Morgunblaðið - 20.08.1966, Síða 22

Morgunblaðið - 20.08.1966, Síða 22
Z.Z. mUKbUNKLAtlltl Laugardagur 20 ágúst 196ð Hvernig má hressa upp á frjálsar íþráttir? FRJÁLSAR íþróttir — einhver vinsaelasta íþróttagrein í flestum löndum heims — eiga ótrúiega lítillar almenningshylli að fagna bér á landi. Hafa orðið mikil umskipti á síðustu 25 árum, því að fyrstu árin eftir síðari heimsstyrjöldina áttu frjálsar íþróttir hug og hjarta íslendinga, og komst knatt spyrnan þar hvergi nærri hvað vinsældir snertir. Þá vorum við líka í fremstu röð í Evrópu í þessari grein, áttum hlaupara, kastara og stökkvara á alþjóða mælikvarða. Má þar nefna Clausen-bræður, Finnbjörn Þor- valdsson, Guðmund Lárusson, Torfa Bryngeirsson og Gunnar Huseby. Standa mörg met, sem sett voru á þessum árum, enn í dag óhögguð. Sýnir það nokkuð stöðnunina, semí orðið hefur í þessari ágætu iþróttagrein. Það hefur oft verið afsökun frjálsíþróttaleiðtoga, þegar drep- ið er á þessi atriði, að þessi frammistaða islenzku frjáls- íþróttamannanna fyrstu árin eft- ir heimsstyrjöldina eigi rætur sínar að rekja til þess, hve ís- iendingar þyrftu að þola litlar blóðtökur í striðinu sjálfu, og að okkar íþróttamenn hafi getað 'iðkað íþróttir meðan ungir menn í öðrum löndum þurftu að berj- ast á vígvöllum fyrir föðurland- ið. Og vissuiega skýrir þetta nokkuð hve sterkir við vorum á alþjóðamótum þessi árin, en þetta skýrir á engan hátt hnign- unina, sem varð í fráls íþrótt- um á árunum milli 1950—60. Það er ekki heldur hægt að skýra þessa hnignun með því að segja, að lakari íþróttamenn hafi komið fram á sjónarsviðið á þessu tímabili. Nei, sökin lá að miklu leyti hjá forustumönnum þessara mála. Skipulagning frjáls íþróttamóta hér fór að verða fram úr hófi léleg. Þau urðu æ landdregnari og langdregnari, og áhorfendurnir fóru að missa á- hugann, sneru sér að öðrum íþróttagreinum, sem höfðu upp á meiri spennu að bjóða. Um leið og áhorfendum fór að fækka á frjálsiþróttamótum misstu íþrótta mennirnir áhugann — æsku- menn, sem karinski hefðu getað orðið góðir hlauparar, urðu góð- ir knattspyrnumenn, þar sem straumurinn lá þangað o.s.frv. En nú hin síðari ár hafa orðið mannaskipti í frjálsiþróttafor- ustunni, nýju forystumennirnir hafa séð hvert stefnir, og reynt eftir megni að kippa í tauminn. Þeir hafa komið fram með nýjar hugmyndir til þess að revna að lífga upp á þessa íþróttagrein, skipulagning mótanna hefur stór batnað. En stærsta sporið, sem stigið hefúr verið í rétta átt, er án efa bikarkeppnin, sem fór fram hér í Reykjavik á dögun- um .Þar sýndi sig að við þurfum ekki að kvarta undan skorti á efnum. Sérstaklega voru það ut- anbæjarmennirnir, sem vöktu athygli, og náðu frábærum af- rekum miðað við þær aðstæður, sem þeir hafa þurft að æfa við. En það er ekki nóg að eiga góð efni — það verður að hlúa að þeim eins og kostur er — gefa utanbæjarmönnunum tæki- færi til þess að keppa eins oft og mögulegt er á Laugardalsvell- inum við þær aðstæður, sem hann hefur upp á að bjóða, og senda velmenntaða þjálfara út á iandsbyggðina til þjálfa hjá hin- um ýmsu héraðssamböndum. Ennfremur mætti hressa upp á frjálsíþróttamót sem haldin eru hér í Reykjavík með því að gera meira að því að fá hingað þekkta íþróttamenn til þess að keppa sem gestir á þessum mótum .T.d. er ekki að efa að ma-rgir myndu koma til þss að sjá Jón Þ. ólafs- son keppa við einhvern af beztu hástökkvurum Svía, sem náð hafa svipuðum árangrum og Jón eða að fá hingað unga 800 m og 400 m hlaupara frá Norður- löndum til þess að keppa við þá Þorstein Þorsteinsson, Halldór Guðbjörnsson og Gunnar Krist- insson. Og loks mætti kannski „punta“ enn frekar upp á þessi mót með því að fá hingað ein- hverja stórstjörnu, eins og t.d. Finnann Stenius, sem stokkið hefur 8.04 metra í langstökki. Það fylgir þessu að vísu ærin kostnaður, en hann mun borga sig upp áður en langt um líð- ur, ef það tekst að fá fólkið til þess að streyma á frjálsíþrótta- mót til þess að horfa á spennandi keppni og góða árangra, eins og var á hinum „gömlu og góðu dögum“. Og það hlýtur að vera ósk allra — frjálsar íþróttir er alltof skemmtileg og göfug iþrótt til þess að hún falli í gleymsku hér á íslandL B. V. Góður árangur á héraðsmðti U.M.S.S. Ungmennasambands Skagafjarð- ar var haldið á Sauðárkróki 13. og 14. ágúst sl. Veður var mjög gott báða dagana, sólskin og lítilsháttar gola. Keppendur voru frá fjórum nngmennafélögum: Umf. Höfð- strendingi, Umf. Tindastóli, Umf. Framför og Umf. Glóðafeyki. Úrslit í einstökum greinum urðu þessi: Þrístökk M Gestur Þorsteinssön H 13,31 Ragnar Guðmundsson T 12,75 Sigmundur Guðmundss. H 12,06 Erlendur Sigurþórsson T 11,12 Hástökk M Gestur Þorsteinsson H 1,66 Ólafur Ingimarsson T 1,61 Ragnar Guðmundsson T 1,52 Trausti Fjólmundsson H 1,47 Kristin Jónsdóttir H 4,08 Sigurlaug Jónsdóttir T 4,03 Rósa Stefánsdóttir F 3,78 Hástökk M Kristín Jónsdóttir H 1,36 Sigrún Jóhannsdóttir G 1,26 Helga Friðbjörnsdóttir H 1,26 Fanney Friðbjörnsdóttir H 1.16 Anna Sigurðardóttir F 1,16 Kúluvarp M Kristín Jónsdóttir H 8,36 Anna Pála Þorsteinsdóttir H 7,33 Agnes Gamalíeisdóttir H 7,19 Helga Friðbjörnsdóttir H 6,95 Kringlukast M Anna Pála Þorsteinsd. H 24,59 Helga Frfðbjörnsdóttir H 21,70 Kristín Jónsdóttir H 21,46 Fanney Friðbjörnsdóttir H 16,33 Þetta mnrk kom svo sannarlega á siðustn stundu. Hermann fékk knöttinn á síðustu mínútu landsleiksins gegn Wales, og nú voru góð ráð dýr. Hann lék á einn eða tvo varnarleik- menn Wales, og skaut föstu skoti á markið. Og draumurinn rættist, knötturinn lenti í netinu, og þarmeð höfðu íslend- ingar tryggt sér jafntefli. Nokkrir gestir tóku þátt í mót- inu. Árangur þeirra var þessi: 400 m hlaup: Guðmundur Guð- mundsson USAH 57,2 sek. 1500 m hlaup: Óli Jón Gunn- arsson USVH 5:24,8 mín. Hástökk: Ihgimundur Ingi- mundarson HSS 1.66 m, Guð- mundur Guðmundsson USAH 1,61 m. Kúluvarp: Björn Ottósson HSS 11,35 m. Spjótkast: Björn Ottósson HSS 42,20 m. Ungmennafélagið Höfðstrend- ingur vann mótið með 110 stig- um og þar með Héraðsmótstoik- arinn í fyrsta sinn, en um hann var nú keppt í fyrsta sinn. Afreksverðiaun karla hlaut Gestur Þorsteinsson fyrir 100 m hlaup, 11,5 sek., sem gefur 737 stig. Afreksverðlaun kvenna hlaut Kristín Jónsdóttir fyrir hástökk, 1,36 m, sem gefur 672 stig. Sérverðlaun fyrir hlaup hlaut Ragnar Guðmundsson fyrir sam- anlögð stig í 100 og 400 m hlaupi, 1267 stig, nú í 2. sinn. Leikir um helgina MIKIÐ verður um að vera í knattspyrnuheiminum um helg- ina og verða leiknir leikir í Bik- arkeppninni, 1. og 2. deild ís- landsmótsins. f dag kl. 16 fer fram leikur á ísafirði, en þar ieika ísfirðing- ar við Þrótt b í Bikarkeppninni, og á sama tíma leik í Vestmanna eyjum Týr og'FH. Á sunnudag verða leiknir tveir leikir í 1. deild. Á Akranesi mætast ÍÁ og KR og má búast við hörkuleik þar, en leikurinn hefst kl. 16. í sambandi við ieik- inn mun Akraborgin fara upp á Skaga kl. 1:30, og aftur til Rvik- ur strax að leik loknum. Á sama tíma leika á Njarðvíkurvelli ÍBK og Þróttur. f annarri deild leika á Mela- vellinum sama dag kl. 7:30 Fram og Víkingur. Loks fer fram á Melavellinum á mánudag kl. 18 úrslitaleikurinn í íslandsmót-nu í 4 flokki, og leika til úrslita Valur og Breiðablik. Landskeppni í tugþraut við A-Þjóðverja um heSgina 100 m hlaup Sek. Gestur Þorsteinsson H 11,5 Ragnar Guðmundsson T 11,6 Sigmundur Guðmundsson H 11,9 Ólafur Ingimarsson T 12,0 400 m hlaup Sek. Ragnar Guðmundsson T 54,4 Gestur Þorsteinsson H 55,2 Ólafur Ingimarsson T 57,2 Björn Jóhannsson H 58,2 800 m hlaup Mín. Ólafur Ingimarsson T 2:15,5 Tómas Þorgrímsson H 2:20,2 Sigfús Ólafsson H 2:21,1 Hörður Ingimarsson T 2:28,3 1500 m hlaup Mín. Sigfús Ólafsson H 5:11,2 Pálmi Rögnvaldsson H 5:14,9 Hörður Ingimarsson T 5:15,4 Páll Ragnarsson T 5:17,4 4x100 m boðhlaup Sek. Sveit Tindastóls (Skmet) 48,2 Sveit Höfðstrendinga 48,5 Langstökk M Gestur Þorsteinsson H 6,83 Ragnar Guðmundsson T 6,20 Páll Ragnarsson T 5,70 Erlendur Sigurþórsson T 5,65 Kúluvarp M Stefán B. Pedersen T 12,17 Óskar Eiríksson F '10,61 Gestur Þorsteinsson H 10,36 Sigurgeir Angantýsson T 10,30 Kringlukast M Óskar Eiríksson F 36,22 Gestur Þorsteinsson H 34,37 Ragnar Guðmundsson T 31,30 Stefán B. Pedersen T 30,76 Spjótkast M Gestur Þorsteinsson H 46,58 Trausti Fjólmundsson H 43,63 Jón S. Helgason T 39,20 Þór Þorvaldsson T 39,12 Úrslit í kvennagreinum urðu þessi: 100 m hlaup Sek. Helga Friðbjörnsdóttir H 14,6 Edda Lúðvíksdóttir T 14,9 Kristín Jónsdóttir H 14,9 Rósa Stefánsdóttir F 15,0 4x100 m boðhlaup Sek. A-sveit Höfðstrendings 60,8 (Skagafjarðarmet) Sveit Framfarar 63,5 B-sveit Höfðstrendings 69,9 Langstökk M Helga Friðbjörnsdóttir H 4,10 UM helgina heyja fslendingar og A-Þjóðverjar landskeppni í tug- þraut. Bæði löndin senda þrjá menn til leiks, og ræður saman- lagður stigafjöldi tveggja fyrstu manna úrslitum um sigur á mót- inu. Ein breyting verður á a-þýzka landsliðinu, og er það sú að Herbert Wessel kemur ekki, en í stað hans kemur litlu lakari maður, Sigfried Pradel, sem náð hefur beztum árangri 7208 stig- um. Aðrir keppendur austur- þýzkir eru þeir Axel Richter, tvítugur að aldri, sem náð hefur sjöunda bezta árangri A-Þjóð- verja í ár eða 6983 stigurn, og Joachim Kirst 19 ára, sem náð hefur bezt 6833 stigum, sem er 11. bezti árangur þar í landi í ár. Hinir íslenzku keppendur eru Valbjörn Þorláksson sem er ís- lenzkur methafi í þessari grein, og íslenzkur meistari sl. 5 ár. Kjartan Guðjónsson sem náð hef- ur beztum árangri, 6703 stigum, en Kjartan hefur verið annar bezti tugþrautarmaður ísiands frá því 1963, og Ólafur Guð- mundsson, sem hefur verið þriðji bezti tugþrautarmaður landsins sl. 2 ár, en hann á bezt 6492 stig. Aðrir keppendur í þessari grein verða Jón Þ. Ólafsson sem náð hefur 5887 stigum og Eriend- ur Valdimarsson, sem náð hefur 5518. Landskeppni þessi er jafnframt Meistaramót íslands í tugþraut. Hér fara á eftir landsmet beggja landa ásamt áröngrum í hverri grein: Austur-þýzkt met: 7460 stig Manfred Tiedtke 1966 (10,9 - 6,84 - 14,98 - 1,89 - 51,0 - 14,9 39,53 - 4,20 - 52,62 - 4:48,3). íslenzkt met: 7165 stig, Val- björn Þoriáksson, 1964 (11,0 - 6,57 - 12,57 - 1,79 - 50,0 - 15,3 38,90 - 4,35 - 56,22 - 4:56,6). Meistaramótsmet: 7004 stig, Valbjörn Þorláksson KR, 1965.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.