Morgunblaðið - 20.08.1966, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 20.08.1966, Qupperneq 17
Laugardagttr 20 ágúst 1968 MORGUNBLAÐIÐ 17 Sextugur Finnbogi Guðmunds- son frú Gerðum BINN af iþekktustu og vinsælustu útgerðarmönnum landsins — í sinni stétt — er sextugur í dag. Sennilega hafa fáir — ef nokkrir — menn unnið meira fyrir ísl. sjávarútveg síðustu 30—40 árin en Finnbogi Guð- mundsson frá Gerðum, enda þekkja hann flestir landsmenn, sem fylgzt hafa með ísl. atvinnu- og þjóðmálum, a.m.k. af afspurn. Flestir útgerðarmenn þekkja hann persónulega. Finnbogi Guðmundsson er fæddur 20. ágúst 1006 í Gerðum í Garði, sonur Guðmundar Þór- arsonar útvegsbónda þar, sem var þekktur athafnamaður, og konu hans Ingibjargar Jónsdótt- ur. Snemma hneigðist hugurinn eð sjónum, reri Finnbogi fyrst á árabátum frá Garðinum, síðar á vélbátum frá Sandgerði og einnig á togurum. Var hann m. a. með hinum þekkta aflamanni Birni Ólafs frá Mýrarhúsum og hélzt vinátta þeirra æ síðan. Finnbogi var fjörmikið ung- menni, en heilsuveill þó um tíma á æskuárunum og oft síðan. Lífs- krafturinn og viljinn yfirunnu þó öll veikindi og erfiðleika. Finnbogi sá fljótlega að ekki var einhlítt að draga fisk úr sjó, þar þurfti fleira að fara saman^ svo sem nýting, verkun og síðast en ekki sízt sala afurðanna. Félagasamtök útgerðarmanna voru mjög af skornum skammti á þeim árum og hófst Finnbogi snemma handa um að vinna að þeim málum ásamt fleiri mönn- um, einkum af Suðurnesjum. Þótt Finnbogi hafi egngið í Stýrimannaskólann og tekið það- an ágætt skipstjórapróf og líkaði vel á sjónum, sneri hann sér æ meira að starfinu í landi fyrir útveginn. Má vera að heilsa hans hafi átt þar í nokkurn þátt. Ég kynntist Finnboga er ég fcom fyrst til Sandgerðis, á vetr- arvertíð 1031. Við erum á svipuð- um aldri og hreifst ég af eld- móði hins unga manns. Þá gerði faðir hans út vélbáta frá Sand- gerði. Nokkru síðar keypti Finn- 'bogi vélbáta í félagi við frœndur sína og vini í Garðinum, m. a. Þórð bróður sinn og Kristin Árnason, sem voru skipstjórar og fengsælir mjög. Finnbogi stjórnaði útgerðiimi. Við höfum ®e síðan átt mikið samstarf að málefnum sjávarútvegs-fram- leiðslunnar o. fl. Árin 1030—’34 voru mikil erf- iðleikaár hjá ísl. útgerð enda þótt mikið aflaðist, gerði það hið gífurlega verðfall afurðanna og skipulagsleysi í sölumálum þeirra hér. Reyndi þá á þolrif manna og heltust þá margir úr lestinni, þeir sem eftir stóðu, urðu reynslunni ríkari. Árið 1034 voru stofnsett á ís- landi tvö fyrirtæki, er hafa orð- ið ísl. sjávarútvegi sérstaklega happasæl. Annað var Sölusam- band ísl. fiskframleiðenda (SÍF), er var stofnað með frjálsum samtökum saltfiskframleiðenda (hafði að vísu starfað frá árinu 1032, en í óbundnu formi). Hitt fyrirtækið var Síldarútvegsnefnd (SUN)j er var stofnsett með sér- stökum lögum frá Alþingi. Bæði þessi fyrirtæki starfa enn í dag. Finnbogi Guðmundsson var einn af stofnendum SÍF og starf- aði lengi í stjórn þess. Vann hann þar mjög vel fyrir ísl. salt- fiskframleiðendur og útgerðina í heild. Einnig hefir hann stutt vel við bakið á Síldarútvegsnefnd, þegar á hefir reynt. Mesta vinnu og bezta hefir Finnbogi þó innt af hendi á veg- um Landsambands ísl. útvegs- manna (LÍÚ). Hann var einn af frumkvöðlum að stofnun þess félagsskapar og hefir æ síð- an starfað þar af lífi og sál. Finnbogi hefir bráfaldlega átt sterkastan þátt í að koma ýms- um mikilvægum hagsmunamál- um fiskframleiðenda í fram- kvæmd — þótt aðrir hafi þar og vel að unnið. Eins og áður er sagt voru árin 1030—1034 mikil kreppuár hjá ísl. útvegi, sem stafaði einkum af verðfalli á helztu framleiðslu- vörunni — saltfiskinum — svo og saltsíldinni. Þótt stofnun SÍF og SUN bætti mikið úr þeim glundroða, sem ríkti þá hér um sölu þessara afurða, og yrði til þess að hækka verð á þeim veru- lega og gera það jafnara og tryggara, var hvergi nærri allur vandi útvegsins leystur. Skortur var á fé til framkvæmda og at- vinnutækin gengu úr sér og fengust ekki endurnýjuð né við- haldið nema af skomum skammti, því skilningur þáver- andi valdhafa — á árunum milli 1030 og 1940 — á þörfum og þýðingu útvegsins var oftast takmarkaður — ekki síður en nú. Mikil átök urðu því á þeim ár- um um að fá hag framleiðenda sjávarafurða bættan. Fóru þau átök fram að verulegu leyti inn- an vébanda SÍF, sem voru þá einu samtök fiskframleiðenda, er eitthvað kvað að. Ekki var þó því að heilsa að allir stjórnendur SÍF teldu að félagið varðaði þessi mál, þar sem SÍF væri aðeins sölusamtök framleiðenda, en harka Finnboga o. fl. (sérstak- lega Suðurnesjamanna, sem voru harðari í horn að taka þá en nú) varð því valdandi að SÍF tók for- ustuna í þessum málum. Síðar tók LÍÚ við forustunni ásamt Sölumiðstöð Hraðfrystihúsanna (SH), eftir að þau félagasamtök voru stofnuð, en Finnbogi Guð- mundsson var meðal helztu hvatamanna að stofnun þeirra ’beggja og hefir lengst af átt sæti í stjórnufn þeirra og á það enn. Finnbogi Guðmundsson hefir átt þátt í stofnun fjölda annarra hagsmunasamtaka til stuðnings sjávarútveginum og útflutnings- verzluninni, t. d. íslenzka vöru- skiptafélagsins og Miðstöðin hf, sem bæði voru stofnuð til þess fyrst og fremst að greiða fyrir sölu á ísl. afurðum til hinna svo- kölluðu vöruskiptalanda (clear- inglanda). Þessi félög starfa ennþá og Finnbogi í stjórnum beggja félaganna frá byrjun. Margt fleira mætti nefna, en læt þó þetta nægja nú. Það sem mestu máli skiptir er hinn ódrepandi, eldlegi áhugi Finnboga fyrir öllu, er mætti verða ísl. sjávarútvegi til heilla á hvaða sviði sem ér, hugmynda auðgi hans, kraftur og þor til að a koma hugmyndum sínum á fram- færi og fylgja þeim eftir þótt oft sé við ramman reip að draga og skoðanir manna mjög skiptar. Þrátt fyrir það, að Finnbogi heldur fast á sínum málstað, þá er hann þó mjög samvinnuþýður og sáttfús og því gott með honum að vinna. Sem dæmi um hugmyndaflug og framsýni Finnboga — og sem sýnir jafnframt að eftir orðum hans er tekið — vil ég geta þess að í ársbyrjun 1063 reit hann grein í tímaritið Frost, sem gef- ið er út á vegum S. H. Greinin fjallaði um möguleika á því að vinna markað fyrir síld og síld- arafurðir til manneldis, einkum hjá hinum vannærðu (vanþró- uðu) þjóðum. Lagði Finnbogi til í greininni að samstarf yrði hafið á milli allra Norðurlanda- þjóðanna um framkvæmd þess- ara mála. Morgunblaðið hefir ný- lega getið um þessa hugmynd Finnboga í leiðara og í norska blaðinu Noregs Sjöfarts- og Hand elstidende 5. þ. m. er löng grein um þetta mál og tekur blaðið upp þráðinn úr grein Finnboga. Telja bæði blöðin hugmynd Finnboga hina merkustu. Þrátt fyrir það, að Finnbogi Guðmundsson varð fyrir alvar- legu heilsufarslegu áfalli fyrir rúmum 8 árum, heldur hann ótrauður áfram baráttunni fyrir hagsmunum ísl. sjávarútvegs og lætur ekkert tækifæri ónotað til þess að vinna að heill ísl. út- vegsmanna, sjómanna og fisk- verkenda. Eiga þessar stéttir honum mikið og gott upp að unna og munu minnast Finnboga á þessum timamótum í ævi hans. Finnbogi Guðmundsson dvelst nú erlendis, sér til hressingar, ásamt sinni ágætu eiginkonu, Maríu ' Pétursdóttur hjúkrunar- konu, sem hefur reynzt hon- um framúrskarandi í veikindum hans og öllu lífi. Fær hvorki Finnbogi, né við hinir — sem höfum notið og njótum enn starfa hans — fullþakkað Maríu. Þau dvelja nú — að mér er tjáð — í Salzburg í Austurríki, á Hotel Evropa, Reinerstrasse 31. Ég ósfca Finnboga Guðmunds- syni, vini mínum, hjartanlega til hamingju með sextugsafmælið og framtíðina og vona að við fá- um að njóta starfskrafta hans sem lengst. Ólafur Jónsson. — Magnús Skúlas. Frarnh. af bls. 15 Á heimili Magnúsar og Svein- sínu var jafnan gott að koma. Þar var ekki einungis matur og drykkur veittur af rausn; þar mætti manni einnig sá innileiki og heimilisylur, sem aðeins sam- huga hjón geta í té látið. Ævistarf Magnúsar var aðal- lega tvíþætt, þ.e.a.s. smíðar og sjómennska. Voru í þessu efni nokkur kaflaskipti í lífi hans. En hvort tveggja tókst honum giftusamlega, enda gekk hann óskiptur að hverju verki og hlífði sjálfum sér aldrei. — Svo mikil var fjölhæfni hans að jöfn- um höndum smíðaði hann báta, allskonar hús, innréttingar o. m. fl. Og allt bar vott um þann traustleika og vandvirkni, sem einkenndu manninn. Þegar ákveðið var að byggja nýja kirkju á Reykhólum, var, að minni tilhlutun, leita'ði tU Magnúsar, sem svaraði jákvætt eftir nokkra umhugsun. Og við það verk urðu kynni okkar mest og bezt, þar sem hann var yfir- smfður og verkstjóri, en ég hafði á hendi framkvæmdastjórn og allar greiðslur, þangað til ég flutti burt af staðnum. — Öll okkar viðskipti, varðandi þetta verk, voru með þeim hætti að engan skugga bar á, enda var lipurð og samvizkusemi Magnús- ar frábær, bæði í samningum og verkstjórn. Sanngirni hans kom m.a. fram í því, að vilja að vel væri unnið en gæta þó jafnan hófs í álagi á menn. Ég held, að öllum sæmilega gerðum mönn- um, sem með honum unnu, hafi þótt vænt um hann og þess vegna reynt að vera og gera honum að skapi. Sjálfur var hann sívinn- andi og gerði jafnan með gleði og góðviba meira en skyldan bauð. — Eg minnist þess t.d., að hann, og einnig sonur hans, gáfu kirkjunni hluta af launum sín- uiftr Reykhólakirkja mun vera eina kirkjan, sem Magnús byggði. — Ég held að honum hafi þótt vænt um að fá tækifæri til þess að byggja kirkju. — Hann var trú- aður maður og vann verk sín með þeirri hjartahlýju, sem æskilegt má teljast að kirkjuhús séu jafnan umvafin. Þessi starfsami maður er nú snögglega burtkallaður. Hann er lagður frá landi á eigin báti yfir hafið, sem heimana skilur. — í stafni er gyðja trúmennskunnar og við stýri’ð engill góðviljans. — Við, sem eftir erum á strönd- inni, léttum þeim förina með hlýjum óskum um fararheill. Á skilnaðarstund er mér einnig ofarlega í huga þakklæti fyrir það að hafa kynnst og”starfað með þessum góða félaga, um nokkurt skeið. — Það er bjart og hlýtt kringum minningarnar frá þeim samverutíma. — Það mun einnig verða bjart og hlýtt í framtíðarheimkynnum Magnús- ar Skúlasonar, því að svo upp- sker hver sem hann sáir. Eiginkonu Magnúsar og börn- um þeirra votta ég og fjölskylda mín innilega samúð vegna frá- falls ástríks eiginmanns og föður. Sæmundur Björnsson. LOGI GUBBRANDSSON hértaðsdómslögmaður Laugavegi 12 — Sími 23207. Viðtalstími kl. 1—5 e.h. Eyjólfur K. Sigurjónsson löggiltur endurskoðandi Fiókagötu 65. — Sími 17903. JAMES BOND James Bond IV IM flEMM DRAWiKG BY JOHK M -Xr' Eítii IAN FLEMING Ef hr. Saye er demantskaupmaður ein- ungis að nafninu til, hvað skyldi þá ung- JÖMBO frú Tiffany Case vera? -K" Svo þér eruð nýi aðstoðarmaðurinnl Teiknari: J. M O R A Júmbó sezt uppgefinn á stein á meðan skipstjórinn huggar hann með því, að hann hafi a.m.k. fur.dið þrjár fullar nið- ursuðudósir, sem þjófunum hafði sézt yfir. — Æ, skipstjóri, það er ágætt að þrjár niðursuðudósir skuli vera eftir, en hvar er Spori? snöktir Júmbó. <— Ef ófreskjurnar hafa með ólátum sínum hrætt Álf og félaga hans, ef þeir hafa lagt á flótta, ef þeir . . . ef þeir . . . en hvernig hafa þeir þá haft tíma til að ræna Spora og stela öllu steini léttara? Skipstjórinn minnir Júmbó á það sem öldungurinn sagði: — Þeir hafa haldið vestur á bóginn. — Þess vegna skulum við halda vestur á bóginn, kannske finn- um við spor, segir Júmbó og setur á sig bakookann

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.