Morgunblaðið - 07.09.1966, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 07.09.1966, Blaðsíða 17
! Miðvikudagur 7. sept. 196ð MORGUNBLAÐIÐ 17 grétar rænna manna að telja. Lang- afi hans í föðurætt bar ættar- nafnið Hallberg og var frá Sví- þjóð. Hallberg þessi varð á unga aldri svo hrifinn af Frakklandi og franskri menn- ingu, að hann dvaldist þar ár- um saman við nám í frönsk- um skólum og sótti loks um franskan ríkis-borgararétt. Stundaði hann þar síðan kennslu við menntaskóla í Cahors, skammt þar frá sem Cayrou höll stendur nú, — og kvænfist franskri stúlku, lang- ömmu Henris greifa. Einnig benda Frakkar á, að Henri greifi er Bernais - rétt eins og Bernadotte greifi, sem seinna varð Karl Jóhann Svía konungur. Flestir þekkja nafn- ið Bearnais fyrst og fremst af franskri sósutegund, er ber það nafn og þykir einkar bragðgóð. En Bearnais getur eldra greifans — og herma eft ir André de Monpezat greifa, að þau hjónin hefðu orðið mjög undrandi, er sonur þeirra tilkynnti að til greina gæti komið, að hann kvæntist danska rikisarfanum. En ánægð voru þau, mjöð ánægð — greifynjan, sem aldrei hefði haft þann heiður að sjá dönsku prinsessuna, hefði nú um nokk urt skeið safnað myndum af henni, er birzt hefðu í dag- blöðum. Þá höfðu þau einnig fengið elskulegt bréf frá Frið- rik Danakonungi, þar sem hann lýsti ánægju sinni með Henri og kvaðst vona, að þau yrðu einnig ánægð fyrir hönd sonar síns. André de Monpezat upplýsti einnig hvernig stendur á áhuga unga greifans á Asíumálum. Fjölskyldan var lengi búsett 1 Indó Kína — frá 1894, er afi greifans unga fluttist þangað, rak þar plantekrur og stofn- aði dagblað, er hann nefndi L Entente. Við því bla'ði tók André greifi síðan og rak til síðustu yfirráðadaga Frakka í Indó Kína. Hann var í nýlendu ráði Frakka sem fulltrúi Ann- Umkringd blaðamönnum og regnhlífum. iíka verið ma'ður ættaður frá Bearn, þar sem aðalborgin ber heitið Pau. Þar var afi Henris, greifa, borgarstjóri í eina tíð og þaðan er komið skjaldar- merki ættarinnar. Frá fornu fari hefur Bearn tilheyrt Frakklandi nema um nokkurt skeið á miðöldum, er þar ríktu furstar nokkrir, hver fram af öðrum. Árið 1607 var lands- svæðið hinsvegar aftur samein að Frakklandi undir stjórn Henri konung IV, sem þá hlaut viðurnefnið le Bearnais. Þannig er nafnið komið á hina kunnu sósu — ekki þó vegna þess, að hún hafi veri'ð frá Bearn komin, heldur sökum þess, segja fróðir menn, að hún var fram borin í fyrsta sinn fyrir Henri IV í veizlu mikilli, er haldin var skammt frá París einhverntíma upp úr 1607. Danskir blaðamenn voru, sem vænta má, ekki seini-r á sér að ná sambandi við for- an og Tonkin og kveðst hafa verið seinastur franskra manna til að yfirgefa Hanoi og Hai- phong. Á ættaróðalinu settist fjölskyldan síðan að árið 1956. Stundaði greifinn þar í fyrstu kjúklingarækt, en gafst upp á henni m. a. vegna samkeppni við Dani, að hann segir og nú stundar hann ýmiss konar land búnað og jarðrækt, tóbaks- rækt, ávaxtarækt og kornrækt. Syni sínum gefa þau hjón, sem vænta má, beztu meðmæli — segja, að hann hafi alltaf sýnt einstakan áhuga á tungu- málum og sé auk þess afar músikalskur, leiki langtímum saman á flygil, þegar hann er heima og á stórt safn af hljóm plötum me’ð verkum eftir Bach og Beethoven. Einnig hefur hann stundað listmálun í frí- stundum og prýða mörg mál- verk hans heimili foreldra hans. Af íþróttum heldur Henri, greifi, mest af sundi, tennis og hestamennsku. — “ Það er furðuleg stefna, sem örlagahjól sonar míns hef ur tekið segir André greifi — að hann skuli kvænast nor- rænni prinsessu. Þegar tekið er tillitt til málakunnáttu hans. ætti hann þegar að vera far- inn til starfa við franska sendi ráðið í Peking. Það var aðeins af tilviljun, að hann fór til London og þar hitti hann prinsessuna. Og hann hefur þegar fengið ást á dönsku þjóð inni og leggur allt kapp á að læra danska tungu“ . . . Gárungarnir segja í Frakk- landi, að Margrét hafi hreint ekki getað fundið betri mann, Henri hafi slíka sérhæfileika til tungumálanáms, að hann sé Við komuna til Kástrup . . . horfast í augu ástfangin . . . . án efa eini maðurinn, er geti lært dönsku til nokkurrar hlít ar, áður en þau eiga silfur- brúðkaup. Nánustu vinir hans segja hinsvegar í fullri alvöru, að hann verði án efa orðinn altalandi á dönsku eftir eitt ár eða svo, úr því að hann hafi getað lært kínversku, hljóti hann að geta lært dönsku. — ★ — Frakkar benda einnig á það, segir fréttamaður Politiken, sem sendur var til Parísar að skrifa um viðbrögðin þar, — að stjörnumerki þeirra Mar- grétar og Henris séu einkar heppileg, en slíkt telja Frakkar mikils virði. Margrét á af- mæli 16. apríl og er því í Hrútsmerkinu — eins og Krús- jeff og Lenín og fleiri merk- isnienn segja Frakkar. Fólk í þessu merki á að hafa ágæta eiginleika segja þeir, vera dug íegt, framgjarnt, hugmynda- ríkt og „spontant" og þess utan hjartagott og örlátt. Henri greifi, sem fæddur er 11. júní er í Tvíburamerkinu, eins og Filip prins, Kennedy fyrrum Bandaríkjaforseti og fleiri góð ir menn. Segja Frakkar það stjörnumerki hinna gáfuðu framgjörnu og stórhuga. í fréttasendingum danska blaðamannsins kemur fram, að Parísarútgáfu New York Her- ald Tribune hefur orðið smá- vegis á í messunni í frásögn af trúlofun Margrétar — og þykir Dönum að vonum súrt í broti. Blaðið skýrði frú trú- lofuninni í slúðurdálki, segir hann, ásamt fréttum af Valen- tino Bítlunum og fleiri skemmtikröftum. Skýrði þetta virta blað frá — og birti fall- ega mynd af Margréti — að Margrét dóttir Kristjáns IX hefði trúlofað sig. Munu marg ir, sem þekkja eitthvað til dönsku konungsættarinnar furða sig á því, hversu stúlk- an á myndinni hefur haldið vel við æskublómanum". — ★ — Og þá erum við komin ..ð trúarbrögðunum — sem í þessu tilfelli eru vandamál, er leysa verður eftir diplómatískum leiðum, eigi þau að geta gift sig. Henri greifi er strang- kaþólskur og flölskylda hans öll — og samkvæmt þeim sið, ber honum að ala börn sín upp í kaþólskri trú. Margrét er hinsvegar lútherstrúar og samkvæmt stjórnarskrá Dan- merkur ber henni, sem ríkis- arfa og drottningu að ala börn sín upp í lútherskum sið. Ekki þykir neitt réttlæti í því að ætlast til að Henri greifi láti af trú sinni — hinsvegar þyk- ir einsætt, a’ð hann verði að fá leyfi Páls páfa VI til þess að börn þeirra megi alast upp samkvæmt trú móður sinnar. Slík undanþága hefur verið veitt nokkrum sinnum, er æðstu menn rikis hafa átt í hlut. Og hver verður nú staða Henris greifa? — Jú segja dönsku blöðin, hún verður væntanlega sambærileg við stöðu Filips prins í Bretlandi og Bernards prins í Hollandi. Af því tilefni rifjar Extrablad- et upp kveðju þá, er Bernard prins á að hafa sent Filip, er hann kvæntist Elisabetu, þá ríkisarfa í Bretlandi. „Þú ert ungur í faginu skrifaði Bern- ard og veizt sennilega ekki út í hvað þú ert að ganga. Þú getur átt von á því að verða gagnrýndur fyrir bókstaflega allt, sem þú tekur þér fyrir hendur. >ú getur ekki látið þessa gagnrýni eins og vind um eyru þjóta, því áð e. t. v. er hún að einhverju leyti á rökum reist — og þó svo sé ekki, getur hún orðið það með pólitískum taflflækjum. En láttu þetta ekki á þig fá — í þessari stöðu verður húð pín að vera þykk sem húð fíls- ins“. Fjölskyldan öll samankomin. Frá vinstri systirín Catherine, þá „litli bróðir“, Jean Baptiste, í sófanum foreldrarnir, greifahj ónin de Monpezat, að baki þeirra tveir synir Francoise, elztu systur Henris og bróðir hans, Maurille, og ioks yzt til hægri Etienne.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.