Morgunblaðið - 03.09.1966, Side 27
Laugarcfagut 3. S®pt. 1366
MORGUNBLAÐIÐ
27
Fegurstu garðar í
Kópavogi verðlaunaðir
EINS og undanfarin ár hefur
bæjarstjórn Kópavogs og Lions-
og Rotaryklúbbar Kópavogs veitt
viðurkenningu fyrir fegurstu
garða í Kópavogi á þessu ári.
í dómnefnd áttu sæti að hálfu
bæjarins þeir
Hermann Lundholm garðyrkju
ráðunautur, Pétur Guðmundsson
heilbrigðisfulltrúi og Sigurbjart-
ur Jóhannesson, byggingafulltrúi.
Ennfremur þeir Ingibergur
Sæmundsson yfirlögregluþjónn
frá Lionsklúþbi Kópavogs, og
Johan Schröder garðyrkjumaður
að hálfu Rotaryklúbbs Kópavogs.
Hinn 26. ágúst s.l. bauð bæjar-
stjórn þeim sem viðurkenningu
hlutu að þessu sinni til kaffi-
drykkju í Félagsheimili Kópa-
vogs. Hjálmar ólafsson, bæjar-
stjóri lýsti niðurstöðum dóm-
nefndar og afhenti verðlaun og
viðurkenningarskjöl bæjarins.
Heiðursverðlaun bæjarstjórnar
hlutu hjónin Jakobína og Johan
Schröder að Birkihlið við Ný-
bvlaveg fyrir langt og árangurs
ríkt brautryðjendastarf að garð-
rækt og skógrækt I Kópavogi.
J>au hjón hafa búið í Kópavogi
um þrjá áratugi.
Fyrir fegursta garð f Austur-
bæ afhenti sr. Gunnar Árnason
form. Rotary-klúbbsins sérstaka
viðurkenningu hjónunum frú
Guðrúnu Guðmundsdóttur og
Kolbeini Kolbeinssyni, Reyni-
hvammi 40, og form. Lions-
klúbbsins Ingibergur Sæmunds-
son færði þeim systrum Sigríði
og Kristrúnu Bjarnadætrum sér-
staka viðurkenningu fyrir garð-
inn að Þinghólsbraut 59, sem
fegursta garð í Vesturbæ.
Þá hlutu hjónin frú Ólína G.
Sigurðardóttir og Dagur Daníels
són og frú Álda Sófusdóttir og
Þorsteinn Jónsson, Álfhólsvegi 82
heiðursskjöl fyrir sérstaka snyrti
mennsku, svo og hjónin frú
Hrefna Maríasdóttur og Björn
Gísiason, Melgerði 34. (......
Bæjarstjóri gat þess, að bærinn
héfði tekið miklum stakkaskipt-
um' á undanförnum árum, gróð-
urblettúm fari ört fjölgaridi.
IV
‘iðliiól skemmt
Þótti honum sjálfsagt að halda
áfram að örfa íbúanna til átaka
í þessum efnum með því að
vekja athygli á þeim görðum,
sem sköruðu fram úr og þakka
eigendum þeirra sérstaklega.
Að lokum sýndi Kristinn Guð-
steinsson garðyrkjufræðingur,
fagrar litskuggamyndir af erlend
um og innlendum jurtum, sem
hér eru ræktaðar f görðum. Var
gerður góður rómur að myndum
hans og fróðleik.
(Frá bæjarskrifstofun-
um í Kópavogi).
Sinfóníutónleik-
i
ar í Vestm.eyjum
Sinfoníuhljómsveit íslands
hefur nú hafið starfsemi sína á
ný að afloknum sumarleyfum
og leikhléum. Vehða fyrstu tón-
leikarnir haldnir í Vestmanna-
eyjum á sunnudaginn kemur í
Samkomuhúsinu, og hefjast þeir
kl. 5.
Stjórnandi hljómsveitarinnar
verður að þessu sinni Martin
Hunger, skólastjóri Tónlistar-
skólans í Vestmannaeyjum og
organisti við Landakirkju. Að
loknu prófi frá Musikkonserva-
toriinu í Leipzig árið 1964 hóf
hann störf í Vestmannaeyjum
og hefur af miklum dugnaði og
atorku eflt mjög allt tónlistar-
líf bæjarins. Martin Hunger hef
ur áður stjórnað hljómsveitinni
á tónleikum í Vestmannaeyjum
við góðan orðstír, og einnig hef-
ur hann stjórnað við upptöka
fyrir Ríkisútvarpið.
Einsöngvari með hljómsveit-
inni verður Guðmundur Jóns-
son, óperusöngvari. Hann þarf
ekki að kynna frekar, svo kunn-
ur sem hann er. Allir þekkja
Guðmund a'ð góðu einu og hans
ágætu hæfileika, en hann hefur
um langt áraibil verið einn af
máttarstólpum sönglífsins í land
inu og unnið mjög gott starf.
Verkefni hljómsveitarinnar á
tónleikunum verða þessi:
1. Forleikur að óperunni
„Brúðkaup Figaros," eftir W. A.
Mozart.
2. Einsöngur: Guðmundur
Jónsson.
Nokkur íslenzk sönglög og
óperuaríur, m. a. úr Rigoletto
Giuseppi Verdi og Carmen eftir
George Bizet (Söngur nauta-
banans).
3. Pétur Gautur, lagaflokkur
eftir Edward Grieg við leikrit
Henrik Ibsen.
4. „ítalska symfonian," eftir
Felix Mendelsohn — Bartholdy.
Eins og sjá má á þessari verk
efnaskrá eru hér á ferðinni
mjög aðgengileg og vinsæl verk,
sem mundu sóma sér hvar sem
er í tónleikasölum heimsins. þau
eru verk hinna ágætustu meist-
ara, dásamlega falleg og hríf-
andi, og ætti enginn, sem með
nokkru móti getur því við kom-
ið, að láta hjá líða að sækja
konsertinn á sunnudaginn.
Hár gefst einstakt tækifæri til
að njóta hinna beztu verka á
sviði tónlistar, og ekki er að
efa, áð flutningur þeirra muni
takast með ágætum.
Aðgöngumiðar að tónleikun-
um fást í verzlun Björns Guð-
mundssonar, og ennfremur í
samkomuhúsinu á sunnudaginn,
ef eitthvað verður óselt.
í árekstri
L.R. æfir Fjalla Ey-
vind og ,Tveggja þjónn^
f GÆR um kl. 14.10 var dreng
ur á reiðhjóli á leið vestur Lauga
veg. Við gatnamót Rauðarár-
stígs var Landrowerbíl, hvítum
að lit, .ekið í veg fyrir hann og
rakst hann á bilinn. Hjólið
skemmdist, ökumaður, sem
drengurinn hafði tal af, taldi
það lítilfjörlegt, svo ekkert var
gert í málinu. Við athugun kom
þó í ljós að skemmdirnar á hjól-
inu voru meiri en leit út fyrir.
Er ökumaðurinn því beðinn um
að hafa samband við umferðar-
deild rannsóknarlögreglunnar.
LEIKFÉLAG Reykjavíkur er
byrjað æfingar fyrir veturinn.
Hafnar eru æfingar á leikritinu
„Tveggja þjónn“ eftir Goldoni.
Leikstjóri er Kristian Lund, en
hlutverk þjónsins leikur Arnar
Jónsson. Fjölmargir aðrir leik-
arar fara með hlutverk í leikn-
um, þau Brynjólfur Jóhannes-
son, Haraldur Björnsson, Sigríð-
ur Hagalín, Kristín Anna Þór-
arinsdóttir, Guðmundur Pálsson,
Borgar Garðarsson, Valgerður
Dan, Jóhann Pálsson og Sig-
mundur örn Arngrímsson.
Á mánudag hefjast æfingar á
Fjalla Eyvindi eftir Jóhann Sig-
urjónsson. Höllu leikur Helga
Backmann og Kára Helgi Skúla-
son. Leikstjóri er Gísli Halldórs
son.
I í gær var austlæg átt hér vestanverðu landinu. Hiti var
I á landi, dálítil rigning annað um 10 stig sunnan lands, en
I slagið um mikinn hluta lands heldur kaldara fyrir norðan.
f ins, en) bjartast veður á norð-
:.r
'w.'r
í haust verða teknar upp aft-
ur sýningar á Dúfnaveizlunni
eftir Halldór Kiljan Laxness, en
í vor var alltaf sýnt fyrir fullu
húsi. Er ætlunin að sýna leikin
12. nóvember á 25 ára afmæli
Félags ísl. leikara, en þá verður
hér formannsráðstefna norrænu
leikarafélaganna.
Einnig verða teknar upp sýn-
ingar á „Þjófar, lík og falar kon-
ur“.
SYIMDIÐ
200metrana
Meiri stórgripa-
slátrun en venjulega
MEIRA er nú á þessu hausti 1
um slátrun á stórgripum en und-
anfarin ár. Er mikið af stór-
gripakjöti á boðstólum, bæði af
því meiri birgðir eru til frá í
fyrra en venjulega og vegna
meiri slátrunar nú. Mun ýmis-
legt koma til. Víðast er mun
minni heyskapur en venjulega,
svo bændur þurfa að fækka við
sig. Og þar sem rætt er um of
mikla mjólkurframleiðslu mun
það ganga út yfir kýrnar.
Ekki stendur það þó í neinu
sambandi við það, að ekki er
sumarslátrun nú á dilkum.
Það stafar af því að nægilega
mikið er til af dilkakjöti frá
í fyrra. í fyrrasumar var mikið
kvartað undan því að ekki væri
nóg kjöt, enda var sums staðar
heldur þunnt á borðum af því
undir haustið. Nú var því haldið
eftir meira dilkakjöti, svo að
örugglega yrði nóg. Þess vegna
nægja birgðir nú fram á haust-
slátrun og engin sumarslátrun er
á dilkum.
Santvinna um hitaveitu
mál í stór-Reykjavík
AÐ FRUMKVÆÐI fjarhitunar-
nefndar Kópavogs hefur verið
komið á fót samvinnunefnd um
hitaveitumál á höfuðborgarsvæð-
inu. t nefndinni eiga sæti:
Jóhannes Zöega, hitaveitu-
stjóri í Reykjavík, sem er formað
ur nefndarinnar;
Hjálmar Ólafsson, bæjarstjóri
í Kópavogi og er hann ritari
nefndarinnar,
Jón Jónsson, jarðfræðingur,
fulltrúi Garðahrepps,
Guðmundur Óskarsson, bæjar-
verkfræðingur í Hafnarfirði,
Eyþór Stefánsson, oddviti
Bessastaðahrepps,
Sigurgeir Sigurðsson, sveitar-
stjóri Seltjarnarneshrepps, og
Höskuldur Ágústsson, stöðvar-
stjóri, fulltrúi Mosfellshrepps.
Forstöðumaður jarðhitadeildar
rikisins, Guðmundur Pálmason,
jarðeðlisfræðingur, er nefndinni
til ráðuneytis. •
(Frá bæjarskrifstofum
i Kópavogi).
— Peking
Framhald af bls. 1
klíkan er skipuð óskammfeiln
um svikurum. Þeir hafa brugð
izt marxism-leninismanum,
brugðizt októberbyltingunni
miklu og brugðizt hagsmun-
um hinnar miklu sovézku
þjóðar og allra sósíalískra
þjóða. Því verðum við að
berjast gegn þeim unz yfur
lýkur“.
Rauðliðar falla
Sovézkt tímarit um utan-
ríkismál, „Za R.ubesjom“, sem
kemur út í 500.000 eintökum,
birti í dag tveggja blaðsíðna
lýsingu á ástandinu í Peking
og fleiri kínverskum borgum
síðan rauðu varðliðarnir hófu
þar aðgerðir sinar til stuðn-
ings „menningarbyUingu ör-
eiganna". Segir tímaritið að
varðliðarnír hafi keyrt endur
skoðunarsinna og b'orgara
svipum ‘á götum úti, bundið
við háðungarstaura eða neytt
til að ganga um með spjöld
sem á var letrað „aúðvalds-
hyggjumaður" andbyltingar.
sinni eða glæpamaður. Þá
birtir „Za Rubesjom" einnig
símskeyti eitt þar sem segir
að margir af rauðu varðliðun-
um hafi fallið í átökum í Pek
ing fyrir nokkrum dögum og
sömuleiðis hafi fallið átta
varðliðar og einn drengur úr
„frumherja“-sveitum komm-
únistaflokksins í átökum ann-
ars staðar.
Endurskoðuð fundarlýsing
Fréttastofan „Nýja Kína“
dró í dag til þaka fyrri lýs-
ingu sína á fjöldafundinum á
miðvikudag á „Torgi hins
himneska friðar" í Peking og
birti nýja lýsingu á fundin-
um, frábrugðna hinni að því
leyti að þar var skýrar og
skilmerkilegar greint frá titl-
um ráðamanna innan komm-
únistaflokksins og stigmun á
virðing þeirra og vináttu v'ð
Mao
í hinni nýju lvsingu er Lin
Piao, varnarmálaráðherra,
einn um virðingarheitið „ná-
inn stríðsfélagi" Mao Tse
Tungs, og eiginkona Maos,
Chiang Ching, er sögð „fyrsri
varaleiðtogi" kliku þeirrar er
stjórnar „menningarbylting-
unni“ en ekki aðeins vara-
leiðtogi hennar.
Samkvæmt hinni nýju virð-
ingaskrá sem á era 15 nöfn.
eru fimm æðstu menn i Kina-
veldi (á eftir Mao sjálfum og
Lin Piao), Chou En-lai, for-
sætisráðherra, Tao Chu, vara-
forsætisráðherra, Teng Hsiao-
Ping, aðalritari flokksins,
Kang Shengog, hugmynda-
fræðilegtjr^ sérfræðingur
flokksins og svo Liu Sha-chi
forseti. Fimmti maður á virð-
ingaskránni fyrir tveimur vik
um, ChénPo-ta, leiðtögi stjórn
arklíku „menningarbyltingar-
innar“. var ekki á nafn nefnd
ur er taldir voru upp þeir
virðingarmanna sem á fjölda-
fundinúm voru.
— Sjónvarpið
Framhald af bls. 28
yrði til móttöku eru sæmileg, þó
nokkuð misjöfn.
Þykir Vestmannaeyingum nokk
uð mikið um að vera vegna
sjónvarpsins nú, með tilliti til
þess að Útvarp og Landssíma
hefur illa tekizt að bæta nægi-
lega hlustunarskilyrði útvarps,
og FM-sendir sá sem átti að
bæta útsendingar oft bilaður og
ekki til að treysta á.
— Björn
— Enginn
Framhald af bls. 26
200 m hlaup karla
Evrópumeistari:
Bambuck Frakkland 20.9
2. Dudziak Pólland 21.0
3. Nallet Frakkland 21.0
4. Jan Werner Pólland 21.1
5. Kriz Tékkóslóvakía 21 2
6. Roderfeld V-Þýzkaland 21.4
400 m grindahlaup
Evrópumeistari:
Frinolli ftalíu 49.8
2. Lossdorfer V-Þýzkal. 50.3
3. Poirier Frakklandi 50.5
4. Anisimov Sovét 50.5
5. Toumineh Finnlandi 50.9
6. Giessler V-Þvzkalandi 51.2