Morgunblaðið - 18.10.1966, Síða 28

Morgunblaðið - 18.10.1966, Síða 28
28 MORGUNBLADID Þriðjudagur 18 okt. 1966 Eric Ambfer: Kvíðvænlegt ferðalag herra? Höndin á yður, herra .... En læknirinn verður kominn eftir andartak. — Gott. Það er bezt að segja yður, hvað gerzt hefur. Ég var úti í kvöld með kunningja mín- um. Kom hingað aftur fyrir fá- einum mínútum. Þegar ég opn- aði dyrnar, skaut einhver, sem stóð við gluggann, þremur skot- um til mín. Annað skotið hitti mig í höndina. Hin tvö lentu í veggnum. Ég heyrði hann hreyfa sig, en gat aldrei séð framan í hann. Ég býst við, að þetta hafi verið þjófur og ég hafi komið honum á óvart og gert hann hræddan. — Þetta er hreinasta hneyksli! sagði varaforsetinn, ákafur. Hann breytti um svip. — Þjóf- ur! Hefur nokkru verið stolið? - Ég er nú ekki farinn að gá að því. Taskan mín er þarna. Hún var læst. Varaforstjórinn hljóp til og lagðist á hné við töskuna. — Hún er ennþá læst, sagði hann og létti sýnilega. Graham leitaði í vasa sínum. — Hérna eru lyklarnir. Það er réttast að opna hana. Maðurinn hlýddi því og Graham athugaði innihald tösk- unnar. — Nei, það hefur ekki verið snert við neinu. — Það var heppni! Hann hik- aði ofurlítið við og var sýnilega að flýta sér að hugsa. — Þér segið. að þér séuð, ekki alvar- lega særður á hendinni, herra? — Nei, ég held ekki það sé neitt alvarlegt. — Það er þó mesta bót í máli. Þegar við heyrðum skot, herra, héldum við, að eitthvað skelfi- legt hefði gerzt. Þér getið hugsað yður .... En þetta er svo sem nógu slæmt. Hann gekk að glugganum og leit út. — Bölvað svínið. Hann hlýtur að hafa strax sloppið burt, gegn um garð inn. Það þýðir víst lítið að leita að honum. Hann yppti öxlum eins og í örvæntingu. — Hann er farinn og ekkert hægt að gera. Ég þarf ekki að taka það fram, herra minn, að við hörmum þetta einlæglega, að þetta skyldi þurfa að komi fyrir í Adler Pal- ace. Aldrei hefur neitt svipað komið -hér fyrir. Hann hikaði andartak en hélt svo áfram, óðamála: — Vitanlega reynum við að gera það sem hægt er til að bæta yður þessi óþægindi, sem þér hafið orðið fyrir. Ég hef sagt næturverðinum að koma með viskí og hann hefur hringt til læknisins. Enskt viskí. Við lumum alltaf á einhverju svolitlu af því. En sem betur fer hefur engu verið stolið. Auð- vitað gátum við ekki séð fyrir, að annað eins og þetta gæti kom ið fyrir, en við skulum sjálfir sjá um, að þér fáið beztu lækn- isbjálp, sem völ er á. Og svo verður yður auðvitað engimi reikningur gerður fyrir dvöl yð- ar hér .... En .... — En þér viljið ekki kæra þetta fyrir lögreglunni? Var það ekki það, sem þér ætluðuð að fara að segja? Varaforstjórinn brosti, óróleg- ur. — Það er ekkert upp úr því að hafa, herra. Lögreglan mundi ekki annað gera en koma með fjölda spurninga og gera öllum óþægindi. Nú datt honum gott í hug. — Já, öllum, herra, end- urtók hann með áherzlu. — Þér eruð sjálfur kaupsýslumaður. Þér viljið fara frá Istambul í fyrramálið. En ef farið væri að kalla á lögregluna, gæti það orð- ið vandkvæðum bundið. Það mundi óumflýjanlega tefja yáur. Og hvað hefðist upp úr því? — Þeir kynnu að geta náð í manninn, sem skaut á mig. — En hvernig ættu þeir að fara að því, herra? Þér sáuð ekki framan í hann. Þér getið ekki þekkt hann aftur. Og engu hef- ur hann stolið, sem hægt sé að rekja slóðina hans eftir. Graham hikaði. — En hvað er um þennan lækni, sem þér ætl- uðuð að útvega mér? Ef hann nú tilkynnir lögreglunni, að mað ur hafi komið til hans með skot- sár? — Læknirinn fær ríflega borg- un hjá gistihússrjórninni. Nú var barið að dyrum og næturvörðurinn kom inn með viskí, sódavatn og glös, sem hann setti á borðið. Hann sagði eitthvað við varaforstjórann, sem benti honum síðan að fara. — Læknirinn er á leiðinni, herra. — Gott og vel. —> Nei, ekkert viskí handa mér, þakka yður fyrir. En þér skuluð fá yður einn, engu að síður. Þér lítið út fyrir að þurfa hressingar við. En ég vildi gjarna komast í síma. Viljið þér biðja næturvörð- inn að hringja í Krystalsíbúð- irnar í Ítalíugötu. Númerið er 44907, minnir mig. Og biðja um tala við hr. Kopeikin. — Sjálfsagt, herra minn. Hvers sem þér óskið. I^ann gekk til dyra og kallaði á eftir nætur- verðinum. Svo áttust þeir við eitthvert óskiljanlegt samtal. Síðan kom varaforstjórinn aftur og tók ríflega fyrir sig af viskí- inu. — Ég held, herra, sagði hann, — að það sé skynsamlegt af yð- ur að fara ekkert að ónáða lög- regluna. Engu hefur hvort sem er verið stolið. Og sárið yðar er ekki alvarlegt. Þessi lögregla hérna er nú rétt svona og svona. — Ég hef ekki enn ákveðið, hvað ég geri í þvr máli, sagði Graham snöggt. Hann hafði log- andi höfuðverk og var farinn að fá æðaslátt í höndina. Og loks var hann orðinn þreyttur á varaforstjóranum. Síminn hringdi. Hann gekK yfir að rúminu og tók hann. — Ert þú þarna, Kopeikin? Hann heyrði eitthvert for- vitniskennt urr. — Graham? Hvað er að? Ég var rétt að koma heim í þessu. Hvar ertu? — Sitjandi á rúminu mínu. Hlustaðu á. Hér hefur verið eitt- hvað skrítið á seiði. Það var inn brotsþjófur í herberginu mínu þegar ég kom inn í það. Hann skaut á mig þremur skotum, áður en honum tókst að sleppa út um gluggann. Og eitt þeirra lenti í hendinni á mér. — Guð minn góður? Ertu mikið særður? — Nei, það er bara skeina á handarbakinu. Eri mér líður nú samt ekkert vel. Mér varð held- ur illilega hverft við þetta. — Góðurinn minn. Segðu mér nákvæmlega hvernig þetta gekk til. Graham sagði honum alla sög- una. — Ferðataskan mín var læst, og ég sakna einskis, sagði hann. Ég hlýt að hafa komið heim einni mínútu ofsnemma. En svo er ýmislegt utan um þetta. Hávaðinn virðist hafa vakið hálft gistihúsið, að varafor- stjóranum meðtöldum, sem er nú hérna að drekka viskí. Þeir sendu eftir lækni til að búa um sárið, en það er líka allt og sumt. Þeir gerðu enga tilraun til að elta manrtfnn. Ekki svo að skilja, að það hefði orðið til neins, en þeir hefðu þó að minnsta kosti getað komið auga á hann. En það tókst mér ekki. Þeir segja, að hann hljóti að hafa sloppið út í gegn um garðinn. Meiningin er, að þeir vilja alls ekki fara með þetta í lögregluna, nema ég verði vondur og heimti það. Vitanlega vilja þeir ekki láta lögregluna fara að vaða hér um allt, og koma óorði á hót- elið. Þeir bentu mér á, að lög- reglan mundi hindra að ég kæmist héðan burt klukkan ell- efu, og það er ekki nema trú- legt. En nú þekki ég ekki lögin hérna, og ég vil ekki koma sjálf- um mér í neina vandræðaað- stöðu með því að láta ógert að kæra þetta. Mér skilst þeir ætli að múta lækninum til að þegja. En það er vitanlega þeirra mál. Hvað á ég að gera? Nú varð stutt þögn. — Ég held, sagði Kopeikin dræmt, — að þú getir ekkert gert í bili. Láttu mig um þetta. Ég ætla að tala við einn vin minn um þetta. Hann er í sambandi við lögregluna, og mikill áhrifamaður. En undir eins og ég er búinn að tala við hann, kem ég til þín. — Já, en það er nú engin þörf á því, Kopeikin. — Ég .... — Jú, þú verður að fyrirgefa, drengur minn, en það er full þörf á því. Láttu lækninn búa um sárið og bíddu svo í her- berginu þínu þangað til ég kem. — Ég var nú ekki beinlínis á útleið, sagði Graham, beizkju- lega, en Kopeikin var búinn að leggja símann. Um leið og Graham lagði frá sér símann, kom læknirinn. Hann var grannur og hæggerð- ur, tekinn í andliti og í yfir- frakka með svörtum lambsskinns kraga utan yfir náttfötunum. Á eí'tir honum kom aðalforstjór- inn, riðvaxinn maður, sem grunaði bersýnilega, að þetta væri alltsaman gabb. eingöngu til þess gert að gera honum óþæg- indi. Hann leit fjandsamlega til Grahams, en áður en hann kæm ist að með að segja neitt, tók varaforstjórinn að buna úr sér allri sögunni. Svo varð mikið handapat og ranghvolfd augu. Forstjórinn rak upp smáóp með- an hann hlustaði á þetta og var nú ekki orðinn eins fjandsam- legur á svipinn, — miklu frem- ur hræddur. Loksins þagnaði varaforstjórinn, en sló svo vís- vitandi yfir í frönsku. — Herrann ætlar með lest- ipni klukkan ellefu frá Istam- bul og vill þessvegna ekki hafa óþægindi af því að fara með málið í lögregluna. Ég vona, að þér samþykkið, herra forstjóri, að það sé það skynsamiegasta, sem hægt er að gera. — Já, mjög svo, samþykkti for stjórinn. Hann rétti úr öxlunum. — Herra minn, okkur þykir frá- munalega leitt, að þér skuluð hafa orðið fyrir þessum óþægind um. En jafnvel fínustu hótel geta ekki víggirt sig fyrir mönn- um, sem klifra inn um glugga. Engu að síður viðurkennir Hótel Adler Palace allar skyldur sínar við gesti sína. Og við skulum gera allt, sem hægt er til að gera gott úr þessu. — Já, ef það væri einhverjir möguleikar á því að láta lækn- inn gera við höndina á mér, skyldi ég verðá þakklátur. — Ó. já .... læknirinn. Ég bið yður þúsund sinnum fyrirgefn- ingar. Læknirinn, sem hafði staðið úti í horni, skuggalegur á svip- inn, tók nú að hvæsa úr sér ein- hverjum fyrirskipunum á tyrkn- esku. Gluggunum var tafarlaust lokað, Hitinn settur á, og vara- forstjórinn sendur í eitthvert snatt. Hann kom næstum strax aftur með gleraða skál, sem síð- an var fyllt vatni í baðherberg- inu. Læknirinn tók handklæðið af hendinni á Graham, þvoði blóðið af og athugaði sárið. Svo leit hann upp og sagði eitthvað víð forstjórann. — Hann segir, sagði forstjór- inn ánægður, — að þetta sé ekk- ert alvarlegt, bara dálítil skeina. — Það vissi ég nú sjálfur. Ef þið viljið fara að komast í rúm- ið, skuluð þið bara gera það. En ég vildi gjarna fá kaffi, því að mér er kalt. — Já, strax, herra! Hann smellti fingrum framan í vara- forstjórann, sem flýtti sér út. Og ef það væri eitthvað annað, herra? — Nei, þakka yður fyrir. Það er ekkert. Góða nótt. — Sjálfsagt, herra. Eins og þér viljið. Góða nótt. Síðan fór hann. Læknirinn hreinsaði sárið vandlega og batt síðan um það. Graham fór að óska, að hann hefði aldrei farið að hringja til Kopeikins. Þessu uppistandi var nú lokið. Klukk- an var langt gengin fjögur. Hefði ekki Kopeikin lofað að koma til hans, gæti hann nú sofið í fá- eina klukkutíma, þrátt fyrir allt. Hann geispaði hvað eftir annað. Læknirinn lauk verki sínu, klapp aði á höndina, og leit upp. Var- irnar á honum hreyfðust eitt- hvað. — Jæja, nú er bezt að fara að sofa, sagði hann á frönsku og átti erfitt með að finna orðin. Graham kinkaði koli. Lækn- irinn gekk frá töskunni sinni, með svip þess mann, sem hefur gert sitt bezta fyrir erfiðan sjúkl ing. Svo leit hann á úrið sitt. — Framorðið, sagði hann — Git- eceg im. Adiyi o, efnedi. Cok tes- ekkiir ederim. Graham tók á tyrkneskunnl sinni. — Adiyo, hekim efendi. — Læknirinn hneigði sig og fór. Andartaki síðar kom varafor- stjórinn þjótandi inn og setti frá sér kaffibakkann og gaf í skyn með hreyfingum sínum, að nú ætlaði hann líka í rúmið, og tók viskíflöskuna. — Þér skuluð skilja þetta eft- ir, sagði Graham. — Vinur minn er á leiðinni hingað til mín. Þér gætuð sagt næturverðinum .... En um leið og sagði sagði þetta, hringdi síminn og næturvörður- inn tilkynnti, að Kopeikin væri kominn. Varaforstjórinn fór út. Kopeikin kom inn og var óvenjulega alvarlegur á svip- inn. — Góðurinn minn! heilsaði hann. — Hvar er er læknirinn? — Hann er nýfarinn. Þetta er ekki nema skeina. Ekkert alvar- legt. Ég er dálítið hvumpinn en þar út yfir er þetta ekki neitt. Það var fallega gert af þér, að fara út á þessum tíma. Gistihús- stjórnin hefur gefið mér viskí- flösku í þakklætisskyni. Setztu niður og fáðu þér einn lítinn. Ég drekk bara kaffi. Kopeikin lét fallast í hæginda- stól. -— Segðu mér hvernig þetta gekk til. Gramham sagði honum frá því, sem gerzt hafði. Kopeikin reis upp úr stólnum og gekk út að glugganum. Allt í einu beygði hann sig niður og tók eitthvað upp. Hann hélt því á lofti. Það var skothylki úr kopar. Laust starf Gjaldkera- og bókarastarf á skrifstofu Síldarút- vegnsnefndar á Siglufirði er laust til umsóknar. Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendisl skrifstofu Síldarútvegsnefndar á Siglufirði fyrir 31. október 1966. Stúlka óskast til afgreiðlustarfa og vinnu við spjaldskrá i berkla- varnadeild Heilsuverndarstöðvarinnar. Umsóknir sendist skrifstofu Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur, Barónsstíg 47, fynr 20. þ.m Heilsuverndaistöð Reykjavíkur. Félagsheim'lí Kópavogs Höfum 100 og 120 manna sali fyrir hvers konar mannfaðnað. — Fjölbreytt úrval veitinga. Sími 41391 og 41616. FÉLAGSHEIMILI KÓPAVOGS. Söluumboð: Heildverzlun Davíðs S. Jónssonar. Þingholtsstræti 18. — Simi 24333.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.