Morgunblaðið - 12.10.1966, Síða 31
Miðvikuðagur 12. okt. 1966
MORG U N B LAÐIÐ
31
Tekjur sjónvarpsins
áætlaöar 56,6 millj.
1 FJÁRLAGAFRUMVARPINU,
sem lagt var fram á Alþingi í
gær, er í fyrsta skipti birt
rekstraráætlun fyrir íslenzka
sjónvarpið. Er gert ráð fyrir
að heildartekjur þess nemi 56,6
milljónum króna og útgjöld
sömu upphæð.
Tekjur sjónvarpsins af afnota
gjöldum eru áaetlaðar 26 millj-
ónir kr., af auglýsingum 13,1
milljón og af aðflutningsgjöld-
um 17,5 milljónir.
Sta;rsti útgjaldaliður sjón-
varpsins er áætlaður, aðkeypt
sjónvarpsefni fyrir 14,6 millj-
ónir, laun starfsmanna og auka-
vinna 9,5 milljónir, „stúdíó" 5,5
milljónir og endurnýjun og við-
aukar í Reykjavík 5 milljónir.
í greinargerð fyrir frv. segir,
að miklir örðugleikar séu á á-
ætlunargerð um þessa starfsemi
fyrst í stað.
— Hafnarfjörður
Framhald af bls. 32
svo og sala hlutabréfa umfram
bókfært verð o.fl. að upphæð 41
milljón kr. öfugur höfuðstóll í
árslok 1965 var því tæpar 43
millj. kr.
Þegar þessar upplýsingar lágu
fyrir lögðu bæjarfulltrúar Sjálf-
stæðisflokksins og Félags óháðra
borgara fram etfirfarandi til-
lögu:
„Með hliðsjón af því gífurlega
tapi, sem ennþá hefur orðið á
rekstri Bæjarútgerðar Hafnar-
fj arðar, skv. framlögðum reikn-
ingum fyrir árið 1965, telur bæj-
arstjórn óverjandi með óllu að
skjóta sér lengur undan þeirri
nauðsyn að gerðar verði ráðstaf
anir til þess að firra bæjarfélagið
svo sem kostur er, áframhaldandi
tapi og áhættu af framhaldi slíks
rekstrar.
Skv. þessu, og vegna óvissu
um möguleika á framkvæmd
ráðstafana til þess að koma í veg
fyrir taprekstur, samþykkir bæj
arstjórn að fela útgerðarráði að
segja þegar upp föstu starfsfólki
fyrirtækisins í landi, öðru en
því, sem nauðsynlegt er, vegna
öryggis véla og annarra verð-
mæta (fiskbirgða). Jafnframt
geri útgerðarráð nú þegar ítar-
lega athugun á því, hvort og á
hvern hátt unnt kynni að vera
að tryggja áframhaldandi starf-
rækslu fiskiðjuversins svo og
annarra þátta fyrirtækisins án
fjárhagsáhættu fyrir bæjarfélag-
ið“.
Á undanförnum árum hefur
tap á regstri Bæjarútgerðar Hafn
arfjarðar verið sem hér segir:
1959 2 millj. kr„ 1960 19 millj.,
1961 10,9 millj., 1962 14,1 millj.,
1963 11 millj., 1964 13,4 millj.
lagðir fram reikningar Bæjarút-
gerðar Hafnarfjarðcir fyrir árið
1965. í þeim kemur fram að tap
Bæj arútgerðarinnar á því ári
nam 17,7 milljónum króna. Þar
af var beint rekstrartap 11,5
milljónir, tap vegna þess að sölu
verð b.v. Apríls var undir bók-
færðu verði 4,9 millj. og afföll
af skuldabréfum og annar kostn
aður vegna skuldaskila 1964
1,2 millj.
Árið 1964 tókst að semja um
allar skuldir Bæjarútgerðar Hafn
arfjarðar og tók bæjarsjóður þá
á sig skuldir að upphæð 39 millj.
króna en skuldir umfram eignir
voru 1. jan. 1965 66 millj. króna.
Ásamt því tapi sem varð 1965
var öfugur höfuðstóll Bæjarút-
gerðarinnar orðinn tæpar 84
milljónir, en þar frá dregst fram
lag bæjarsjóðs vegna skuldaskila
í Neðri deild var Sigurður
Bjarnason endurkjörinn forseti
með 21 atkv. Halldór Ásgríms-
son hlaut 12 atkv. og Einar Ol-
geirsson 5 atkv. 1. varaforseti
var kjörinn Benedikt Gröndal
með 21 atkv., en auðir seðlar
voru 17. Jónas G. Rafnar var
kjörinn 2. varaforseti með 20 at-
kvæðum, en auðir seðlar voru 16.
Skrifarar Neðri deildar voru
kjörnir þeir Axel Jónsson og
Björn Fr. Björnsson.
Kosning í fastanefndir Alþing
is mun fara fram í dag.
Fá mikið af ufsa
í síldarnœturnar
VOPNAFIRÐI, 11. okt. — Síldar
bátarnir hafa að undanförnu
fengið ákaflega mikið af ufsa í
Stórfelld hækkun á fram-
lagi til Þjóðleikhússins
— vegna aukins kostnaðar — Ekki
Jbykir fært að hækka verð aðgöngumiða
í FJÁR L AG AFRUMV ARPINU
fyrir árið 1967 er gert ráð fyrir
stórfelldri hækkun framlags til
Þjóðleikhússins og er fjárveit-
ingin tæpar 6,3 milljónir kr. í
stað 1,6 millj. á yfirstandandi
— Alpingi
Framhald af bls. 32.
son (K).
Að loknum fundi í Sameinuðu
Alþingi hófust fundir í Efri og
Neðri deild og fór þar fram
kosning forseta og skrifara.
Sigurður Ó. Ólafsson var end-
urkjörinn forseti Efri deildar
með 11 atkv. Karl Kristjánsson
hlaut 6 atkv. og Björn Jónsson
2 atkv. 1. varaforseti var kjör-
inn Jón Þorsteinsson með 11
atkv. en auðir seðlar voru 8. —
Þorvaldur G. Kristjánsson var
kjörinn 2. varaforseti með 11
Skrifarar Efri deildar voru kjörn
atkv., en auðir seðlar voru 7.
ir þeir Bjartmar Guðmundsson
og Karl Kristjánsson
Helgi V. Jónsson
ári. Ástæðan fyrir þessari miklu
aukningu er sú, að mikil launa-
hækkun hefur orðið við leik-
húsið, sem ekki er hægt að bera
uppi með auknum tekjum, þar
sem ekki þykir fært að hækka
verð aðgöngumiða að leiksýning-
um Þjóðleikhússins að svo
stöddu. Jafnframt er tekin upp
fjárveiting að upphæð 1,7
milljónir kr. til þess að endur-
nýja áklæði á stólum leikhússins.
Kona fyrir
bifreið
KONA varð fyrir bifreið um
kl. 9 í fyrrakvöld á Sundlauga-
vegi. Bifreiðinni var ekið aust-
ur götuna, en konan var á leið
yfir götuna, rétt vestan við gatna
mót Hrísateigs. Lenti konan fyrir
hægra framhorni bifreiðarinnar,
og var flutt í Slysavarðstofuna
sködduð á mjöðm.
næturnar. Hafa þeir komið með
allt að 20 tonnum úr veiðiferð.
Hefur ufsinn verið keyptur af
þeim fram að þessu í Austfjarð-
arhöfnunum, en víða er nú hætt
að taka við ufsanum, þar sem
skortur er á vinnuafli til að
vinna hann. Einkum þó vegna
þess að verksmiðjurnar hafa
neitað að taka ufsaúrganginn.
Hér er enn reynt að taka við
ufsa og er unnið nótt og dag við
að nýta hann. Er hann flakaður,
en þorskurinn, sem nokkuð er
af líka, er flattur og saltaður.
Hefur Hafblik líklega tekið við
um 100 tonnum. Lítur planið þar
út eins og á vertíð í Vestmanna
eyjum.
Annars eru fólksvandræði hér
mikil. Allir aðkomumenn eru
farnir, og margir eru bundnir
við slátrun í sláturhúsunum. —
Ragnar.
A SUNNUDAGINN gerði'
lögreglan í Kópavogi veiði-
stjóra Sveini Einarssyni að-
vart, að nýgripið lamb hefði
fundizt hjá Vífilfelli. Veiði-
stjóri hélt ásamt Jónasi
Bjarnasyni lögregluþjóni, á
staðinn í birtingu í fyrra-
morgun. Komu þeir að refn-
um, þar sem hann var að
gæða sér á lambinu. Skutu
þeir hann samstundis.
Sveinn veiðistjóri tjáði
Mbl. að fyrr í sumar hefði
fundizt lamb hjá Vífilfelli að
dauða komið eftir ref. Kvað
hann hinar góðu og sönnu
upplýsingar mannanna, sem
lambið fundu á sunnudaginn
hafa orðið til þess, að refur-
inn náðist, en í þessum tilvik-
um væri árangursríkast, að
tilkynna strax um fund
lamba, sem bitin eru af ref.
Sveinn sagði ennfremur, að í
ár hefðu einungis 3 greni
fundizt á öllum Reykjanes-
skaganum og benti það til
mikillar fækkunar á tófum.
Myndin er af Sveini Ein-
arssyni veiðistjóra með ref-
inn upp við Vífilfell.
Cullfaxi F.Í,
til sölu
Starfsfólk býr sig undir komu þotunnar
Helgi V. Jónsson settur
borgarendurskoðandi
HELGI V. Jónsson, hdl. sem
lengi hefur venð skrifstofustjóri
borgarverkfræðings, hefur verið
settur borgarendurskoðandi. Og
tekur hann þar við af Guttormi
Erlendssyni, sem nýlega féll frá.
Helgi er Reykvíkingur, þrítug-
ur að aldri. Hann er stúdent frá ... . ._.... _
Verzlunarskóla íslands og cand. "umarimur f'lZ ?
iuris frá Háskóla íslands 1960 3’ utgafa fra 1937 tolusett °2 arlt-
juns fra HasKola Islands 19b0. að eintak er fór á 3 000 krRím_
ana til endurskoðunar og gera
tillögur iim skipulag þess.
— Guðtrandsbiblia
Framhald af bls. 2
uppboðinu voru seldar voru
Eftir það starfaði hann á endur-
skoðunarskrifstofu Kolbeins Jó-
hannssonar og síðan á skrifstofu
borgarverkfræðings sem skrif-
stofustjóri og löggiltur endur-
skoðandi. Samþykkti borgar-
stjórn tillögu borgarráðs um að
hann yrði settui borgarendur-
skoðandi.
Jafnframl fól borgarráð Helga
V. Jónssvni, borgarendurskoð-
anda og Kristjáni Kristjánssyni,
borgarbókara, að taka bókhalds-
kerfi borgarsjóðs og borgarstofn-
ur af Oddi sterka eftir Örn
Arnarson, útgefin 1938, tölusett
og áritað eintak er fór á 1100 kr.,
og bækur Stefán frá Hvítadal,
Söngvar förumannsins og Óður
einyrkjans, tölusettar og áritað-
ar er fóru á 1.900 kr. Þá voru
Hvammar Einars Benediktssonar
útg. 1930 seldar á 1350 kr.,
Heimskringla Snorra Sturlusonar
útg. í Stokkhólmi 1697 á 3.100
kr., og Alþingisstaður hinn
forni eftir Sigurð Guðmundsson
er seldist á 2.100 kr.
VISCOUNT skrúfuþotan „GuH yfirumsjón
faxi“ hefur nú verið sett á sölu- | margþætta
lista hjá þekktu fyrirtæki í Eng
landi, sem annast milligönau um
flugvélakaup, segir í Faxafrétt-
um, blaði sem gefið er út hjá
Flugfélagi íslands fyrir starfs-
fólkið.
Undirbúningur að flugi og
rekstri hinnar nýju Boeing 727
þotu Flugfélagsins er nú í full-
um gangi. Jóhann Gíslason,
deildarstjóri Flugrekstursdeild-
ar hefur verið settur til að hafa
Manila, 11. október — NTB.
Blaðaíulltrúi Johnsons, Banda
ríkjaforseta, Bill Moyers, hélt í
dag frá Manila til Bangkok. Við
brottförina sagði Moyers, að
hann væri sannfærður um, að
fundur sá um Vietnam, sem boð
aður hefur verið í Manila (John-
son mun sækja fundinn), myndi
bera mi'kinn árangur. Fundur-
inn hefst síðar í þessum mán-
uði.
með öllum þeim
undirbú v ngi sem
fram fer í þvi sambandi. Á næst
unni mun starfsfólk félagsins
fara til Seattle til þjálfunar,
hver á sínu sérsviði, og skiptast
á fram undir þann tíma sem
þotan verður afhent.
Bí'.slys d
Hvaleyrorholti
BÍLSLYS varð á Hvaleyrarholti
um 8 leytið á laugardagskvöld.
Var fólksbifreið á leið frá skýl-
inu á Hvaleyrarholti. Maður var
þarna á ferðinni. Lenti hann á
vélarhúsi bílsins, og féll hann í
götuna.
Maðurinn, sem heitir Jakob
Gunnlaugsson, Móabarði 6, var
fluttur þaðan á Landakot. Hafði
hann hlotið höfuðkúpubrot.
Útför föður míns
BRYNJÓLFS JÓNS EINARSSONAR
Laufásvegi 39,
fer fram frá Fríkirkjunni fimmtudagirm 13. þ.m. kl.
1,30 e.h.
F. h. vandamanna
Aðalbjörg Brynjólfsdóttir.