Morgunblaðið - 05.08.1966, Page 23
Föstudagur 5. ágúst 196ð
MORGUNBLAÐIÐ
23
Ný f rímerki í gær
Frd norræna búfræðiþinginu:
12 fyrirlestrar um grasræktun,
fóðuröflun, dreifbýlismál, o.fl.
í GÆR gaf Póst- og símamála-
stjórnin út fjögur ný frímerki
með myndum af íslenzku lands-
lagi. Merkin eru prentuð í fjór-
um litum og eru ein með þeim
fegurstu, sem hafa verið gefin
út hér á landi og eiga sjálfsagt
eftir að vekja mikla athygli inn-
anlands og utan og af slíkum
frímerkjaútgáfum er hin mesta
iandkynning en aðar þjóðir "hot-
færa sér mikið frímerkjaútgáfur
til margskonar útbreiðslustarf-
semi og landkynningar.
— Gasboranir
Framhald af bls. 24
Jónsson, jarðfræðingur, en ár-
angur þeirra bOranna hefur enn
ekki komið í ljós, en verði hann
slíkur sem ætlað er, er ætlunin
að borað verði við Gilsáreyrar,
sem eru ncikkuð utar.
Borúnin við Vallholt er rétt í
flæðarmáli Lagarfljóts og er bor
að gegnum berglög til þess að
sjá úr, hve miklu dýpi gasið
kemur, eti gasupnstreymi er víða
við Lagarfljót. Er hér um al-
gjöra tilraunaborun að ræða á
vegum jarðhit.adeildar raforku-
málaskrifstofunnar og hefur Jón
Jónsson, jarðfræðingur verið fyr
ir austan og kannað m.a. um-
hverfi Urriðavatns, þar sem jarð
hiti hefur fundizt.
- B-52
Framhald af bls. 1
sem báru nafnið „Hastings“, sem
fram fór skammt sunnan 17.
breiddarbaugs, sem skiptir lönd-
um með N- og S-Vietnam. Segja
Bandaríkjamenn, að mannfall
skæruliða og hermanna N-Viet-
nam hafi líklega numið allt að
2.000 á þessum slóðum. í Saigon
er opinberlega sagt, að mann-
fall hafi verið lítið í liði Banda-
ríkjamanna, en óopinberar heim-
ilidir telja þá hafa misst 500
menn fallna og særða.
Lowell English, hershöfðingi,
sagði í Saigon í dag, að eftir
öllum sólarmerkjum að dæma,
hafi N-Vietnam-menn, sem safn-
ast höfðu saman á þessum slóð-
um haft í hyggju að gera stór-
áhlaup um regntímann í sept-
ember og október. Hinsvegar
hefði „Hastings“ haft það í för
með sér, að þeirri sókn hefði
verið seinkað um marga mánuði.
Kvað English að N-Vietnam-
menii hefðu goldið mikið af-
hroð í vistum og búnaði auk
mannfallsins.
Á miðvikudag fóru bandarísk-
ar flugvélar í 103 árásarferðir
yfir N-Vietnam og réðust eink-
um gegn olíubirgðastöðvum, loft
varnarstöðvum og öðrum her-
stöðvum.
í s.l. mánuði fóru bandarískar
þotur í alls 2,815 árásarferðir yfir
N-Vietnam þrátt fyrir óhagstætt
veður, og eru það fleiri árásar-
ferðir en nokkru sinni áður í
einum mánuði, síðan styrjöldin
í Vietnam hófst. í Saigon segir,
að Bandaríkjamenn hafi misst
eina flugvél á dag að meðaltali í
mánuðinum.
Verðgildi þessara nýju frí-
merkja eru: Kr. 2,50 með mynd
af Lóndröngum, kr. 4.00 (Mý-
vatn), kr. 5.00 (Búlandstindur)
og kr. 6.50 (Dyrhóley).
Tónaspil og hjóna
spil á Vest-
fjörðum
ísafirði, 4. ágúsb
FERÐALEIKHÚSIÐ hafði sýn-
ingu í Alþýðuhúsinu í gærkvöldi
á gamanleikunum „Tónaspil og
hjónaspil“ eftir Peter Shaffer í
þýðingu Kristínar Magnúss og
Odds Björnssonar.
Húsfyllir var og var leikend-
um forkunnarvel tekið og þeir
klappaðir fram í leikslok.
Ferðaleikhúsið er nú búið að
sýna þessa gamanleiki um alla
Austfirði og um Norðurland og
er nú að sýna hér á Vestfjörð-
um. Sýning var í Bolungarvík í
fyrrakvöld og á Þingeyri í kvöld
og síðan beldur leikflokkurinn
áfram um Vesturland til Reykja-
víkur. — HT.
— Brunatjón
Framhald af bls. 24
Raunverulegt tjón sé því mun
hærra en framangreindar tölur
gefa til kynna og hækki enn,
þegar tekið er með allt hið
óbeina tjón sem hlýzt, t.d. if.kstr
arstöðvanir af völdum eldsvoða.
Bárður segir síðar í erindi
sínu, að tryggingarfélögin geri
staðtölufræði um upptök elds-
voða, og sé þar að finna marg-
ar athyglisverðar upplýsingar.
Kemur þar t.d. í ljós að á und-
anförnum árum hefur nær
fjórða hvert brunatjón átt ræt-
ur sínar að rekja til olíukynd-
ingatækja. í langflestum til-
fellum hefur verið um að ræða
rangan eða ólöglegan umbúnað
þessara tækja, eða vöntun á eft-
irliti.
Bárður kemur næst að því
atriði sem samkvæmt staðtölu-
fræði tryggingarfélaganna veld-
næstflestum íkveikjum, en það
er röng meðferð á eldfxmum
efnum. Bárður segir að árið
1ÍHÍ4 hafi níunda hver íkveikja
orðið af þessum sökum. Hafi
því þessar tvær fyrrgreixidu
íkveikjuorstkir því valdið sam-
anlagt um 36% af öllum íkveikj
um.
Þriðja algengasta orsökin scu
svo gallaðar raflagnir og raf-
búnaður, en slíkt hefði valdið
7% af öllurfx íkveikjum. Þessir
Ijrír liðir, sem allir heyra und-
ir byggingu og viðhald fast-
eigna, ollu þannig hartnær ar.n-
arri hverri íkveikju, og þar mt-ð
tjóni allt að 37 millj. kr. á ár.i.
Bárður rekur ekki frekar önn-
ur eldsupptök, sem hinum helm
ingi íkveikja valda í húsum,
enda eru þau óviðkomandi bygg
ingamálum, en getur þess ti!
fróðleiks að þar sé samtals um
23 atriði að ræða á móti þessum
þremur, sem hér eru á undan
rakin.
FJÖLMARGIR fyrirlestrar voru
haldnir á norræna búfræðiþing-
inu í gær. Hófust fyrirlestrar í
þremur kennslustofum í Há-
skólanum kl. 9 um morguninn
og héldu áfram eftir matarhlé.
12 fyrirlesarar fluttu erindi,
auk almennra umræðna. Á þing
inu er mikið um erindaflutn-
ing varðandi málefni, sem eiga
við íslenzkar aðstæður og is-
lenzkir sérfræðingar á ýmsum
sviðum flytja fyrirlestra og
kynna íslenzkar aðstæður.
Auk þeirra, sem getið var í
blaðinu í gær, fluttu tveir menn
fyrirlestra síðdegis í fyrradag,
Sigurður Jóhannsson, vegamála-
stjóri, talaði um uppbyggingu
vegakerfisins á íslandi og Áki
Pétursson, sem ræddi um þró-
un fólksfjölda á íslandi gegnum
aldirnar og dreifingu byggðar-
innar.
í erindi sínu sagði Áki Péturs
son m.a., að íslendingar hefðu
haft aðra mannfjöldaþróun en
hin Norðurlöndin allt fram á
20. öld. Þá hefði verið brotið í
blað og hefðu íslendingar síðan
náð sér svo vel á strik að nú
hefðum við náð hinum þjóðun-
um og stæðum jafnfætis þeim á
flestum sviðum. Nefndi hann til
skýringar að með sömu þróun
og annarsstaðar hefðum við átt
að vera um 800 þús. talsins við
sambandsslitin í stað 80 þús. og
mikla fjölgun og í Noregi á þess
um tíma. Sagði Áki, að ekkert
þéttbýli hefði verið hér til fyrr
en á 19. öld og allt þéttbýli
hefði því þróazt á aðeins 100
árpm. Nú værum við komin upp
fyrir Norðurlöndin hvað hundr-
aðstölu í þéttbýlinu snertir með
15% ' mannfjölda í strjálbýli.
Nefndi hann, að konurnar hefðu
verið brautryðjendur í að skapa
þéttbýli, þær hefðu á undan
byrjað að flýja dreifbýlið. Sagði
ræðumaður, að nú mætti merkja
tilhneigingu til þess að við fær-
um að hægja vaxtarhraðann,
eins og hin Norðurlöndin hafa
gert. Við hefðum líka fundið,
að til væri önnur gleði í lífinu
en sú að eignast börn.
Seinbúinn sláttur getur stuðlað
að kali
f 1. kenslustofu flutti dr.
Sturla Friðriksson fyrsta erindið
— Wilson
Framhalú af bls. 1
ekki þyrfti að beita umræddum
lögum.
Atkvæðagreiðsla um efnahags-
málastefnu Wilsons, sem fram
fór í Ne'ðri málstofunni í gær-
kvöldi, sýndi ljóslega að klofn-
ingur er í þingiflokki Verka-
mannaflokksins. Við atkvæða-
greiðsluna minnkaði meirihluti
stjórnarinnar úr 95 atkvæðum í
52. Nokkur hluti þingmanna
Verkamannaflokksins var fjar-
verandi eða veikur, en meira en
20 þingmenn sátu hjá við at-
kvæðagreiðsluna.
Ljóst þykir nú, að i þingflokkn
um sé orðin harður kjarni um 30
vinstrisinnaðra þingmanna, sem
staðráðinn sé í því að sýna and-
stö'ðu sína við Wilson í verki,
bæði á þingi svo og á flokks-
þingi Verkamannaflokksins í
haust.
Tilkynnt hefur verið, að þing-
ið verði í leyfi frá 12. ágúst til
18. október. Þriðja og síðasta um
ræða um frumvarp stjórnarinnar
fer fram á miðvikudag og
fimmtudag í næstu viku.
og talaði um gras og grasrækt-
un á túnum. Ræddi hann að-
stæður til grasræktunar á ís-
landi. Við notumst nær ein-
göngu við varanlegan grasgróð-
ur, þar sem suðlægari lönd geti
notast við einæran gróður.
Ræddi hann síðan ýms viðfangs
efni varðandi þennan fjölæra
grasgróður, t.d. áhrif veðurfars,
jarðvegs, jarðvinnslu og áburð-
ar. Sagði Sturla að grastegundir
væru mjög misþolnar og stofn-
ar hinna einstöku tegunda
sýndu mismikla frostþols- og
uppskeruhæfni við íslenzkar að-
stæður. Þá ræddi hann um ýms-
ar grasfræblöndur og breytilega
meðhöndlun á gróðri túna hvað
snertir sláttutíma og beit. En
haustbeit og seinbúinn sláttur
hefði veikjandi áhrif á svörðinn
og gæti stuðlað að kali. Sýndi
ræðumaður töflur og línurit
máli sínu til stuðnings.
Áeftir honum talaði Norðmað
urinn Markus Pestalozzi. Fjall-
aði han um svipað efni við
norskar aðstæður. Og eftir há-
degi talaði finnski prófessorinn
Jamalainen um plöntusjúkdóma
með tilliti til vetrarfóðrunar og
ræddi m.a. um sveppi sem skað
valda í túnum. Og finnski próf-
essorinn V. Kanervo ræddi um
meindýr sem skaðvalda í tún-
um.
Framleiðsla á heyi og
súrheyi undirstaðan
Fyrsti fyrirlesari í annarri
kennslustofu í gær var Pétur
Gunnarsson og talaði um notkun
á heyi og votheyi á íslandi. Gaf
Pétur stutt yfirlit yfir fóður-
framleiðslu hér á landi og þró-
unina á því sviði, ræddi ræktun
túna og framleiðslu á heyi og
súrheyi, ásamt gæðum og notk-
un heysins og súrheysins. Hann
ræddi um það hve miklu máli
það skipti að fóðra skepnurnar
eins mikið og mögulegt er á
heimaunnu heyi og spara kraft-
fóðurnotkunina, án þess að það
gangi út yrir skynsamlega fóðr-
un. Sagði fyrirlesarinn að ís-
lenzkir bændur hefðu aðaltekjuí
sínar af kvikfjárrækt. Bóndi
með meðalbú hefði 90% af tekj-
um sínum af kúm, kindum og
hestum, sem sýndi greinilega
hve kvikfjárræktin er stór hluti
í landbúnaði okkar. Undirstaða
fjárhagslega hagkvæmrar kvik-
fjárræktar væri vel ræktuð tún
og framleiðsla á heyi og súr-
heyi, sem dugar til vetrarfóðr-
unar.
Á etfir honum flutti Norð-
maðurinn Oddmund Saue fyrir-
lestur um tilraunir með þurrk-
un og súrsun á heyi. Svíinn Ar-
vid Hellberg talaði um hey-
kögglanotkun og mjólkurfram-
leiðslu. Eftir hádegi talaði Dan-
inn Marinus Sörensen um til-
raunir með súgþurrkað hey
handa nautpeningi. Og Daninn
S. Fredriksson ræddi. tæknileg
og fjárhagsleg sjónarmið varð-
andi súgþurrkun. Á etfir fóru
fram umræður.
Dreifbýlismál rædd
í 7. kenslustofu voru rædd
dreifbýlismál. Þar fluttu fyrir-
Bálför,
lestra um skipulagningu dreif-
býlis Svíinn F. Petrini og Norð-
maðurinn S. Borgan. Og Jónas
Haralz flutti fyrirlestur um
dreifbýlisaðstæður á íslandi. Og
að lokum talaði Svíinn O. Guld-
brandsen um félagslegar, fjár-
hagslegar og tæknilegar kröfur
til viðhalds dreifbýlis.
- Fjöldamorbinginn
Framhald af bls. 1
hafði lesið hana. Ekki er fylli-
lega talið sannað, að Whitman
hafi lesið bókina. Hún hefur
ekki fundizt í eigum hans, en lög
reglan kannar nú í bókasöfnum
og hjá bóksölum hvort Whitman
hafi komizt þar í tæri við bók-
ina, og hvort hugsanlegt sé því,
að hann hafi haft hugmyndina
að ódæðinu þaðan.
Tilkynnt var um niðurstöður
krufningar líks Whitmans í
Austin í dag. Sagði læknir sá,
sem krufði líkið, dr. C. de
Chenar, að útilokað væri, að
heilaæxli það, sem Whitman
hefði gengið með, gæti hafa ver-
ið orsök ódæðis þess, sem hann
framdi. Dr. de Chenar sagði, að
æxlið hefði verið á byrjunar-
stigi, hefði raunar verið góð-
kynja, og gæti ekki hafa haft
áhrif á hegðan Whitmans.
Ekki liggur enn ljóst fyrir,
hvort Whitman var undir áhrif-
um eiturlyfja er hann gekk ber-
seksganginn á mánudag og t.ók
að brytja niður saklaust fólk
úr fylgsni sinu.
— Hálfdán
Framhald af bls. 13
ur málið farið milli stofnana
í Moskvu og allir reynt að vísa
því frá sér, en Svíar fullyrða
að þeim sé ekki í mun að
sanna neitt né afsanna um
Garðaríki hið forna og vona
að sú hæverska dugi til að þeir
fái að fara sinna ferða í fótspor
víkinganna suður um Rússiá.
Rúnaristan sem áður sagði
frá fannst í fyrrasumar af ein-
berri tilviljun er Alfred West-
holm, listfræðingur í Gauta-
borg, var að skoða sig um í
Hagia Sofia og varð litið á
svalabríkina útkrotaða á öll-
um mögulegum tungum, ara-
bísku, fornrússnesku, grisku,
tyrknesku — og datt þá ofan
á - rúnaristu þá áður sagði.
Hann gerði þegar Jansson
prófessor viðvart og hittist þá
svo á að hann var einmitt að
vinna að undirbúningi sjon-
varpsdagskrárinnar.
Nú gera Sviar sér vonir um
að hvorttveggja saman, hæv-
erska þeirra varðandi Garða-
ríki hið forna og rúnaristan
er fannst „í marmarahjarta
Miklagarðs“ megi milda svo
skap ráðamanna í vísindaaka-
demíunni sovézku að þeir £ái
að Ijúka sögunni sinni um reis-
ur víkinganna um Rússíá. Allt
um það er ekki gert ráð fyrir
að sjónvarpsdagskrá bessi
komi fyrir manna sjónir fyrr
en að ári að minnsta kosti, að
því er síðast fréttist.
ÉINARS ÁSMUNDAR HÖJGAARD
er lézt að heimili sínu, Suðurlandsbraut 15 1. ágúst sl.,
fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 8. ágúst nk.
kl. 1,30 e.h.
Aðstandendur.