Morgunblaðið - 20.08.1966, Síða 13
Laugardagur 20. Sgíist 1966
MORGUNBLAÐiÐ
13
Aððlfundur Skógræktarfélags íslands að Laugum:
Skdgræktarmenn skortir hvorki
verkefni né starfsgrundvöll
(Jr ræðurn formanns félagsins og skógræktar-
stjóra og skýrslu erindreka
AÐAliFTJNDUR Skógræktarfé-
lags íslands var settur í Héraðs-
skólanum að Laugum í Reykja-
dal kl. 10 í morgun. Fundinn
sitja um 50 fulltrúar frá skóg-
ræktarfélögum víðsvegar um
land auk stjórnar félagsins,
skógarvarða og allmargra gesta.
Formaður félagsins, Hákon
Guðmundsson, setti fundinn og
ávarpaði fundarmenn. Hann
fagnaði því, að fundurinn skyldi
vera haldinn í Þingeyjarsýslu, en
Skógræktarfélag Þingeyinga hef
ur jafnan verið mjög stórvirkt í
gróðursetningu trjáplantna, hef-
ur verið hið þriðja hæsta á land-
inu, næst á eftir Akureyri og
Keykjaví'k. Er þa'ð þeim mun at-
hyglisverðara þar sem Þingey-
ingar eru mjög miklir sauðfjár-
bændur en skógrækt og sauð-
fjárrækt hafa ekki ávallt þótt
eiga mikla samleið.
Þá voru skipaðir fundarritar-
ar, þeir sr. Bjartmar Kristjáns-
son, Magnús Finnbogason og Sig-
urður Jónasson, auk ritara fé-
lagsins, Hauks Jörundssonar.
Formaður bauð sérstaklega vel
komin til fundarins þau Hólm-
járn J. Hólmjárn, einn af stofn-
eijdum félagsins, og Jóhann
Skaptason, sýslumann, og kona
hans, frú Sigríði Jónsdóttur.
Formaður minntist stofnunar
Skógræktarfélags íslands á Þing-
völlum árið 1930 og frumkvöðuls
þess, Sigurðar Sigurðssonar, bún
aðarmálastjóra, sem bæði var
stórhuga og framsýnn og skildi
þá staðreynd, að skógræktin
hlyti að veröa einn snarasti þátt-
urinn í ræktun og gróðurvernd
landsins. Sögn Ara fróða um viði
vaxið land á landnámsöld, sem
ýmsir hafa dregið í efa, hefur nú
fengið eindreginn stuðning nýj-
ustu vísindalegra rannsókna,
einkum f rj órannsókna Þorleifs
Einarssonar. Takmark skógrækt-
armanna er, eins og fram kom
í ræðu Hólmjárns J. Hólmjárns
á stofnfundinum 1930, að klæða
landið skógi á ný. Þó hefur við
margt verið að etjá á þessu 36
ára tímabili, vantrú, þvergirð-
ingshátt og andstöðu ýmissa að-
ilja, en þó blasa víða vi‘ð grózu-
miklir' skógarlundir, gróðursettir
af áhugafólki, að vísu misjafnir
að gæðum og fegurð, en þeir
hljóta að efla trúna á málefnið
og framtíð íslenzkra skóga.
Þessu næst minntist formaður
á skjólbeltarækt og lög um það
mál, sem samþykkt voru á Al-
þingi í vetur og þakkaði hann
sérstaklega Oddi Andréssyni fyr
ir forgöngu um málið á Alþingi
og meðflutnings-mönnum hans,
þeim Hermanni Jónassyni og Sig
urði Bjarnasyni.
Hann kvað afstöðu almennings
til skógræktar yfirleitt vera vin-
samlega, þó að nokkur skoðana-
munur sé með mönnum um ýmis
legt, svo sem tilgang skógræktar
(nytsemdar- eða fegurðarsjónar-
mið) og val trjátegunda. Ekkert
er því til fyrirstöðu, að hin
ýmsu skógræktarfélög velji sér
ólík verkefni.
Formaður harmaði þó það
skilningsleysi, sem víða kemur
fram og birtist í því, að menn
horfa sljóum augum á vaxandi
uppblástur og gróðureyðingu.
Sumir vilja jafnvel varðveita
auðnina og berangurinn, hrjóst-
ur og hölkn landsins, sem ein-
hvern helgidóm. Þeir menn ættu
að reyna að gera sér grein fyrir
svipmóti landsins árið 874 og
bera saman við núverandi ástand.
Skógræktarmenn skortir hvorki
verkefni nú starfsgrundvöll en
hins vegar skortir þá fé. Fjár-
veitingar hafa ekki vaxið að
krónutölu jafnvel í raun dregist
saman. Framkvæmdir hljótá því
að dragast saman að sama skapi.
Hákon Guðmundsson, formaður.
Nauðsynlegt er að efla skjól-
beltarækt og einnig er brýn þörf
að ráða skógarvörð á Vestfjörð-
um. En fjárskorturinn kreppir
að og heftir hönd og fót. Að lok-
um sagði formaður: „En við vinn
um ótrauð og bjartsýn að kom-
andi verkefnum í þeirri trú, að
hvert það tré sem fullvex greiði
þeim götuna, sem eftir okkur
koma. Þúsund mílna ganga hefst
me'ð einu skrefi".
Hákon Bjarnason skógræktar-
stjóri tók næstur til máls og gaf
yfirlit um skógræktarmálin síð-
an á síðasta aðalfundi.
Fjárskorturinn er alvarlegasta
vandamálið, sem við er að etja.
Kauphækkanir hafa orðið 10—
30%, en krónutala framlaga á
fjárlögum hefur haldizt óbreytt.
Skógræktarfélögin eru hins veg-
ar bundin af ákveðinni plöntu-
tölu sem gróðursetja þarf.
Störfin hafa gengið vel. Áföll
hafa lítil sem engin orðið. Verst-
ir voru þurru kuldastormarnir í
vor, sem ollu nokkru tjóni á skóg
arfuru og að nokkru á staffuru.
auk þess sem toppa kól á all-
mörgum grenitrjám.
Hákon Bjarnason ræddi um
lögin um skjólbeltarækt (viðauka
lög við skógræktarlögin), fagn-
aði þeim og þakkaði flutnings-
mönnum þeirra. Málið komst í
höfn þrátt fyrir andstöðu Bún-
aðarþings.
Unnið hefur verið að eflingu
skógræktar á Vestfjörðum og er
mjög mikilvækt, að þar verði
settur sérstakur skógvörður. —
Gera má ráð fyrir, að jörðin
Langibotn í Geirþjófsfirði verði
keypt til skógræktar. Samning-
ar eru að vísu ekki fullgerðir, en
vart hugsanlegt annað en þeir
komist á.
Tíu stjórnarfundir hafa verið
haldnir frá síðasta aðalfundi.
Haldinn var sameiginlegur fund-
ur méð stjórn Skógræktarfélags
Árnesinga og einkum rætt um
friðun og ræktun Snæfoksstaða-
lands. Fræðslunefnd félagsins hef
ur haldið nokkra fundi með nátt-
úrufræðikennurum um bætta
náttúrufræðikennslu, sem nefnd-
in taldi mjög ófullkomna í lægri
skólum. Vinnuflokkur undir
stjórn Garðars Jónssonar hefur
unnið við plöntun, grisjun, áburð
argjöf og girðingar allt frá Hellis
heiði og að Kii;kjubæjarklaustri,
bæði í þágu Skógræktarfélags Is
lands og skógræktarfélaganna á
Suðurlandi.
Gjafir til félaganna eru skatt-
frjálsar og brýndi Hákon Bjarna
son fyrir einstökum félögum, að
skila reikningunum í tæka tíð en
það er skilyrði fyrir skattfrelsi
gjafa.
Á þessu ári hefur mikið borið
á því, að friðuð skógræktarlönd
hafi verið beitt og girðingar
skemmdar. Sums stáðar hefur
fé beinlínis verið rekið inn í
skógarlundi. Rekið var fé í Þórs-
mörk og raflínumenn klipptu
niður skógræktargirðingu við
Hreimsstaði í Borgargirði. Of-
fjölgun fjár í högum hefur kom-
ið grimmilega niður á kjarri,
sem óðum var að vaxa upp hér
og þar um land. Allt þetta hefur
valdið stórkostlegum spjöllum á
skógræktinni.
Hákon Bjarnason,
skógræktarstjóri.
Of lítið hefur verið gert af
friðun birkiskóga undanfarin ár,
en fjármagnið hefur orðið að
nota við gróðursetningu þeirra
trjáplantna, sem árlega koma ±rá
uppeldisstöðvunum til þess, að
ekki þyrfti að fleygja plöntum.
Þá hefur verið unnið nokkuð að
sáningu birkifræs.
Nýlega hefur stöðin að Mó-
gilsá tekið til starfa og margar
góðar gjafir borizt, m.a. verð-
mæt tæki frá Sambandslýðveld-
inu Þýzkalandi.
Framtíðarverkefnið er aðal-
lega, að útvega fræ frá öðrum
löndum þar sem loftslag er svip-
að og hér, einkum úr fjalllendi
en ekki úr láglendi. Þær plöntur
sem upp af því vaxa hafa reynzt
betur hér á landi en láglendis-
plöntur. Auk þess þarf að efla
sjálf skógræktarfélögin.
Þá flutti Snorri Sigurðsson,
erindreki Skógræktarfélags ís-
lands, skýrslu sína og fara hér á
eftir meginatriði hennar:
Girðingar
Settar voru upp 4 nýjar girð-
ingar á árinu, 2 norðanlands, 1
austanlands og viðbót við land
Heiðmerkur. Endurnýjuð var
girðing í Vesturbotni í Patreks-
firði frá árinu 1944. Lokið var að
fullu við girðingar á Saurum í
Helgafellssveit og í Bolungarvík,
en það land gáfu hjónin Berno-
dus Halldórsson og Dómihildur
Klemenzdóttir ásamt Halldóru G.
Jónsdóttur. Samtals var lengd
girðinga 1965 3.6 km og land inn
an þeirra er 230 hektarar. Kostn-
aður við þessar girðingar varð
160 þús. kr. auk 70 sjálfboðadags
verka, sem meta má á 21 þús. kr.
Kostnaðurinn við hvern km varð
þannig 50 þús. kr. og hefur þessi
mikli kostnaður dregið mjög úr
viðhaldi eldri girðinga. Þó var
varið til endurbóta tæplega 210
þús. kr., að þremur fjórðu hlut-
um í Heiðmörk og við Rauða-
vatn.
Gróðursetning og hirðing
Árið 1965 gróðursettu skóg-
ræktarfélögin 490 þúsund plönt-
ur nokkuð minna magn en 1964.
Er þar um að kenna hækkuðu
plöntuverði og vinnuaflsskorti.
Sjálfboðaliðar gróðursettu þriðj-
ung plöntumagnsins. Nokkurt
kapp hefur verið lagt á grisjum
en slíkt er nauðsynlegt þar sem
plantað er í kjarrlendi. Kostnað-
urinn er hins vegar álíka og við
gróðursetninguna sjálfa. Þetta
þrennt ásamt vaxandi dýrtíð hef-
ur tafið fyrir aukningu útplönt-
unar og hamlað eðlilegri starf-
semi félaganna. Þrátt fyrir allt
plöntuðu félögin 53% þeirra
plantna ^em afhentar voru úr
gróðrarstöðum Skógræktar ríkis-
ins og skógræktarfélaga 1965.
Auk þess hafa unnið að öðrum
verkefnum svo sem uppeldi,
grisjun, hirðingu, áburðargjöf,
vegagerð og fleira. Unnin voru
fleiri dagsverk við umhirðu
plantna en gróðursetningu og
mun það í fyrsta sinn. Stefnt hef-
ur verið að því, að beina gróður-
setningu á færri staði en áður.
Við það sparast bæði fé og fyrir-
höfn.
Snorri Sigurðsson, erindreki
Vinnuflokkar
Til þess að draga úr erfiðleik-
um ýmissa skógræktarfélaga
einkum hinna minni, sendi Skóg-
ræktarfél. ísl. vinnuflokk þeim
til aðstoðar. Fór hann milli fé-
laga á Vesturlandi mánaðartíma
sumarið 1965 og vann aðallega
við grisjun og lagfæringu á girð-
ingum. Unnið var á 9 stöðum á
Vestfjörðum og var aðstoð þessi
þakksamlega þegin. Þetta gafst
svo vel, að í sumar hefur slíkur
vinnuflokkur farið um Suður-
land.
Fræðslu- og kynningarstörf
Leiðbeiningarstarf var með
svipuðu sniði og síðustu ár. Er-
indreki heimsótti mörg félag-
anna. Alls var leiðbeint um störf
í 42 skógræktargirðingum hjá
10 félögum. Skógarverðir leið-
beindu á sínu svæði, eins og tími
leyfði. Síðla árs 1964 hélt stjórn
Skógræktarfélags íslands fund
að Hvolsvelli með stjórnum fé-
laganna á Suðurlandi og 1965 var
samskonar fundur á Akureyri
með forystumönnum á Norður-
landi.
Efnt var til kynningarsýnfrngar
í Reykjavík Akureyri, Húsavík
og Hafnarfirði og tókst hún mjög
vel. Er í ráði að setja hana upp
víðar á næstunni.
Ársritið var gefið út með svi-p-
uðu sniði og 1964 og tókst að
halda verði þess niðri með mik-
illi auglýsingasöfnun þrátt fyrir
stóraukinn útgáfukostnað.
önnur störf
Unnið hefur verið nokkuð að
vegagerð um skógræktarsvæði og
framrækslu lands, t. d. í Botni í
Dýrafirði, þar sem Skógræktar-
fél. V-ísfirðinga á land. Mikið
var alið upp af trjáplöntum í
stöðvum félaganna í Reykjavík
og á Akureyri. Komu frá þessum
stöðvum 415 þúsund plöntur, eða
47% af heildarframleiðslunni í
landinu. Voru notaðar 246 þús.
p 1 ö n t u r til gróðursetningar
heima fyrir. Afgangurinn var
seldur öðrum félögum og ein-
staklingum. T. d. voru fluttar frá
Reykjavík allar plöntur, sem
gróðursettar voru á Vestfjörðum
1965.
Fjárhagur félaganna
Helztu tekjur félaganna 1965
voru þessar: Opinber styrkur kr.
800 þúsund, styrkur sýslufélaga
148 þús. kr. (hæstu styrkir frá
Skagafjarðarsýslu kr. 35.000 og
A-Hún. 25.000). Sveitarfélaga-
styrkir voru alls 2 millj. 324 þús
kr. Landgræðslusjóður styrkti
félagið í Eyjafirði og Reykjavík
til plöntuuppeldis með 550 þús.
kr. Af kaupstöðum lagði ísa-
fjörður mest fram 200 þús. kr
til skóggræðslu í Tungudal og til
að launa mann við hana.
Skemmtisamkomur gáfu nokkrar
tekjur svo og plöntusala, árgjöld
o. fl.
Sjálfboðadagsverk voru 1171 á
móti 13.132, sem félögin greiddu.
Helztu útgjöldin voru: Vinna
við gróðursetningu 345.000 kr.,
hirðing plantna og fl. 413.000 kr.,
grisjun 17.000 kr., nýjar girðing-
I ar 160.000 kr., viðhald girðinga
210.000 kr., annar skóglendis-
kostnaður 756.000 kr. og félags-
kostnaður 366.000 kr.
Hér er ekki talinn kostnaður
við rekstur gróðrarstöðvanna í
Reykjavík og á Akureyri, né
heldur ýmis leiðbeiningarkostn-
aður. Afborganir og vextir af
lánum félaganna voru 551.000 kr.
Aðallega eru það lán vegna efn-
is- og plöntukaupa. Flest félögin
búa við mjög þröngan fjárhag
og safna jafnvel skuldum, þó að
styrkur hins opinebra nemi að-
eins einum sjötta af heildarút-
gjöldum félaganna, er hann þeim
mikil hvatning. Hins vegar velt-
ur á miklu, að hann rýrni ekki
með vaxandi dýrtíð og fjárþörf.
Að lokinni skýrslu Snorra Sig-
urðssonar las gjaldkerinn Einar
E. Sæmundsen endurskoðaða
reikninga félagsins og lagði þá
fram, ennfremur reikninga ým-
issa sjóða í vözlu félagsins og
reikninga Landgræðslusjóðs. —
Voru þeir allir bornir undir at-
kvæði og samiþykktir í einu
hljóði.
Þá var kosið í nefndir og fundi
síðan frestað til kl. 14.
1 upphafi fundar eftir matar-
hlé gaf Garðar Jónsson bráða-
birgðaskýrslu um störf vinhu-
flokks ,sem unnið hefur á Suður-
landi í sumar og Landgræðslu-
sjóður hefur staðið straum af.
Síðan hóf Hákon Bjarnason
almennar umræður um skóg-
ræktarmál. Tóku margir til máls,
m. a. Ketill Indriðason Fjalli, Jón
Sigurðsson Yztafelli, Sigurður
Blöndal Hallormsstað og Kjart-
an Sveinsson Reykjavík.
Síðdegis í dag var farið í
skemmtiferð til Grenjaðarstaðar
og Húsavíkur. Var byggðasafnið
að Grenjaðarstað skoðað og
snæddur kvöldverður á Húsa-
vík, hvorttveggja í boði sýslu-
nefndar S-Þingeyjarsýslu.
SvJP.