Morgunblaðið - 18.10.1966, Side 10

Morgunblaðið - 18.10.1966, Side 10
10 MORCU NBLADIÐ 1 Þriðjudagiir 18. okt. 1966 HVAÐ ER í FRÉTTUM ÚR SVEITINNI? HEYFENGUR bænda mun yfir- leitt hafa venð undir eða um meðallag eftir misviðrasamt sum ar, og viðast virðist garðrækt hafa brugðiít alveg. Þrátt fyrir þetta hefur verið mikill fram- kvæmdahugur hjá bændum lands ins, í flestum héruðum eiga sér stað miklar ræktunarframkvæmd ir, og mörg íbúðarhús og útihús í smíðum. Bændur hafa mikinn hug á að bæta úr námsskilyrð- um barna og unglinga í héruðum sínum, og er því víða unnið að byggingu unglinga- og barna- skóla. Er í sumum sveitum unn ið að því reyna að koma skóla námi í viðunandi horf, en eins og allir vita. hafa þau mál átt ákaflega erfitt uppdráttar í dreif býlinu. Þetta kom m.a. fram í samtðl um sem Mbl. átti við nokkra bændur, sem sátu fulltrúaráðs- þing Sjálístæðisflokksins hér í Reykjavík á dögunum. Fyrstan hittum við að máli Bjarna Hall- dórsson, bónda að Uppsölum í Akrahreppi í SkagafirðL Brýn nauðsyn á ; i' lingaskóla 1 1 — Heyskapurinn í Skaga- flrði,, sagði Bjarni, var yfirleitt undir meðallagi, enda hefur sum arið verið með kaldasta móti. Við fengum mjög erfitt hret í júnímánuði, en þá snjóaði í fjöll og allt niður í byggð. Hefur þetta haft i för með sér að dilkar í hér aðinu eru yfirleitt rýrari en í fyrra. — Það hafa verið talsverðar framkvæmdir í héraðinu í sum- ar á vegum búnaðarsambandsins. Það á tvær skurðgröfur, sem hafa verið hér og þar um hérað iS í allt sumar við framræslu lands, en auk þess á sambandið fimm beltavélar, auk smærri jarðvinnuvéla, og er þar sömu sögu að segja: þær hafa verið í stöðugri vinnu í allt sumar, að langmestu leyti hjá bændum, en ennfremur hafa þær verið fengn ar til aðstoðar í vegavinnu. — Það er elcki hægt að segja að mikið hafi ver.ið um bygging arframkvæmdir í héraðinu í sum ar, en þó er nokkuð um útihúsa byggingar. Sérstaklega hafa það verið hlöðubyggingar, en einn- ig eru fjárhús í smíðum á nokkr um bæjum. Félagsheimili er í smiðum í Varmahlíð, og er það langt á veg komið. Er þetta á- kaflega stórt og veglegt samkomu hús. Að bví standa Akrahreppur og Seiluhreppur, og ýmis félaga samtök, svo sem ungmennafélög in, hestamannafélagið, og kven- félögin. Jú, ég tel það eðlilegast að fleiri en einn hreppur standi saman að byggingu stærri félags heimila, en á hinn bóginn er það nauðsynlegt að hver hreppur hafi út af fyrir sig lítið samkomu hús eða félagsheimili til fundar- halda og smærri samkoma. — Okkar mesta áhugamál núna er gagnfræðaskólabygging að Varmahlíð, en það hefur lengi verið mikið vandamál, sem þarf að leysa skjótt. Fram til þessa höfum við þurft að senda ungl- inga í skóla í næstu héruðum enda þótt þeir hafi nóg með að fullnægja þörfum síns héraðs. En núna er það fyrirhugað að fram fari unglingakennsla í nýju fé- lagsheimilinu, og verða það 18 til 20 nemendur, sem þar munu stunda nám. Á Varmahlíð er stórt og nýlegt einbýlishús, sem stendur autt í vetur, og er ætl- unin að hafa heimavistina þar, sagði Bjarni að endingu. Engin ástæða til að ugga um framtíð landbúnaðarins. — Hinn mikli klaki, sem var í jörðu fram eftir öllu sumri, sagði Sigmundur Sigurðsson, bóndi að Syðra-Langholti í Hrunamannahreppi í stuttu spjalli, — hefur haft hinar al- varlegustu afleiðingar fyrir okk ur. Heyfengur er með alrýrasta móti, þrátt fyrir að heyskapur hafi gengið með ágætum, og tíð í sumar hafi verið hin hagstæð- asta. Sprettan í vor var einhver hin versta. sem verið hefur í ára tugi og klakinn varð þess vald- andi að við komum ekki niður fóðurkáli eða jaínvel grasfræi. Auk þess brást garðræktin okk- ur svo að segja alveg, þar sem við gátum ekki sett niður fyrr en mjög seint, og jörðin þá köld. — Fallþungi dilka er með al- minnsta móti núna í haust, og gæti ég trúað því að það munaði frá einu til tveimur kílóum á hverju lambi. Mjólkurfram- leiðsla hefur minnkað á okkar svæði í haust, og er það afleið- ing þess ,nð undanfarin haust höf um við beitt kúnum á fóðurkál og hafra, en eins og ég sagði áðan, er það ekki mögulegt núna. Óttast ég jafnvel að við munum eiga erfitt með að fullnægja neyzlumjólkurpórf þéttbýlisins í vetur, og tel að alltof mikið hafi verið geit úr offramleiðslu á mjólkinni. — Framkvæmdir í sveitinni hafa annars verið mjög miklar. Ein sex íbúðarhús munu vera þar í smíðum, og mikið er byggt af peningshúsum. Er þetta hvað mest að þakka því að stofnlána deild Búnaðarbankans var efld, sem hefur haft í för með sér aukið öryggi fyrir okkur bændur. Jarðræktunarframkvæmdir eru í undirbúningi víða, en þær töfð- ust í sumar vegna tíðarfars og klakans í jörðinni. — í sveitinni er nú kominn þétt býliskjarni á jarðhitasvæðinu. — Þar var á sl. vori borað til að auka við heita vatnið, og fengust 20 sekúndulítrar af 100 stiga heitu vatni, sem er að litlu leyti nýtt. Þarna verður væntanlega í fram tíðinni komið upp stórri hita- veitu, en núna eru aðeins fé- lagsheimilið, nokkur íbúðahús og nýi barnaskólinn hituð upp með heitu vatni. Enn er unnið af miklu kappi að byggingu barna skólans, og er hann langt á veg kominn. Munum við í fyrsta skipti í haust framfylgja skóla- skyldtmni, en það hefur lengi verið okkur mikið áhugamáL — Ég sr ákaflega bjartsýnn á framtíð landbúnaðarins, þrátt fyrir að tímabundnir erfiðleikar steðji nú að, en það er trú mín að auðvelt verði að yfirstíga þá, ef skynsamlega er á málunum haldið, sem ég efa ekki að verð- ur gert meðan við njótum okkar ágæta landbúnaðarráðherra, sem viðurkenndur er af hvaða bónda sem er, hvar í flokki, sem hann stendur. ic Ferðamannastraumur um Strandasýslu eykst. — Ójá, við megum kallast heppnir, sem eigum jarðir með hlunnindum, svo sem reka, sel og æðardún, sagði Guðbrandur bóndi Benediktsson að Brodda- nesi í Fellshrepp í Strandasýslu. Núna í ár hafa þessi hlunnindi verið með betra móti — við feng um mikinti rekavið í vetur, og selurinn var með mesta móti. Ekki veit ég, hvað þeir veiddu af sel í norðursýslunni, en hjá mér veiddust 130 kópar. Verð á 1. fl. selsskinni er núna 11—1200 kr. og dúnverðið er um 2000 kr. á kg. á hreinsaðan dún. Þetta er því góð +ek:uaukning. — En svo við snúum okkur að tíðarfarinu og heyskapnum, þá var sumarið heldur kalt, og hey skapur í minna lagi, vegna þess að grasspretta var léleg í vor. Heyskapartíð var samt yfirleitt góð, og nvting heyja með ágæt- um. — Félagslífið hefur verið held ur dauft í sumar, nema hvað komið hafa umferðaleikflokkar og sýnt í héraðinu, og hefur þá vanalega verið fjölmennt. Ann- ars hefur ferðamannastraumur- inn um sýsluna sjaldan verið meiri en einmitt núna í sumar, og það eflaust að þakka veginum, sem opnaður var norður í Ár- neshrepp. Nei, það hefur ekki verið mikil fólksfækkun í mið- sýslunni, en eitthvað hefur fækk að nyrzt í sýslunni. — Framkvæmdir í sýslunni hafa aukizt nokkuð. Skurðgrafa hefur verið í stöðugum ferðum um sveitina við ræktunarstörf, en þurrkun lands hefur verið með meira móti í sumar. Talsvert er líka byggt — þarna í kring- um mig eða í BæjarhreppL Ó- spakseyrarhreppi og Fellshreppi, er nú verið að byggja ein 5 íbúð arhús, en auk þess er allvíða ver ið að byggja heygeymslur og vot heysgryfjur. — Það má segja að afkoma bænda sé yfirleitt góð, og flest búin vel vélvædd, því að víðast hvar hafa bændur yfir að ráða dráttarvél, slátturvél, heyblásara og öðru þess háttar. Enda verður svo líka að vera, því að nú orðið er það ekki nema bóndinn einn og unglingar sem annast búskap inn, því að kaupafólk er úr sög- unni. ic Athuga nýjungar í mjólkurflutningum. Oddur Andrésson, bóndi að Hálsi í Kjós, greindi okkur frá að bændur þar um slóðir væru I að íhuga að taka upp nýja að- ferð við mjólkurflutninga. — Við erum með það í athugun, sagði hann, hvort ekki sé hagstætt að flytja mjó'kina á tankbíl, og mæla og geyma mjólkina í sér- stökum tönkum á bæjunum. Þetta hefur það í för með sér, að ekki þarf að flytja mjólkina nema annan hvern dag. Suður- Borgfirðingar eru komnir lengst á veg með þetta, og ég hef heyrt að þeir ætli að gera tilraunir með þessa aðferð núna eftir áramót. — f Kjósinni geta unglingar ekki lokið við nema 1. bekk gagn fræðastigsins, en aðstæður eru fyrir þá að gagnfræðaskólanum á Brúarlandi í Mosfellssveit. Þar þyrfti að koma upp heimavist fyr ir þá unglinga, sem lengra eru að komnir, eins og t.d. úr Kjós, sagði Oddur ennfremur. — Heyfengur bænda í hérað- inu er víðast hvar undir eða í meðallagi. Vorið var mjög óhag- stætt eftir frostharðan vetur, og grasvöxtur var seint á ferðinni. Þetta veldur því að dilkar eru með rýrasta móti, og garðávaxta uppskera var mjög lítil. Nýrækt í sveitinni er mjög lítil núna í sumar, enda gatu flestir ekki sett niður grasfræ í vor vegna þess hve vorið var kalt og klaki hélzt lengi í jörðu. Á hinn bóg- inn eru ræktunarframkvæmdir víða í undírbúnir.gi. ■fc Njóta góðs af Búrfells- virkjun. Við átt.um þessu næst sam- tal við Steinþór Gestsson, bónda að Hæli í Gnúpverjahreppi, og sagði haann m.a.: '— Það er óhætt að segja að framkvæmdir séu núna með nokkuð óvenjulegum hætti í Gnúpverjahreppi, og á ég þar við Búrfellsvirkjun. Enda þótt þær séu ekki í neinum tengslum við hreppinn njótum við góðs af þeim, og má bar nefna að lagður hefur verið mikill og góður veg ur í gegnum sveitina vegna virkj unarinnar, sem gerir alla umferð um hana mun öruggari og flýtir fyrir mjóikurflutningum og öll um aðdrætti. Auk þess er virkj- unin nokkur tekjuauki fyrir hreppinn, þar sem hún ásamt þeim mönnum, innlendum, sem erlendum, sem þar starfa verða að greiða til hans aðstöðugjöld. Efa ég ekki að virkjunin eigi eft ir að verða hreppsféiaginu nokk ur lyftistöng í framtíðinni. — En svo við víkjum að fram- kvæmdum í sveítinni sjálfri þá hafa ræktunarframkvæmdir ver ið minni en oft áður, en þó er all mikið land tilbúið til þess að ganga frá tii sáningar. Það er f undirbúningi að hefja byggingu félagsheimilis, en hingað til hef- ur félagslíf verið fremur fáskrúð ugt, og vona ég að með tilkomu heimilisins rætist þar nokkuð úr. Einnig er bygging barnaskóla mjög í deiglunni, og verður hún þá væntaniega a jarðhitasvæðL Það hafa verið gerðar tilrauna- boranir við Kálfá, en þar hefur fundizt volgt vatn. Liggja niður stöður þessara boranna ekki fyr ir ennþá, en við bindum miklar vonir við að þarna sé nokk- urt magn af heitu vatni, og get- um við þá, þegar fram líða stund ir, myndað þarna þéttbýlis- kjarna. — Um heyskapinn í sumar er það að segja, að grasspretta var með minna móti, og þar af leið- andi er heyfengur bænda nú minni en oítast áður. Á hinn bóg inn er nýting heyja nokkuð góð. Tíðin hefur í sumar verið fremur þurrviðrasöm, þrátt fyrir nokkr ar skúraleiðingar við fjallgarð- inn. Sauðfjárslátrun er víðast lokið, og virðist fallþungi dilka vera minni en í fyrra. Tekur nú við stórgripaslátrun, og má búast við að hún verði með meira móti, og er það afleiðing þess, hve hey fengur er rýr. * Mikil brúargerð á Austur- landi. Að lokum ræddum við við Jónas Pétursson, alþingismann, Framhald á bls. 25.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.