Morgunblaðið - 18.10.1966, Qupperneq 5
Þriðjuda!sur 18. okt. 1966
MORCUNBLAÐIÐ
5
Barnavermdarnefnd á fundi með blaðamönnum
Strangara
vist barna
eftirlit meö úti-
á kvöldin
Sigurlaug Bjarnadóttir
minntist á það að málið væri
enn á byrjunarstgi, og því
væri nú ekkijætt um útivistir
eldri barna en 14 ára. En
að sjálfsögðu munu seinna
verða gerðar athugasemdir
við útivistir barna á aldrinum
14-16 ára. Þegar búið er að
venja yngri aldursflokkanna
við að vera ekki á rölti úti
langt fr-am eftir kvöldi, kem-
ur það frekar af sjálfu sér að
eldri aldurflokkar hliti sett-
um reglum hvað útivist
snertir.
NÚ eru skólarnir byrjaðir
og er þá ekki nema rétt að
geta þess hvenær útivistar-
tíma barna lýkur. Þann 1.
október sl. breyttist útivistar-
tími barna og unglinga og
mega börn yngri en 12 ára
ekki vera á almannafæri
seinna en kl. 20 og börn 12-14
ára ekki seinna en kl. 22,
samkv. 19. gr. lögreglusam-
þykktar Reykjavíkur.
Formaður barnaverndar-
nefndar, Ólafur Jónsson, og
varaformaður nefndarinnar
próf. Þórir Kr. Þórðarson
héldu fund síðdegis í gær
með fréttamönnum ásamt
framkvæmdanefnd barna-
verndarnefndar, sem skipuð
er þrem konum, þeim Sigur-
Myndin er tekin á fundi hjá Barnarverndarnefnd síðdegis í gær. Talið frá vinstri: Margrét
Margeirsdóttir, Sigurlaug Bj irnadóttir, Bjarki Elíasson, yfirlögregluþjónn, Sigrún Sehneid-
er, Ólafur Jónsson, form. Barnaverndar Reykjavíkur, próf. Þórir Kr. Þórðarson, varaform-
aður Barnaverndar. Konurnar þrjár skipa framkvæmdanefnd Barnaverndarnefndar.
Próf. Þórir Kr. Þórðarson
gat þess m.a. að tilgangurinn
væri ennfremur sá, að rann-
saka afstöðu almennings til
útivistar barna. Þar eð það
virðist vera allalgengt að
börn séu úti á kvöldin sagði
hann þarf nú verulegt átak til
að koma útivist unglinga í
lag, og mun því Barna-
verndarnefnd nú með aðstoð
lögreglunnar verulega beita
sér fyrir því að útivistar-
reglunum sé fylgt.
i'atinig lítur spjaldið út, sem
Barnaverndarnefnd hefur lát-
ið koma upp víðs vegar um
bæinn, i strætisvögnum, skól-
um, og víðar á almannafæri.
Á því slendur: Börn munið
regluna heim klukkan 8.
vagna, skóla og víðar á al-
mannafæri. Á vegum um-
ferðarlögi'eglunnar verður
dreift merkjum í mjólkurbúð-
ir borgarinnar, sem einmg
undirstrika reglurnar varð-
andi útivist barna og ungl-
inga.
laugu Bjarnadóttur, Sigrúnu
Schneider og Margréti Mar-
geirsdóttur. Ennfremur sat
fundinn Bjarki Elíasson yfir-
lögregluþjónn. Á fundi þess-
um komu ofangreindar upp-
lýsingar fram. Þá gat Ólafur
Jónsson þess að Barnavernd-
arnefnd Reykjavíkur hefði í
hyggju að beita sér fyrir því,
í samvinnu við lögreglu, að
þessum reglum yrði framfylgt
betur en hingað til. Sérstak-
lega verður lögð áherzla á að
koma í veg fyrir útivist barna
innan 12 ára aldurs. Hefur
verið leitað aðstoðar lögregl-
unnar, og hefur hún heitið
því að taka að sér fram-
kvæmd eftirlitsins í vetur.
Einnig hafa skólastjórar heit-
ið samvinnu í þessu máli.
Þá sagði Ólafur að eftirlit-
inu yrði þannig háttað, að
borginni yrði skipt í hverfi
jafnmörg barnaskólunum.
Munu eftirlitsmenn hafa
bækistöð í skóla viðkomandi
hverfis. Prentaðir hafa verið
bæklingar, sem innihalda
bréf til foreldra, þar sem ósk-
að er eftir samvinnu við þá.
Mun þeim verða dreift í skól-
ana og er ætlast til þess að
börnin færi þá foreldrum
sínum. Um leið og bækling-
unum verður dreift munu
kennarar ræða útvistarreglurn
ar og benda þeim á hættu-
legar afleiðingar hennar. Hef
ur auglýsingaspjöldum verið
dreift um borgina , í strætis-
Asgrímssýning é
Kaupmannahöfn
Einkaskeyti til Mbl.
Kaupmannahöfn 15. október.
SI laugardag var opnuð í Kaup
mannahöfn fyrsta stóra sýningin
á verkum íslenzka málarans, Ás-
gríms Jónssonar á erlendri grund
Á sýningunni sem er í Kunst-
foreningen í Kaupmannahöfn
Á sýningunni sem haldin er i Kun
Btforeningen i Kaupmannahöfn,
eru 85 málverk teikningar og
vatnslitamyndir.
Formaður Kunstforeningen,
Paul Tillge flutti ræðu við opnun
sýningarínnar og lýsti yfir .að-
dáun á íslenzku þjóðinni, „sem
hefur fóstrað mikla persónu-
leika bæði á sviði bókmennta og
málaralistar.
Hann sagði að það væri Kunst-
foreningen mikið gleðiefni að
hafa tækifæri til að sýna það
fremsta í íslenzkri list með þess
aii sýningu og þrem öðrum sem
haldnar hafa verið á vegum
| hennar: samsýningu á verkum
þeirra Guðmundar Thorsteins-
sonar, Jóhannesar Kjarvals og
Jóns Stefánssonar, einkasýningu
á verkum Júlíönnu Sveinsdóttur
; og Svavars Guðnasonar.
I Tillge lauk miklu lofsorði á
undirbúningsstarf frú Bjarnveig
■ ar Bjarnadóttur. Meðal gesta við
opnun sýningarinnar voru Paul
Reumert, formaður dansk-ísl-
enzka félagsins próf, Meulen-
gracht Erik Sönderholm fyrrúm
lektor, próf. Jón Helgason og
1 Gunnar Thoroddsen sendiherra
j íslands í Danmörku, sem opnaði
sýninguna.
Frú Bjarnveig Bjarnadóttir
sagði við opnunina, að það
þrennt sem gerði sýninguna að
' sérstöku gleðiefni. Það var í
Kaupmannahöfn sem Asgrímur
fékk sína fyrstu menntun sem
listmálari, Ríkislistasafnið í Kaup i
mannahöfn hefur annazt Um- !
fangsmikið og mikilvægt starf
við að hreinsa og gera við mál- •
verk, sem fundust í kjallara Ás-
grímshúss eftir lát hans og að
lokum hefði Kaupmannahöfn
haft mikil áhrif á listamanninn. |
Hún þakkaði Paul Lunoee og
samstarfsmönnum hans, sem séð
hafa um viðgerð á málverkum,
og þakkaði einnig stjórn Kunst-
foreningen fyrir þann heiður og
velvild, sem hún sýndi listamann
inum. Að lokum minntist hún
á Asgrímssafn og sagði.
1 „Það er mér sérstakt gleði-
, efni sem náins ættingja lista-
mannsins að fá að taka þátt I
þessari fyrstu sýningu á verkum
hans á erlendri grund eftir lát
hans. Kaupmannahöfn hafði
I mikil áhrif á Ásgrím sjálfan og
' listaverk hans“. I
Gunnar Thoroddsen sendiherra |
opnaði sýninguna og sagði í ræðu j
sinni frá ýmsum atvikum úr lífi |
listamannsins, m.a. hvernig hann
I fékk styrkinn frá Alþingi. „Sýn
ing var haldin á verkum hans, |
en enginn þigmanna sýndi henni
verulega áhuga. Þar var fyrst er
þeir uppgötvuðu að hestur Gunn i
ars frá Hlíðarenda var beizlis-
laus að áhugi þeirra vaknaði. I
Emn af vinum Asgríms sagði að
þetta væri skýring listamanns-
ms a því, hvers vegna Gunnar
sneri aftur eftir að hestur hans
hafði hnotið. Hann komst ekki
lengra án beizlis. Ásgrímur fékk
styrkinn.
Sendiherrann lauk máli sínu
með því að segja „Það var vitur
leg ókvörðun - ef einhver íslend
ingur hefur ávaxtað vel sitt pund
þá er það Ásgrímur. Fyrir hönd
ríkisstjórnar íslands og íslenzku
þjóðarinnar flyt ég öllum þeim
er hlut hafa átt að þessari sýn
ingu hjartanlegar þakkir“.
Rytgaard.
Telpa slasast
Það slys varð laust eftir kl.
7 í gærkvöldi á Digranesvegi í
Kópavogi að 12 ára telpa Sigrún
Ögmundsdóttir, Hraunteigi 91
varð fyrir lítilli fólksbifreið og
slasaðist illa. Mun hún bæði
hafa handleggs- og fótbrotnað.
Hún lenti framan á bifreiðinni
sem ók vestur Digranesveginn,
síðan upp á vélarhlíf hennar og
að siðustu féll hún í götuna.
Bifreiðin skildi eftir sig löng
bremsuför.
Guðjén Styrkársson
hæstaréttarlögmaður
Austurstræti 6. — Simi 18354.
HRINGVER
NÝKOMIÐ
Mjög mikið úrval af allskonar
ungbarnafatnaði
HRINGVER
Búðagerði v/Breiðagerði
Sími 30933.
VANDERVELL
^ Vélalegur^y
Ford, ameriskur
Dodge
Chevrolet, flestar tegundir
Bedford Disel
Ford, enskur
Ford Taunus
GMC
Plymoth
Bedford. diesel
Thames Trader
BMC — Austin Gipsy
De Soto
Chrysler
Buick
Mercedes Benz, flestar teg.
Gaz '59
Pobeda
Opel, flestar gerðir
Volkswagen
Skoda 1100—1200
Renault Dauphine
Þ. Jímsson & C».
BrautarhoRi 6.
Sími 15362 og 19215.
LAUGAVEGI 59. slmi 1847»