Morgunblaðið - 12.10.1966, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.10.1966, Blaðsíða 2
MORGUNBLADID Miðvikudagur 12. okt. 1966 Guðbrandsbiblía fór á 61.000 kr. Sanngjarnt verð sagði kaupandinn, Helgi Tryggvason bókbindari ÞAÐ sló þögn á mannskapinn þegar kom að síðasta númerinu á bókauppboðskrá Sigurðar Benediktssonar í gær. Til sölu var ein fágætasta bók er prentuð hefur verið á íslenzka tungu, Guðbrandsbiblía, prentuð á Hói- um 1584. Það þótti bókasöfnur- um þó mikill galli á eintaki þessu, að tvö blöð þess, efnis- yfirlit og „til lesenda" voru ljósprentuð. Bókinni fylgdi 40.000 kr. boð og virtist í fyrstu sem enginn ætlaði að bjóða bet- ur, þrátt fyrir hvatningar upp- boðshaldara. Að Iokum kom boð er hljóðaði upp á 41.000 kr., og lifnaði þá heldur betur yfir mönnum og urðu margir til að bjóða. Svo fór að lokum, að biblían var slegin Helga Tryggvasyni bókbindara og bókasafnara fyrir 61.000 kr. Við verðið 61.000 kr. bætist svo 7% söluskattur, svo bókin kostar í rauninni 65.575.00 kr. og mun það vera hæsta verð sem bók hefur selzt á uppboði hérlendis. Kaupandinn, Helgi Tryggva- son, sagði að þetta væri dýrasta bók sem hann hefði keypt. Hann taldi verðið sanngjarnt og að ekki væri ólíklegt að bókin hefði selzt á 100 þús. kr. ef ekki hefðu komið til ljósprentuðu blöðin. Helgi sagðist ekki hafa keypt bókina fyrir sjálfan sig, en vildi ekki gefa upp fyrir hvern hún væri keypt. Sagði aðeins, að hún mundi fara inn í merkt íslenzkt bókasafn. Helgi sagði að annars væri þetta eintak í góðu ástandi, og bókin sjálf væri fágætt lista- verk. Á uppboðinu í gær voru 113 númer og voru flestar bækurnar úr safni Snæbjarnar Jónssonar. Það verk sem fór á næst mestu verði voru hæstaréttardómar, allt verkið og megnið af því innbundið. Það fór á 31.000 kr. og var keypt af Þorvaldi Þórar- inssyni. Þá fór óðinn, allt verk- ið í skinnbandi á 22 þús. kr., Eimreiðin frá upphafi til 1949 á 7.200 kr. og Islands Kortlægning, gefið út í Kaupmannahöfn 1944 fór á 13.000 kr. Þá voru seldar þarna margar erlendar bækur, en flestar hverjar fjölluðu um ísland. Sú þeirra sem fór á mestu verði var bók Alberts Engström: Át Háckelfjall, útgef- in í Stokkhólmi 1913. Hún seld- ist á 2500 kr. Af öðrum merkum bókum er Framhald á bis. 31 Hækkun landhelgissekta — og heimild til upptöku á skipi — í nýju stjórnarfrv. á Alþingi Jónas G. Rafnar ! ST J ÓRN ARFRUMVARPI, sem lagt var fram á Alþingi í gær, er gert ráð fyrir 50% hækkun sekta vegna land- helgisbrota og jafnframt er farið inn á nýjar brautir skv. norskri fyrirmynd, þar sem heimilað er að beita upptöku á skipi eða andvirði þess að hluta og er heimilað að beita slíkri upptöku jafnhliða sekt- um. Núgildandi lagaákvæði tryggja að sektir hafa fylgt breyttu verð gildi peninga, þar sem sektir eru miðaðar við gullkrónu. Hins vegar hefur stækkun fiskveiði- landhelginnar gert það að verk- um, að löggæzlan þarf að ná til miklu stærri hafsvæða en áður og skapar það auðvitað meiri erfiðleika. Jafnframt eru skipin, sem veiðarnar stunda miklum mun stærri en áður, bún aður þeirra fulkomnari og veiði möguleikar meiri. Þykir því tímabært að hækka viðurlög við brotum. f ákveðnum tilvikum hefur ekki reynzt unnt að koma fram refsiábyrgð gegn skipstjóra, þótt málsástæður gæfu ástæðu til þess. Þess vegna er í frv. þessu tekið upp ákvæði, svipað því, sem nú er í löggjöf Norðmanna, en þar er heimiluð upptaka verð mæta, þótt ekki komi til refsi- máls. Nái frv. fram að ganga verð- ur lágmark sekta skipa yfir 200 rúmlestir brúttó kr. 300 þús. en hámark sekta 400 þús. eða 500 þús. kr. eftir því hvort skip- ið er undir eða yfir 600 rúm- lestum. í greinargerð frv. segir, að með upptökuákvæðinu sé farið inn á nýjar brautir, þar sem heimilað er að beita upptöku á skipi eða andvirði þess að hluta. Gerir þetta mögulegt að koma fram viðurlögum á laga- lega óaðfinnanlegan hátt og eft- ir skýrum lagaheimildum, þótt ekki verði komið fram refsi- ábyrgð. í Noregi hefur þróunin verið sú, að beitt hefur verið tiltölu- lega lágum sektum, en fjárhags- legu viðurlögin hafa fyrst og fremst falizt í upptöku og þá með ákveðnum krónufjólda af andvirði skips. Hér á landi hef- ur um langt árabil verið beitt allháum sektum og þykir ekki rétt að hverfa frá tiltölulega háum lágmarkssektum og er því gert ráð fyrir, að sektirnar verði áfram höfuðviðurlögin við brot- um gegn fiskveiðilöggjöfinni en með hinum nýju ákvæðum fá dómstólarnir viðbótar laga- ákvæði við ákvörðun viður- laga. Vestmannaeyingar eru harðir í sjónvarpsmálinu. Krakkarn- ir ætla heldur ekki að láta sitt eftir liggja að fá sér sjón- varpsloflnet, jafnvel þó þeir þurfi að smíða það sjálfir. Fyrr er húsið ekki fullbúið en komið er á það loftnet. Þarna sjást byggingameist- arar þessa myndarlega húss, ásamt gestum. Ljósm. Guðjón. Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Eskifjarðar verður haldinn í Valhöll fimmtudaginn 13 okt. kl. 20.15. Venjuleg aðalfundarstörf og kjör fulltrúa í fultrúaráð og kjördæmisráð. — Stjórnin Aðalfundur fulltrúaráðs Sjálf stæðisfélaganna í Suður-Múla- sýslú verður haldinn í Félags- lundi á Reyðarfirði sunnudaginn 16. október kl. 14.30. Stjórnin. Bræðslurnar hafa ekki und an á Austf jörðum Hvenær icær sjjónvarp- ið til Norðurlands? Fyiirspum á Alþingi írá Jónasi G. Rafnar sé að íslenzka sjónvarpið nái til Norðurlands Gera má ráð fyrir, að menntamálaráðherra svari fyrirspurn þessari að viku liðinni n.k. miðvikudag. JÓNAS G Rafnar alþm. 2. þing- maður Norðurlandskjördæmis eystra hefur lagt fram á Alþingi fyrirspurn til menntamálaráð- herra þess efnis, hvenær ráðgert Vélritunarstulka Ritstjórn Morgunblaðsins vantar góða vélritunarstúlku. — Upplýsingar gefnar á ritstjórn blaðsins kl. 10—11 f.h. þessa viku. AÐALVEIÐISVÆÐI síldarbát anna fyrir uastan er nú 30-40 i sjómílur undan landi í Norð- I fjarðardýpi, en í fyrrinótt ■ veiddu 51 skip samtals 6.843 lest ir af síld. Stutt er því að fara þegar veiðist og eru þrær síld- | arverksmiðjanna fyrir austan yfirleitt fullar, aðeins hægt að taka við í það rými sem losnar við bræðslu. Þetta nær þó ekki norður til Vopnafjarðar, sem í gær tók við síld af 16 skipum. Mbl. hafði í gær samband við fréttaritara sína á stærstu stöð- unum, Eskifirði, Norðfirði, Seyð isfirði og Vopnafirði, og sögðu þeir eftirfarandi um þetta Eskifirði — Allar þrær hjá síldarbræðslunum hér eru full- ar og búnar að vera það í nokkra daga. En jafnskjótt og þróarrými losnar, er tekið við síld. Síldarbræðslurnar tvær bræða um 5000 mál á sólarhring. Hefur bræðsla í nýju síldar- verksmiðjunni gengið mjög vel. — Gunnar. Norðfirði. — Þrær eru fullar hér á Norðfirði og landa bát- amir aðeins jafnóðum og þær tæmast. Þó bíða ekki mörg skip. því síldarbátarnir dreifa sér á staðina. Verksmiðjan bræðir um 6000 mál á sólarhring. Síldar- söltun er lokið, og telja má og allt aðkomukvenfólk farið. Undanfarið hafa komið hér 3-4 skip á dag til að taka mjöl og lýsi. Hafa farið á nokkrum dög- um 3000 tonn af mjöli og 2000 tonn af lýsi. Var allt orðið fullt, en rýmkast mikið við það. Þo er fljótt að fyllast aftur, þegar 180 tonn af mjöli bætast við daglega. — Asgeir. Seyðisfirði. — Þrær hafa ver- ið fullar hjá okkur að undan- förnu. En í nótt lestaði síldar- flutningaskipið Vestberg 500 tonn af síld hjá Síldarverk- smiðjum ríkisins. Og nú er verið að losa þró. Þá losnar 700 tonna rými. Bíða skip með síld í hana. En þegar búið verður að bræða það magn, verður verksmiöjaa stöðvuð til að hreinsa vélar. Hjá Hafsíld losnar 1000 tonna rými á morgun. — Sveinn. Vopnafirði. — Hér á Vopna- firði er enn hægt að taka við síld, og þrær verksmiðjunnar ekki fullar. Brætt er af fullum krafti og gengur vel. Verksmiðj an er búin að taka á móti 28 þúsund tonnum. 16 skip liala komið í dag með líklega 1500- 2000 tonn. — Ragnar, 1 gærmorgun var NA- og A- gola eða kaldi hér á landi. Á Austfjörðum var víða þoku súld, skúrir sunnan lands og rigning á Hornströndum, en þurrt veður á Vesturlandi og í innsveitum fyrir norðan. Hiti var víðast 5-9 stig, kald ast 2 stig á Kili og 3 á Horni. Lítið hefur verið minnzt á hafís að undanförnu, enda er hann minnstur á þessum árs- tíma. Á kortinu hér að ofan sést hvernig brezka veður- stofan taldi stöðu hans í gær. Talsvert breitt belti er und- an strönd Grænlands norðan við Scoresbysund, en aðeins hrafl með ströndinni þaðan og suður fyrir Aputitek.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.