Morgunblaðið - 12.10.1966, Side 28

Morgunblaðið - 12.10.1966, Side 28
28 MORCUNBLAÐIÐ Miðvikudagnr 12. okt. 1966 Bob Thomas: HVER LIGGUR í GRÖF MINNI I — Rannsóknarstofan fann arseník í líkinu. Maðurinn yðar var myrtur, frú de Lorca. Það var eins og hún hefði ekki heyrt til hans. — En ég skil bara ekki, til hvers lögregl- an finnur upp á öðru eins. Rödd hennar dó út í einhverju tauti, og nú var eins og allur heimur hennar hryndi saman. Draumurinn og blekkingin var farið • út' um þúfur, og hún var ein eftir, nakin. — Margaret! æpti hún ásak- andi. — Margaret! Jim starði á hana steinhissa og hún sneri sér við og tók eftir honum. Hún seildist til að taka í handlegginn á honum — arm- inn, sem einu sinni hafði stutt hana og hún þarfnaðist svo átak- anlega nú. — Þekkirðu mig ekki, Jim? sagði hún biðjandi. — Þekkirðu mig ekki. Ég er ekki Margaret. Ég myrti ekki hann Frank. Hvernig gæti ég myrt eina manninn, sem ég hef nokkurn- tíma elskað? Ég er Edie, Jim, Edie! Jim varð sem snöggvast hverft við, er hann heyrði röddina, sem hann þekkti svo vel áður. En svo dró hann sig frá henni og reiðin gaus upp í honum. — Þér eruð ekki Edie! Nei, svei því þá, það gætuð þér aldrei orðið, þó að þér væruð að í þús- und ár! -Hún var viðkvæm og skilningsgóð — stúlka, sem hver maður gæti verið full- sæmdur af að þekkja. Hún var heiðarleg manneskja, en það er- uð þér ekki. Þér eruð vond. Nei, mér er svei mér sama hvað annað þér reynið að gera, en þér skuluð ekki reyna að þykjast vera Edie. Þér eruð ekki þess verð að leysa skóþvengi hennar — góðrar og indællar stúlku eins og Edie var. Nei, hún gerði sér það ljóst, að hún var ekki Edie. Edie hafði dáið í herberginu sínu uppi yfir drykkjustofunni. Sjálf var hún Margaret de Lorca, ekkja Franc- esco de Lorca, sem hún hafði myrt í samvinnu við Tony Coifins. 27. Garcia liðþjálfi kom inn í dyrnar. Hann hafði með sér handtökuskipun hennar, og sagði við hana: — Þér verðið að koma með okkur, frú de Lorca. Hún fitlaði við hélsmálið á kjólnum sínum, eins og utan við sig. — Ég verð að hafa fataskipti áður en ég fer. Ég skal vera fljót. — Ég verð að fylgjast með yður, frú, sagði Garcia. — Já, ég skil. Allt í lagi. Hún gekk út úr stofunni og Garcia á eftir henni. Jim hneig niður í stól og greip báðum hönJ um fyrir andlitið. Henry stóð úti í ganginum og horfði á, dapur í bragði, er lög- reglumaðurinn elti Edith að stig- anum. Hún sá hann og stanzaði. - Ég er að fara, Henry, sagði hún. — Ég veit ekki, hvenær ég kem aftur. Þú verður að taka húsið í þína umsjá. — Já, frú. Hún horfði upp stigann og á málverkið af Frank, þenpan greindarlega höfðingja í ein- kennisbúningi ofursta. Svo leit hún aftur á Henry. Hún minntisi morgunsins, sem jarðarförin fór fram og hún hafði komið í þetta hús í fyrsta sinn. Hún hafði rif- izt við Margaret og siðan stikað niður stigann, þangað til hún kom að myndinni af Frank. Henry hafði séð, að hún starði á hana. Og hann hafði séð nana á stigagatinu, morguninn eftir, þegar hún kom aftur til að taka við hlutverkinu sem Margaret. Edith var það nú ljóst, að Henry var eini maðurinn sem hafði alltaf vitað um þessi ham- skipti hennar. — Get ég nokkuð gert fyrir yður, frú? sagði Henry hóglega. Sama hvað það er? — Nei, Henry, svaraði hún. Og svo bætti hún við: — Þú hefur vitað þetta frá upphafi? — Já, frú, sagði hann. — Þá vita það ekki aðrir en við tvö, sagði hún. — Já, frú, svaraði hann. Hún leit aftur á myndina og sagði: — Okkur þótti báðum svo vænt um hann. 28. Réttarhöldin yfir Margaret de Lorca voru áberandi í öllum blöðum landsins, og viku heims- viðburðunum til hliðar. Og eng- in furða, þar sem hér var um 19 að ræða hórdóm og morð á eigin manni og það meðal höfðingja- stéttarinnar. Ýms helztu blöðin sendu beztu fréttamenn sína til að skrifa um réttarhöldin, og eitt helzta blaðið leigði kvikmynda- stjörnu til að sitja í réttarsaln- um — eina hvern dag — til þess að blaðamaðurinn gæti lýst við- brögðum hverrar einstakrar. Myndatökumenn frá sjónvarp- inu voru sífeilt á ferðinni með- an réttarhöldin stóðu yfir, og í hléunum varð réttarvörðurinn að reka þá burt, áður en dóm- arinn kæmi inn. En dómarinn amaðist annars ekkert, við þess- um ágangi fréttamannanna. Hann gætti þess vel, að allir fengju sæti. og hann veitti þeim viðtal í hléunum. Hann þúaði blaðamennina og var sérstak- lega nærgætinn við einn slúður- dálkahöfund frá New York, sem hafði getið sér mikinn orðstír í sjónvarpi. Þrátt fyrir grimmílega sam- keppni í hópi blaðamannanna, gat enginn haft neitt upp úr ákærðu. Margaret de Lorca sat eins og tilfinningarlaus ' alla athöfnina á enda, og talaði ekKi við neinn. Margir blaðamennirn- ir héldu, að þetta væri af ásettu ráði gert, til þess að geta ef td vill útvegað sér geðveikivottorð, ef svo færi, að hún hlyti sektar- dóm. Paul Harrison varði ekki frú de Lorca, enda fékkst hann aldrei við glæpamál. Hann hafði bent á lögfræðing í Bever- ley Hills, sem var frægur fynr að verja kvikmyndastjörnur, þeg ar þær lentu í einhverju klandri. Edith þáði ábendinguna án þess að gera við hana neinar athuga- semdir. _ En hún hjálpaði verjanda sín- um ekki neitt. Hún neitaði að svara öllu, nema rétt sjálfsögð- ustu spurningum, og afþakkaði eindregið að vitna sjálfri sér í hag. Sækjandinn lagði málið fyrir í stuttu máli. Vallarvörðurinn úr klúbbnum vitnaði, að Tony hefði fengið hjá sér arseník, af birgð- unum sem þar voru til þess að eyða illgresi. Mörg vitni báru, að þau hefðu orðið vör við leyni- lega samfundi þeirra Margaret og Tonys meðan maður hennar var enn á lífj. Næturvörðurinn í húsinu þar sem Tony bjó, vott- aði, að hann hefði oft séð hana fara upp til hans að næturlagi. Jim Hobbson vitnaði, dapur í bragði, að frú de Lorca hefði ját- að berum orðum, að Tony hefði verið elskhugi hennar. Janet, þjónustustúlkan, vitnaði, að kvöldið, sem hr. de Lorca dó, hefði konan hans gefið honum glas, með viskí og mjólk í. Lik- skoðunarlæknir skýrði svo frá því, að hann hefði fundið leifar af viskíi og mjólk í maga líksins, ásamt banvænum skammti af arseníki. Maðurinn frá ferða- skrifstofu vottaði, að hann hefði útvegað far til Evrópu fyrir Tony Collins. Og farið, ásamt öllum dvalarkostnaði í Evrópu, hefði verið greiddur af Margaret de Lorca. Verjandinn reyndi að hrekja staðhæfingar sækjanda með þeirri þrákelkni, að hinn var að því kominn að þjóta upp. Hann svaraði með ýmsum meinlegum athugasemdum, og þetta rifrildi lögmannanna, gekk svo úr hófi fram, að dómarinn varð að áminna þá um að forðast persónu legar skammir. Verjandinn var marga daga að ljúka máli sínu. Þrir læknar vottuðu að hinn látni hefði þjáðzt af kransæðastíflu. Skýrsl- ur um fyrstu veikindi hans í her þjónustunni voru bornar fram. Henry þjónninn, vottaði, að ákærða hefði verið mjög um- hyggjusöm eiginkona, og margir kunningjar voru kallaðar til vitnis, sem báru fram vitnisburð henni í hag. Dona Ana Alvares de la Cienega hafði og fengið réttarstefnu, en hún dó þrem vikum áður en réttarhöldin hóf- ust. við verðum hér tveir einir heima í kvöld. Lokasennan milli aðilanna var bæði heit og illskiptin. Sækjand- inn atyrti ákærðu sem hórkonu, sem gerði samsæri við friðil sinn til áð myrða eiginmanninn. Verjandinn flutti háfleyga ræðu, þar sem hann hélt því fram, að frú de Lorca væri ekki sek um annað en óvarkárni. Hann sakaði sækjandann um að blása upp lítilfjörlegum atvikalikindum og gera úr þeim stórmál, án þess að bera fram neinar sannamr þess, að maðurinn hefði raun- verulega verið myrtur. Kviðdómurinn var allt að því þrjá daga að komast að niður- stöðu. Klukkan fimm síðdegis á þriðja degi komu boð frá hon- um, að hann hefði lokið störfum. Rétturinn var settur aftur og blaðamennirnir hópuðust úr saln um, til þess að geta sent fregn- ina frá sér: Ekkja de Lorca var sek fundin. Verjandinn heimtaði geðveiki- rannsókn á skjólstæðingi sínum, og þad var leyft. Samkvæmt vottœrðinu var frú de Lorca full- komlega heilbrigð andlega. 29. Edith var leidd int^ i réttar- saiinn í síðasta sinn. Hún stóð Kúsgagnasmiðir — Húsasmiðir Vantar smiði strax í innréttingasmíði. — Einnig vantar menn í sponskurð og spónlagningu. Menn keyrðir að og frá vinnustað. 8IHÍÐASTOFAIM KR. RAGIMARSSOM Sími 41525. Atvinna Verkamenn óskast i stöðuga vinnu h^á Áburðarverk- smiðjunni í Gufunesi. Gott kaup, dagleg ei'tirvinna, frítt fæði og ferðir. — Upplýsingar á daginn í síma 3-20-00 og á kvöldin frá klukkan 7 til 9 í síma 3-66-81. Áburðarverksmifijan h.f. ælivél Notuð kæli- og frystivél með leiðslum og kæli-,,ele mentum“ til sýnis og sölu að Hótei Borg, Reykja- vík. Gæti vel hentað til geymsiu á garðávöxtum Kauptilboð sendist hótelstjóranum fyrir næstu mán- aoamót, Hótel Borg við hliðina á verjanda sínum og heyrði dómarann segja: —■ Margaret de Lorca, hafið þér pokkuð að taka fram, áður en dómur er upp kveðinn yfir yður? — Nei, yðar göfgi, svaraði Edith rólega. Dómarinn hagræddi sér I stólnum og tók að söngia: „Það er dómur þessa réttar, að ákærða, Margaret de Lorca, sem fundin hefur verið sek um morð, skuli sæta þyngstu refsingu, sem sé dauðadómi. Engin svipbrigð) sáust á Edi*h. .......og téður dómur skuii framkvæmdur innan veggja ríkisfangelsins í San Quentin í Kaliforníu, á þann hátt, sem 'ög mæla fyrir, með eiturgasi þar til ákærða er dáin“. Starfi réttarins var lokið og- dómarinn gekk burt. Blaðamenn irnir horfðu á ákærðu i siðasta sinn og fóru síðan til að skrifa fréttir sínar. — Sú var nú köld, maður! sagði einn blaðamaðurinn, er þeir flýttu sér inn í blaðamanna- herbergið. Áheyrendurnir tóku að tínast út, en litu um öxl á hina dæmdu konu er hún hlustaði á lögfræð- ing sinn. Umsjónarkona stoð þarna og beið þess að fara með hana í fangaklefann. — Ég get nú reynt betur, frú de Lorca, sagði lögfræðingurinn. — Ég óska ekki eftir neinum frekari aðgerðum. svaraði hún. — Já, en samvizku minnar vegna .... — Það er allri samvizku óvið- komandi, sagði hún einbeitt. — Ég fel yður að gera ekkert frek- ar. Ef þér verðið ekki við því, skipa ég hr. Harrison að láta yður enga greiðslu fá. Lögmaðurinn andvarpaði þreytulega. — Gott og vel, frú de Lorca. Verið þér sælar. Hann fór. Eina fólkið, sem enn var eftir í salnum, voru réttar- þjónarnir og svo Jim Hobbson. Hann hafði setið á fremsta bekk, öll réttarhöldin á enda. En nú þegar konan ætlaði að fara að leiða Edith burt, stóð hann upp og sagði við hana: Lofið mér að tala við hana eina mínútu. Hann sneri sér svo að Edith og sagði: — Seinast þegar eg kom heim til yðar, sögðuð þér nokkuð, sem ég hef ekki getað gleymt. Þér sögðuð: „Þekkirðu mig ekki? Ég er Edie“. Eða eitthvað á þá leið. Mér fannst þetta vitleysa og sagði yður það líka. En nú veit ég ekki. Veit það beinlínis ekki. Hann stóð vandræðalegur fyr- ir framan hana, og hún svaraði: — Þetta var bjánalegt tiltæki af mér, en þetta var leikur, sem við Edith vorum vanar að leika þegar við vorum krakkar — að reyna að láta fólk halda, að þessi væri hin. Ég er Margaret de Lorea. Eins og þér sögðuð, var Edie góð manneskja. Hún sneri frá honum og gekk til umsjónarkonunnar, sem leiddi hana út úr réttarsalnum, til að hefja göngu sína til gasklefans. En þetta skipti Edith engu. Hún hafði framið sjálfsmorð tiu mánuðum áður. (Sögulok’)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.