Morgunblaðið - 03.09.1966, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.09.1966, Blaðsíða 1
28 síður 53 árgangur 200. tbl. — Laugardagur 3. september 1966 Prentsmiðja Morgunblaðsins Margrét ríkisarfi Dana hyggur í hjónaband með frönskum aðalsmanni 1 Tvær af nunnunum átta semi I rauðu varðliðarnir í Peking ráku af landi brott og sendu ' hraðfari suður til Hong Kong, 1 svo stranga ferð og langa að varð að fjörtjóni þeirri nunnanna sem elzt var og sizt til siíkra stórræða fallin, systur Eamon, írskættaðri, 85 ára gamalli, sem ekið var á hjólvagni yfir landamærin eins og myndin ber með sér. Hún lézt í sjúkrahúsi í Hong Kong á fimmtudagskvöld. Tvær nunnur aðrar úr hópnum sögðu nokkuð frá því sem á gekk er rauðliðarnir réðust til inngöngu i klausturskóla þann sem syst- urnar stjórnuðu í Peking og var það ófögur lýsing. Þrett- án nunnur kínverskar bjuggu í skólanum og sögðu erlendu nunnurnar að þær hefðu sætt mjög iliri meðferð. Járnbroutarverk lallinu í Kanada lokið Ottawa, 2. sept., NTB. í DAG hófst vinna að nýju við járnbrautarfélðgin tvö í Kanada eftir viku verkfall, sem náði til 118 þúsund starfsmanna. Vinna hófst eftir að forustumenn stétt- arfélaga járnibrautarstarfsmanna tilkynntu félagsmönnum að verkfallinu væri lokið. Hafði ríkisstjórnin þá fengið lagafrum- varp “samþykkt í þinginu, sem batt enda á vinnustöðvunina. Þrátt fyrir yfirlýsingar verka- lýðsleiðtoganna, voru enn verK- fallsverðir við ýmsar járnibraut- arstöðvar, oé er ekki vitað hvers vegna. Engar tafir hafa þó orðfð á járnbrautarferðum. Hins- vegar hafa nokkur verkalýðsfé- lög gagnrýnt ríkisstjórnina fyrir að hafa gripið inn í deilurnar með lagasetningu. STAÐFESTING fékkst á því í morgun við dönsku hirðina að Margrét erfðaprinsessa Dana, sem nú er 26 ára göm- ul, hafi í hyggju, að giftast frönskum aðalsmanni, 32 ára gömlum, sem nú starfar sem sendiráðsritari við sendiráð Frakka í London. Sá heitir Henri Marie Jean André de Laborde de Monpezat og er greifi að tign. Ekstrabladet danska varð fyrst til þess að IÐNISYNINGIN w Kaupum íslenzkar iðnaðarvörur De Caulle og Sihanouk vilja að gerður verði Alþjóilegur samningur um hlutleysi Vietnam Pnom Penh, 2. sept. NTB. CHARLES de Gaulle, Frakk- landsforseti og Norodom Sihan- ouk fursti í Kambodsja gáfu út sameiginlega yfirlýsingu í dag að lokinni þriggja daga opinberri heimsókn Frakklandsforseta til Kambodsja. í yfirlýsingunni var lagt til að gerður yrði alþjóð- legur samningur er tryggði hlut- leysi í Vietnam og eftirlit með því að það væri haldið, og þess farið á leit að allir þeir er hlut ættu að máli austur þar yrðu á brottu með allt herlið sitt úr landinu og virtu sjálfstæði Viet- nam. Þá segir í yfirlýsingunni að margar orsakir liggi að baki skiptingu Vietnam en miklu meira atriði en skipting landsins í tvennt, sé þó íhlutun erlendra ríkja, sem orðið hafi til þess að borgarastyrjöldin í landinu breiddist út. Nú sé Vietnam-mál ið alþjóðlegt vandamál og hern- aðaraðgerðir þar aukist í sífellu. Eina lausnin sé að allir sem hlut eigi að máli skuldbindi sig til þess að hlíta Genfarsamningnum frá 1954, sem kveða á um að virða beri sjálfstæði Vietnam og ekki sé hlutast til um innanríkis- mál landsins. Ef komið yrði á alþjóðlegum samningi sem Vietnam-búar legðu sjálfir yíir blessun sína, segir í yfirlýsingunni, og land- inu yrði tryggt hlutleysi undir alþjóðlegu eftirliti, myndi það einnig vera öflugur stuðningur við hlutleysi Kambodsja og Laos. Bandaríkin eru ekki nefnd á nafn berum orðum í yfirlýsing- unni, en í ræðu sinni á fimmtu dagskvöld mæltist de Gaulle til þess að þau skuldbindu sig til þess að verða á brottu úr Viet- nam og einnig önnur lönd sem þar hefðu herlið, Ástralía, Nýja Sjáland og Suður-Kórea. Ekki hefur neitt heyrzt um undirtektir Bandaríkjamanna við ræðu de Gaulle eða yfirlýsingu þeirra Sihanouks um Vietnam en Lord Avon (Anthony Eden), fyrrum forsætisráðherra Breta, sagði í París í dag að hann væri sömu skoðunar og de Gaulle. Frá Kambodsja heldur de Gaulle til Nýju Kaledóníu, ný- lendu Frakka í Kyrrahafi sunn- anverðu. skýra frá þessu og bar þá danska hirðin fréttina til baka, en síðar fékkst það stað fest að Margrét prinsessa hyggði á hjónaband með Henri greifa og fylgdi það sögu að málið hefði verið rætt innan fjölskyldunnar undan- farna daga og einnig hefði forsætisráðh erranum verrð ‘ kunngert um það. Bið verður þó á því að opinber tilkynning verði gefin út um trú lofun Margrétar og greifans, því að lögum verður að leggja málið fyrir þingið og þingmenn eru nú í leyfi fram í október. Úrskurðar vald í málinu hefur svo ríkis- ráðið og verður að leggja form- lega blessun sína yfir ráðahag- inn áður en frá því verði skýrt opinberlega hvað í vændum sé. Málið er því, eins og talsmaður dönsku konungsfjölskyldunnar komst að orði, einungis „fjöl- skyldumál" fyrst um sinn. Henri greifi af Monpezat er sagður maður menntur vel og hefur háskólapróf í sígildum bók menntum en er auk þess mikill tungumálamaður og hefur m.a. numið kínversku og víetnömsku og starfaði við Austurlandadeild Framhald á bls. 3 Reynt að telja U Thant hughvarf New York, 2. september. NTB FULLTRÚAR Afríku- og Asíu- ríkja í Öryggisráðinu leituðu í dag liðs stórveldanna við tilraun ir sinar til að telja U Thant fram kvæmdastjóra Sameinuðu þjóð- anna, hughvarf og fá hann til þess að gegna embætti áfram. Heldur eru menn vondaufir um að tilraunir þessar beri nokkurn árangur og fáir einir telja nokkr ár líkur á að U Thant verði tal- inn á að gegna áfram embætti því sem hann hefur sagt af sér frá og með nóvember n.k. Sumir eru þó þeirrar skoðunar að ef til vill muni U Thant fáanlegur til að vera framkvæmdastjóri S.Þ. til bráðabirgða eða í eitt eða tvö ár ef aðildarríkin skuld- bindi sig til þess að styðja friðar viðleitni S.Þ. og aðgerðir fram- kvæmdastjóra samtakanna í því augnamiði. Rauðu varðliðarnir í Peking Lýsa stríði á hendur Bandaríkjunum og sovézkum endurskoöunarsinnum Sovézkar heimildir segja tvo tugi fallna i átökunum undanfarna daga Peking og Moskvu, 2. september, NTB. RAUÐA varðliðið, æsku- lýðsfylking kínverskra kommúnista, lýsti í dag í grein í aðalmálgangi flokksins, „Dagblaði þjóð- arinnar“, stríði á hendur hvorum tveggja, Banda- ríkjunum og sovézkum „endurskoðunarsinnum". Sögðust varðliðarnir vera kallaðir til að jafna við jörðu hinp garma heim heimsveldissinna og auðvaldshyggjumanna. — „Við viljum gera uppreisn og gjöreyða gamla heimin- um og öllu því sem honum fylgir og berjast fyrir nýj- um heimi“, sagði í grein þessari, að því er kínverska fréttastofan „Nýja Kína * hermir. Þá kváðust rauðu varðlið- arnir reiðubúnir til þess að berjast við „glæpamennina“ í Bandaríkjunum hvenær sem væri. „Okkur hefur verið fal- ið að grafa gamla heiminum gröf“, sagði í greininni, „og við erum hreyknir af þvi að við skulum eiga að ráða nið- urlögum bandarískrar heims- veldisstefnu“. Um Sovétríkin er farið svo- felldum orðum í greininni: „Sovézka endurskoðunarsinna Framhald á bls. 27. 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.