Morgunblaðið - 12.10.1966, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.10.1966, Blaðsíða 8
8 MORGUN BLAÐIÐ Miðvikudagur 12. okt. 1966 Mikil hœkkun á fjárveit- JT' ingu til Háskóla Islanas Hækkar um 51,6 % t FJÁRLAG AFRUMV ARP- INU, sem lagt var fyrir Al- þingi í gær, er gert ráð fyrir stórfelldri aukningu á fjár- veitingum til Háskóla íslands, frá því sem er nú. Heildar- hækkun er rúmar 12 milljón- ir króna eða 51,6%. Orsakir þessarar miklu hækk- unar eru þessar: Fjögur prófess- orsembætti bætast við, 3 lektors embætti, 1 lektorsstarf breytist í' dósentstarf og að auki fjölgar dósentum um 6, tannlæknakenn- urum fjölgar um 2 og upp er tekið % starf aðstoðarkennara í lífeðlisfræði. Auk þess er bætt við starfslið, fulltrúa á skrifstofu og ritara í bókasafn. Með þessu hækkar fjárveiting til greiðstu fastra launa við Háskólann um 46.5%. Fjárveiting til tannlækna- stofu hækkar um 800 þús., fjár- veiting til rannsóknarstofu í lyfjafræði hækkar úr 15 þús. í 245 þús. til að taka upp rann- sóknir á því sviði, fjárveiting til Stundakennslu hækkar um 1,6 millj. og fjárveiting fyrir háskóla bókasafn hækkar úr 400 þús. í 700 þús. krónur. Teknir eru upp nýir liðir, fram lag til rannsóknarstofu í lífeðlis- og lífefnafræði 500 þús. kr. og tilbúnaðar í kennslustofpm og fyrirlestrarstofum 500 þús. kr. Nettofjárveiting til Tilrauna- stofu Háskólans að Keldum hækkar úr 491 þús. í 932 þús. og fjárveiting til Raunvísindastofn- unar háskólans hækkar um 3 milljónir kr. í 6 milljónir. Raun- vísindastofnunin hefur nú tekið til starfa í alvöru, í samræmi við reglugerð um stofnunina. Er þar gert ráð fyrir 4 deildum, einni, sem vinni að rannsóknum á stærðfræði og teoretiskri eðlis- fræði, annarri í eðlisfræði, hinni þriðju í efnafræði og hinni fjórðu í jarðeðlisfræði. Dansk-íslenzka félagiö minnist 50 ára afmælis síns á laugardag Af því tilefni kemur hingað menningarmálaráð- herra Dana Hans Sölvhöj og frú HINN 4. janúar 1916 var stofnað í Kaupmannahöfn Dansk-íslenzka félagið, að tilstuðlan lýðháskóla- fólks, sem stakk upp á því að félagið efldi skilning og samúð milli landanna. Félagið skiptist í tvær deildir og starfa þær í sitt hvoru landinu. Helmingur laga félagsins er sameiginlegur í báð- um löndunum. Tilgangi félagsins hefur verið reynt að ná með útgáfu bóka, tímaritsgreinum og hefur félag- ið gefið út um 40 bækur á síðast- liðnum 25 árum, að því er dr. Friðrik Einarsson, læknir og for- maður félagsins, og L. Storr, aðalræðismaður Dana á íslandi tjáðu blaðamönnum á fundi í gær. í>á hefur félagið og beitt sér fyrir kvikmyndasýningum í báðum löndunum og kynnt lönd- in. Einnig hefur ýmsum fyrirles- urum verið boðið til 4gagnk,væms fyrirlestrahalds. í fyrstu stjórn Dansk-íslenzka félagsins áttu sæti dr. Arne Möller, Aage Benedictsen, pró- fessor Finnur Jónsson, Astrid Stampe Federsen, sem fyrst stakk upp á stofnun félagsins, Jón Sveinbjörnsson, konungsrit- ari og Tulinius, kaupmaður. íslandsdeildin var stofnuð árið 1920 af prófessor Jóni Helga- syni, biskup, prófessor Guð- mundi Hannessyni og dönskum manni Wi'he að nafni. Frá upp- hafi hefur félagið verið mjög starfsamt, þegar undanskilin eru stríðsárin, en þá lá félagslíf að mestu niðri. í tilefni af hálfrar aldar af- mæli félagsins hefur stjórn þess, sem skipuð er dr. Friðrik Ein- arssyni, L. Storr, aðalræðis- manni, Stefaníu Guðnadóttur, Haraldi Ágústssyni, Erlu Geirs- dóttur, Jóhannesi Snorrasyni og Ágústi Bjarnasyni, ákveðið að halda upp á afmælið að kvöldi laugardagsins 15. september að Hótel Sögu. Hefur stjórnin boðið til íslands menningarmálaráð- herra Dana, Hans Sölvhöj og frú hans Ruth, en hún er sonar- dóttir Niels R. Finsens og hefur aldrei áður komið til íslands. Hans Sölvhöj mun verða aðal- ræðumaður afmælishófsins, en menntamálaráðherra dr. Gylfi Þ. Gíslason mun einnig halda ræðu. Menningarmálaráðherra Dana, Hans Sölvhöj var áður en hann varð ráðherra útvarpsstjóri hjá danska útvarpinu og kom fyrir nokkrum árum hingað til lands. Hann er annar tveggja ráðherra í dönsku ríkisstjórninni, sem ekki er stjórnmálamaður að at- vinnu. Solvhöj er 47 ára gamall. Hann mun dveljast hér á landi til mánudagsmorguns. Danmerkurdeild Dansk-íslenzka félagsins minntist þessara tíma- móta í sögu félagsins í janúar sl. í Domus Medica, en núver- andi formaður þar er prófessor Meulengracht. Aðeins eitt félag sömu tegundar og Dansk-íslenzka félagið er eldra því, Aliance Francais, sem stofnað var 1911. f dansk-íslenzka félaginu er aðeins einn heiðursfélagi. Er það frú Bodil Begtrup, fyrrum sendiherra Dana á íslandi og núverandi sendiherra í Sviss, en hún vann manna ötullegast að endurreisn félagslífs innan félagsins eftir síðari heims- styrjöldina. „Genfarsáttmálinn 1954 verði grundvöllur friðar" Brown, utanríkisráðherra Breta, rœðir Vietnam og Rhódesíu á Allsherjarþinginu New York, 11. okt. — NTB UTANRÍKISRÁÐHERRA Breta, George Brown, lýsti yfir því á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í dag, að brezka stjórnin myndi halda fast við sinn fyrri á- setning, og beita sér fyrir efnahagslegum þvingunarráð stöfunum gegn Rhódesíu, léti stjórn landsins ekki af núver- andi stefnu sinni. í ræðu sinni endurtók Brown þá ósk brezku stjórn- arinnar, að friðartillögur þær, sem hún hefur lagt fram í Víetnam-deilunni, mættu verða til þess að koma á friði þar í landi. Lagði utanríkisráðherrann til, að Sovétríkin og Stóra- Bretland beittu sér fyrir því í sameiningu, að hafnar yrðu á ný viðræður um Víetnam í Genf. Ræða sú, sem Brown flutti í dag, er sú fyrsta, sem ráðherr- ann heldur á þessum vettvangi. í henni sagði hann m.a., að frest- ur sá, sem minnihluti hvítra manna í Rhódesíu hefði til að endurskoða afstöðu sína, væri nú senn á þrotum. „Ég verð að taka það skýrt fram“, sagði Brown, „að brezka stjórnin mun aldrei fallast á sjálfstæði Rhódesiu, fyrr en tryggt hefur verið, að þar taki við völdum stjórn, sem nýtur meirihlutafylgis“. Brown minnti á samveldis- málaráðstefnuna, sem haldin var fyrr á árinu í London, þar sem náðst hefði samstaða um að reyna að berja niður uppreisn- ina í Rhódesíu. „Við stó'ðum þá saman um grurrdvallaratriði kyn þáttamálsins, og vildum koma þar á fót samfélagi, sem tryggði öllum sama rétt“. Þá vék ráðherrann að tillög um brezku stjórnarinnar, sem miða að því að koma á friði. í Víetnam, og bætti við: „Til er ekki — og ætti ekki að vera til — hemaðarleg lausn þessarar deilu. Við erum þeirrar skoðunar, að eina leið in sé friðsamleg lausn. Menn verða að setjast a'ð samninga- borðinu". Hins vegar sagði Brown, að afstaða Hanoistjórnarinnar hefði gert málið mjög erfitt viðfangs. Þá vék ráðherrann að síðustu tillögum bandarísku stjórnarinn- ar um Víetnam. Sagðist hann vera þess fullviss, að í Genfar- sáttmálahum um Indó-Kína, sem gerður var 1954, væri að finna þau atriði, sem orðið gætu grund r ramhaid á bls. 25 Fasteignasaran Hátúni 4 A, Nóatúnshúsið' Sími 2-18-70 77/ sölu m.a. 2ja herb. nýstandsettar íbúðir í Vesturborginni. Lausar nú þegar. 3ja herb. kjallaraíbúð við Mosgerði. Laus nú þegar. 3ja herb. kjallaraíbúð við Mosgerði. Laus nú þegar. 3ja herb. risíbúð í Austurborg inni. Góð 3ja herb. ibúð við Hring- braut. Herbergi fylgir í kjallara. 4ra herb. íbúð við Barónsstíg. Hagstæð kjör. 4ra herb. falleg ibúð við Langholtsveg, sérhitaveita. 4ra herb. mjög góð íbúð við Bólstaðarhlíð. Bílskúr fylgir 5 herb. íbúð á 2. hæð við Holtsgötu. Laus fljótlega. Hilmar Valdimarssou Fasteignaviðskipti. Jón Bjarnason hæstaréttarlögmaður. Til sölu m.a. 2ja herb. íbúð við Ásbraut. 2ja herb. íbúð við Kleppsveg. 2ja herb. íbúð við Kópavogs- braut. 3ja herb. íbúð í kjallara við Miðtún. 3ja herb. íbúð í kjallara við Skipasund. 4ra herb. íbúð ásamt risi (þar sem hægt væri að gera 3—4 herb.) við Kaplaskjólsveg. 4ra herb. hæð við Njörva- sund. Bílskúrsréttur. 4ra herb. hæð við Njörvasund. Bilskúr. 4ra herb. hæð við Skipasund og Nökkvavog. Einbýlishús og hæðir í smíð- um í Kópavogi. FASTEIGNASALAH HÚS&EIGNIR BAHXASTBATI £ Símar 16637 og 18828. Til sölu i Kópavogi Raðhús (endahús) steinsteypt, nýleg vönduð eign, í Aust- urbænum, skammt frá Hafn arfjarðarvegi. Greiðsluskil- málar hagkvæmir. . I U I Ul I # I KOPAUOGS SKJ0LBRAUT 1 *SIMI 41230 0PI0 5.30-7 LAUGARD. l-i KVOLDSIMI 40647 7/7 sölu 4ra herb. íbúð við Eskihlíð. 4ra herb. giæsileg íbúð við Stóragerði. 2ja herb. íbúðir í Vesturbæn- um. Fokheldar hæðir í Kópavogi, múrhúðaðar utan, með bíl skúrum. Tvöfalt gler. Stærð ir: 100—180 ferm. Upplýsingar í síma 18105. Utan skrifstofutíma: 36528. Fasteignir og Fiskiskip Hafnarstræti 22. í smiðum 2ja herb. íbúð við Kleppsveg, undir tréverk. 2ja herb. íbúð við Hraun- tungu, fokheld, bílskúr. 3ja herb. íbúð við Reynimel, undir tréverk. 4ra herb. íbúð við Sæviðar- sund, fokheld, bílskúr. 4ra herb. íbúð við Hraun- tungu, fokheld, bílskúr. 4ra herb. íbúð við Hraunbæ, undir tréverk. 5 herb. íbúð við Kópavogs- braut, fokheld. 5 herb. íbúð við Þinghóls- braut, næstum fullgerð. , 5 herb. íbúð í Garðahreppi, fokheld. 5 herb. íbúð við Skólabraut, undir tréverk. 6 herb. íbúð við Kársnesbraut, fokhelt, bílskúr. Einbýlishús við Sunnuflöt, fokhelt. Einbýlishús við Hlégerði, fok- helt. Parhús við Skólagerði, langt komið undir tréverk. Raðhús við Kaplaskjólsveg, fokhelt. Raðhús við Barðaströnd, fok- helt. Fiskbúðarhúsnæði í Austur- borginni, fokhelt. Lóð undir raðhús (184 ferm. hús), teikningar fylgia, búið að ýta úr grunni, gott verð. Seltjarnarnes Höfum til sölu á einum falleg- asta staðnum á Seltjarnar- nesi 6 herbergja íbúð í ný- legu húsi, sérinngangur, sér- hiti, bílskúrsréttur, vönduð eign. Málflufnings og fasteignasfofa Agnar Gústafsson, hrl. Björn Pétursson fasteignaviðskipti Austurstræti 14. Simar 22870 — 21750. J Utan skrifstofutáma; , 35455 — 33267. Fiskibátar til sölu Seljum og leigjum fiskibáta af öllum stærðum. Leggjum áherzlu á að aðalvélar og öll siglingar- og fiskileitartæki séu í góðu lagi. Getum í flest- um tilfellum boðið upp á hag kvæm lánakjör og hóflegar útborganir. SKIPA- SALA ___OG____ SKIPA. LEIGA VESTURGÖTU 5 Sími 13339. Talið við okkur um kaup og sölu fiskiskipa. Höfum góða kaupendur að nýlegum á að gizka 50 tonna vélbáti. Ennfremur kaupendur að stærri og smærri skipum. Uppl. í síma 18105 og utan skrifstofutíma 36528. Fasteignir og fiskiskip Hafnarstræti 22

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.