Morgunblaðið - 18.10.1966, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 18.10.1966, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 18. tfkt. 1866 Teikningor oð húsi Vinnuveitendnsambnndsins SVO SEM kunnugt er keypti Vinnuveitendasamband íslands hús Ólafs heitins Thors, Garða- stræti 41 og hyggst það nú breyta því í skrifstofuhúsnæði, svo og húsnæði til fundahalds. Samkvæmt upplýsingum Björg ▼ins Sigurðssonar framkvæmda- stjóra Vinntiveitendasambandsins mun ekki ætlun sambandsins að breyta gamla húsinu neitt, held ur byggir það við húsið 190— 200 fermetra hús, sem verður ein hæð og kjallari. Arkitektinn, sem teiknað hefur viðbygginguna er Halldór Jóns- son, en Alrr.enna byggingarféiag ið mun sjá um framkvæmdir. — Framkvæmdir eru þegar hafnar og sagði Bjcrgvin, að Vinnuveit- endasambandið vonast til að komast í hi'.sið næsta haust. Nú verandi húynæði sambandsins er fyrir löng.i orðiö of lítið fyrir starfsemi þess. — Utan úr heími Framhald af bls. 16 landsstjóri Argentínu á „Ti- erra del Fuego, Suðurskautinu og Suður-Atlantshafseyjun- um“, — það er að segja bæði Eldlandi og öllum þeim svæð- um, sem Argentína gerir kröf- ur til, að Falklandseyjum meðtöldum. ★ í»að er stjórn Argentínu til hróss, að hún var þegar í upp- hafi andvíg Falklandsatburð- inum, er stjórnin kallaði „af- brot og sjórán“. Rorseti Arg- entínu, Juan Carlos Onganía hershöfðingi ,sem náði völdum með stjórnlagarofi í júní þetta ár, baðst afsökunar á atburði þessum og hét þvi, að þjóð- ernissinnar þeir, sem í málið voru flæktir, yrðu dregnir fyrir lög og dóm. Það er þó engin tilviljun, að atburðurinn gerðist eftir að Onganía hershöfðingi komst til valda. Hið nýja stjórnarfar hefur höfðað m'ög til öfga- fullra þjóðernistilfinninga — svo mjög, að einn af talsmönn um stjórnarinnar varð nýlega að fullvissa erlenda blaða- menn um, að stiórnarfarið væri á engan hátt runnið und- an rifjum nýnazista. Þessi öfgakennda þjóðernis- stefna hefur haft örvandi áhrif á starfsemi hægri öfga- afla, bæði hinn illræmda Tacuarafélagsskap og Cóndor. Það var hinn siðarnefndi, sem stóð að baki innrásinni á Falk- landseyjar; leiðtogi Cóndor er áhangandi Peróns. ★ . Og loks reynir nú mjög á sambúðina við Stóra-Bret- land. Samtímis Falklandsat- burðinum stofnuðu öfgasinnar til óheflaðara mótmælaað- gerða í stórborgum Argentínu. Brezka ræðismannsskrifstofan SÆNGUR Endurnýjum gömiu sæng- urnar, eigum ' dún- og fiður- held ver, gæsadúns- og dralon-sængur og kodda af ýmsum stærðum. Dún- og fiöurhreinsun Vatnsstíg 3. Sími 18740. (Örfá skref frá Laugavegi) Hæstaréttardómar 1931—1956 (incl.), 1925 og 1928, registur frá byrjun til 1956, allt óbundið, til sölu. Tilboð merkt: „HRD — 4820“, sendist afgr. Mbl. fyrir mið- vikudagskvöld. Magnús Thorlaeius hæstaréttarlógmaður. Malflutningsskrifstofa. Aðalstræti 9. — Simi 1-1875. i Rosario varð fyrir ránsárás. Þjóðfáni Breta var brenndur i óeirðum í Mar del Plata, og hámarki var náð í Buenos Aires, þegar tveir bílfarmar hægrisinnaðra öfgamanna óku fram hjá brezka sendiráðinu og gerðu að því skothríð úr hriðskotabyssum. Skotmarkið var án efa Hertoginn af Edinborg, sem var gestur í boði Argentinu- stjórnar og bjó í sendiráðinu. Hvorki Filippus prins né aðr- ir, ^em dvöldu í sendiráðinu, urðu fyrir nokkru hnjaski, og hinn hugrakki hertogi gat hinna óróasömu daga í Arg- entínu, sem „æsimyndar i sjónvarpi". Gera má ráð fyrir fleirl æsimyndum, þar sem dvöl Filippusar prins í tilefni 150 ára afmælis hins Argentínska lýðveldis mun vara til 18. október. Sá orðrómur var uppi, að hertoginn hefði verið brottnuminn og notaður til stjórnmálalegrar f'árkúgunar. Lausnargjaldið? Falklandseyj- ar. ~k En hvað sem öðru líður hef- ur Argentina einsett sér að fá yfirráð yfir Falklandseyjum. Hið peróníska allsherjarsam- band starfsgreinafélaga, CGT, sem er næst hernum að völd- um, hefur tilkynnt, að það hafi velþóknun á andbrezku starfseminni. CGT mun stofna til lamandi allsherjarverkfalls, ef „Falklandssjóræningjarnir“ verða kallaðir fyrir rétt. Hvað sem því viðvíkur munu þeir, sem ekki hafa skilning á þjóðernishyggju, vissulega undrast yfir, að Argentína, sem fram til þessa hefur aðeins haft hug á að nýta lítinn hluta af 2,8 millj. ferkm. landsvæði sínu, geti sýnt svo mikinn áhuga á þess- um hrjóstrugu klettaeyjum 1 Suður-Atlantshafi. 20% Afslúttur Rýmingarsala á klukkum og lömpum, 20% afsláttur. ÞORSTEINN BERGMANN GJAFAVÖRUVERZLUN Laugav 4 og 48 og Laufásv 14. Sími 17771. NÝKOMIÐ Norska steintauið fallega, diskar, mottur og löberar. Borðbúnaður í gjafakössum. Grænmetiskvarnir, Hakkavélar, kaffikvarnir, Brauðbakkar, bakkar Króm- kaffi- og hitakönnur Höggheldir hitabrúsar Feldhaus bökunarofnar Elektrostar ryksugur, hrærivélar, þeytarar. MORPHY-RICHARDS kæli- skápar, með hagkvæmustu greiðsluskilmálunum. ÞORSTEINN BERGMANN GJAFAVQRUVERZLUN Laugav 4 og 48 og Laufásv 14. Sími 17771. Fiskibátar til siilu Seljum og leigjum fiskibáta af öllum stærðum. Leggjum aherzlu á að aðalvélar og öll siglingar- og fiskileitartæk/ séu í góðu lagi. Getum í flest- um tilfellum boðið upp á hag- kvæm lánakjör og hóflegar útborganir. SKIPA. SALA SKÍRA.06- LEIGA VESTURGÖTU 5 Talið við okkur um kaup og sölu fiskiskipa. Sími 13339.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.