá raunar að vera ný opinberun, sem Framsóknar- menn hafa öðlast eftir það að vinstri stjórnin hrökklaðist frá, því ef það eru hvorttveggja íhaldsúrræði að beita höftum og gera ráðstafanir til þess að af- nema þau, þá hefur engin ríkis- stjórn, sem Framsóknarmenn hafa átt sáeti í síðan um 1930, þekkt annað en íhaldsúrræði. 1947—’49 sat sem kunnugt er að völdum stjórn Alþýðuflokks, Framsóknarflokks og Sjálfstæð- isflokks. Þá var beitt ströngum höftum og skömmtun því þótt enginn væri ánægður með það ástand, sem þá var, töldu allir þá að ráðstafanir er að gagni kæmu til þess að afnema höftin, væru ekki framkvæmanlegar. Síðan var Framsóknarflokkur- inn rúm 6 ár í stjóm með Sjálf- stæðisflokknum. Var þá gert TIL SÖLU 4ra herb. íbúð við Álfheima Ölafur* Þorgrfmsson HÆSTARÉTTARLÖGMAÐUR Fasteigna- og verðbréfaviðskifti TIL SOLU Tvíbýlishús við Langholtsveg 8 húsinu eru 4ra og 5 herb. íbúðir Ólarur Þorgrfmsson MÆSTARÉTTAm-ÖGMARHift Fasteígna- Og verðbrétaviðsöfti Austurstræti 14. Sími 21785 mikið átak til þess að aflétta skömmtun og höftum, og með verulegum árangri, þótt óhag- stætt og versnandi verziunará- ferði ylli því, að tilgangur þeirra ráðstafana, sem þá voru gerðar, náðist ekki að fullu. Samkvæmt „nýjustu kenningum" voru þetta þó allt saman íhaldsúrræði. Haft er eftir kunnum vinstri sinnuðum stjórnmálamanni að hann hafi komizt svo að orði, er hann sá tillögur þær, er efnahags- málasérfræðingar þeir, er vinstri stjómin kvaddi sér til ráðuneyt- is, lögðu fram til úrlausnár vanda málunum. „Er þá ekkert til nema íhaldsúrræði?“ Er hætt við að þeim fari nú fjölgandi sem spyrja þess sama. Hvert liggur „Þriffja leiffin". Það má vera, að hreystiyrði af því tagi, sem ofangreind ummæli Tímans hafi þýðingu að því leyti, að þeim, sem þau taka sér í munn vaxi við það móður. En skýring- ingin á því, í hverju hin nýju bjargráð, sem nú eru kölluð þriðja leiðin, séu fólgin, gefa þau ekki. Þá skýringu á hinsvegar að vera að finna í nokkrum köfl- um úr ræðu Eysteins Jónssonar, er hann boðaði „hina leiðina", sem birtir eru í umræddum leiðara. En ég hygg fáa verða miklu fróðari um það, hvað þriðja leiðin raunverulega sé, þótt þeir lesi vandlega þessa ræðukafla. Það er út af fyrir sig rétt hjá Eysteini, að eftir einhverjum leiðum verður að raða niður þeim verkefnum, sem fyrir liggja, ákveða hver þeirra skuli sitja í fyrirrúmi og hver á hakanum. Það er í þessu sem vandi efnahagsmálanna' er fólg- inn. En spurningin er sú, hvernig á að framkvæma slíka niðurröðun verkefna, og af hverjum. Þar er aðeins tveimur aðilum um að dreifa, opinberum aðilum og einkaaðilum. Ákveðinn hluta þjóðarteknanna tekur hið opin- bera til sinna þarfa, og er þeim hluta ráðstafað af hlutaðeigandi stjórnarvöldum, löggjafarþingi, bæjar -og sveitarstjórnum. Má auðvitað um það deila hve stór- um hluta skuli þannig ráðstafað af hlutaðeigandi stjómarvöld- um, og til hvers konar fram- kvæmda. Ekki er þó ástæða til þess að ræða þá hlið málanna i þessu sambandi, því að aðalat- riðið er hitt, hversu ráðstafa skuli þeim hluta þjóðartekn- anna, sem afgangs er, þegar borgararnir hafa greitt skatta sína og skyldur til hins opinbera. Eiga þeir sjálfir að hafa ráðstöf- unarrétt aflafjár síns, eða eiga þeir að lúta sem nákvæmustum fyrirmælum hins opinbera? Það síðara hefur hingað til venjuleffa á mæltu máli verið nefnt höft. Sem dæmi um þau má nefna, að menn fá ekki að byggja án fjárfestingarleyfis, ekki að flytía inn vöru án innflutningsleyfa, ekki að kaupa gjaldeyri án gjald eyrisleyfis og svo framvegis. Það eru hinar opinberu nefndir, sem slik leyfi veita, sem raða þar niður hvaða verðmætaráðstafan- ir skuli hafa forgangsrétt og hverjar mæta afgangi. Ef fram- kvæma á einhverja þá nýskipan þessara mála sem leiði til þess að verkefnunum sé raðað niður á skynsamlegri hátt en áður, hlýtur hún annaðhvort að vera fólgin í því, að frjálsræði borg- aranna sé aukið, eða hi*nu, að það sé gert með því að fela hinu opinbera í ríkara mæli en áður að raða verkefnunum. En ég fæ ekki séð, að hægt sé að vérða nokkurs vísari um þetta af þeim köflum úr ræðu Eysteins sem tilfærðir eru í umræddum leiðara Tímans. Eng- inn veit því ennþá, í hverju hin svokallaða þriðja leið er fólgin, né hvert hún liggur, og er nokk- ur skynsamur þjóðfélagsborgari til, sem kærir sig um að leggja í ferð, sem han.n fær ekkert að vita um, hvert er heitið? MORCUNBLADIO HOTEL Stúlkur óskast strax til að smyrja brauð og tilreiða kalda rétti. — Upplýsingar hjá veitingastjóra hótelsins. — Sími 22322.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.