Morgunblaðið - 01.09.1966, Qupperneq 2
2
MORCUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 1. sept. 1966
Hermcmn Höcherl
HEAMANN Höcherl. land-
búnaðarráðherra Vestur-
Þýzkalands, sem nú er í opin
berrj heimsókn á íslandi, er
54 ára að aldri. Hann er
fæddur í Brennenberg við
Regensburg. Höcherl lauk
stúdentsprófi við menntaskól
ann í Landshut og stundaði
síðan nám í réttarvísindum
í Berlín, Ai-en-Provence og
Múnchen. Lauk hann lög-
fræðiprófi árið 1934 og há-
skólakennari árið 1938, og
þá opinber saksóknari í
Regensburg. Arið 1947 hóf
hann lögfræðistörf í Deggen-
dorf og varð opinber saksókn
arj þar árið 1950.
1951 varð hann dómsfor-
seti í Regensburg og árið eft
ir valinn í borgarráð. Her-
mann var fyrst kjörinn á
þing árið 1953 fyrir Kristi-
lega Sósíalista flokkinn
(1950). Endurkjörinn 1957 og
þá einnig kjörinn foringi þar til 1965, er hann tók við
flokks síns á þingi. embætti landbúnaðarráð-
Eftir kosningarnar 1961 var herra.
hann skipaður innanríkisráð- Hermann Höcherl er
herra og gegndi því emibætti kvæntur og á fjögur börn.
Hermann Höcherl.
Innviktunarg jald á1
mjólk fellt niður
Smjörverðið óbreytt í bráð
ORÐRÓMUR hefur verið á
kreiki um hað að smjörverðið
myndi hækka frá og með 1.
september. Mbl. hafði því sam-
bandi við Svein Xryggvason,
framkvæmdastjóra Framleiðslu-
ráðs.
Sveinn tjáði blaðinu, að orð-
rómur þessi vseri úr lausu lofti
gripinn, enn hefðu erigar ákvarð
anir verið teknar um hækkun
smjörverðs, en hins vegar væri
málið til umræðu hjá ráðinu.
Þá hafði Mbl. tal af skrif-
stofustjóra Osta- og smjörsöl-
unnar Sig'úsi Guðmundssyni, og
taldi hann orðróminn kominn af
því, að frá og rneð 1. september
félli niður svoKallað innviktun-
argjald á mjóik, sem verið hefur
50 aurar frá 1. júní.
Sigfús tjáði biaðinu ennfrem-
ur, að mikið hefði gengið á
smjörbirgðirnar í landinu að
undanförnu. Smjörfjallið svo-
nefnda hefði þó ekki lækkað
neitt, en bæði hefði smjörfram-
leiðsla og neyzia minnkað,
þannig að ekki hefur verið um
umframframleiðslc. að ræða í
sumar. Unnið hafi verið meira
af ostum og þurrmjólk úr mjólk-
inni en áður.
Sjónvarpsmálinu
frestað til föstudags
1 GÆR var sjónvarpsmálið í
Vestmannaeyjum tekið fyrir í
fógetadómi. Samkvæmt upplýs-
ingum fréttaritara Mbl. í Eyjum,
Björns Guðmundssonar, var lít-
ið annað gert i málinu en að veita
frest til föstudags, svo að lög-
fræðingum gæfist enn kostur á
frekari gagnasöfnun.
í réttinum mættu tveir menn,
Bragi Björnsson lögfræðingur
Félags sjónvarpsáhugamanna og
Stefán Árnason, fréttaritari út
varpsins í Eyjum. Sagði Björn
GuðmundSson að Vestmannaeyj-
ingar hafi orðið fyrir töluverð-
um vonbrigðum með það, hve
fáir þeirra, er sýnt hefðu áhuga
á að koma í veg fyrir að Vest-
mannaeyingar gætu hprft á sjón
varpið, komu til réttarins.
Björn sagði að hér væri í rauri
um tvö mál að ræða. Annars
vegar mál ríkisútvarpsins gegn
Félagi sjónvarpsáhugamann í
Vestmannaeyjum, þar sem það
bannar félaginu að hafa afnot af
magnara á grundvelli laga um
útvarp, sem sett voru árið 1934
og hins vegar mál póst og sima
gegn sama aðila, þar sem honum
er bannað að setja upp loftnet
og magnara á Stóra-Klifi, en það
fjall hefur landsíminn á leigu.
Að sögn Björns Guðmundsson
ar hefur nú komið í ljós að vafa
samt er að Landsíminn hafi nokk
urn rétt til þessa landsvæðis,
sem hann vill banna félaginu not
af. í greinargerð Braga Björns-
sonar ber hann brigður á rétt
Landsímans, þar eð jarðarbænd-
ur, er hafa Stóra-Klif á leigu
frá ríkinu hafi aldrei verið um
það spurðir og samningurinn
gerður án þeirra vitundar 1959.
Buenos Aires, 31. ágúst. NTB.
ÞÚSUNDIR stúdenta sóttu ekki
fyrirlestra í háskólúm Argentínu
til þess að mótmæla þvi, að hin
nýja ríkisstjórn hersins þar í
landi hefur ákveðið áð svipta há
skólana sjálfstjórn þeirri, sem
þeir hafa notið frá fornu fari.
í borginni Cordoba, en þar tóku
stúdentar að virða að vettugi
háskólafyrirlestra fyrir niu dög
um, voru flestir af 20000 stúdent
um háskólans fjarverandi.
Blaðburðarfólk
vantar í eftirtalin hverfi:
Tjarnargötu
Laugaveg frá 1—32
Barónsstígur
Meðalholt
Bræðraborgarstíg
Hringbraut I
Víðimel
Grettisgata I
Fálkagata
Laugavcg 33—80
Sólheimar I
Grenimelur
Úthlíð
Hrauntcigur
Grettisgata II
frá 36—98
Vesturgata 2—45
Lynghagi
Nesvegur
Skerjafjörður
sunnan flugv.
Grettisgata 36—98
Meðalholt
Eskihlíð 14—35
Talið við afgreiðsluna simi 22480.
Rússar unnu Norður
lönd í skák 23:7
DAGANA 27. og 28. ágúst
fór fram í Stokkhólmi keppni
i skák milli Sovétrikjanna og
Norðurlanda. Teflt var á 15
borðum, tvöföld umferð. Úrslit
urðu þau, að Rússar unnu með
23 vinningum gegn 7.
Af íslands hálfu tóku þátt í
keppninni Guðmundur Sigur-
jónsson, Jón Háldánarson, Hauk
ur Angantýsson og Þorgeir
Steingrímsson.
Á fyrsta borði tefldi Guð-
mundur Sigurjónsson á móti
Rússanum Boris Gulko. Fyrri
skákin varð jafntefli, en hina
síðari vann Guðmundur. Jón
Hálfdánarson tapaði báðum
sínum skákum, Haúkur Angan-
týsson vann aðra skákina, en
tapaði hinni og Þorgeir frá Ak-
ureyri gerði jafntefli í fyrri skák
sinni, en tapaði hinni síðari.
Eftir þessum fréttum að dæma,
hafa Islendingar því fært Norð-
urlöndunum þrjá vinnjnga af
Þýzku togararnir
enn í viðgerð
ÞÝZKU togararnir AHemann-
ia, og Dortmund frá Cuxhaven,
sem getið var um í blaðinu í
gær, að hefðu rekizt á í þoku
út af Vestfjörðum og dregnir
voru til Reykjavíkurhafnar,
lekir eru enn í höfninni.
í gær var verið að landa úr
Dortmund, en hann mun hafa
verið með um 40 tonn af fiski,
en Allemannia var enn í slipp
í gærkvöldi.
Samkvæmt upþlýsingum
Reykjavíkúrháfnar mun Dort-
mund ekki fara í slipp fyrr en
í dag, árdegis, eða um leið og
lokið er viðgerð á Allemannia.
MÚn hún sigla að lokinni við-
gerð til Þýzkalands. Málaferli
vegna árekstursins fara fram í
Þýzkalandi.
Félagsheimilið
opið í kvöld
þeim sjö, sem Norðurlöndin end
anlega fengu.
Sænsku blöðin birta í gær
mynd af Guðmundi Sigurjóns-
syni og fara mjög lofsamleg-
um orðum um getu hans. Er
vinningsskák hans birt í blöð-
unum og þykir hún vel tefld.
Nú mun brátt líða að því, að
íslendingar sendi skákmenn til
Kúbu, þar sem Olympíuskák-
mótið verður haldið í haust.
Þátttaka íslendinga er þó háð
því, að fjáröflun takist svo sem
vænzt var.
fengu ekki að
fara yfir rúss-
nesku skipin
VESTUR-ÞÝZKA eftirlits- '
skipið Poseidon, sem er tíð-'
ur gestur hér í Reykjavíkur-
höfn. kom hingað í gær, en j
á morgun mun gestur ríkis- ,
stjórnar. landbúnaðar- og;
fiskimálaráðherra , V-Þýzka-
lands, Hern^ann Höcherl, |
halda fund með blaðamönn-
um um borð í skipinu.
Þegar skipið kom hingað í (
l gær, var því til bráðabirgða i
, lagt utan á rússnesk skip, |
: sein liggja í Vesturhöfninni.
I Þjóðverjarnir urðu því að j
I fara yfir rússnesku skipin,
[ þegar þeir ætluðu frá borði. 1
En nú gerðist það að „átök-
in milli ausíurs og vestur“
færðust íiér inn á Reykja-
" víkurhöfn, því yfirmenn rúss /|
nesku skipanna þverneituðu
að leyía skipverjum á Posei-
don að ganga yfir skip sín. !
Urðu yfirmenn Poseidon því |
að biðja hafnsögumenn um
að flytja Poseidon til, svo
skipsmenn kæmust ferða
sinna til og frá borði. Var j
svo gert og Poseidon lagt utan í
á strandferíaskipið Heklu, j
sem liggur fyrir framan 1
Hafnarhúsið. !
ISTANBUL. — Jarðskjálfti
varð á föstudagsmorgun í tyrk
neska bænum Antakya (Anti-
okia), við Miðjarðarhafið. A.m.
k. ein maður beið bana og
nokkur hús skemmdust.
Fundur fulltruaráðs
Sjálfstæðismanna i M.ís.
“AÐALFUNDUR Fulltrúaráðs
Sjálfstæðisfélaganna í Norður-
ísafjarðarsýslu vaf haldinn á
ísafirði sl. sunnudag og hófst
klukkan 3. e.h. Baldur Bjarna-
son bóndi í Vigur, formaður
fulltrúaráðsins setti fundinn og
stjórnaði honum. f stjórn Full-
trúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í
sýslunni voru kjörnir Baldur
Bjarnason, Vigur, formaður, en
aðrir í stjórninni eru þessir:
Guðmundur B. Jónsson, Bol-
ungarvík.
Fríða Pétursdóttir, Bolungar-
vík. ,
Sigurður S. Guðmundsson,
Hnífsdal.
Kristján Sveinbjörnsson, Súða
vík.
Finnur Th. Jónsson, Bolungar-
vik.
Þórður Sigurðsson, Hnífsdal
og Kjartan Jónsson, Súðavík.
Varamenn í stjórn voru kjörn-
ir Sólberg Jónsson, Bolungar-
vík, Halldór Magnússon, Hnífs-
dal og Elías Magnússon, Súða-
vík.
f kjördæmisráð Sjálfstæðis-
flokksins í Vestfjarðakjördæmi
voru kjörnir: Bjarni Sigurðsson,
Vigúr; Finrtur Th. Jónsson, Boi-
ungarvík og Sigurður Sv. Gúð-
murtdsson, Hnífsdal, en til vará
Valdemar Ólafsson, Bolungar-
vík; Ólafur Ólafsson, Hnífsdal
og Páll Pálsson, Þúfum.
Að loknum aðalfundarstörfum
flutti Sigurður Bjarnason, al-
þingismaður framsögu um hér-
aðsmál og þjóðmál. Urðu síðan
miklar umraeður á fundinum,
sem fór ágætlega fram og sýndi
mikinn einhug Sjálfstæðis-
manna . í Norður-ísafjarðar-
sýslu.
Norðaustan gola eða kaldi
var á laridinu í gær. Um há-
degið var úrkomulaust, og
víða léttskýjað á svæðinu
frá ísafjarðardjúpi suður um
Borgarfjörð. Á Hornbjargs-
vita var aðeins þriggja stiga
hiti og víðast1 5-7' stig fyrir
norðan. Sunnanlands var 9-11-
stig.
Enn um sinn mun góðviðri
haldast um suðvestanvert
landið, því að hæðin yfir
Grænlandi færist lítið úr
stað, og lægðin undan strönd
Labrador mun hreyfast aust-
ur um Atlántshafið alllangt
suður. af íslandi. :