Morgunblaðið - 12.10.1966, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLADID
Miðvikudagur 12. okt. 1961
Dregið í 5. umferð bikarkeppninnar:
Valur mætir Þrótti og Keflavík gegn KR
Leikirnir verða á Hfelavelli
og INijarðvíkurvelli um helgina
í GÆK var dregið um það, hvaða lið leika saman í undan-
úrslitum Bikarkeppni KSÍ, en leikirnir tveir fara báðir fram
um helgina og er það næst síðasta leikhelgi í knattspyrnu.
Úrslit dráttarins urðu þau að Valur og Þróttur voru dregin
saman og hins vegar mætast Keflvíkingar og KR-ingar.
Mótanefnd KSÍ sá um athöfnina er dregið var í gær.
Viðstaddir voru fulltrúar liðanna fjögurra, sem enn eru
ósigruð í Bikarkeppninni, og blaðamenn.
Jón Magnússon, formaður mótanefndar KSÍ, hafði orð fyr-
ir nefndinni, en hana skipa auk hans Ingvar N. Pálsson og
Sveinn Zoega. Tilkynnti Jón að það lið er dregið yrði móti
Keflvíkingum yrði að mæta til leiks á Njarðvíkurvellinum.
Ættu Keflvíkingar rétt á „heimaleik“ nú þar sem þeir hefðu
sigrað í Reykjavík sl. sunnudag.
Ákveðið er svo að leikur Vals og Þróttar fari fram á
Melavellinum kl. 2.30 á laugardaginn en leikur Keflvíkinga
KR í Njarðvík á sunnudag kl. 3 síðdegis.
Margir hafa að vonum beðið
spenntir eftir úrslitum um það
hvaða lið leiki saman. Liðin eru
svo jöfn að erfitt er að spá um
úrslitin, en margir höfðu þó á-
kve'ðnar skoðanir um úrslit
keppninnar, EF úrslit dráttarins
yrðu eins og þeir óskuðu.
Margir telja Valsmenn heppna
að hafa fengið Þróttara sem mót-
herja og vera má að svo sé. En
á það skal þó minnzt að Vals-
menn áttu ekki auðvelda sigur-
leið í leiknum við þá í síðustu
umferð fslandsmótsins.
Vist er svo að barizt verður
af hörku á Njarðvikurvellinum á
sunnudaginn. Keflvíkingar hafa
án efa hug á að bæta sér upp
sigurmissinn í fslandsmótinu —
og ekki þarf um það að ræða að
KR-inga fýsi til að endurheimta
„bikarinn", sem þeir unnu í 5
fyrstu skiptin sem um hann var
keppt, unz þeir misstu hann til
Vals í fyrra.
Nú er aðeins að vona að veðrið
verði skaplegt og þá fá menn
væntanlega að sjá baráttu eins
og hún getur mest orðið spenn-
andi.
Þegar dregið var í gær. Fyrir enda borðsins er mótanefndin Ingvar N. Pálsson, Jón Magnússon
formaður og Sveinn Zoega. Vinstra megin Hafsteinn Guðmundsson formaður ÍBK og Björn Carls
son frá Val. Hægra megin fulltrúar Þróttar og Sig. Halldórsson frá KB.
KR keppir um Evrópu-
bikar í körfuknattleik
70. starfsár deildarinnar i ár
KÖRFNKNATTLEIKSDEILD
KR hefur nú fyrir nokkru hafið
vetrarstarfið. Verður þetta 10.
starfsár deildarinnar væntan-
lega með svipuðu sniði og und-
anfarin ár.
Deildin mun minnast 10 ára
afmælisins eftir föngum og
sem liður í því, hefur verið
ákveðið að taka þátt í Evrópu
bikarkeppni meistaraliða í
körfuknattleik, en eins og
Kneykslismál í danskril
knattspyrnu
Þrír leikmenn Esbjerg voru á
næturklúbb kvöldið fyrir
Evrópubikarleik i Prag
NÝTT hneyksiismál kom upp í
danskri knattspj rnu í s.l. viku.
Danska ’iðið Esbjerg og tékk-
neska liðið Dukia Prag áttust
við í keppninm um Evrópubikar
meistaraliða. Hafði fyrri leikur-
inn farið fram í Esbjerg og lokið
með sigri Tékkanna 2—0.
Viku síðar voru dönsku meist-
ararnir mættir í Prag til síðari
leiksins. Komu þeir þangað degi
fyrir kappieikinn, sem algengt
er. En dönsku leikmennirnir
tóku lífinu létt og fórú þrír
þeirra á næturklúbb kvöldið sem
þeir komu til Prag og komu seint
heim. Voru þetta Jens Jörgen
Hansen, fyrirlioi danska lands-
liðsins, Börge Enemark og Eigil
Frandsen.
Fararstjórarnir ákváðu að
þessir þrir skyldu ekki leika og
mál þeirra tekið upp er heim
kæmi til Danmerkur. Esbjerg
tapaði leiijnum 0—4.
Dönsku blöðin hafa mikið
rætt þetta mál og eru greinar-
höfundar ekki sammála. Bland-
ast inn í alls kyns- mál m. a. sú
afstaða danskra knattspyrnuyfir
valda að taka ekki þátt 1 OL-
knattspyrnu Mexicoleikanna. Þá
ræða um gildi þátttöku danskra
liða í Eviópubikarkeppninni o.
fl. og taka margir djúpt á árinni.
Kemur þetta mál í kjölfar
„hneykslisins í handknattleikn-
um“ er landsliðið nær óskipt var
sett í 10 mánaða keppnisbann.
Er það mál fyrir rétti nú.
kunnugt er varð KR íslands-
meistari í körfuknattleik í ár
og öðlaðist þar með þátttöku-
rétt.
Reynt verður að auka ungl-
ingastarfið með fjölgun æfinga
í yngri flokkunum, en til þess að
það væri hægt, hefur verið
ákveðið að ílytja æfingar meist-
araflokks að nokkru leyti í
íþróttahöllina, því að KR-heim-
ilið er löngu orðið of lítið fyrir
þá fjölþættu starfsemi sem fram
fer innan félagsins.
í sumar hefur farið fram bik-
arkeppni ; körfuknattleik á veg-
um KKÍ. Heidur hefur verið
hljótt um þessa keppni og mun
fáum um hana kunnugt. KR sigr-
aði í Reyk;avíkurriðli, vann Ár-
mann í úrslitaleik með 50 stig-
um gegn 37, en Ármann var
sigurvegari í þessari. keppni á
s.l. ári. í keppiu þessari mega
leikmenn I. deildar taka þátt og
Tveir enskir
Ieikmenn
(ótbrotnnðn
TVEIR trægir enskir knatt-
spyrnumenn fótbrotnuðu í kapp-
leikjum í síðustu viku. Peter
Osgood, fótbrotnaði eftir árekst-
ur við bakvörð Blackpool er fé-
lag hans, Chelsea mættá Black-
pool í bikarkeppni deildaliðanna
s.l. miðvikudag. Osgood þykir
þegar í röð bez+u miðherja á
Bretlandeyjum og einhver leikn-
asti knattspyrnumaður sem þar
hefur lengi komið fram.
Þá fótbrotnaði Gordon Mars-
land v. framvórður Carlisle í
leik gegn Southampton í sömu
keppni.
keppti I. flokkur því fyrir hönd
félagsins. Úrsiitamót þessarar
keppni fer fram hér í Reykja-
vík, væntanlega um miðjan
þennan mánuð.
Helgi Jóhannsson, landsliðs-
þjálfari, sem var maðurinn bak
við hinn „sæta“ sigur yfir Dön-
um á Polar Cup í Kaupmanna-
höfn um s.l. paska hefur verið
ráðinn þjálfari meistaraflokks
fyrir Evrópukeppnina og hyggja
KR-ingar gott til samvinnu við
hann.
Dregið verður 14. október n.k.
um það hverjir verða mótherjar
KR í fýrstu umferð bikarkeppn-
innar sem fram fer um miðjan
nóvember.
Riddoi iiönsko
keiðursfylking-
Vondnð Frnm-
blnð komið út
FRAM-blaðið, útegfið af knatt-
spyrnudeild Fram, fjölbreytt að
efni og vandað, er nýkomið út.
Geta Framarar fengið blaðið af-
hent ókeypis á eftirtöldum stöð-
um: Lúllabúð, Verzl. Straumnes;
Bólstrun Harðar og Rakarastofu
Austurbæjar. Þá verður blaðið til
sölu í Bókaverzlun Lárusar Blön-
dal í Vesturveri og á Skólavörðu
stíg. Verð blaðsins er kr. 20,00.
annnor
Franska ríkisstjórnin hefur
slegið eftirtalda íþróttamenn til
„riddara af frönsku heiðursfylk-
ingunni".
Jaques Anqetil, sem fimm sinn
um hefur sigrað í mestu hjól-
reiðakeppni Frakklands „Tour
de France".
Alain Calmat, heimsmeistara i
listhlaupi á skautum.
Michel Crauste sem í fyrra lét
af stöðu sem fyrirliði franska
landsliðsins í rugby.
Jocelyn Delacour fyrirliði
franskra frjálsíþróttalandsliðs-
ins.
Michel Jazy, Evrópumeistara i
5 km. klaupi og fyrrum heims-
methafa í míluhiaupi.
Gay Perillat heimsmeistara í
alpagreinum skíðaíþrótta.
Vetrarstarf Hauka
í Hafnarfirði
VETRARSTARFIÐ hjá Haukum
í Hafnarfirði byriar með innan-
hússæfingum í íþróttasal Lækj-
arskóla, og verða æfingar sem
hér segir;
5. fl. þriðjud. kl. 8:10—8:50 e.h.
4. fl. þriðjud. kl. 8:50—9:30 e.h.
1. og 2. fl. þriðjudaga kl. 9:30
— 10:30 e.h.
3. fl. föstudaga kl. 8—8:50 e.h,
Fimmtudaginn 13. ’ október
verður skemmtifundur fyrir 3.,
2. og 1. flokk og eldri félaga, í
Aiþýðuhúsinu kl. 8:30 e.h. Sunnu
daginn 16. október verður
skemmtifundur fyrir 6., 5. og 4.
flokk kl. 2 e.h. Félagar eru
hvattir tii að fjölmenna á þessa
fundi.
Samæfingartímar verða í
íþróttahúsi Vals á laugardögum
í vetur og byrja nk. laugardag
Skipting á tímum verður þann
ig:
Kl. 2-4 unglingar
Kl. 4-5 fyrsti flokkur.
Kl. 5-7 meistaraflokkur.
Mætið vel og stundvislega.
Stjórnin.