Morgunblaðið - 18.10.1966, Side 25
Þriðjudagur 18. okt. 1988
MORCUNBLAÐIÐ
25
Kristín Guðmunds-
dóttir — Minning
FRÚ Kristín Guðmundsdóttir frá
Stórólfshvoli andaðist á Sólvangi
í Hafnarfirði 12 þ.m., á 94. ald-
ursári.
Kristín var fædd að Miðhúsum
f Hvolhreppi 11. marz 1873. Ung-
að aldri fluttist hún með for-
eldrum sínum að Stórólfshvoli
og var þar, þangað til hún flutt-
íst til Reykjavíkur. Hún giftist
Guðna Helgasyni, skipasmið 14.
október 1903. Stofnuðu þau heim
lli í Reykjavík og bjuggu lengi á
Brunnstíg 7, en síðar á Marar-
götu 3.
Guðni Helgason var dugandi
og ágætis maður. Lifðu þau hjón-
in í farsælu hjónabandi. Guðni
andaðist árið 1961. Þau eignuðust
eina dóttur Kristínu Ágústu, og
var hún augasteinn foreldra
sinna, enda mikil myndar- og
ógætis kona.
Kristín Ágústa giftist frænda
BÍnum Brynjólfi Stefánssyni,
tryggingarfræðingi. Eignuðust
þau tvo syni, sem báðir eru á
lífi, Guðna og Stefán.
Það var mikill harmur í fjöl-
skyldunni þegar Kristín Ágústa
andaðist 1939, aðeins 34 ára
gömul frá tveimur sonum sí-
um ungum. Reyndi þá á
skapstillingu og dugnað gömlu
hjónanna, sem misstu einkadótt-
ur sína. Það mun hafa verið mik-
il bót harmi gegn að tvær fóstur-
dætur voru á heimilinu, sem
voru jafn handgengnar fóstur-
foreldrum sínum eins og þær
væru dætur þeirra.
Guðrún Eiríksdóttir systurdótt-
lr Kristínar Guðmundsdóttur var
tekin 1 fóstur á unga aldri.
Sömuleiðis Þórunn Einarsdóttir
frænka Kristínar rúmlega tveggja
óra gömul. Uppeldið hafa báðar
fósturdæturnar launað með því
að gegna dótturskyldum við
fósturforeldrana meðan tækifæri
gafst. Eftir dótturmissinn gegndi
Kristín móður- og ömmuhlut-
verki við dóttursynina. Fengu
þeir því þá umönnun og uppeldi
«em venjulega er veitt af beztu
móður.
óhætt er að segja að heimili
Kristínar og Guðna hafi verið
til fyrirmyndar í alla staði. Það
var gott að koma til Reykjavíkur
fyrr á árum og heimsækja móð-
Ursystur á Brunnstíg 7 og í Efri-
Brekku. En svo heppin var ég
«em þessar linur rita að eiga
tvær móðursystur búsettar í vest
urbænum, sem ég og systkini
mín vorum ávallt velkomin til,
þegar við vorum á ferð í Reykja-
vík. Það er kannski þess vegna
sem að ég hef alltaf síðan kunn-
að vel við mig í vesturbænum í
Reykjavík. Vissulega geta minn-
ingar frá bernsku- og unglings-
órunum haft áhrif á það.
Kristin Guðmundsdóttir átti
•jö systkini. Systur hennar voru
Anna, Ingibjörg, Guðbjörg og
Guðríður. Bræðurnir voru Guð-
mundur, Sigurður og Einar. Öll
eru þessi systkini nú dáin, eftir
að hafa lokið ágætu dagsverki
hvert fyrir sig. öll náðu þau
nokkuð löngum starfsaldri nema
Einar, sem drukknaði í Markar-
fljóti um tvítugs aldur. Foreldr-
ar þessara systkina voru Krist-
ín Þorvaldsdóttir og Guðmundur
Einarsson frá Gunnarsholti á
Rangárvöllum. Eins og áður segir
bjuggu þau fyrst að Miðhúsum
en síðan á Stórólfshvoli. Systkini
þessi höfðu mikla tryggð til átt-
haganna. Móðir mín talaði oft
um mikla fegurð sem blasti við
augum þegar komið var upp á
Kvolsfjall. Það er vissulega rétt
að þá blasir við tignarleg sjón.
Víðfeðmur fjallahringur í austri
©g Vestmannaeyjar i suðri, Vest-
ttrfjöllin í blámóðu og mikilli
fjarlægð en Hekla í norðri, sem
gnæfir hátt yfir þá miklu víð-
óttu, sem við blasir. En það er
•kki útsýnið og fjallahringurinn
aðeins sem skapar þó fegurð,
■em festist í minningu þeirra
aem á þessum stað hafa dvalið,
heldur einnig og ekki síður hin-
kjörin heiðursfélagi þess.
Kristín Guðmundsdóttir var
tryggðatröll, ágætis húsmóðir,
fyrirmyndar móðir, góð kona.
Hún var alltaf talin vera falleg
kona, ung, miðaldra og á elliár-
um. Svipur hennar var hreinn og
lýsti mannkostum hennar og
gjörfileika.
Frændfólk Kristínar og vinir
sakna ágætrar konu, en unna
henni góðrar hvíldar eftir langan
starfsdag.
Dóttursynir hennar og fóstur-
dætur hugsa sérstaklega til henn-
ar með þakklæti fyrir allt sem
hún veitti þeim. Minningin um
góða konu og ágæta frænku er
þeim, sem þekktu hana bezt
mikilsvirði og mun aldrei gleym-
ast.
f.J.
ar blómlegu byggðir, bændabýlin
og grösugar sveitir, sem gefa fyr-
irheit um mikla möguleika og
batnandi lífsskilyrði fyrir alla þá,
sem möguleika hafa til að not-
færa sér þau gæði ,sem fyrir
hendi eru.
Kristín átti fallega mynd frá
Stórólfshvoli. Hún lét stækka
hana og hafði hana ávallt í stof-
unni á heimilinu. Eftir að hún
varð veik og fluttist á Sólvang,
hafði hún myndina með sér og
var hún hengd yfir rúm hennar
þar. Myndin frá Stórólfshvoli
var henni tákn frá bernsku- og
uppvaxtarárunum. Þessi mynd
hefur ef til vill einnig hjálpað
henni, sérstaklega seinni árin til
þess að rifja upp hvernig stað-
hættir voru þar í sveit. Vist er
það, að þótt fyrir Kristínu ætti
að liggja að dvelja mestan hluta
ævinnar í Reykjavík, þá slitnaði
aldrei sá strengur sem tengdi
hana við átthagana og hennar
ættarbyggð. Hún hafði nokkuð
oft tækifæri til að ferðast austur
og rifjaði þá upp gamlar minn-
ingar.
Kristín hafði áhuga á líknar-
málum og lét sig þau miklu
skipta. Hún starfaði vel og lengi
í Thorvaldsensfélaginu og var
- íþróttir
Framhald af bls. 31
hissa í leiknum (að sjá) að allt
í einu var enginn frammi fyrir
honum til að verjast — nema
markvörður.
Gangur leiksins var annars sá
að ísl. liðið byrjaði mjög vel.
Hraði þess og breytilegur leik-
ur kom Dönunum á óvart
í byrjun.
En eftir að Danir fengu séð
við „hringekjunni" og það tók
stundarfjórðung, átti ísl. liðið í
erfiðleikum. Því tókst aldrei að
koma með neitt ÁNNAÐ sem
Danirnir ekki gætu varið sig á.
Forskotið ísl. liðsins í byrjun
var því auðvelt. En það tókst
ekki að auka er á hálfleikinn leið
— og það tapaðist gersamlega á
fyrstu mínútum síð. hálfleiks.
Með hraðari og hraðari varnar
leik — að vísu með hjálp mjög
lélegs dómara — tókst Dönum
að draga máttinn úr ísl. liðinu.
Ekki aðeins að stöðva skorun,
heldur að jafna og taka foryst-
una. Eftir að liðin höfðu hvert
um sig skorað mark í upph. síð.
hálfleiks skoraði Klaus Kaae 7
mörk í röð. Þrjú voru skoruð úr
hraðupphlaupum, 1 úr víti en 3
í gegnum „vörn“ — við setjum
gæsalappir lun orðið vörn, því
hún var ekki fyrir framan hann,
þó hann kastaði af löngu færi.
Sigur Árhus KFUM var verð-
skuldaður í þessum leik sem hin
um tveimur. Hinu er ekki að
leyna að Daninir högnuðust á
einum lélegasta dómi sem hér
hefur sézt síðan að fránski farar-
stjórinn dæmdi landsleikinn —
og þar á undan í mörg ár. Þeir
,kunnu“ að brjóta sér til hagræð
is, enda brostu þeir í laumi.
Það er að sjálfsögðu ekki heldur
hægt að krefjast af dómurum
frekar en liðsmönnum að þeir
séu í æfingu. En ef um saman-
burð var að ræða var dómarinn í
lélegri æfingu en liðsmennirnir.
Hann lét dönsku liðsmennina
meira að segja sýna sér móðgun,
sem ekki væri brottrekstrar sök
í 2 mín — heldur til leiksloka.
— A.St.
Hræddir
Framhald af bls. 30
hræddir um að loftþynningin
hafi einhver áhrif á getu
fólksins í keppni, en tvennir
reynsluleikir hafi sannað að
svo sé ekki. Telja þeir að yfir-
vinna þurfi hræðslu fólksins
í þessum efnum og að fá það
af því að skella allri skuld af
eitthvað lakari árangri dag og
dag á hið þynnra Ioft.
Læknarnir eru orðnir sam-
mála um — að þeirra sögn
að einasta vandamálið sé að
íþróttafólkið aðlagist loftinu.
Aðlögunartíminn megi ekki
vera of langur, ekki lengri en
2 vikur. En þeir segja og að
aðlögunartíminn sé mikið
vandamál, því meðan á hon
um standi kenni íþróttafólkið
og leiðtogarnir hinu þynnra
lofti um alla krankleika og
vanlíðan, sem í Mexikó stafi
aðallega af taugaspennu og
taugaóstyrkleik fyrir mikla
keppni alveg eins og alls
staðar annars staðar.
— Bændasamfökin
Framhald af bls. 10.
og spurðum hann helztu tíðinda
um búskapinn á Austurlandi.
— Heyskapurinn var almennt
í meðallagi, sagði Jónas, en varð
þó að lokum minni en útlit hafði
verið fyrir fyrst í sumar. Tíðar-
far fram til 20. júli var með ágæt
um, og heyskaparútlit með bezta
móti. Upp frá þvi fór mjög að
syrta í álinn, tíðarfar erfitt og
þreytandi, og lítið hægt að vinna
við heyskap. En það bætti úr að
í síðari hluta september gerði
einmuna tíð, sem gerði útkom-
una miklu betri en útlit hafði
verið fyrir, skömmu áður.
— Kornrækt var með minna
móti, en nýlokið er við að skera
upp í Fljótsdal, og fékkst þar
sæmilega gott korn. Þar ætla
bændur að geyma kornið í plast
pokum eftir uppskeruna, og
draga þannig úr kostnaðinum, ef
það gefur sæmilega góða raun.
— í sumar hafa verið talsverð
ar brúarbyggingar á Austurlandi
og má þar r.efna að lokið er smíði
brúar yfir Vesturdalsá undir
Ytri-Hlið, og brú yfir Fögruhlíð
ará í Jökulsárhlíð á HellisheiðL
Þá er verið að byggja mikla-brú
á Rangá hjá Skógargerði, og
ákveðið að Ijúka þeirri smíði 1
haust. Loks má nefna að í sumar
var lokið við fyrri hluta verks
við hina miklu brú á Jökulsá á
Breiðamerkursandi. En ef við
víkjum að vegagerð, þá má geta
þess að unnið var að lagningu
Vattarnesvegar í sumar fyrir rúm
ar tvær milljónir króna, og sömu
leiðis náðist góður áfangi á
Möðrudalsfjallgarði, en þar var
lagður vegur yfit Geitarsand og
yfir austari fjallgarðinn. Bráð-
nauðsyn er að lokið verði sem
fyrst við gerð vegar yfir Jökuls-
dalsheiði frá eystri fjallgarðinum
til Egilsár.
Leiðrétting
í GREIN Halldórs Stefánsson
ar um dýrtíðina varð villa, sem
hér skal leiðrétt:
í þriðja málslið, aftan frá tal-
ið, er prentað: Hin hraða velta
dýrtíðarhjólsins er órækur vott“
ur þess hvað lýðveldið er . . . en
skrifað stóð í handriti: hvað
lýðvaldið er . . .
Birghton, 7. október —
AP—NTB.
UOKIÐ er nú í Brighton
flokksþingi brezka Verka-
mannaflokksins. Þrátt fyrir
andspyrnu vinstrisinnaðra
manna í flokknum við Wil-
son, forsætisráðherra, hefur
hann hlotið fylgi meirihluta
þingmanna við flestar hug-
myndir sínar, þ.á.m. þær þýð-
ingarmestu, þ.e. launabind-
ingu og afstöðu til alþjóða-
vandamála.
J'ÚMBÖ
/44-26
Teiknari:
MOR A
Gamli maðurinn er í öngum sínum.
Hann segir: — Nú er úti um mig. f mörg
ár hefur mér tekist að hræða ferðamenn
í burt frá þessum dal sem mér þykir
svo vænt um með því að leika smá leik
með risaskepnurnar — Eg gat verið hér
í ró og næði.
— Nú mun menningin ráðast hingað
inn, hér munu bílar aka og hvergi verð-
ur hægt að þverfóta fyrir fólkL
Og Júmbó segir honum nú að safnið
hans sé eyðilagt. Það slys hafi viljað tif
að hvelfingin hrundi saman. — HVAÐ
ertu að segja, hrópar gamli maðurinn upp
yfir sig, ertu að reyna að gera mig vit-
lausan.
JAMES BOND
James Bond
IY IAI FIEMING
DRAWING IY JOHN McLUSKY
Xr— —Æ
X- -X
Eítii IAN FLEMING
Leiaur minn með glæpaflokknum hafði
fært mig alla leið tii Las Vegas, borg
spilavitanua.
Þar vann Tiffany Case fyrir flokkinn,
og þar beið min sérstakur leigubilstjóri.
— Láttu fara vel um þig hr. Bond.
Felix Leiter sagði mér að hafa auga með
þér.