Morgunblaðið - 23.10.1966, Page 13

Morgunblaðið - 23.10.1966, Page 13
 Sunrtudagur 23. ekt. 1908 V 411 A V 9 # U ÍH ti M MORGUNBLAÐIÐ 13 að koma á útgöngubanni ★ í fréttum frá 29.' október segir, að ástandið í Ung- verjalandi sé mjög óljóst. 1 Lundúnafréttum sagði þó: „Uppreisnarmenn þafa á valdi sínu tvær útvarps- stöðvar. Segir önnur þeiira, að Rússar séu þegar byrjað- ir að flytja her sinn úr landi, en hin íullyrðir, að Rússar flytji áfram herveitir inn í landið. Brezki utanríkisráð- herrann, Hoyd, sagði í brezka þinginu í dag, að stjórnin hefði öruggar heimildir fyr- ir því, að Rússar flyttu enn herlið inn í landið." í síð- ustu fréttum þann dag sagði: „í kvöld kom til harðra bar- daga í Búdapest milli rúss- neskra skriðdrekasveita og frelsissveitirnar hafa nokk- urn hluta borgarinnar á valdi sínu.“ ★ 30. október segir svo í brezkum og austurrískum fréttum: „Fréttucn ber saman um, að enn se barizt í Búdapest. Vínarútvarpið skýrir frá því, að Rússar hafi tekið fyrir alla flutninga á hjúkrunargögnum til borgarinnar. — Síðustu fregnir herma, að Rauði her- inn sé búinn að umkringja Búdapest, og séu þar á verði mjög öflugar véla- og skrið- drekasveitir. Myndi þær þrjá hringi í kringum borgina, um það bil 12 km. frá henni.“ Þann dag hélt Nagy út- varpsræðu í Búdapest, og akýrði frá því, að aðrir flokk ar fengju að starfa við hlið kommúnistaflokksins, þegar friður væri kominn á. Sagði hann ennfremur, að stjórn yrði mynduð á breiðum grund velli, og fengi Bændaflokk- urinn aðild að henni ásamt kommúnistum. 1 fréttastofufregnum frá Bretlandi um þessa ræðu seg ir m.a.: ,Stjórnmálafréttarit- arar benda á, að lítið mark sé takandi á þessum upplýs- ingum. Kommúnistar reyni að snúa atburðunum sér í hag, ©g bjarga sér út úr þeirri klípu, sem þeir hafi komizt i Þá um kvöldið sagði Búda- pestútvarpið, að um 800 Ung verjar hefðu falið í bardög- unum um Búdapest, og um 30.000 særzt. ★ 31. október kom Mindsz- enty, kardínáli, til Búdapest. Nokkrum árum áður höfðu Jtússar varpað honum í fang elsi. Reutersfréttir frá Búda- pest segja svo þann dag: „Gerðist það (Mindszenty kom) á sama tíma og síðustu skriðdrekar Rússa undir- bjuggu brottför frá borginni. — Kirkj uklukkur hringdu Mindszenty til heiðurs, er hann ók um göturnar til bú- staðar síns. Þúsundir manna fögnuðu honum. Enn er Ioft lævi blandið. tJtvarpsstöð byltingarmanna f Györ flutti þá fregn, að enn flyttu Rússar óbreytt lið inn í Ungverjalandi. Það skor *ði á ríkisstjórnina að segja sannieikann í þessu máli. Fólkið stóð þögult á göt- ®num, og horfði á rússnesku ricriðdrekana hverfa frá borg inni. Þetta fylgdi í kjölfar Joforðsins um frjálsar kosn- ingar. Smábændaflokkurinn hefur skipað flokksítjórn, og ■ett upp bækistöðvar. Sósí- ■ldemokrataflokkurinn hefur farið þess á leit, að hann fái aftur hús þau, er flokkurinn átti. Sagt er, að Nagy sé ekki traustur í sessi, og mjög skipt *r skoðanir séu um hann meðal fólksins. — Bylting- *rrá« ungverská hersins og byltingarráð borgara héldu •ameiginlegan fund í dag, og settu fram kröfur í 8 liðum. Meðal þeirra eru þessar: J) Rússneski herinn verði úr landinu fyrir áramót. 2) Ung verjar segi sig úr Varsjár- bandalaginu. 3) Öryggislög- reglan verði leyst upp. Margar sögur eru enn á kreiki um afdrif Gerös, eða „litla Stalins“, eins og hann hefur verið kallaður. Síðasta sagan segir, að hann hafi ekki verið tekinn af lífi, held ur hafi hann farið með rúss- neska hernum úr borginni." ★ 1. nóvember sendi Reuter frá sér eftirfarandi frétta- skéyti: „Það er nú vitað, að Nagy forsætisráðherra, gekk í kvöld á fund rússneska sendi herrans í Búdapest, og til- kynnti honum, að Ungverj- ar hefðu gengið úr Varsjár- bandalaginu, og krefðust þess að Rússar færu úr landi. — Ungverjar hafa sent Sam- einuðu þjóðunum tilkynn- ingu þess efnis, að landið hafi sagt sig úr Varsjár- bandalaginu. — Þýzka frétta- stofan DPA sagði frá því í kvöld, að ungverska stjórnin hefði skýrt erlendum frétta- mönnum svo frá, að öflugur rússneskur her streymi nú inn í landið að austan, eink- um hjá Zahony. Er hér um að ræða tvö fótgönguliðsher- fylki, mjög vel búin léttum og þungum vopnum. — Rauði herinn tók aftur í kvöld flug völlinn við Búdapest. Flugvél frá flugfélaginu „Swissair“, sem kom þangað í kvöld, var kyrrsett. — Formælandi frelsissveitanna, sem nú eru allsráðandi í Búdapest, sagði í kvöld, að Rauði herinn hefði umkringt borgina. — Sagt er, að þrír helztu kommúnista- foringjar Ungverjalands séu komnir til Moskvu. Þeirra á meðal er Gerö, fyrrverandi aðalritari ungverska komm- únistaflokksins. Fyrri fréttir hermdu, að hann hefði ver- ið skotinn." ★ 1 einkaskeyti til Mbl. frá Reuter 2. nóvember segir: „Síðasta sólarhringinn hafa rússneskar herdeildir stöðugt streymt inn í Ung- verjaland. Þúsundir skrið- dreka og flugvéla — bæði orustu- og sprengjuflug- vélar — hafa verið fluttar til landsins frá Ukrainu og Tékkóslóvakíu. Rússar reyna að loka landamær- um Ungverjalands og Aust urríkis með skriðdreka- Weitum, og einnig hafa •þeir slegið íiring um höfuð iborgina. Þar geisuðu stöð- lugir bardagar í kvöld, og lalmennt er álitið, að nú •dragi til mikilla átaka, enn ■meiri en áður“. ★ Fréttaritari brezka útvarps ins, E. Johnes, komst til Búda pest 3. nóvember, og skýrði hann þann dag svo frá, að þá væru hafnar í þinghúsinu í Búdapest viðræður milli full trúa ungversku stjórnarinnar og Rússa. Hann sagði m.a. svo: „Sex menn taka þátt í umræðunum, þrír frá hvor- um aðila, og eru rússnesku fultrúarnir alir hershöfðingj- ar, sem hafa bækistöð sína skammt fyrir utan Búdapest." í lok fréttaskeytis síns segir Johne.s: „Við vitum ekki, hvað gerist. Ef Rússar ráðast á Ungverja, er fullvíst, að þeir svara í sömu mynt“. Klukkan fjögur að morgni sunnudagsins 4. nóvember hófst svo síðari orustan um ' Ungverjaland. Þá hóf Rauði herinn látlausa skothríð á Búdapest. Síðar varð ljóst, að stjórn Nagy var ekki lengur við völd, heldur hafði Jan- Framhald á bls. 21 Fundurinn, sem boðaö var til 23. oktober 1956, og varð upphafiö aö frelsisbaráttumú. 10 ár frá bylting- unni í Ungver jalandi MIKIL óvissa ríkti í Búda- pest, höfuðborg Ungverja- lands. haustið 1956. Sovézk ar hersveitir höfðu setið í landinu síðan 1944, og vax- andi óánægju gætti meðal þjóðarinnar vegna þeirra hafta. sem kommúnista- stjórnin hafði komið á. Ekki þurfti nema neista til að kveikja í innibyrgðu hatri íbúanna. Þessi neisti kviknaði 23. október fyrir tíu árum, þeg ar stúdentar, verkamenn og menntamenn tóku höndum saman og efndu til nokk- urra útifunda, sem í fyrstu leiddu til friðsamlegra mót mæla, en seinna til allsherj- ar frelsis-samtaka. Ungverska byltingin, sem fljótlega breiddist út frá Búdapest til allra héraða landsins. setti Sovétríkin í mikinn vanda, og stjórnend ur þar urðu að taka mikil- væga ákvörðun. Áttu komm únistar að bæla niður bylt- ingu þjóðarinnar, eða áttu þeir að standa við fyrirheit sín um að styðja allar „kúg- aðar“ þjóðir í baráttu þeirra fyrir frelsi? Lokasvarið fékkst ekki fyrr en 4. nóvember, eftir nær tveggja vikna öra þró- un mála, sem gagntók hugi alheims. Sorgarleikur þessi hófst 1 rauninni 22. október þegar þús undir stúdenta frá háskólanum í Búdapest komu saman til mál funda. Umræðurnar leiddu til þess að samið var kröfuskjal, og þar kröfðust stúdentar þess, að setulið Sovétríkjanna yrði kvatt heim, boðað yrði ti-1 frjálsra þingkosninga í land- inu, og endi bundinn á yfir- ráð Moskvu yfir efnahags- oS stjórnmálum landsins. Boðað var til útifundar til stuðnings þessum krófum hinn 23. október, og síðdegis þann sama dag voru um 25 þúsund stúdentar saman komnir við styttu þjóðskáldsins Sandors Petöfis, sem féll í bardögum fyrir sjálfstæði þjó'ðar sinnar árið 1848. Eftir áhrifaríkan fund fluttu stúdentarnir sig og héldu til annars útifundar, sem verka- menn og rithöfundar höfðu boð að til í öðrum borgarhluta. Fór svo þessi hópur stúdenta, verkamanna og menntamanna 1 sameiginlegri hópgöngu, ó- vopnaðir og í skipulögðum fylkingum, til að kynna ríkis- stjórninni skoðanir sínar. Klukk an sex siðdegis voru um tvö hundruð þúsund manns saman komnir á torginu við þinghús- ið. Meðan mannfjöldinn befð eft ir viðbrögðum yfirvaldanna, létu margir í ljós tilfinningar sínar, sem svo lengi höfðu ver- ið niðurbældar. Hinn gamli þjóðfáni Ungverjalands sást nú í fyrsta skipti í mörg ár, og einnig blakti þar fáni kommún istastjórnarinnar, en rauða stjarnan hafði verið rifin úr miðju hans. Fregnmiðum var dreift með kröfum stúdenta um leynilegar kosningar, og um mál-, funda-, blaða-, og trú- arfrelsi. Þegar talsmaður stjórn arinnar birtist á svölum þing- hússins, og hóf ávarp sitt til mannfjöldans með orðinu „fél- agar“, var hrópað að honum: „Vi’ð erum ekki lengur félagar, við erum öll Ungverjar!“ Ekki bætti það úr skák þeg- ar Erno Gero, formaður komm únistaflokksins, flutti útvarps- ávarp klukkan átta um kvöld- ið, og varði tengsli stjórnar sinnar við Sovétríkin. Hann sagði, að kröfur stúdenta væru „tilefnislausar falsanir", en þeir sjálfir „fasistamúgur og glæpamenn". Þegar svo hópur óvopnaðra stúdenta krafðist þess að fá yfirlýsingu sína birta í Búda- pest-útvarpinu, hóf ungverska leynilögreglan skothríð á þá. Féll fjöldi stúdenta, og margir særðust. Þetta varð til þess að friðsamleg mótmæli mannfjöld ans snerust yfir í byltingu. Ótta slegnir ráðamenn kommúnista leituðu aðstöðar Moskvu, og innan fárra klukkustunda voru 10 þúsund sovézkir hermenn, með 80 skriðdreka, komnir til Búdapest. En heilar sveitir úr ungverska hernum gengu í lið með borgurunum gegn sovézka hernum, og byltingin breiddist á skömmum tima til annarra borga og bæja um gjörvallt landið. í fimm daga barðist ung verska þjóðin gegn sovézku skriðdrekunum, stundum að- eins með hriúum og hnefum. Að kvöldi hins 28. október virtist byltingin hafa náð helzta tilgangi sínum. Ú-tvarps stöðvar stjórnarinnar voru í höndum uppreisnarmanna. að- alstöðvar kommúnista í mörg- um borgum höfðu orðið eldin- um að bráð, og Imre Nagy, vin- sæll og fyrrum forsætisráð- herra, var aftur tekinn við völd um. Nagy, forsætisráðherra, skýrði frá því, að sovézk yfirvöld hefðu fallizt á að kalla her sinn heim, og að heimköllun hersins myndi fylgja aðrar vei þegnar aðgerðir, - - - frjálsar kosningar . . . hætt yrði við eins flokks kerfið og samyrkju- búskap .... verkalýðsfélögin yrðu viðurkennd að nýju. Næstu fjóra minnisverða daga - - frá 31. október til 3. nóvember - - var Ungverjaland í rauninni sjálfstætt ríki. Þótt sovézkar hersveitir væru í land inu, höfðu þær verið fluttar frá borgunum. Bardögum hafði verið hætt allstaðar, nema J nokkrum nærliggjandi stöðum, götuvirki og aðrar tálmanir höfðu verið fjarlægðar af stræt um borganna, óháð blöð voru gefin út, bændur höfðu snúið aftur til akra sinna og margs- konar endurbætur á stjórn- skipulaginu voru í undirbún- ingi. En fögnuður þjóðarinnar átti ekki eftir að verða langlífur. Á miðnætti hinn 3. nóvember var Pal Maleter, varnarmálaráð- herra Ungverjalands, handtek- inn, er hann sat að samningum við sovézk yfirvöld um endan- lega heimköllun sovézka her*- ins. Og svo, í birtingu 4. nóvem- ber, hófu stjórnendur sovézk*_ hersins allsherjar árás á hiiv- ar nýju frelsishetjur Ungverja, og beittu nú 4,600 skriðdrekum og brynvörðum bifreiðum, fjölda sprengjuflugvéla, og, að því er talið er, um 200 þúsund manna her. Nagy, forsætisráðherra flutti áríðandi útvarpsávarp klukkan 5,20 um morguninn, og sagði þá meðal annars: „Við dögun í morgun réðus* sovézkar hersveitir á höfuð- borg okkar í þeim augljósa til- gangi að steypa hinni lögmætu imgversku ríkisstjórn. Her- menn okkar eiga í bardögum. Ríkisstjórnin er á verði. Ég til kynni þjóðinni og umheiminum þessa staðreynd". Þegar kvölda tók fékk þjóð- in svo vitneskju um, að sovézk yfirvöld hafa komið á nýrii ríkisstjórn, undjr forsæti Janoa Kadars, ritara kommúnista- flokksins, og að Nagy, forsæt- isráðherra, hefði leitað hælis 1 sendiráði Júgóslavíu. Frelsishetjur Ungverjaland* reyndu eftir fremsta megni að fcalda í hið stutta sjátfstæði landsins, en við ofurefli var Framhald á bls. 21

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.