Morgunblaðið - 18.10.1966, Síða 17

Morgunblaðið - 18.10.1966, Síða 17
Þriðjudagur 18. okt. 1966 MORCUNBLAÐIÐ 17 Aufúsugestir í heimsókn Rætt við Hans Sölvhöj menning- armálaráðherra Dana og f rú Ruth konu hanns, sonar- dóttur Nielsar Finsen EINS og frá hefur verir skýrt komu Hans Sölvhöj menn- ingarmálaráðherra Danmerk- ur og kona hans frú Ruth hingað til lands í boði Dansk- íslenzka félagsins, sem á 50 ára afmæli um þessar mundir. Ráðherrahjónin bjuggu að Hótel Sögu og hittu tíðinda- menn blaðsins þau að máli í anddyri hótelsins sl. sunnu- dagsmorgun, rétt áður en ráð- herrahjónin voru að leggja af stað í ferðalag austur að Skálholti. Ráðherrann var m.a. spurð- ur að því, hvað hann áliti um þann orðróm, sem komizt hef- ur á kreik, að Per Hækkerup utanríkisráðherra Dana komi til greina, sem næsti fram- kvæmdastjóri___Sameinuðu af störfum. Hans Sölvhöj kvaðst hafa lesið um, að þessi hugmynd væri komin fram. Danskri þjóðanna, er U Thant lætur ríkisstjórn gæti að sjálfsögða ekki annað en fundizt til um það, ef utanríkisráðherra hennar kynni að taka við svo mikilvægri stöðu í alþjóða stjórnmálum. Sölvhöj sagði hins vegar, að sér vitanlega lægi ekkert ákveðið fyrir um þetta mál enn. Þá var Sölvhöj ráðherra spurður að því, hvað mark- verðast væri framundan í sjónvarps- og útvarpsmálum Dana, en ráðherrann var, áð- ur en hann varð menningar- málaráðherra, sjónvarps- og útvarpsstjóri í Danmörku. Ráðherrann sagði þar, að næsti áfangi, sem framundan væri í þeim málum, væri að koma upp annarri sjónvarps- dagskrá, þannig að þær yrðu tvær. Nokkur ár gætu liðið, áður en unnt væri að koma slíku í framkvæmd. Það tæki nokkur ár að undirbúa það og í athugun væri að koma á nefhd til þess að sjá um undir búning þess langt fram í tím- ann. Sjónvarpsdagskrá n. myndi ef til vill fyrst og fremst ann- ast samnorrænt efni, þ.e.a.s. þar yrði sýnt efni frá sér- hverju Norðurlandanna. í öðru lagi myndi það flytja fræðsluefni fyrir fullorðna. Hugsanlegt væri, að þessi sjónvarpsdagskrá yrði litsjón- varp. Að svo stöddu væri hins vegar ekkert unnt að segja um, hvaða litsjónvarps- kerfi yrði þá upp tekið. Ráðherrann var ennfremur spurður að því, hvort ein- hver ágreiningur væri nú Hans Sölvhöj menningarmálaráðherra Dana uppi innan danska sósial- demókrataflokksins. Sagði Sölvhöj, að minnihluta stjórn yrði í vissum mæli að reka málamiðlunarstefnu, þannig að niðurstaðan yrði ef til vill ekki alveg í samræmi við það, sem æskt hafði verið eftir. Því væri nauðsynlegt að skapa tækifæri til þess að ræða hugmyndir og takmörk í stjórnmálum innan flokksins og það hefði verið gert. Hefur handlagni og skær brún augu eins og afi hennar, Niels R. Finsen Frú Ruth Sölvhöj, kona danska menningarmálaráð- herrans, er af íslenzkum ætt- um. Hún er sonardóttir hins fræga vísindamanns Nielsar Finsens, en hann átti, sem kunnugt er, alíslenzkan föð- ur, Hannes Finsen, amtmann í Færeyjum og síðar stiftamt- mann á Jótlandi. Frú Ruth kom í fýrsta skipti til ísiands með manni sínum og dvaldist hér um helgina. Fréttamaður Mbl. hitti hana í nokkrar mín útur, er þau hjón voru að leggja af stað til Þingvalla, Gullfoss og Geysis á sunnu- dagsmorgun. Þegar hún kem- ur niður í anddyrið, dettur manni ósjálfrátt í hug: Hún er ekki ósvipuð myndunum af hinum fræga afa sínum, skær brún augu og hógværð í fasi, en þannig lýsir æfisögu- ritari Nielsar Finsens honum einmitt. Frú Ruth er dóttir Halldórs Finsens, einkasonar Nielsar Finsens, en hann er læknir á Norður-Sjálandi. — Pabbi valdi aðra grein inti- an læknisfræðinnar en ijós- lækningarnar til að feta ekkl í fótspor föður síns, segjr frú Ruth. — Pabbi var 8 ára gam- all þegar afi dó. Og í æfisög- únni. sem komið hefur út á íslenzku lýsir Ingeborg, kona Nielsar hans seinustu stund- um og hefur eftir kveðju Frú Ruth Finsen Sölvhöj hans til Halldórs: „Segðu Halldóri að ég muni fylgja honum alla tíð og alls staðar '. Niels átti tvær dætur: Frú Sölvhöj segir okkur, að Guð- rún, föðursystir hennar, sem var gift Lundkvist á Finsens Institut, sé dáin. En Valgerð- ur sé gift í Svíþjóð. ■ — Ég þekkti auðvitað ekki annað til afa en það sem ég hefi iesið um hann og svo heyrði ég mikið um hann talað, segir frú Ruth. Amma, Ingeborg Finsen, lifði fram til 1933. Hún varð 95 ára gömul og fullkomlega andlega hress fram til hins síðasta. Hún mundi vel og sagði frá þeirra samvistarárum. Við höfum alltaf verið stolt af afa — og okkar íslenzku ætt, bætir hún við. Og ég er búin að fara niður í Menntaskólann hér og sjá skjöldinn, sem er þar cil minningar um námsár Nielsar Finsens í skólanum. Þetta er í fyrsta skipti, sem ég kem hér, og því miður verður við- dvölin svo stutt. En ég vona að við getum komið aftur og haft þá með okkur son okkar, sem nú er 12 ára gamall. Aðspurð hvort Finsens f jöl- skyldan eða einhver úr henni hafi afskipti af Finsens Insti- tut, svarar frúin neitandi. En við eftirgrennslan kemur í ljós, að hún hefur sjálf starf á sviði læknisfræði. Hún vinnur 4 tíma á dag við sjúkraþjálfun á Montebello taugahælinu, hefur starfað þar i 12 ár. — Það er mjög ánægjulegt starf, að geta hjálpað þessu andlega sjúka fólki, segir hún. Bæði er það föndur og dægrastytting, sem er mikils virði fyrir tauga- sjúklinga, og svo er þeim sem bera langvinnan sjúkdóm nauðsynlegt að komast aftur í gang með vinnu, áður en þeir halda út í lífið. Sjúkling- arnir vinna þá 4-5 tíma á dag og læra einhverja handa- vinnu, sem reynt ar að laða þá að. Fyrr í samtalinu hefur frú Ruth sagt um Niels Finsen, afa sinn, að fyrir utan það að vera góður vísindamaður og læknir, hafi hún heyrt fjöl- skylduna segja frá því hve handlaginn hann var. Hann málaði, bjó til leikföng handa börnum sínum o.fl. — Það hefur hann líklega haft frá íslandi, segir hún. — Ég er búin að sjá tréskurðinn ykkar hér á safninu. Og nú er tæki færið til að skjóta því inn í, að líklega hafi hún líka erft handlagni afa síns, og hún svarar: — Já, það þarf vissa fingrafimi í þetta starf mitt. Og pabbi er líka mjög hand- laginn, svo þetta getur svo sem vel verið . Að lokum segir frú Sölvhöj okkur að þau hjónin búi á Norður-Sjálandi, um 35 km. frá Kaupmannahöfn, í sama bæ og faðir hennar og þar ólst hún upp. Þær systurnar, dætur Halldórs Finsens, eru þrjár. Ein þeirra er um það bil að ljúka guðfræðiprófi. — Hún ætlar ekki að hugsa um líkamann, heldur andlega heilbrigði, segir frúin. Nú er fólkið sem ætlar með þeim hjónum í ferðina farið að bíða, svo við drögum- okk- ur í hlé. Blaðamenn heimsækja tib- ezka flóttamenn við vegagerð í Indlandi við hin- ar hörmulegustu aðstæður. Blaðamenn þessir ferðuðust um landið til þess að kynna sér aðstæður tíbezka fólksins í fjalia héruðunum. Sögðu þeir m.a., að þeir hefðu hætt lífi sínu til að geta heimsótt vegavinnubúið í norðurhluta Indlands. Þar hefði hollenzkum blaðamönnum, sem ástandið vægast sagt verið f FRÉTTATILKYNNINGU frá Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna í gær segir frá 3 heimsóttu flóttamannabúðir ! hræðilegt; — í tíbezkra flóttamanna, sem vinna mannabúðunum einum flótta- hefði tíbezka fólkið verið nær dauða en lífi. París - NTB Lögreglan í París handtók í gær 32 ára gamlan útgefanda, sem sakaður er fyrir að spilla siðferðinu. Kom í ljós við hús- rannsókn hjá honum 2Ms lest af klámritum, sem hann hafði dreift í pósti. Flóttamannasöfnun Evrópu, sem fer fram á degi Sameinuðu þjóðanna, þann 24. október, er sérstaklega ætluð til hjálpar þessu fólki. Greinar hollenzku blaðamannanna, ásamt myndum af ástandinu, verða sendar dag- blöðunum strax og þær berast til landsins nú eftir helgina. (Frá Flóttamannaráði íslands) Aðalfundur Kennara- félags Eýjafjarðar Aðalfundur Kennarafélags Eyja fjarðar var haldinn á Akureyri, 3. okt. s.l. í upphafi fundar minnt ist formaður látinna félaga, þeirra Árna Björnssonar, Egils Þorlákssonar og Einars Sigfús- sonar. Vottaði fundurinn minn- ingu þeirra virðingu. Nú eru 25 ár liðin siðan blað félagsins Heimili og skóli var stofnað, en Hannes J. Magnús- son f.v. skólastjóri hefur verið ritstjóri þess frá upphafi og skrifað í það fjölmargar greinar. Snorri Sigfússon f.v. skólastjóri og námsstjóri, sem þá var for- maður Kennarafélags ^yjafjarð- ar og mun hafa verið einn aðal- hvatamaður að stofnun blaðsins, segir í ávarpsorðum fyrsta tölu- blaðs á þessa leið: Það er mála sannast, að oft er þörf, en nú er nauðsyn á því að glæða og dýpka skilning manna á vandamálum uppeldis, að efla þjóðræktar og þegnskaparhug- ann, og auka og treysta sam- starf heimila og skóla til þess að ala upp drengskaparmenn og batnandi. Hættur samtíðar vorar kalla alla góða íslendinga til starfa á þennan vettvang. Og því er það, að K. E. hefur ásett sér að gera þessa tilraun, og sendir nú þetta litla rit út í þeirri von, að því verði veitt brautargengi og að því auðnist að verða vísir að miklu stærra og betra riti, sem ætti fyrir sér að komast inn á hvert heimili í landinu. Blaðið heimili og skóli er nú keypt um allt land og stuðlar að auknum kynnum foreldra á skóla starfi og uppeldi. Það flytjur á hverju ári fjölmargar greinar og erindi íslenzkra og erlendra skóla manna, ásamt viðtölum og margs konar öðru efni. Árgangúrinn kostar aðeins 70 krónur og koma 6 hefti á ári. í náinni framtíð er hugmyndin að gera tilraun til frekari útbreiðslu blaðsins. Á fundinum voru samþykktar eftirfarandi tillögur: „Aðalfundur Kennarafélags Eyjafjarðar, haldinn á Akureyri 3. okt. 1966, skorar á fræðslu- málastjórn að nú þegar verði gerðar nauðsynlegar ráðstafanir til að fastri sálfræðiþjónustu verði komið á, á Norðurlandi, svo fljótt sem verða má. „Aðalfundur Kennarafélags Eyjafjarðar haldinn á Akureyri 3. okt. 1966, skorar á fræðslu- yfirvöldin, að þau hlutist til um að talkennari verði fenginn til að halda námskeið fyrir málhölt börn á Norðurlandi, 1—2 mánuði á vetri og hafi kennarinn aðsetur á Akureyri. Þess er vænzt, að fyrsta námskeiðið geti hafizt á komandi vetri“. Þá var samþykkt tillaga þess efnis, að stjórn félagsins beitti sér fyrir því, að sendur yrði kennari utan, er kynnti sér kennslu í hjálparskólum. Félagið reyndi eftir mætti að styrkja hann til náms og leitaði eftir styrkjum hjá öðrum félagssam- tökum til þess að hægt væri að hrinda þessu máli í framkvæmd hið allra fyrsta. í sambandi við fundinn var haldið námskeið í starfrænni kennslu og var aðalleiðbeinand- inn Sigurþór Þorgilsson, kennari í Reykjavík. Þar fluttu erindi námstjórarnir: Óskar Halldórs- son, Stefán ólafur Jónsson og Valgarður Haraldsson. Námskeið ið hófst 30. sept. og lauk 3. ókt. sóttu það 46 kennarar og er það næst 66% af föstum starfandi barnakennurum við Eyjafjörð. Mikið var rætt um breytingar á einkunnargjöf, nýjar kennslu- aðferðir og hjálpargögn. Kennara félag Eyjafjarðar hefur oft stofn að til námskeiða fyrir félags- menn sína og með því leitast við að flytja þeim helztu nýungar í skólamálum, sem efstar eru á baugi hverju sinn;

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.