Morgunblaðið - 03.09.1966, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ
Liaugardngur 3. sept. 1966
Kópavogur
Blaðburðarfólk vantar í Austurbæ
og Hlíðarveg.
Talið við afgreiðsluna — Sírni 40748.
PkrgttttWn&iti
ABYRGÐ A HUSGOGNUM
Athugið, að merki
þetta sé á
húsgögnum, sem
ábyrgðarskírteini
fylgir'
Koupið
vönduð húsgögn.
1^0 2 54 2 FRAMLEIÐANDI I = NQ.
HUSGAGNAMEISTARA-
FÉLAGI REYKJAVÍKUR
HÚSGAGNAMEISTARAFÉLAG REYKJAVIKUR
Hraðvirk — Örugg
Skrifstofuáhöld
Skúlagötu 63. - Sími 23-188.
Staða svæfingalæknis
Landakotsspítala, er laus til umsóknar. — Umsókn-
ir er greini menntun og fyrri störf sendist yfir-
lækni spítalans. — Laun í samræmi við kjara-
. samning l.æknafélags Reykjavíkur.
COUPE — RASOIR — FRANSKAR
— PARÍS — Karla- kvenna- barna-
1966 — 1967 klippingar.
Sími — utan stofu- JÓN GEIR ÁRNASON
tima 22708. hárskerameistari
Borgarholtsbraut 5 — Kópavegi.
t,
Elskuleg eiginkona mín
GUÐRÚN JOHNSON EINARSSON
Skaftahlíð 18,
lézt að heimili sínu 2. sept.ember.
Benjamín Einarsson.
Innilegar þakkir færum við þeim öl.lum, sem sýndu
okkur hluttekningu, vinarhug og saniúð við veikindi,
andlát og jarðarfarir systkinanna,
GUÐRÚNAR PORFINNSDÓTTUR
frá Brandsstöðum
og
SIGURBAR ÞORFINNSSONAR
frá Skeggsstöðum.
/ Vandamenn.
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við and-
lát og jarðarför
LÚÐVÍGS GUÐMUNDSSONAR
fyrverandi skólastjóra.
Sigríður Hallgrímsdóttir,
Ingveldur Lúðvígsdóttir, Halldór Gröndal,
Guðmundur Áki Lúðvígsson Hjórdís Geirdai,
Sigríður St. Lúðvígsdóttir, Einar Árnason.
— Á Ströndum
Framhald af bls. 5.
ekki eru meðfaerilegir einum
manni. Lætur hann traktor-
inn drífa hjólsög, og- drumb-
ana renna á tálguðum tré-
keflum á heimagerðum bekk.
Rekaviðurinn á Ströndúm er
nýttur í girðingarstaura og
seldur á staðnum niður sag-
aður eða klofinn, sem þykir
betra. Endast slíkir rekaviðar
staurar mjrg vel í girðingar
miðað við annan við, sumir
segja allt upp í 100 ár. Eru
staurarnir seldir á 25—30 kr.
stykkið á staðnum., Þá hafa
mörg handtökin verið unnið
á staðnum, allt frá því farið
var á fjörur og bolunum bjarg
að undan sj j og þar til þeir
liggja niðurbútaðir, tilbúnir
til flutnings. En bændurnir
skapa sér með þessu vinnu,
sem þeir geta gripið til, þegar
timi er.
Ðúnninn er sendur burtu
til hreinsunar. Yiði of mikið
verk að hreinsa hann heima,
en Anna segist kaldhrista
dúninn í síengur krakkanna.
Þá brenni ekki burt úr hon-
um fínustu angarnir, þessir
sem grípa best og halda hon-
um saman.
Ekki er símasamband við
Dranga. En þau hjónin hafa
talstöð og geta þannig náð
sambandi við umheiminn, ef
á liggur. Læknishjálp er ekki
á næstu grösum, og er heim-
ilið vel útbúið lyfjum, sem
hægt er að gn'pa til í samráði
við læknir, sem ná má sam-
bandi við um talstöðina.
Tvisvar hefur sprungið botn-
langi í barni meðan þau
Kristinn og Anna bjuggu á
Dröngum. í annað skiptið var
dælt í barnið pensilíni og
dugði það. í hitt skiptið
braust IngjJfur á Eyri að
Dröngum í vetrarveðri á báti
og flutti barnið og móður
þess að Gjögri, en þangað kom
flugvél og sötti þau. í annað
skipti sagaði eitt barnið af
sér fingur, sem rétt hékk á
einni taug. Þá var brotizt
með barnið suður um og lækn
ir kom á móti til Djúpuvik-
ur, Bjargaði hann fingrinum
og kvaðst Anna varla hafa
trúað sínum eigin augum.
Þetta heíur samsagt allt bless-
ast, en öryggisleysið ef eitt-
hvað verður að hlýtur að
hvíla nokkuð þungt á þeim
sem búa svo afskekkt. Ekki
lítur Anna þó út fyrir að vera
þjökuð af eiíiðleikum, svo
Guðmundur Pétursson
í Óíeigsfirði.
glaðleg og hressileg kona.
Hún hafði nýlega farið með
systur sinni, sem kom í heim-
sókn, gangandi til heimahag-
anna í Skjaldabjarnarvík, og
sagði að þa i hefði verið mjög
skemmtileg ferð.
Þegar þetta birtist eru þau
Kristinn og Anna sennilega
um það bil að flytja með
börnin inn að Melum í Tré-
kyllisvík fyrir veturinn. Þá
verður énginn til að heyra;
Hljóðabungu við Hrolleifsborg
herða á striðum söngum
meðan rinn olma organleik
ofviðrið heyr á Dröngum
eins og Jón Helgason kveður.
Við sigluin aftur suður
fyrir Drangrna sex, sem
standa í röð með skörðum á
milli og r>á út í sjóinn, 200—
250 m l.áir, mikið og fagurt
náttúrusmíð. Fyrir sunnan þá
tekur við eyðibýlið Dranga-
vík, sem þeir Eyrarmenn
eiga og þar fyrir sunnan
Ófeigsf jörður, gamla höfuð-
bólið, sem stóð mannlaust sl,
vetur. Pétur Guðmundsson og
Ingibjörg kona hans voru
fyrir sunnan svo og Sigríður
systir Péturs og Guðmundur
sonur hans í Bolungavík með
sína fjölskyldu Yfir sumarið
voru allir heima
Guðmundur kom í Ófeigs-
fjörð urn miðjan maí vegna
æðarvarpsins. Og nú er verið
að slá og þurrka þarna engja-
gras, til að bera undir koll-
urnar næsta vor. Þær sækj-
ast eftir að verpa í svo vel
útbúin hreiður. Guðmundur
segir okkur að í vor hafi
fengizt um 40 kg. af dún í
Ófeigsfirði. Selveiði var með
minna móti, veiddust eitthvað
yíir 120 k''par. Mikill reki
hafði verið í Ófeigsfirði sem
annars staðar á þessum slóð-
um, en lítið farið að vinna
hann, þar eð rafmagnið var
bilað. Þó var búið að vinna
um 2000 staura.
Áður fyrr v^r farið í há-
karlalegur frá Ófeigsfirði.
Þar var s;ðast gerður út opinn
hákarlabátur, hinn frægi
Ófeigur, sem Guðmundur
Pétursson gerði út 1915. Létu
Drangamenn halda honum
yið, en nú hofur Þjóðminja-
safnið látiö bvggja yfir Ófeig
í byggðasafni sýslanna
þriggja að Reykjum í. Hrúta-
firði. Þar fengum við .að
skoða þennan stóra þunga átt-
æring á leið suður. í Ófeigs-
firði minnir ýmislegt annað
á hákarlaveiðina. Þar stend-
ur t. d. lýsisOræðslupotturinn
enn óhrevfður og heimagerð-
ar geysistórar lýsisámur með
gjörðum úr viði liggja þar
enn.
Já, það er margt að skoða
í Strandasýslu, sem nú er að
opnast ferðamönnum með
veginum. En gæta verður þess
að gera ekki átroðning um of
í svo fémennum byggðum.
— E. Pá.
— Á slóðum
Framhald af bls. 15.
Af Helgatindi blasir Þórisdal-
ur við. Þetta er hrjóstrugur dal-
ur, ekki langur, várla meira en
2 km, en alldjúpur. Undirlendi
er sáralítið, en í dalsbotninum
er aflangt vatn um 1 km. á
lengd og % km. á breidd, skol-
grátt af jökulleir og fellur dá-
lítil jökulspræna úr skriðjökl-
inum í vestanvert vatnið. Yfir-
borð dalsins er brött með hvöss-
um brúnum og klettabeltum hið
efra, en gráum grjótskriðum,
þegar néðar dregur. Norðvest-
an að dalnum rís þverhöggvinn
berghamar Þórishöfðans, en
stórgrýtisurð og jöfculöldur
fyrir neðan. í suðvesturkrikan-
um nær skriðjökull langleiðina
niður í dalbotninn, og er hann
greiður yfirferðar. Að sunnan-
verðu við dalinn er allhár
hamraveggur næst vatninu, en
síðan tekur við aflíðandi fjalls-
hryggur með móbergshlíðum
meðfram dalnum. Miðhlíðis er
dálítill hjalli og ágæt göngu-
leið eftir honum austur fyrir
enda vatnsins, en síðan er tor-
færulaust fast með vatninu
norðanverðu til baka. Að austan
er lágur móbergshryggur, en
sem svo hefur verið nefndur,
siðan tekur við Þórisdalur syðri
en er í raun og veru framhald
af hinum eiginlega Þórisdal land
fræðilega séð. Hann er allmiklu
stærri og liggur til suðurs, þvert
á stefnu Þórisdals. Vatn er einn
ig í Þórisdal syðri og er það
miklum mun stærra en Þóris-
dalsvatn. Afrennsli er úr hvor-
ugu vatninu ofanjarðar.
Þórisdalur er ekki búsældar-
legur dalur og hvergi um sam-
felldan gróður að ræða, aðeins
ein og ein jurt á stangli hér
og þar, enda mundi þar nú ekki
auðfenginn viður til skálagerð-
ar eins og á dögum Grettis
Ásmundarsonar. Vafalaust er
lífsbaráttan hörð í gróðrinum
þarna inni á milli jöklanna og
oft teflt í tvísýnu með afkom-
una. Sá sigúr, sem vinnst í dag,
tapast kannski á morgun. Samt
hafa fundizt þarna yfir tuttugu
tegundir jurta við láuslega át-
hugun og eru sjálfsagt tals-
vert fleiri. Mestur og fjölbreytt-
astur er gróðurinn á syllum og
stöllum í móbergshamrinum i
Þórishöfða og meðfram honum.
Segja má, að innflytjendur
dalsins séu ennþá strjálir og
dreifðir og setji lítinn svip á
dalinn, fljótt á litið. Samt er
undarlega gaman að rekast
þarna á lítið blóm á stöku stað
í grjótinu, óvænt, fyrirvara-
laust, kannski svolitla fjall-
deplu milli steina, nýútsprung-
inn fífil í klettaglufu eða fjalla-
sveifgras, eitt eða tvö græn
grasstrá í nakinni auðninni. En
grjótið á líka sinn yndisþokka
og skemmtilegheit. Ég man sér-
staklega eftir einni fagurlega
sorfinni móbergshellu austar-
lega í dalnum, átján lystilega
gerðir skessukatlar standa
þarna hlið við hlið í klöppinni,
vindurinn og sandkornið höfðu
tekið sér stundarhvíld, og skessu
katlarnir voru þurrir í botn,
það hafði ekki rignt síðustu dag
ana. Á öðrum stað varð á vegi
mínum heljarmikið Grettistak,
hellulaga basaltbjarg, sem lyft
hefur verið upp á lítinn mó-
bergsklett og skilið þar eftir.
Jötunninn mikli, sem fyrir daln
um ræður, hefur sjálfsagt ver-
ið þarna að gamna sér eitthvað
við kviahelluna sína. Ekki er
síður skemmtilegt að virða fyr-
ir sér jökulinn, grænan og blá-
an, þar sem hann skríður niður
skörðin milli hnúkanna, svo
hægt, að ekki verður greint en
með slíkum ógnarþunga, að stór
grýtið hrannast upp framan við
jökulsporðinn í gráa og gróð-
urlausa urðarhryggi, einn fram
af öðrum. Hér eru hin feikna-
legustu öfl að verki. Þetta er
tröllslegur dalur, hrjúfur og
harðneskjulegur, með fremur
lága lífsþægindaprósentu en á þó
vinsældum að fagna meðal vand
látra ferðamanna.
Gestur Guðfinnsson. I
TILBOÐ
óskast í að grafa 1700 m langan vatnsveituskurð
við skíðaskála ÍR. Nánari upplýsingar hjá for-
manni skíðadeildar ÍR., Borgartúni 3, sími 10135.
Skíðadeild ÍR.
Bezt að auglýsa í Murgunblaðinu