Morgunblaðið - 05.08.1966, Síða 24
Helmmgi útbreiddara
en nokkurt annað
íslenzkt blað
Langstærsta og
íjölbreyttasta
blað landsins
175. tbl. — Föstudagur 5. ágúst 1966
Eins árs fangelsi
fyrir ávísanafals
1 GÆR (fimmtudaginn 4. ágúst)
var í sakadómi Rcykjavíkur kveð
inn upp dómur í máli, sem höfð-
að var 27. f. m., af ákæruvalds-
ins hálfu gegn Huldu Guðrúnu
Fyrsta söltunar-
síldin til
Dalvíkur
t GÆRMORGUN kom skipið
Björgvin með 40 tonn af síld til
Dalvíkur, að því er fréttaritari
Mbl. á Dalvík Einar Flygering,
tjáir blaðinu.
Var hér um góða og stóra síld
að ræða, þó að 26 klukkustundir
væru liðnar frá >ví, er hún
veiddist og þar til henni var
landað. Voru saltaðar af þessu
magni 124 tunnur, en þetta er
fyrsta söltunarsíldin, sem berst
til Dalvíkur á sumrinu. Síldin
veiddist 90 mílur suður af Jan
Mayen.
Veður var kalt á Dalvík í gær,
5—6 stiga hiti, norðanátt og rign-
ing. Afli smábátanna, sem róa
frá Dalvík hefur verið lélegur,
hvort sem um dragnót eða hand-
færi hefur verið að ræða.
INIorður með vesl
urströnd IM-
Ameríku í fyrsta,
smn
Ms. HAMRAFELL fór um
Panamaskurð með olíufarm frá
Venezuela á leið til Anchorage
í Alaska.
Mun þetta vera í fyrsta sinn,
sem skip undir íslenzkum fána
siglir norður með vesturströnd
N-Ameríku til Alaska.
Hamrafell hefur að undan-
förnu verið í olíuflutningum
fyrir erlenda aðila.
Dýrfjörð Jónsdóttur, heimilis-
lausri, og eiginmanni hennar,
Agnari Karlssyni Svendsen, nú
gæzlufanga. Voru þau hvort um
sig dæmd í eins árs fangelsi og
til greiðslu fébóta og málskostn-
aðar.
í dóminum er talið sannað, að
ákærð hafi sameiginlega notað í
lögskiptum 23 tékka með föls-
uðum nafnritunum, að fjárhæð
samtals kr. 40.161,95. Tékkana
seldu ákærð yfirleitt í verzlun-
um og keyptu þá oft nokkuð af
vörum, en fengu tékkana að
öðru leyti greidda í peningum.
Auk þess höfðu ákærð ritað 2
tékka, samtals kr. 21.700,25 í því
skyni að nota þá á sama hátt.
Hin ákærðu höfðu bæði verið
dæmd skilorðsbundnum dómi fyr
ir skjalafals á árinu 1965.
Dóminn kvað upp Halldór Þor
björnsson, sakadómari.
Brunatjón hér mun hærri
nálægum löndum
en i
Olíukyndiiigartæki, röng með-
ferð eldfimra efna, og rangur raf
útbúnaður olli annarri hverri
íkveikju 1964
BRUNATJÓN á húsum nam
samanlagt sem næst 34 milljón
um króna árið 1964, og var það
nær tvöfalt meira en árið 1963,
en þá var það 16.7 millj. kr.
Ef þessar tölur eru bornar sam-
an við það sem gerist í nær-
liggjandi löndum, kemur í ljós
að brunatjón á mann á íslandi
eru mun hærri en þar.
Þetta kemur m.a. fram í er-
indi Bárðar Daníelssonar verk-
Gashoranir v/ð
Lagarfljót
FYRIR UM það bil viku var
hafin borun eftir jarðgasi
skammt frá bænum Vallholti í
Fljótsdal. Að því er Jónas Pét-
ursson, alþingismaður tjáði Mbl.
í gær hefur undirbúningur að
þessum borunum staðið yfir í um
tvö ár, en framkvæmdir hófust
eins og fyrr segir fyrir um það
bil viku.
Borinn, sem notaður er, hefur
áður verið við boranir við Lag-
arfoss, þac sem ætlunin er að
koma upp rafvirkjun og er hann
á vegum raforkumálaskrifstofunn
ar.
Staðinn við Vallholt valdi Jón
Framihald á bls. 23.
fræðings um brunavarnir, sem
hann flutti á ráðstefnu um skipu
lags- og byggingarmál um mán-
aðarmótin marz-apríl í fyrra, og
birtist í nýútkominni Handbók
Sveitastjórna.
Bá:rður segir ennfremur í er-
indi sínu, að sé lausafé tekið
með, þá hækki framangreindar
upphæðir um 27 milljónir króna
árið 1963, og um 40 milljónir
króna 1964, eða upp í 74 millj.
kr. Bárður bætir því við, að í
sambandi við upphæðir þessar
sé vert að hafa í huga að hér
sé einungis um að ræða saman-
lagðar tjónabætur tryggingarfé-
laganna, en það sé algengt eink-
anlega hvað snertir lausafé, að
það sé verulega undirtrygt eða
jafnvel ótryggt með öllu.
Framihald á bls. 23.
Myndin hér aS ofan er af:
Piper Apaohe-vél Tryggva '
Helgasonar á Akureyri, en i
Tryggvi hefur nú um langt |
árabil stundað sjúkra- og I
leiguflug frá Akureyri svo j
sem alþjóð er kunnugt. Mynd- ;
ina tók ljósmyndari Mbl. Ól. I
K. Magnússon á flugvellinum ■
við Ásbyrgi fyrir nokikrum :
vikum. :
Bifreið stolið
f FYRRTNÓTT var bifreiðinni
R-5320 stolið frá Stóragerði 8.
Bifreiðin er Taunus 17 M, stati-
on, hvít og blá að lit. Skipt hafði
verið um liægra frambretti og
er það ljósgrátt.
Þeir, sem gætu gefið upplýs-
ingar um ferðir bifreiðarinnar
snúi sér til rannsóknarlögregl-
unnar.
Auknar framkvœmdir
við Þorlákshöfn
VERIÐ ER að ganga frá samn-
ingum við Árnes- og Rangár-
vallasýslur um afhendingu Þor-
lákshafnar til Vita- og hafnar-
málastjórnar. Blaðið átti í gær
tal við Magnús Bjarnason, for-
mann hafnarnefndar, og sagði
hann, að samningum yrði lokið
á næstu dögum og yrði þá Þor-
lákshöfn landshöfn löglega frá
og með 1. júlí.
Áætlaðar hafa verið 100 millj.
króna til tramkvæmda við hafn
argerðina, og er þegar búið að
Danir rannsaka hotn-
gróður og
Surtsey
dýralíf við
UM MIÐ.TAN mánuðinn mun
leiðangur danskra vísindamanna
fara út í Surtsey til þess að rann
saka botngróður og dýralíf um-
hverfis gosstöðvarnar.
Það er Surtseyjarfélagið, sem
fengið hefur hina dönsku vísinda
menn til þessara rannsókna, en
Surtseyjarfélagið nýtur styrks
frá Hafrannsóknarstofnun banda
ríska flotans. Hinir dönsku vís-
indamenn eru frá Marinbiologisk
Institut í Helsingör, sem er mjög
virt stofnun, að því er Stein-
grímur Hermannsson tjáði Mbl.
í gær.
Sagði Steingrímur, að ætlunin
væri að leigja Maríu Júlíu til
þessara rannsókna, sem eru lið-
ur í hinum almennu Surtseyjar-
rannsóknum.
vinna fyrir um helming þess fjár
magns. Einnig er verið ,\ð endur
skoða samninga við verktakana,
Efra-Fall, og er gert ráð fyrir
að Efra-Falli verði ætluð tvö til
þrjú ár tii að ljúka við norður-
garð hafnarinnar, sem verður
200 metra langur og ætlaður sem
aðlag fyrir báta. Nýlega er búið
að fullgera suðurgarðinn, sem
ætlaður er hafskipum. Geta öll
íslenzk skip að undanteknu
Hamrafellinu lagzt þar að
bryggju.
Nú vinna við hafnargerð í Þor
lákshöfn um 12—20 manns. Er
gert ráð fyrir auknum mann-
afla að endurskoðun samninga
við verktaka lokinni
Suzy Wong komin
til þorlákshafnar
ÞEIR FEI. AGARNIR á Suzy
Wong, Hafsteinn Sveinsson og
Þórarinn Ragnarsson komu til
Þorlákshafnar fimmtán mínútur
yfir níu í gærkvöldi eftir einnar
og hálfrar klukkustundar sigl-
ingu frá Grindavík.
í gærmorgun fóru þeir frá
Sandgerði áleiðis til Grindavík
ur, en þeir leituðu hafnar í Sand
gerði vegna þess að ræsir bilaði
í farkostinum, eins og sagt var
frá í blaðinu í gær.
Þeir félagar ætluðu að gista í
Þorlákshöfn í nótt og halda síð-
an til Vestmannaeyja í dag og
gerðu ráð fyrir að verða hálfa
þriðju klukkustund á leiðinni,
yrði þeim kleift að halda sama
hraða og til Þorlákshafnar.
Létu þeir félagar vel af ferð-
inni, að því er faðir Hafsteins,
Sveínn Böðvarsson tjáði Mbl. í
gærkvöldi, en hann hafði þá ný-
lega talað við son sinn.