Morgunblaðið - 12.10.1966, Qupperneq 6
6
MORGU N BLADIÐ
Miðvikudagur 12. okt. 1966
X
9
Unglingspiltar óskast
á sveitaheimili í Borgar-
firði í vetur til aðstoðar
við skepnuhirðingu. Uppl.
í síma 41304.
Óskum eftir
að taka íbúð á leigu 1. nóv.
eða um næstu áramót.
Fernt í heimili, algjör reglu
semi. Uppl. í síma 16562.
íbúð óskast
Þriggja herbergja íbúð ósk
ast til leigu fyrir 1. nóv.
Þrennt fullorðið í heimili,
vinna öll úti, reglusemi
heitið. Uppl. í síma 31123.
Til sölu
sem nýtt sófasett, tæki-
færisverð. Upplýsingar í
síma 37550.
Benz 180
1955 árgangur, til sölu.
Upplýsingar í síma 36352
næstu daga.
Legubekkir — dívanar
Sterkir, góðir, fallegir,
ódýrir, eins og tveggja
manna. Gerið góð kaup.
Verzlunin HÚSMUNIR
Sími 13655.
Tökum að okkur
klæðningar. Gefum upp
verð áður en verk er hafið.
Húsgagnaverzlunin
HÚSMUNHt
Hverfisgötu 82. Sími 13655.
Til sölu
Mercedes-Benz 219. Uppl. í
síma 33808 eftir kl. 7.
Málmar
Allir brotamálmar, nema
járn keyptir hæðsta verði.
Staðgreiðsla. Arinco, Skúla
götu 55 (Rauðarárport).
Símar 12876 og 33821.
BSA 650 CC
mótorhjól, mjög glæsilegt,
til sölu. Uppl. í Smyrli,
Laugavegi 170.
Blý
Kaupum blý hæsta verði.
Málmsteypa Ámunda Sig-
urðssonar, Skipholti 23. —
Sími 16812.
Hestaeigendur
Tek hross í hagagöngu og
viðhaldsfóður, einnig eldis-
hesta. Uppl. í síma 19955 og
hjá Ólafi Jónssyni, Oddhól,
Rangárv. Sími um Hvolsv.
Málmar
Allir brotamálmar, nema
járn keyptir hæsta verði.
Staðgreiðsla. Arinco, Skúla
götu 55 (Rauðárport). —
Símar 12806 og 33821.
Keflavík — Njarðvík
Bandaríkjamaður með fjöl-
skyldu óskar eftir íbúð.
Uppl. í síma 6231, Kefla-
víkurflugvelli.
Hjólsög
Til sölu er hjólsög, 3 hö.,
með færanlegu blaði, til-
valin á byggingarstað. —
Sími 32452, Gnoðarvogi 64,
' 3. hæð.
ÞANN 28. marz sl. lauk
EINAR GUNNAR EINARS-
SON, Aðalstræti 19, ísafirði,
þriðja og síðustu prófraun
fyrir Hæstarétti til þess að
vera hæstaréttarlögmaður.
Einar Gunnar Einarsson er
fæddur 10. júní 1926, sonur
Guðrúnar Sigríðar Guðlaugs-
dóttur, fyrrverandi bæjarfull-
trúa og Einars heitins Krist-
jánssonar, húsasmíðameistara
í Reykjavík. Einar Gunnnar
lauk prófi frá Menntaskólan-
um í Reykjavík árið 1946 og
varð cand. jur. frá Háskóla
íslands árið 1952. Síðan full-
trúi hjá bróður sínum Guð-
laugi Einarssyni, hæstaréttar
lögmanni árið 1953 og því
næst meðeigandi til ársins
1960. Einar Gunnar er tví-
kvæntur, kvæntist Guðríði
Guðmundsdóttur áuið 1949 og
átti með henni tvö börn Kol-
brúnu f. 24. 1. 1949 og Einar
Gunnar f. 16. 7. 1957, seinni
kona Einars Gunnars er Edda
Þórðardóttir, Þingeyri við
Dýrafjörð og eiga þau eina
dóttur, Ýlfu fædd 11. 1. 1963.
Einar Gunnar er nú full-
trúi bæjarfógetans á ísafirði
siðan í febrúar 1965._
MENN 06
=3 MALEFN!=
75 ára er í dag frú Guðbjörg
Kristjánsdóttir til heimilis að
Austurbrún 6. 5 hæð no. 6.
Föstudaginn 30. september
voru gefin saman í hjónaband í
Árbæjarkirkju af séra Jóni
Skagan ungfrú Rós Bender, Mel-
haga 7 og Óli Baldur Ingólfsson.
Heimili ungu hjónanna er að
Álfheimum 19. Ljósm. Óli Páll
Kristjánsson Laugaveg 28.
30. sept. voru gefin saman í
hjónaband af séra Óskari J.
Þorlákssyni ungfrú Helga Pét-
ursdóttir og Daniel Danielsson,
starfsm. hjá Eimskip. Heimili
þeirra er að Vesturgötu 55. Brúð
hjónin eru stödd utanlands um
þessar mundir.
Nýlega hafa opinberað trúlof-
un sína ungfrú Ósk Svavars-
dóttir, Melbraut 6, Kópavogi og
Haukur Tómasson, Kambastræti
6, Sauðarkróki
Laugardaginn 8. okt. voru
gefin saman í hjónaband af sr.
Árelíusi Níelssyni ungfrú Álf-
heiður Sigurgeirsdóttir, hús-
mæðrakenftari, og Páll Bjarna-
son, stud. mag. Heimili þeirra
er að Tómasarhaga 42.
Nýlega hafa opinberað trúlof-
un sína ungfrú Margrét Guð-
mundsdóttir, Sauðárkróki og
Rafn Benediktsson, Hólmavík.
ÍRÉTTIR
DÓMARAFÉLAG ÍSLANDS
Aðalfundur félagsins hefst í
dag kl. 2. síðdegis í Tjamarbúð.
Kvennadeild Borgfirðingafé-
lagsins heldur fund í Hagaskól-
anum fimmtudaginn 13. október.
Félagskonum heimilt að taka
með sér gesti. Nýir félagar eru
velkomnir.
Hlutavelta og kaffisala Hún-
vetningafélagsins verður sunnu-
daginn 16. október að Laufásveg
25. Þær sem vilja aðstoða gjöri
svo vel að hringja í eftirtaldar
konur: Guðrúnu í síma 36137
Ólöfu 22995 og Þórhildi 36112.
Kristniboðssambandið. Almenn
samkoma verður í kvöld kl. 8:30
í Betaníu. Benedikt Arnkelsson,
guðfræðingur talar. Allir vel-
komnir.
Kristileg samkoma verður
haldin í samkomusalnum Mjóu-
hlíð 16 í kvöld kl. 8. Allt fólk
hjartanlega velkomið.
Kvenfélag Keflavíkur heldur
basar sunnudaginn 30. okt. í
Tjarnarlundi kl. 3. Félagskonur
komi munum til eftirtaldra; Re-
bekka Friðbjarnard., Heiðavegi
21, Lovísa Þorgilsdóttir, Sóltúni
8, Svanhvít Sigurjónsdóttir, Sól-
vallagötu 40, Kristjana Jakobs-
dóttir, Smáratúni 5, Guðmunda
Sumarliðad., Hólabraut 7, Pálm-
fríður Albertsdóttir, Heiðarveg
12, Jónína Ingólfsdóttir, Háholt 9
og Hrefna Gunnlaugsdóttir, Vest
urgötu 11.
Kvenfélagið Aldan heldur fund
miðvikudaginn 12. okt. kl. 8:30
að Bárugötu 11. Sýndar verða
skugga- og kvikmyndir frá ferð-
um félagskvenna á s.l. sumri.
Fleira verður einnig til skemmt-
unar.
Frá Barðstrendingafélaginu:
Aðalfundur málfundadeildar-
innar verður haldinn, fimmtudag
kl. 8:30 í Aðalstræti 12. Kvik-
myndasýning. Barðstrendingafé-
lagið! Fjölmennið.
Kvenfélag Neskirkju heldur
fund mánudaginn 17. okt. kl. 8:30
í Félagsheimilinu Skemmtiatriði.
Kaffi. Stjórnin.
K.F.U.M. og K. Hafnarfirði
Fjáröflun hússjóðs félaganna
stendur yfir þessa viku. Á fimmtu
dagskvöldið kl. 8 verður basar
í húsi félaganna. Hverfisgötu 15.
Meðal annars verður þar fallegt
kökuborð. Á laugardaginn verður
hlutavelta.
Félag austfirzkra kvenna.
• Fyrsti fundur félagsins verður
Glatt hjarta gjörir andlitið
hýrlegt,
en sé hryggð í hjarta, er
hugurinn dapur.
Orðskviðirnir, 15, 13.
8/10. — 9/10. Guðjón Klemennz-
son sími 1567, 10/10. — 11/10.
Kjartan Ólafsson sími 1700,
12/ 10. — 13/10. Arnbjörn Ólafs-
son sími 1840.
f dag er miðvikudagur IZ. október
og er þaS 285. dagur ársins 1966.
Apótek Keflavíkur er opið
9—7 laugardag kl. 9—2 helgidaga
kl. 1—3.
Eftir lifa 80 dagar.
Árdcgisháflæði kl. 4:47.
SíðdegisháflæSi kl. 17:06.
Orð Ufsins svara 1 sima 10004.
Upplýsingar um læknaþjón-
ustu í borginnj gefnar i sím-
svara Læknafélags Reykjavíkur,
Síminn er 18888.
Slysavarðstofan í Heilsuvernd-
arstöðinni. Opin allan sólarhring
inn — aðeins móttaka slasaðra —
sími: 2-12-30.
Kvöldvarzla og helgidaga i
Iyfjabúðum í Reykjavík vikuna
8. okt. — 15. okt. Reykjavíkur-
apótek — VesturbæjarapóteK.
Næturlæknir i Hafnarfirði að-
faranótt 13. okt. er Ársæll Jóns-
son sími 50745 og 50245.
Næturlæknir í Keflavík 7/10.
Arnbjörn Ólafsson sími 1840,
Hafnarfjarðarapótek og Kópa-
vogsapótek eru opin alla daga frá
kl. 9 — 7 nema laugardaga frá
kl. 9 — 2, helga daga frá kl. 2 —
4.
Framvegls verður teklð á mótl þeim,
er gefa vtlja blóð I Blóðbankann, sena
hér segir: Mánudaga, þriðjudaga,
fimmtudaga og föstudaga frá kl o—11
f.h. og 2—4 e.h. MIDVIKVDAOA frá
kl. 2—8 e.h. Laugardaga frá kl. 9—11
f.h. Sérstök athygli skal vakln á mið-
vikudögum, vegna kvöidtimans.
Bilanaslmi Rafmagnsveitu Reykja-
vikur á skrifstofutima 18222. Nætur-
og helgidagavarzla 18230.
Reykjavíkurdeild A.A.-samtakanna
Fundir alla miðvikudaga kl. 21 Óð-
insgötu 7, efstu hæð.
|><1 HELOAFEI.L 596610127 VI. 2
I.O.O.F. 9 = 14810128iý =9 1.
I.O.O.F. 7 = 14810128^ = Ks .
Sýning Æskulýðsráðs
í glugga Morgunbl.
UM þessar mundir stendur yfir sýning um starfsemi Æskulýðs-
ráðs í glugga Morgunblaðsins. Er þar sýnt í myndum og máli
ýmislegt, sem stendur æskulýð höfuðborgarinnar til boða til að
iðka í tómstundum. Er ungu fólki ráðlagt að kynna sér sýningu
þessa, sem standa mun út þessa viku.
haldinn fimtudaginn 13. okt. kl.
8:30 að Hverfisgötu 21. Mynda-
sýning. Stjórnin.
Hveragerði. Kristilegar sam-
komur í barnaskólanum hvern
föstudag kl. 8:30 í október. Allir
velkomnir. Calvin Cessellman og
John Holm.
Spakmœli dagsins
„Betra mun að falla fyrir vopn
um þínum, — en beita þeim“.
— Kjartan Ólafsson við Bolla.
Bl»ð og tímarit
HEILSUVERND, tímarit Náttúru
lækningafélags tslands, 4.—5.
hefti, er nýkomið út og flytur
m.a. þetta efni: Heimsókn í dýra-
garð og útivist og hreyfing (Jón-
as Kristjánsson læknir). Matvísi
(Grétar Fells rithöfundur). Grein
ar um offitu og langlífi og viðtal
við Pálinu Kjartansdóttur (eftir
ritstjórann, Björn L. Jónsson
læknir). Þýddar greinar: Asprín
hættulegt börnum, blaut baðföt
valda ofkælingu, taugaveiklun
læknast með lífsvenjubreytingu,
skorin upp 38 sinnum, orsakir
gigtarsjúkdóma, lyf gagnslaus í
taugaveikisbróður, kaffi veldud
ofþreytu, um uppþembu, hættan
af getnaðarvarnatöflum, munn-
vatn og magasár, hættulegt að
baða sig eftir mat o.fl. Þá eru í
heftinu uppskriftir eftir Pálínu
Kjartansdóttur húsmæðrakenn-
ara, þátturinn spurningar og
svör, félagsfréttir o.fl.
Sveitarstjórnarmál 4. hefti
1966 er komið út og flytur sem
aðalefni „Hugleiðingar um stækk
un sveitarfélaga“, eftir Hjálmar
Vilhjálmsson, ráðuneytisstjóra í
félagsmálaráðuneytinu.
Forustugrein fjallar um lands-
útsvör, sagt er frá aukafundi £
fulltrúaráði Sambands íslenzkra
sveitarfélaga og aðalfundi Sam-
taka sveitarfélaga í Reykjanes-
umdæmi, birtar eru ljósmyndir
frá afmælishátíð á ísafirði 15.
til 17. júlí, sagt frá sveitarstjórn-
arþingi Evrópuráðsins og kynnt
ir eru nýir bæjarstjórar á Sauð-
érkróki og á Siglufirði.
>f Gengið >f-
Reykjavík 7. október 1966.
Kaup Sala
1 Sterlingspund 119,88 120,18
1 Bandar. dollar 42.95 43.06
1 KanadadoMar 39,80 39,91
100 Danskar krónur 622,30 623,90
100 Norskar krónur 600.64 602.18
100 Sænskar krónur 831,30 833,45
100 Flnsk mörk 1.335,30 1.338.72
100 Fr. frankar 870,20 872,44
100 Belg. frankar 85,93 86,15
100 Svissn. frankar 992,95 9995.50
100 Gylllnl 1.186,44 1.186,50
100 Tékkn. kr. 596,40 598,00
100 v-þýzk mörk 1.076,44 X.079.20
100 Austurr. sch. 166,18 166,60
100 Pesetar 71,60 71,80
CAMALT og COTT
Skemman gullinu glæst,
glóir hún öll að sjá.
Þar leikur jafnan
minn hugurinn á.
Akranesferðlr með iætlunarbilum
ÞÞÞ frá Akranesl kl. 12. alla daga
nema laugardaga kl. 8 að morgni og
sunnudaga kl. 17:30. Frá Rvik (Um-
ferðamiðstöðin) kl. 6 alla daga nema
laugardaga kl. 2 og sunnudaga kl.
21 og 23:30.
sá NÆST bezti
Jón Sigurðsson alþingismaður á Gautlöndum lézt á leið suður
á land, er hann var að ríða til Alþingis. Það atvikaðist með þeim
hætti, að hann datt af baki, hesturinn fældist og dró hann í ístöð-
unum.
Þegar Grímur skáld Thomsen, sem var svili Jóns, frétti þetta,
varð honum að orði:
„Þetta grunaði mig lengi, að ættjörðin mundi einhverntíma
klóra honum bakið“