Morgunblaðið - 12.10.1966, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 12.10.1966, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 12. okt. 1968 MORCUNBLAÐIÐ 5 Nú e:u sauðir ekki lengur étnir í útlöndum „Sé ég eftir sauðunum". ÁTTUM „SÉ ég eftir sauSunum, sein að koma af fjöllunum og étnir eru í útlöndum", var kveðið þegar sauða- kjötið íslenzka var gull okkar og gersemi á erlend- um markaði. Nú er sauða- hald niður lagt á Islandi, eða svo má heita. Þó er ein og ein undantekning á þessu og hér birtum við myndir og sanital við einn i Rabbað við sauðabónda i Hleðallandi sauðabónda, skaftfellskan. Það er fréttaritari blaðsins í Vík í Mýrdal, Sigþór Sig- urðsson í Litla-Hvammi, sem sendir okkur þetta efni. Hann segir svo: — Er upphaflega var byrj- að á sauðfjárslátrun í Vík í Mýrdal var aðalinnlegg bænda, til að byrja með, sauðir. Einkum voru það stærri bændur, austan Mýr- dalssands, er komu með fall- egan hóp af þvi tagi. Nú má heita að slíkt sjáist vart leng- ur, þar sem sauðfjáreign heyrir fortíðinni til. Mér fannst því sjálfsagt. er ég frétti af sauðainnleggi í Vík nú fyrir skemmstu, ið hitta að máli eigandann, sem var Gisli Tómasson bóndi á Melhól í Meðallandi. Ég fann Gísla á kjötloftinu þar sem hann var kominn í hvítan slopp, lögum samkvæmt, og virti fyrir sér sauðaföliin, þar sem þau héngu á ránni, hvít af spiki. Við hófum sam- talið: — Mér er sagt að þú sért eini bóndinn, sem leggur inn sauði? — Já, það er víst, nema ef frá er talin ein og ein kind. — Telur þú að sauðfjáreign svari kostnaði nú á tímum? — Já, hún gerir það, en gæti þó verið miklu betri, því matið á sauðakjöti er svo rangt, miðað við annað kjöt. Sauðaeign var mjög almenn fram að 1920, en hefir farið ört minnkandi síðan og nú má heita að hún sé horfin með öilu. Ég vil segja að það stafi mest af flokkun kjötsins. Þetta kann að hafa stafað mest af því, að ær, sem höfðu 20 kg. fallþunga og þar yfir voru teknar í sama flokk og sauðirnir, þó þær væru dilkar. Er það trúlegt að það hafi spillt þes^um markaði mikið. — Átt þú marga sauði enn? — Nei. Þeim er nú farið að fækka. — Hvað þarf sauðurinn mikið fóður hjá þér? — Það er ekki mikið. Lambsárið þurfa þeir tals- verða gjöf, en ég tek helzt minnstu hrútlömbin og geri þau að sauðum. Það verða oft mjög fallegar kindur, þurfa lítið en þrífast vel. í vetur var einn sá allra gjaffeldasti vetur, sem komið hefir í seinni tíð og ég reikna með að hafa gefið fullorðnu sauðunum tæpan hest af heyi, en ekki neinn fóðurbæti, sagði Gísli að lokum. Mér varð litið á flokkunar- merkin á kjötinu og mátti sjá ýmis nöfn manna á merki- spjöldunum. Sýndi þetta að kjötið var allt selt einstakl- ingum, sem eru ábyggilega búnir að ákveða jólamatinn i ár. — Sigþór. Blaðburðarfólk vantar í eftirtalin hverfi: Tjarnargötu Lynghagí Lindarjiata Túngata Miðbær Laugaveg — neðri Ilveriisg. frá 4—62 Fossvogsblettur Meistaravelli Talið við afgreiðsluna snni 22480. Höfum fengið mikið úrvul ui burnn- og unglingukópum Komið meðan úrvalið er mest. Austurstræti 9. Steinbergs trésmíðavélar Sambyggðar trésmíðavélar fyrirliggjandi. Jónsson og Júlíusson Hamarshúsi — vesturenda. Sími 15430. Kuupmenn — Knup!éög Bygginguíé!ög! AjB IFÖVERKEN Bromölla Svíþjóð bjóða til afgreiðslu beint frá verk smiðju alls konar hreinlætistæki, veggflís- ar og gólfflísar. Einnig glæsilegt úrval af lömpum í baðherbergi og eldhús. IFÖ vörur eru þekktar sænskar gæðavörur. Allar nánari upplýsingar hjá einkaumboösinönnum. Helgi lllagnússon & Co. Hafnarstræti 19 — Sími 13566.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.