Morgunblaðið - 07.09.1966, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.09.1966, Blaðsíða 19
Miðvikudagur 7. sept. 1968 MORGU N BLAÐIÐ 19 Gfsli Halldórsson verkfræð- ingur — HANN lézt suður á Spáni hinn 24. f.m. á sextugasta aldursári af hjartasjúkdómi, er hann kenndi þegar fyrir nokkrum árum. Ekki varð aefiskeiðið langt, en það var þeim mun viðburðarríkara. Gísli var fæddur í Reykjavík 14. febrúar 1907. Voru foreldrar hans Halldór Guðmundsson raf- magnsfræðingur og kona hans Guðfinna Gísladóttir. Halldór var Skaftfellingur að ætt, gáfaður hæfileikamaður, hugkvæmur og áræðinn. Hann var frumherji á sviði rafmagnsþekkingar hér á landi en féll frá, langt fyrir ald- ur fram, tæplega fimmtugur að aldri. Gísli var mikill aðdáandi föður síns. Hann var óharðnað- ur unglingur er hann missti hann og tregaði ákaflega sárt. Mun hann þá þegar hafa einsett sér að hefja upp merki hins fallna for- ystumanns og bera það enn fram nokkurn spöl á verkfræðibraut- inni. Það má nú vera lýðum Ijóst, að það tókst honum með ágætum. Að loknu prófi við DTH í Kaupmannahöfn 1933 í vélaverk fræði kom Gísli heim og setti á stofn verkfræðiskrifstofu í Reykjavík. Þá voru kreppuár og þá var þörf fyrir mann eins og Gísla Halldórsson. Hann settist ekki á skrifstofustól og beið verk Minning efnanna. Hann fór og sótti þau af því að hann ætlaði sér að leysa þau. Honum er veitt eftir- tekt. Árið 1935 er honum falið forstjórastarf Síldarverksmiðja ríkisins. Starfið er margþætt og kallar ekki eingöngu á hæfni vélaverkfræðingsins, heldur enn frekar á kunnáttu í viðskipta- og jafnvel stjórnmálasviðinu. Gísli Halldórsson telur hlutverk sitt vera að koma fram hagræn- um og verkfræðilegum umbót- um á rekstri verksmiðjanna en finnst hann ekki mæta skilningi. Árið 1937 hættir hann störfum hjá Síldarverksmiðjum ríkisins og verður aldrei síðan beinlínis starfsmaður hins opinbera. Hann er ráðinn forstjóri Esbjerg Hermetik Fabrik árið 1937 og gegnir því starfi til ársins 1939. Ég hefi rifjað upp athafnir Gísla Halldórssonar þessi fyrstu starfsár hans eftir að hann kem- ur frá prófborðinu vegna þess, að hann taldi þau sjálfur verð- mætan undirbúning undir það, sem koma skyldi. Árið 1939 hverfur Gísli Hall- dórsson heim og setur aftur á stofn verkfræðiskrifstofu í Reykjavík. Hann telur sig nú eiga þekkingu og reynslu sem að gagni megi koma, telur sig hæf- ari en hið fyrra sinn að taka að sér vandasöm verkefni og leysa þau. Nú er ekki framundan kreppuár, heldur stríðsár. Gísli beitir nú allri orku sinni, hug- viti og kjarki til þess að koma fram áhugamálum sínum, en verð ur að hörfa. Ekki af því að hann sé að renna af hólminum. Hann fer til Englands, til Banda- ríkjanna, þar sem stór fyrirtæki sjá sér hag í því að bjóða honum starfsskilyrði árum saman. Hug- vitsmaðurinn nýtur sín og nær árangri, sem er meira en umtals- verður. En Skaftfellingurinn, ís- lendingurinn, heimtar: heim; Út vil ek, sagði Snorri. Gísli hafði á sér yfirbragð heimsborgarans, svo í orði sem í athöfn, og þannig bar hann skikkjuna. En hjartað, sem und- ir sló, var alíslenzkt. Verkfræðistörf Gisla Halictórs- sonar voru margþætt, en samt markviss. Viðfangsefnin vnu fyrst og fremst þeir möguleikar, sem felast í varma- og fallvatna- orku landsins og í hinum auð- ugu fiskimiðum. Á þessum svið- um auðnaðist honiim að vinna mikið verk. En nú þegar Gísli er állur, hans heita hjarta brostið, er iru-r efst í huga. Horfinn er stórbrot- inn íslendingur, sem stækkaði hugmyndasvið landa sinna. Hann gjörði það með því að sanu.æra þá um, að það er hægt að eiga ísland sem föðurland hjartfolgið, en jafnframt allan heiminn, meira að segja alheiminn, sem viðfangsefni. Þorlákur Helgason. t DÁINN, horfinn, harmafregn. Með Gísla Halldórssyni, verk- fræðingi, er sannur og góður drengur genginn; það er 1 ugg- un harmi gegn. Jafnframt má segja, að við fráfall Gísla sé lokið óvenju viðburðaríku ævi- starfi afreksmanns, sem aldrei lét bugast, þrátt fyrir marghárt- aðar raunir, og lengst af veika heilsu, sem hann varð að þola. Hann sótti ævinlega styrK í starf ið og í mátt hins góða 03 saima, í öruggri trú á framhaldslítið. Hugur Gísla var jafnframt :njog bundinn heimilinu og börnunum, eftir því sem ástæður voru á hverjum tíma, enda var haiin mjög góður heimilisfaðir. Gísli var skapaður verkfræð- ingur, sem sífellt var leitandi að einhverju nýju og betra, enda lánaðist honum að finna unp margvíslegar endurbætur á vmnu háttum og vinnutækjum þjóðar sinnar og njóta nú stórþjóðirnar einnig góðs af því. Eins og oft vill verða með þá menn í fámennu þjóðfélagi, sem eru langt á undan samtið sinni, njóta þeir ekki verðugs skdn- ings samferðamannanna. Panmg var því farið með Gísla. Af þeim sökum voru margar hugsjonir hans komnar skemmra á veg en ella. Vonandi tekur sonur hana Halldór við, þar sem faðii' nara staðar. Mér var kunnugt um, að Gísli bar mikið traust til h.ms sem verkfræðings. Vegna sinna miklu hæfileika og víðsýnis átti Gísli oft kost á góðum stöðum erlendis, j>ar sem honum var treyst og nóg rými fyrir hugsjónir hans En hann var svo mikill íslendingur, að sú ramma taug dró hann jafn an aftur föðurhúsa til. e' ir lengri eða skemmri dvöl erlend- En hér er nú / rfsins endi í æðri stjórnar hendi, og Gísli leiddur fullkomnunar fram á skeið, þar sem hans bíða ny verfc efni. í þeirri trú kveð ég látion vin og votta fjölskyldu hans dýpstu samúð mína og inmna. Eiríkur Ormsson. »11 111 -II 111 ■!■■■! HH—11 I 11 1111I1 fllfBMBMMMii llll’ Hfnn 1111 [[fra DAGUR UMBÚÐAIÐNAÐARINS GOÐ VARA FÆR ALDREI OF GÓÐAR UMBÚÐIR! DÓSAVERKSMIÐJAN H.F. STÚKA N° 109 KASSAGERD REYKJAVÍKUR H.F. - - ' - 379 PLASTPRENT H.E - ' 260 SIGURPLAST H.F. ' ' '221

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.