Morgunblaðið - 12.10.1966, Blaðsíða 19
Miðvlkudagur 12. okt. 1966
MORCUNBLADÍÐ
19
— Fjárlagafrumv.
Framhald af bls. 1
bóta á landbúnaðarvörum 248
milljónir. Til dómgæzlu o.fl. eru
áætlaðar um 250 milljónir og
til læknaskipunar og heilbrigðis
mála 213 milljónir.
Það sem hækkar
Hækkunin á útgjöldum ríkis-
sjóðs stafar af eftirtöldum ástæð-
um. Dómgæzla og lögreglustjórn,
kostnaður við innheimtu tolla og
skatta og sameiginlegur kostn-
aður við embættisrekstur hækk-
ar um 76,9 milljónir, framlög til
læknaskipunar og heilbrigðis-
mála hækka um 67,5 milljónir,
hækkn á framlögum til samgöngu
mála nemur 30.4 milljónum,
vegna menntamála o.fl. verður
138 milljón króna hækkun, vegna
framlaga til atvinnumála 144,5
milljónir þar af til landbúnaðar
25,4 milljónir og til sjávarút-
vegs 93,9 milljónir. Hækkun
vegna félagsmála, aðallega al-
mannatrygginga er 190.9 milljón-
ir. Á hinn bóginn lækka áætluð
framlög til óvissra útgjalda vegna
lækkunar á niðurgreiðslum um
42,8 milljónir.
Meginstefna fjárlagafrumvarps-
ins.
í greinargerð frumvarpsins
segir m.a.:
„Við samningu frumvarpsins
hefur verið lögð áherzla á að
kanna eftir því sem frekast hafa
verið tök á þær tillögur, sem
hlutaðeigandi stofnanir og ráðu-
neyti hafa gert um fjárveitingar.
Öllu því aðhaldi hefur verið beitt,
sem unnt hefur verið á grund-
velli þeirra upplýsinga, sem fært
hefur verið að safna á undirbún-
ingstíma f járlagafrumvarpsins.
Jafnframt hefur verið leitazt við
að gera fjárlagafrumvarpið svo
úr garði, að fjárveitingar séu
raunhæfar og líkindi til þess, að
koma þurfi til umframgreiðslna,
verði sem minnst. í því skyni að
ná þessu marki hafa verið haldn-
ir umræðufundir um fjárlagatil-
lögur með eins mörgum forstjór-
um ríkisstofnana og frekast hafa
vererið tök á.
Útreiknuð laun í fjárlögunum
hafa verið miðuð við núverandi
grunnkaup samkvæmt Kjara-
dómi, sem tók gildi 1. janúar
1066, að viðbættu kaupgjaldsvisi
töluálagi 15:25%. Allmiklar breyt
ingar á launum leiða enn frem-
ur af síðasta dómi Kjaradóms,
eins og sjá má víða í greinargerð.
Hækkun fastra launa frá fjárlög
um 1966 er þannig um 25%.
Venjulegur skrifstofukostnaður
hefur almennt verið ráðgerður
sem nemur 20—25% hærri en í
gildandi fjárlögum. Ferðakostn-
aður innanlands hefur á hinn
bóginn hækkað nokkru meir eða
25—30% vegna óhjákvæmilegrar
hækkunar, sem kom til fram-
kvæmda á þessu ári á dagpening-
um ríkisstarfsmanna í ferðalög-
um innanlands, auk hækkunar á
gjaldi fyrir notkun eigin bif-
reiða starfsmanna i þágu ríkis-
ins, sem leiddi af hækkun ben-
zínverðs o.fl. Húsaleiga, ljós, hiti
og ræsting hækkar almennt um
16—20%. Pappír og einkum
prentkostnaður hækkar einnig
talsvert mikið eða nálægt 25%.
Þessar hækkanir undirstrika
hin tæknilegu vandkvæði ,sem
eru á gerð fjárhagsáætlana við
verðbólguaðstæður. Áætlunin hef
ur þá þegar misst gildi sitt,
þegar hafið er að framkvæma
hana og er þannig ekki lengur
fast markmið til að keppa að
fyrir hvern þann, sem ber á-
byrgð á verki eða starfsemi, sem
unnin er á vegum ríkisins.
Annað tæknilegt viðfangsefni,
sem ekki kemur fram í þeim
athugasemdum, sem hér að fram
an hafa verið gerðar, er skortur
á upplýsingum fyrir miðstjórn
ríkisrekstrarins, til að tengja
hvert viðfangsefni, sem unnið er
að, við þær fjárhæðir, sem um
er beðið eða veittar eru í fjár-
lögum.
Eins og málum er nú háttað,
er grundvöllur fjárveitinga að
jafnaði rekstur tiltekinna siofn-
ana, sem hafa tilgreinda fjólda
starfsmanna. Kostnaður við rekst
ur stofnunarinnar er síðan ætlað-
ur eftir tilkostnaði eða fjárveit-
ingum síðustu ára með álagi fyrir
tilkosnaðarhækkunum.
Tilvera stofnunarinnar sem
skipulagseiningar skyggir þannig
á eða dregur athyglina frá þeim
verkefnum, sem þessi skipulags-
eining á að afkasta. Hið lök-
rétta undirstöðuatriði ríkis-
rekstrarins hlýtur að vera það
safn verkefna, sem unnið er
að, en ekki þær skipulagseining-
ar, sem upp hafa verið settar til
að sinna þessuih verkefnum.
Með þessum hætti fæst oft
ekkert mat á því, hversu vel eða
illa stofnun hefur sinnt sínum
viðfangsefnum, þar eð fjárveit-
ing til stofnunarinnar miðaðist
ekki við ákveðið viðfangsefni,
heldur við rekstur stofnunar.
Við skoðun ríkisreiknings vill
gjarna verða sama uppi á ten-
ingnum. Meginatriðið verður,
hversu miklu fé stofnun hefur
eyt-t, einna helzt umfram þa’ð, sem
henni var ætlað, en ekki hversu
miklu verki stofnunin hefur af-
kastað. Upplýsingar um það
fást að sjálfsögðu engan veginn
með útgjaldatölum einum sam-
an, heldur þurfa þar að koma til
viðbótarupplýsingar, sem nú
liggja almennt ekki fyrir.
f fjármálastjórn ríkisins er
sægur viðfangsefna af þessu tagi,
sem bíða úrlausnar. Öll eiga þau
sameiginlega uppistöðu, þ.e.
viðleitnina til að bæta aðstöðu
fjármálaráðherra, ríkisstjórnar
og ekki sízt Alþingis, til að hafa
yfirsýn og fullt vald á hinu
flókna kerfi ríkisafskipta, sem
myndar hið íslenzka velferðar-
þjóðfélag. Jafnframt verður að
treysta aðstöðu þessara aðila til
að móta stefnu í fjármálum ríkis
ins á hverjum tíma og fram-
kvæma þá stefnu.
Vegna þessarar aðstöðu er ef
til vill í þessu fjárlagafrumvarpi
seilzt lengra en oftast áður til
móts við óskir ýmissa ríkisstofn-
ana um fjárveitingar. Þetta er þó
ekki vottur um útþenslu ríkis-
rekstrarins heldur viðleitni til
að taka upp í fjárlagafrumvarp
öll þau útgjöld, sem ekki verður
komizt hjá að ríkissjóður beri á
árinu 1967, þannig að fjárlaga-
gerðin verði sem raunhæfust."
— Sukarno
Framhald af bls. 1
inn“ segir, að leiðtogi komm-
únistaflokksins, D. N. Aidit,
hafi skýrt frá þessu við yfir-
heyrslu, nokkru áður en hann
var tekinn af lífi.
Blaðið segir Aidit hafa sagt,
að forsetinn hafi staðið í nánu
sambandi við einn leiðtoga bylt-
ingarsinna, Si;>ardjo, hersh.7J-
ingja. Daginn ettir að byltingar-
tilraunin var gerð, hafi Sukarno
klappað á Öxl hershöfðingjans,
og sagt. „Supardjo, þú hefur
staðið þig vel.“
Þá á Aidit, skv. frásögn blaðs-
ins, að hafa skýrt frá því jafn-
framt, að fyrrverandi forsætis-
ráðherra landsins Ali Sastroam-
idjojo, hafi haft af því vitneskju,
að bylting kommúnista stóð fyr-
ir dyrum. Sastroamidjojo er enn
í Djakarta, en er nú sagður
valdalaus maður með öllu.
Subandrio, fyrrum forsætisráð
herra, sem nú er fyrir rétti í
Djakarta, hefur ekki reynt að
varpa ábyrgð á Sukarno, vegna
byltingatilraunarinnar. Hins
vegar hafa stúdentar í Djakarta,
og ýmsir menntamenn, krafizt
þess, að forsetinn verði leiddur
fyrir rétt. í skriflegri yfirlýs-
ingu, sem birt var við réttar-
höldin yfir Subandrio, nú fyrir
nokkrum dögum, segir Sukarno,
að byltingatilraunin hafi kom-
ið sér gersamlega að óvörum.
Adam Malik, núverandi utan-
ríkisráðherra Indónesíu, sem er
mjög andkommúnískur í skoðun
um, sagði í Tokyo í dag, að
afskiptaleysi Sukarnos hafi leitt
til þess, að þúsundir manna hafi
týnt lífi í Indónesíu, eftir að
byltingatilraunin var gerð. Sagði
Malik, að á sama tíma í fyrra
hefði þjóð sín haft mikla þörf
fyrir ákveðinn stjórnanda, en
forsetinn hafi ekki verið því
starfi vaxinn. Þá gagnrýndi
Malik Sukarno harðlega fyrir að
hafa ekki fordæmt starfsemi
kommúnistaflokksins.
— Klna hafnar
yfir því í dag, að herinn ætti
nú að beita sér fyrir því, að
„allur almenningur (og her-
inn) hefði nýja sókn fyrir út-
breiðsíu og kenningum Mao-
Tse-tungs“. Leggur blaðið
mikla áherzlu á. að Lin Piao,
varnarmálaráðherra, só sem
næst virðist nú standa
Mao, „gen nú enn harðari
kröfur til þess, að hagnýttar
verði kenningar Maos“.
Fréttastofan „Nýja Kína“
vitnaði ’ dag til ritstjórnar-
greinar í „Dagblaði frelsis-
hersins*', en þar segir m. a.:
„Við (Kinverjar) lifum á
timum heimsbyltingar, og nú
hefur verið brotið blað í bylt-
ingunni i okkar eigin landi“.
Þá segir einnig í fréttum
frá Peking í dag, að tekin hafi
verið um það endanleg
ákvörðun, að „Rauðliðar“, of-
beldisstnnar þeir, sem haldið
hafa á lofti merki „menning-
arbyltingarinnar", hafi nú
verið gei ðir að varaliði hers-
ins. Jafníramt segir, að „Rauð
liðarnir" hafi unnið merkilegt
starf. Þeir hafi fundið vopn,
sem óvimr byltingarinnar
hafi ætlað sér að geta gripið
til, kæmi til þess, að þeir
teldu möguleika á að hrinda
skoðunum sínum í fram-
kvæmd.
Fréttir, sem bárust frá Hong
Kong í dag, herma, að undan-
farna daga hafi verið efnt til
funda í Canton, þar sem lögð
hafi verið áherzla á gagnrýni
á Sovétríkm. Haft er eftir
fólki, sem nýkomið er frá
Kína, að í Canton hafi hvar-
vetna niátt sjá skilti, þar sem
lýst sé andúð á Sovétríkjun-
um, enda séu þau „versti
óvinur Kína“. Þá er haft eftir
sömu heimildum, að „Rauð-
liðar“ hafi latið til skarar
skríða getn bókasöfnum víðs
vegar, og brennt þar allar
sovézkar bækur.
Starfsemi „Rauðliða“ og
annarra fylgifiski „menning-
arbyltingarinnar" hefur kom-
ið hart niður á útgáfustarf-
semi í Kína. Blaðið „Ming
Po“, sem gefið er út á kín-
versku í Hong Kong, segir,
að lögð hafi verið niður út-
gáfa 50 blaða og tímarita í
Kína, cg 250 kennurum og
starfsliði við háskólann í
Peking hafi verið sagt upp
störfum.
SÆ NGUR
Endurnýjum gömlu sæng-
urnar, eigum dún- og fiður-
held ver, gæsaduns- og
dralon-sængur og kodda af
ýrnsum stærðum.
Dún- og
ti&urhreinsun
Vatnsstíg 3. Sími 18740.
(örfá skref frá Laugavegi)
Sveinbjörn Dagíinnsson, hrl.
og Einar Viðar, hrl.
Hafnarstræti 11 — Simi 19406.
Donsskóli
Rognars í
DANSSKÓLI Hermanns Ragn-
ars mun hefja níunda starfsár
sitt í nýju og glæsilegu hús-
næði við Háaleitisbraut 58-60.
Stærð húsnæðisins er ca. 350
fermetrar, og eru í því tveir
kennslusalir búnir fullkomnustu
danskennsiutækjum. Auk þess er
í húsinu eldhús, snyrtiherbergi,
skrifstofa, rúmgóð forstofa, auk
fataherbergis.
Skólinn er fullsetinn í ár, og
verða fjórir fastir kennarar við
danskennsluna, guk fimm
stundaikennara. Hjónin Unnar
og Hermann Ragnar hafa verið
aðalkennarar skólans frá upp-
hafi, en nú hafa bætzt í hópinn
frú Ingibjörg Jóhannsdóttir og
Örn Guðmundsson, en þau hafa
bæði lokið prófi í danskennslu
frá Carlsens Insititute í Kaup-
mannahöfn. I vetur verður ein
stúlka við nám í skólanum sem
kennaraefni, en Hermann Ragn-
ar hefur nú réttindi til að út-
skrifa danskennara frá skólan-
um.
Skipulag innréttinga hins nýja
húsnæðis hefur hvílt á hjónun-
um Petrínu Jakobsen og Jóhanni
Hallgrímssyni. Um raflagnir sá
— Frakkar
Framhald af bls 1
milli landanna um sovézkan
endurvarpshnött.
Fréttast-,fan TASS skýrði frá
því í dag, að undirritaður hefði
verið samningur milli Sovétríkj-
anna og vestræns ríkis, og kvæði
samkomulagið á um samstarf á
sviði kjarnorkurannsókna.
Gert er ráð fyrir, að á næst-
unni verði hafizt handa um
byggingu „fransks þorps“, nærri
sovézku kjarnorkurannsókna-
stöðinni í Serphukov, nokkru
fyrir sunnan Moskvu. Verða þar
að öllum líkindum starfandi um
100 franskir vxsindamenn.
Nefnd sú, sem sjá á um
framkvæmd samnings þessa,
mun kom saman t.il fundar fyrir
lok þessa árs.
Hermanns
nýju húsi
Guðni Bridde, pípu.agnir Sig-
urður Þorkelsson, málningu
Guðmundur Gunnar Einarsson.
Húsgögn eru frá Stálhúsgögn.
Húsnæðið var formlega opnað
síðasta laugardag, og sýndu þá
nemendur í skólnum gestum
ýmsa dansa.
Skiptir um f und-
ardag eftir 46 ár
FRÁ upphafi eða í 46 ár hefur
Guðspekifélagið haft fundi á
föstudögum og hafa þeir ekki
fallið niður nema á stórhátíðum
frá 20. sept til 8. maí ár hvert.
Nú verða fundirnir af ýmsum
ástæðum fluttii yfir á fimmtu-
dag. Sigvaldi Hjálmarsson, for-
seti Guðspekifélagsins, tjáði
Mbl., að ástæðan væri m. a. sú
að sjónvavpið er á föstudögum,
og einnig vegna' ítrekaðra beiðna
frá verzlunarfólki, sem kemur
seint heim úr vinnu á föstudags-
kvöldum.
Á þessum fundum eru ætíð
haldnir fyrirlestrar. Fyrsti
fimmtudagsfundurinn verður á
morgun. Þá flytur Gretar Fells
erindi, sem hann nefnir Opið
bréf.
— Bretar heim
Framhald af bls. 1
til þess, að viðræður fjármála
ráðherranna séu álitnar mjög
mikilvægar, að í fylgd með
Gallaghan verður aðalbanka-
stjóri Englandsbanka, Leslie
O’Brien, og hermálaráðherr-
ann, Gerald Reynolds.
Haft er eítir áreiðanlegum
heimildum í London, að erfitt
sé að gera sér grein fyrir,
hvernig haida eigi úti brezka
hernum í V-Þýzkalandi, taki
v-þýzka stjornin afstöðu sína
ekki til endurskoðunar.
Talið er hins vegar ólíklegt,
að svo verði, og brezka stjórn-
in er sögð ákveðin í að draga
úr kostnaði, vegna hers þessa.
Vil kaupa
lofthreinsunarketil fyrir 100—150 ferm.
húsnæði. — Upplýsingar í símum
51551 og 52050.
Eliítraustur
peningaskápur
óskast. — Má vera notaður.
Upplýsingar í síma 35465.
Rafv'rki
óskast til starfa vegna byggingafram
kvæmda við Sundahöfn. —
Upplýsingar í síma 35465.
Siúlka óskast
til ræstinga.
Veitingaslofan TRÖÐ
Austurstræti 18.
Upplýsingar í síma 52318.