Morgunblaðið - 07.09.1966, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.09.1966, Blaðsíða 16
18 MORCU NBLAÐID Miðvikudagur 7. sept. 196<5 Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 105.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 7.00 eintakið. makavali Mar i Danmörku ÓMENNING að var kommúnistum líkt að kenna einhver mestu skrílslæti, sem um getur í veraldarsögunni, við menn- ingu. Nokkrir drættir í að- gerðum kínversku Æskulýðs- fylkingarinnar, sem ráða- menn þar í landi nefna „menningarbyltinguna“, eru á þennan veg: „Rauðu varðliðarnir“, en svo nefnir Æskulýðsfylking- in í Kína sig, hafa ruðzt inn i heimili borgarbúa og flutt á brott þaðan allt, sem sagt var vera af vestrænum upp- runa. Þeir, sem ekki voru nægilega fylgispakir við æskumennina, voru látnir ganga um götur úðaðir t hveiti til að sýna að þeir væru ekki nógu „rauðir“. Skríllinn hefur ráðizt á kirkjur, klaustur og musteri, haft frammi skemmdarverk og misþyrmt starfsfólki. Læknar, sem aðstoðað höfðu útlendinga, voru dæmdir til að ganga á hnjánum í rennu- steinunum, og í Pekinghá- skóla voru nemendur hvatt- ir til að hrækja á kennara sína. Meðlimir kínversku Æsku- lýðsfylkingarinnar hafa lok- að útlendingakirkjugarði í Peking, og á skiltinu, sem þeir hafa sett upp yfir kirkju- garðinn, stendur: „Við vilj- um fjarlægja öll spor eftir heimsvaldastefnu og endur- skoðunarstefnu í landi okkar“. Og uppeldisaðferðirnar lýsa sér t.d. í því, að nemendur eru látnir ráðast á myndir af Bandaríkjaforseta, ýmist með grjótkasti eða byssustingjum, sem börnum eru fengnir i hendur. Vissulega er von að fólk spyrji, hvort heil þjóð — og það hin stærsta í veröldinm — sé að brjálast, og hvað valdi. En menn ættu ekki að þurfa að spyrja. Áður hafa menn horft á Rússland Stal- ins og Þýzkaland Hitlers, þar sem skrílsæðið var tignað. Menn hafa áður kynnzt of- beldisstefnum; og ofbeldið í Kína er ekki annað en skh- getið afkvæmi kommúnism- ans, þeirrar stefnu, sem er í fyllstri andstöðu við það, sem við nefnum menningu, en kennir sig samt við hana, stefnunnar, sem ógnar friði, þótt fylgjendum hennar sé fyrirskipað að hafa það orð stöðugt á vörum. En hvernig víkur þvi þá við, að þrátt fyrir alla glæpi kommúnismans í hverju því landi, þar sem glæpaverkun- um hefur verið unnt að koma við, skuli héi á íslandi vera til heill stjórnmálaflokku:-, sem styður ofbeldisöflin? Þeirri spurningu er vandsvar að, en hitt er þó enn furðu- legra, að menn, sem í hjarta sínu eru andvígir kommún- isma og starfsaðferðum kommúnista, skuli ánetjast alþjóðakommúnismanum, hve nær sem kall kemur. KOMMÚNISTAR OG SAKLEYS- INGJARNIR ÞEIRRA r|agana, sem „menningar- ** byltingin“ stóð sem hæst í Kína, var hér uppi á íslandi haldin „friðarráðstefna“ hinna svokölluðu „samtaka hernámsandstæðinga“. Kommúnistar eru sem sagt hvarvetna að verki, og hér á landi hafa þeir við hlið sér hóp nytsamra sakleys- ingja, sem þeir reyna að skýla sér á bakvið í baráttunni fyr- ir framgangi kommúnismans og andstöðunni við vestrænt lýðræði. í ályktun þessara samtaka segir: „Á vettvangi alþjóðamála og Sameinuðu þjóðanna sæm ir íslendingum það eitt að vera málsvarar friðar og und irokaðra þjóða“. Víst er þetta fagurlega mælt, enda ekki vitað til þess, að aðrir en kommúnistar hafi hér á landi viljað segja öðr- um stríð á hendur, né heldur að nein rödd íslenzk, önnur en raddir kommúnista, hafi lofsungið kúgun nútímans og frelsissviptingu þeirra þjóða, sem eru undir járnhæl komm únismans. Það er þess vegna ekki að furða, þótt íslenzkur almenningur fái velgju, er hann heyrir slík orð af munn um kommúnista. Og vissu- lega fyllast menn vorkunn- semi yfir þeim fylgisveinum kommúnista, sem ár eftir ár láta teyma sig. á asnaeyrun- um og gera samþykktir við hlið umboðsmanna kúgunar- og glæpaafla. Það er líka táknrænt, að málgagn Sovétríkjanna á Is- landi skuli eitt dagblaða lof- syngja gerðir þessara sam- taka, en stinga undir stol fregnum af afrekum kín- versku Æskulýðsfylkingar- innar. Sjálfsagt hefur enginn af sakleysingjum kommún- ista haft uppurð í sér á ráð- stefnunni í Bifröst til að spyrjast fyrir um afstöðu manna til þeirra skrílsláta, þótt samtökin séú nú farin að gera ályktanir um fleira en varnarmál íslendinga, sem þau þó einu sinni þóttust ætla að einskorða áróður sinn við- Henri greifi myndarmaður og vel menntaður — Langafi hans sænsk- ur — Fjölskylda hans fjölmenn — var lengi búsett í Indó Kina NÆREI má geta, aff fregnin um trúlofun Margrétar, ríkis- arfa í Danmörku, hefur vakið feikna athygli — ekki sizt í heimalandi hennar, enda prins- essan vinsæl mjög og hefur hvarvetna veriff landi sínu og þjóff til sóma. Makaval hennar virðist eiga miklum vinsældum að fagna, bæði meffal fjöl- skyldu hennar og almennings og stafffestu það þúsundir Dana, er fögnuðu þeim viff komu franska greifans til Dan- merkur sl. laugardag. Ekki varð þó sagt, að veður- Henri — unglingur í Indó Kína, þar sem hann lærði vietnamsku Hann hefur líklega ekki óraff fyrir því á þessum aldri, aff hann ætti eftir aff eignast prins essu. guðirnir hafi heilsað Henri de Laborde de Monpezat, greifa, af neinni blíðu, er hann steig út úr flugvélinni á Kastrup- flugvelli. Það hellirigndi og gekk á með þrumum og eld- ingum. Broshýr og elskandi unnustan bætti honum það þó upp — og blaðamenn og ljós- myndarar hafa um það mörg og fögur orð, hversu ástfangin þau hafi verið. Ekki fengust þau til að svara neinum spurn- ingum blaðamanna, en myndir voru teknar og bað margar — og tók Margrét því með mestu þolinmæði um hríð, en sagði svo vinsamlega en afdráttar- laust: „Nú held ég við ættu.n að fá að fara heim“. Virtu ljós- myndarar það og þau óku burt í bifreið Margrétar —- og hún sjálf við stýrið. Segja dönskr blöðin, að þar með hafi hún viðhaldið gamalli venju — móðir hennar hafi einnig ekið sjálf bifreið sinni, er hún tók á móti unnusta sínum, er bá var — Friðrik Danaprins, er hann kom í heimsókn til Stokk hólms í fyrsta sinn, eftir að þau bundust heitum. — ★ — Þegar bifreið Margrétar nálg aðist Friðriksborgarhöll var þar fyrir gífurlegur mann- fjöldi og varð að kalla út -íf- varðarsveit til að ryðja prins- essunni og greifanum braut. Greinilega féll fólkinu útlit greifans vel í geð, enda maður- inn hinn laglegasti og hýrleg- ur mjög, með djúpa spékoppa og fjörlegt augnaráð, að blöðin segja. Haft var eftir ‘einni unglingsstúlkunni, er sá hann — „Nei, hvað hann er þó flott“. Heima í höll Friðriks kon- ungs var þeim vel tekið, sem vænta mátti — og þar tóku þau þátt í dansleik miklum, sem haldinn var til heiðurs konungs hjónunum frá Thailandi. Átti dansleikurinn að standa til kl. 2 — en þar sem þetta var nú stór dagur hjá dönsku konungs fjölskyldunni leyfði Ingrid drottning, að dansleiknum yrði framlengt um hálftíma. — ★ — Og hver er hann svo þessi greifi, sem væntanlega verður drottningarmaður' Danmerkur? Hann heitir fullu nafni Henri Marie Jean André de Laborde de Monpezat og er 32 ára að aldri, fæddur 11. júní 1934. Hann er réttur meðalmaður a hæð, 185 cm — nokkru hærri en Margrét, en þó virkar hún, að sögn dönsku blaðanna _____ heldur hærri en hann, þegar hún er á háhæluðum skóm. Greifi er hann að tign, en notar sjaldnast þann titil. Hann stundaði háskólanám i París og London, m.a. í Sor- bonne og The School of Econo- mics, en í báðum háskólunum hefur Margrét verið við nám. Frá Sorbonne tók hann próf í sígildum bókmenntum og hóf síðan störf hjá franska utan- ríkisráðuneytinu. Jafnframt var hann áfram við nám í L’- Ecole de Langue Orientale og lauk þáðan prófi í víetnömsku og kínversku. Árið 1963 var hann skipaður til starfa við franska sendiráðið í London og hefur að undanförnu starfað sem annar ritari sendiráðsins og fyrst og fremst fjallað um mál, er varða Asíuríkin. f London hefur hann haft íbúð á leigu við Bryanston Square, skammt frá Marble Arch og er þess getið, að þar skammt frá búi bítillinn Ringo Starr. Fjölskylda greifans er geysi- stór og á miklar landareignir í suðvesturhluta Frakklands. Faðir hans, André de Laborda de Monpezat, sem er 59 ára og móðirin, greifynja de Monpez- at, fædd Renée Doursenot, búa í svokallaðri Cayrou-höll í Ai- bas í Lot. Sjálfur er greifinn ungi fæddur í Talance í Gir- ondei, nágrenni Bordeaux — fjórða barn foreldra sinna af níu og elzti drengurinn. Tvö systkini hans eru dáin. Cayrou kastalinn, þar sem fjölskylda Henris greifa býr. — ★ — Frönsk blcð leggja á það áherzlu, að greifinn eigi til nor Á leiff til Friðriksborgarhallar ... Margrét viff stýrið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.