Morgunblaðið - 07.09.1966, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 07.09.1966, Blaðsíða 5
Miðvikudaeur 7. sept. 1966 MORGU N BLADIÐ 5 I UR ÖLLUM ÁTTUM TUTTUGASTA og fyrsta júlí hófst í Reykjavík íslenzku námskeið fyrir erlenda stúd- enta. Er það haldið í Háskóla íslands og eru þátttakendur frá öllum Norðurlöndum 28 að tölu. Slík námskeið eru haidin þriðja hvert ár hér á landi, en samsvarandi nám- skeið eru haldin árlega á hin um Norðuriöndunum. son. Við spyrjum Thorbjörn á hvað hann leggi stund, og hann svarar: — Ég nem sænsku til kennaraprófs. f skóla mínum eigum við kost á að velja öll Norðurlandamálin, sem auka- grein og valdi ég íslenzku. — Hvort íslenzkan sé erfið? Jú, hún er það, einkum frá málfræðilegu sjónarmiði, en mér finnst hún skemmtileg og ég hef gaman af veru minni hér. Hér er allt svo líkt því sem ég á að venjast í Gautaborg, en það er heima- borg mín. Frá Svíþjóð erum við 9, en auk þess eru á nám- skeiðinu 6 Danir, 9 Norð- menn og 4 Finnar. — Mér hefur geðjast vel áf íslendingum og íslandi og ég vonast til að ég eigi eftir að koma til íslands sem oítast eftir að dvöl minni er lokið hér nú í þetta sinn. Næst tökum við tali unga stúlku frá Kaupmannahöfn, sem leggur stund á norrænu við háskólann þar. Hún heit- Frá kennslustund á íslenzk unámskeiðinu. Dr. ur aftarlega til hægri. — (Ljósm. Sv. Þorm.) Steingrímur J. Þorsteinsson, prófessor stend- A íslenzkunamskeiði Rætt stuttlega v/ð nokkra stúdenta, sem stunda Islenzkunám i sumarfrlinu Við brugðum okkur upp i Háskóla sl. föstudag og hitt- um þá á kennslustund í bók- menntasögu hjá dr. Stein- grími J. Þorsteinssyni próf- essor. Prófessor Steingrímur tjáði okkur að flestir nemend- urnir legðu stund á tungu- málanám. Hér væru þeir vegna þess að þeir hefðu val- ið íslenzku sem eins konar aukagrein, en íslenzka er val- grein við flesta háskólana, sem þeir eru frá. Steingrímur sagði að kennsl an væri 3 — 4 klukkustundir á dag og námskeiðsstjóri væri Baldur Jónsson lektor. í örstuttu kennsluhléi náð- um við tali af nokkrum nem- endanna. Fyrst hittum við ungan ljóshærðan mann af sænsku þjóðerni og segist hann heita Thorbjörn Hans- ir Helle Jensen og við spyrj- um hana hvað hún sé komin — Móttökurnar, bæði hjá Háskólanum og eins hjá fjöl- skyldunni, sem ég bý hjá hafa verið stórkostlegar, sérstak- lega þegar tekið er' tillit til þess að ég kem hingað alls óþekkt, þekki ekki sálu, auk þess hef ég lært og haft mjög gott af að vera meðal ís- lenzks fólks. Á því lærir langt í námi. — í fjögur ár hef ég k?gt stund á norrænu við Háskól- ann í Kaupmannahöfn. Fyrstu tvö árin nam ég.ein- ungis forníslenzku, en hin síð ari íslenzku eins og hún er töluð í dag. Nú hef ég verið hér í þrjá mánuði og finnst mér dvölin hér mjög ánægju- leg. Ég býst við að ljúka námi eftir svo sem 3 — 4 ár. hins vegar er hún það í Ábo, þar sem vinkona mín stundar nám. Ég hef stundað nám í forníslenzku í tvo vetur og hefur það að sjálfsögðu komið mér mjög mikið til góða nú. Eini nemandinn í hópnum, sem ekki leggur stund á mál sem aðalgrein er norskur stúdent, sem leggur stund á lögfræði. Hann heitir Kvell Arne Reistad og er frá Osló. Við spyrjum hann, hvers vegna hann leggi stund á íslenzkunám, og hann svar- ar: — Prófessorinn minn í rétt- arsögu sagði mér að ef ég ætl aði að fullnuma mig í þeirri grein að loknu embættisprófi, væri æskilegt að ég kynni eitthvað í íslenzku. Þar eð ég hef mikinn áhuga á að leggja stund á réttarsögu, er ég fer í framhaldsnám, sá ég þann kost vænstan að halda til ís- lands og læra málið. — Áður en ég kom hafði ég Finnsku stúlkurnar Maj-Len Miikki og Ulpu Rantanen. Helle Jensen frá Danmörku. maður málið bezt. Tvær ungar finnskar stúlk- ur sitja í anddyri skólans og rabba saman. Við tökum þær tali og segjast þær heita Maj- Len Miikki og Ulpu Rantanen Ungfrú Miikki leggur stund á norræn tungumál með finnsku sem aðalgrein, en ung frú Rantanen ensku. Ungfrú Miikki hefur orð fyrir þeim stöllum og við spyrjutn, hvort íslenzkan sé erfitt mái að læra. — Ekki svo mjög. Það er i fyrstu dálítið erfitt að skilja hana, en það venst mjög fljótt. Ég er frá Háskólanum í Helsingfors og þar er nám i íslenzku ekki skyldugrein, en Thorbjörn Hansson Svíþjóð Kvell Arne Reistad frá Noregi. haft kynni af Ármanni Snæ- varr, rektor, en hann hitti ég í Uppsölum í fyrra. Einnig hafði ég kynnst nokkrum ís- lenzkum stúdentum og við kynni mín af öllu þessu ágæta fólki langaði mig til þess að fara til íslands. — Hvað ég á mörg ár eftir til embættisprófs? það er um hálft annað ár. — Jú mér finnst íslenzkan erfið, frá málfræðilegu sjón- armiði og þá sérstaklega er hún mér erfið, þar eð ég kunni ekki neitt í henni, þeg- ar ég kom. En nú er hún að verða viðráðanleg að því er mér fninst og þótt ég segi sjálfur frá er ég þegar farinn að tala dálítið. Ég vonast til þess að geta komið aftur til íslands, síðar meir og ég hef raunar fullan hug á þvi. Ég kem einn góðan veðurdag aft- ur til íslands til þess að læra meira, sagði þessi ungi Norð- maður um leið og við kvödd- um hann. New York, GERT er ráð fyrir, að öryggis- ráð S.þ. komi saman til sérstaks fundar eftir helgina, og verði á honum rætt, hvernig bregðast skuli við þeírri ákvörðun U Thant, frarnkvæmdastjóra, að lausu starfi sínu. Munu skiptar skoðanir innan ráðsins; sumir telja, að leggja eigi hart að U. Thant að halda áfram í starfinu, en aðrir, að virða eigi þá ákvörð un hans að hætta störfum. ATHUGIÐ Þegar miðað er við útbreiðslu. er langtum ódýrara að auglýsa í Morgunblaðinu en öðrum blöðum. Fokhelt steinhús 140 ferm. við Álfhólsveg til sölu. — Húsið er tvær hæðir og er sérinngangur í hvora hæð og verður sérhiti. — Bílskúr fylgir báðum hæðum. Efri plata hússins og bílskúrsþökin verða einangruð. 1. veðréttur í hvorri hæð laus, en 220 þús. verður lánað í hvorri hæð til 5 ára á annan veðrétt. Teikning á skrifstofunni. Nýja fasteignasalan Laugavegi 12 •— Sími 24300.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.