Morgunblaðið - 03.09.1966, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.09.1966, Blaðsíða 14
14 MOHGUNBLAÐIÐ Laugard*gur 3. sept. 1968 pluripJtMsittálr Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Frarnkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. P.itstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garða.r Kxistinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sirni 22480. Áskriftargjald kr. 105.00 á mánuði innanlands. f lausasölu kr. 7.00 eintakið. IÐNAÐARMÁLA- RÁDUNEYTI T atlhyglisverðu viðtali, sem birtist í Morgunblaðina í gær við Gunnar J. Friðriks- son, formann Félags ísl. iðn- rekenda, um vandamál iðn- aðarins sagði hann m. a.: „Ég er ekki svartsýnn á framtíðina. Erfiðleikarnir eru miklir núna, en erfiðleik- arnir eru til þess að yfirstíga þá, og ég treysti því, að við eigum á hverjum tfma ráða- menn, sem skilja okkar vanda og vilja auðvelda okk- ur að komast í gegnum hann“. Það er kjarkur og dugn- aður í þessum ummælum formanns Félags ísl. Iðnrek- enda, og í þeim anda, sem í þessum orðum felast, eiga iðnrekendur í landinu að tak ast á við þau vandamál, sem breyttar aðstæður hafa skap að iðnaðinum nú um $keið. í viðtali þessu hreyfði Gunnar Friðriksson athyglis- verðri hugmynd, þegar hann sagði: „í þessu sambandi er mér kunnugt um, að iðnaðarmála ráðherra hefur mikinn áhuga á skipulagsbreytingu í iðn- aðarmálaráðuneytinu, en fram að þessu hefur það raunverulega ekki verið til. Það hefur verið hluti af iðn- aðarmálaráðuneytinu. Iðnað- armálin eru nú orðin svo fjölþætt og oft flókin, að það mundi auðvelda samstarf ráðherra og iðnaðarins, ef starfandi væru í iðnaðar- málaráðuneytinu menn, sem hefðu ekki um annað að fjalla en iðnaðarmál, og yrðu þannig sérfræðingar ríkisstjórnarinnar í iðnaðar- málum, tengiliður milli henn jir og iðnaðarins“. Hér er um hina athyglis- verðustu hugmynd að ræða, sem full ástæða væri til að koma í framkvæmd. Eins og Gunnar Friðriksson segix', eru málefni hins innlenda iðnaðar nú orðin svo fjöt- þætt og flókin, að full ástæða er til þess, að sérmenntaðir menn með sérstaka þekk - ingu á iðnaðarmálum fjalii um þau af hálfu ríkisstjórn- arinnar. Gunnar Friðriksson bendir á í viðtali þessu, að alvar- hsgustu erfiðleikar hins inn- lenda iðnaðar nú sé hin hraða kaupgjaldsþróun í landinu, og hann segir: „Ég fullyrði, að kaupgjalds þróunin hefur verið hraðari en nokkur leið hefur verið að mæta með tæknilegum aðgerðum, því að ekki er hægt að búast við tækni- byltingu í iðnfyrirtækjum á borð við þá tæknibyltingu, sem orðið hefur í síldveið- um. Enda er greinilegt, að annar fiskiðnaður á fullt í fangi með að ,mæta þeirri þróun, sem síldariðnaðurinn hefur komið af stað, þráct fyrir mjög hagstætt verðlag á útflutningsafurðum hans. Ég tel það frumskilyrði fyrir því, að hið íslenzka þjóð- félag geti orðið að iðnaðar- þjóðfélagi og byggt upp hag kvæman iðnað, að við búum við efnahagslegt jafnvægi. Þá á ég ekki við, að kaup- gjaldi sé haldið óeðlilega niðri, heldur að launin hækki ekki hraðar en sem nemur framþróun í viðkomandi iðngreinum. Ég sé satt að segja ekki hvaða atvinnugrein í land- inu hefur á síðustu árum get- að keppt við síldariðnaðinn í þessum efnum.... Eina leið- in sem ég sé út úr þessum vanda er sú, að um tíma verði algjör stöðvun á þessari þróun“. Af þessum orðum Gunnars Friðrikssonar, formanns Fé- lags ísl. iðnrekenda er Ijóst, að það er fyrst og fremst hin hraða kaupgjaldsþróun í landinu, sem veldur hinum innlenda iðnaði erfiðleikum og það er auðvitað alveg rétt, að aðrar atvinnugreinar geta ekki staðið undir þeim kaup- hækkunum, sem hinn mikii síldarafli og síldargróði hef- ur komið á stað og síast hef- ur út í aðrar atvinnugreinar. Hér er um mikið vandamál að ræða, sem aðrar þjóðir eiga einnig við að glíma, en þó ættu orð formanns Félags ísl. iðnrekenda að undirstrika það, sem sagt hefur verið hér í Morgunblaðinu að undan- förnu, að frekari kauphækk- anir eru ekki mögulegar að sinni, og mikilvægt fyrir laun þegahreyfinguna að treysta fremur á þá mikilvægu kjara bót, sem náðst hefur á síðast- liðnum tveimur árum, en knýja fram óraunhæfar kaup hækkanir. U THANT í kvörðun U Thants, fram- kvæmdastjóra Samein- uðu þjóðanna, um að gefa ekki kost á sér til endurkjörs hefur að vonum valdið mikl- um vonbrigðum um heim all- an og áhyggjum um framtíð Sameinuðu þjóðanna. U Thant hefur á þeim tíma, sem hann hefur gegnt fram- kvæmdastjórastarfi Samein- uðu þjóðanna, að gefa ekki kost á sér til endurkjörs ríkja þeirra fyrir mikilsverð Noregur, Danmörk, Bret- land og írland í EEC1968? Góðar heimildir staðhæfa að svo BRÚSSEL — Góðar heim- ildir í Briissel hermdu nú í lok vikunnar að utanríkis ráðherrar Efnahagsbanda- lagslandanná sex (EECf myndu e.t.v. hefja viðræð- ur um inntöku nýrra aðiid arríkja að EEC í náinni framtíð. Hefur tillaga um þetta komið fram hjá Hol- lendingum. Háttsettur emb ættismaður hjá Efnahags- handalaginu hefur í sam- bandi við þetta vísað til þess, að Holland hefur um þessar mundir formanns- sætið í ráðherranefnd EEC en innan ramma hennar er ráðgert að utanríkisráð- herrafundur verði haldinn í október. Sömu heimildir segja, að Joseph Luns, utanríkisráð- herra Hollands, muni á fundi þessum vekja athygli á því, að Efnahagsbandalagið hafi ekki enn svarað opinberum málaleitunum Fríverzlunar- bandalags Evrópu (EFTA) um aukið samband milli þess- ara tveggja tollabandalaga. Er talið, að Luns muni hvetja hin aðildarríki EEC til að hugleiða svar við málaleitun þessari, og hefja síðan um- ræður um möguleika á stækk un Efnahagsbandalagsins. Sömu heimildir segjast enn- fremur sannfærðar um, að ár- ið 1968 verði fjögur ný lönd komin inn fyrir veggi Efna- hagsbandalagsins, þ.e. Bret- land, Noregur, Danmörk og Irland. Hermt er, að Couve de Mur ville, utanríkisráðherra Frakk lands, hafi í samtölum við í Brussel verði utanríkisráðherra EEC-land- anna að undanförnu, harmað hinar neikvæðu hugmyndir, sem menn hefðu fengið við heimsókn hans og Pompidou, forsætisráðherra, til Bretlands í sumar. „Það er rangt að halda að afstaða okkar til hugsanlegrar aðildar Bret- lands hafi verið neikvæð“, er sagt að de Murville hafi tjáð utanríkisráðherrunum. Hann mun og hafa tjáð þeim að af- staða Frakka í því máli hefði þvert á móti verið jákvæð. Það er af þessum ástæðum, sem menn bíða utanríkisráð- herrafundar EEC í október með óþreyju, en þar mun Frakkland fá tækifæri til þess að sýna það svart á hvítu að það muni ekki beita neitun- arvaldi sínu til þess að hindra að Bretar gerist aðilar að Efnahagsbandalaginu. Ekki er talið, að um verði að ræða samningaviðræður á svipuðum grundvelli og við- ræðurnar við Breta 1962, held ur verði samningaviðbæðurn- ar nú stuttar, og miða einkum að því að finna skjóta lausn á tæknilegum vandamálum varðandi aðild og fastákveða aðlögunartímabilið fyrir hin nýju aðildarríki, sem líklega verður fimm ár eða jafnvel sjö. Er samkomulag hefur náðst um þessi atriði, mun inntakan í EEC eiga sér stað. Síðar yrðu nánari reglur á- kveðnar af ráðherrafundi, þar sem Danmörk, Bretland, Nor- egur og írland ættu sína ráð- herra sem fulltrúa, sem hefðu algildan atkvæðisrétt. Fyrr- greindar heimildir hjá BEC í Brússel segja, að andrúms- loftið þar sé nú slíkt, að þær séu þess fullvissar að þetta muni eiga sér stað 1968. Couve de Murville. Heimildirnar sögðu einnig, að mikill áhugi væri nú í Brússel fyrir þeirri stefnu- breytingu, sem virtist í uppsiglingu í Svíþjóð, en talið er að Svíar velti nú fyrir sér fullri aðild að Efnahagsbanda laginu í stað aukaaðildar, sem áður hefur verið rætt um. Mun grundvöllurinn fyrir þess ari stefnubreytingu vera sá, að Svíar telji að Efnahags- bandalagið muni víkja frá „stjórnmálasamstöðunni" í framtíðinni og slíkt myndi gera Svíum aðild kleifa þratt fyrir hlutleysi þeirra. Hins- vegar töldu sömu heimildir í Brússel, að þessi stefnubreyt- ing hjá Svíum þróaðist svo hægt, að ólíklegt væri að Sví þjóð gæti gengið í banda- lagið á sama tíma og hin Norð urlöndin, þ.e. Danmörlc og Noregur. störf í þágu samtakanna og heimsfriðarins. Af honum er því mikil eftirsjá, ekki sízt þar sem allt er óljóst um eft- irmann hans og víðsjár eru nú miklar í heiminum, m.a. vegna styrjaldarinnar í Víet- nam. Á slíkum tímum sem þess- um er nauðsynlegt að sem mest festa sé í starfi Samein- uðu þjóðanna og þess vegna mikilvægt að ekki verði átöic um nýjan framkvæmda- stjóra. Sameinuðu þjóðirnar eru mikilvæg stofnun, sem oft og tíðum hafa sýnt og sannað, að þau hafa unnið þýðingarmikið starf í þágu friðarins, þótt enn sem kom- ið er hafi staða þeirra ekki styrkst svo, að þau geti haft áhrif á styrjöld á borð við þá, sem nú er háð í Víetnam. — Þjóðir heims munu þakka U Thant fyrir sförf hans í þágu Sameinuðu þjóðanna og harma að þær fá ekki að njóta starfskrafta hans á- fram. UMMÆLI DE GAULLE F|e Gaulle, Frakklandsfor- ^ seti, hefur lýst því yfir í ræðu í höfuðborg Kambodía, að hugsanlegir friðarsamning ar um Víetnam væru undir því komnir, að Bandaríkin á- kveði og skuldbindi sig til að fara með herlið sitt frá Víetnam innan tiltekins og hæfilegs tíma. Eins og margoft hefur ver- ið vakin athygli á hér í Morg- unblaðinu hefur Bandaríkja- stjórn gert ítrekaðar tilraun- ir til þess að koma á friðar- viðræðum í Víetnam. Öllum slíkum tilraunum hefur ver- ið hafnað af hálfu kommún- istastjórnarinnar í Norður- Víetnam. Það er því alveg ljóst, hvar sökin liggur á a- framhaldandi styrjaldarað- gerðum í þessu þjáða landi. Ekki er ljóst við hvað de Gaulle raunverulega á þegar hann talar um brottför banda rísks liðs frá Víetnam, sem afgerandi skilyrði fyrir frið- arsamningum. Það hlýtur þó að vera ljóst, að ekki er fært að flytja bandaríska herliðið frá Víetnam, fyrr en traustir samningar hafa verið gerðir um framtíð landsins, samn- ingar Sem fela í sér viður- kenningu kommúnistastjórn- arinnar í Norður-Víetnam á sjálfstæði og sjálfsákvörðun- arrétti Suður-Víetnam. Fyrr en þessum skilyrðum er full- nægt er varla hægt að búast við því að Banplaríkjamenn sendi herlið sitt í burtu frá Víetnam, og af orðum de Gaulle verður raunar ekki séð að hann ætlist til þess að bandarískt herlið fari þaðan fyrr en framtíð landsins er tryggð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.