Morgunblaðið - 23.10.1966, Síða 21

Morgunblaðið - 23.10.1966, Síða 21
Sunnudagur 23. okt. 19M MORGUNBLAÐIÐ 2! — Ungverjaland Framhald af bls. 13 os Kadar myndað nýja stjórn. ★ í fréttum Reuters og NTB 5. nóvember segir m.a. svo: „Selwyn Lloyd, utanríkis- ráðherra Breta, skýrði frá því í neðri málstofu brezka þingsins í dag, að enn sé bar- izt í Ungyerjalandi. — Ekk- ert sagðist hann vita um af- drif stjórnar landsins, og Nagy, forsætisráðherra. Lík- legt væri, að Rússar hefðu handtekið stjórnina, svo og samninganefnd ÍJngverja, sem rætt hefði við fulltrúa Rauða hersins um brottflutning hans úr landinu. Ekkert hefði spurzt til nefndarinnar, síð- an hún fór á síðasta fund Rússa. Fréttir frá NTB í kvöld herma, að Rússar hafi handtekið ungversku nefnd- ina, þegar þeir gerðu innrás ina í Búdapest." f fréttum þennan dag sagði ennfremur: ,-,Stuttbylgjustöðin í Búda pest, sem til heyrðist í dag, sagði, að miklir bardagar geisuðu í borginni. Hafa Rússar m.a. haldið uppi lát lausri skothríð á aðalsjúkra- hús borgarinnar, og aðal stöðvar Rauða krossins. — Flóttamenn, sem komu til Austurríkis í dag, segja, að óskaplegir bardagar geisi í bænum Györ, þar sem frels issveitir hafa undanfarið haft bækistöðvar sínar, í vestur- hluta landsins. — Rauði her- inn hefur náð á vald sitt út- varpsstöð borgarinnar, og skýrði hún frá því, að barizt væri um úraníunámurnar Mecsek. Útvarpið hvatti Ung verja til að hætta stuðningi við frelsissveitirnar, og hlusta ekki á vestrænar fréttasend- ingar. Þá sagði útvarpið, að allir Ungverjar, sem sýndu Rauða hernum mótþróa, yrðu þegar skotnir." 70 ár liðin Greinilegt var, að þjóðar- morð var hafið Næstu daga var barizt grimmilega, 8. nóvember var talið, að þá þegar hefðu jafn margir Ungverjar fallið of svaraði til alra Reykvíkinga þá. Engin leið var þá að fá uppgefna tölu særðra, sem voru margfalt fleiri. l»ann dag útvarpaði ein stöðva frelsissveitanna eft- irfarandi tilkynningu til heimsins: „Við spyrjiyn miiljónir manna í heimin- um. Er ekki frelsið ykkur heilagt takmark? í okkar augum er það heilagt tak- mark. Eigið þið börn og heimili? Það eigum við. Liggja særðir menn hjá ykkur eins og hráviði um allt? Svo er hjá okkur. Við biðjum Eisenhower að hjálpa okkur. Við biðjum ykkur öll um hjálp, hjálp, hjálp. Skotfæra- og matar- birgðir okkar eru að ganga til þurrðar — og það eina, sem við getum boðið upp á, þegar til lengdar lætur, er blóð okkar“. Eftirleikurinn er mönnum tnn í fersku minni- — 10 ár- um siðar. 1 átökunum, sem leiddu aftur til ófrelsis Ung- verja, urðu hundruð þúsunda þeirra landflótta. féllu særð- ust eða voru fluttir til sov- ézkra fangabúða. Byltingar- tilraunin hafði ekki borið til- setlaðan árangur, en hún sýndi — enn einu sinni — að kommúnistar byggja öðru fremur á ofbeldi og ógnar stjorn. Þess vegna er rétt að rifja nú upp atburðina í Ung verjalandi haustið 1950. Framhald af bls. 13 að etja. Þúsundir Ungverja höfðu fallið eða voru særðir. Aðrar þúsundir voru teknar til fanga og fluttar nauðugar með járnbrautarlestum til Sovét- ríkjanna. Hinn 8. nóvember heyrðist síðasta útsendingin frá útvarpsstöðvum frjálsra Ungverja, og hinn 12. nóvem- ber var allri skipulagðri and- stöðu lokið. En þyrpingar flótta manna streymdu að austurrísku landamærunum. Nagy, fyrrum forsætisráð- herra, yfirgaf hæli sitt í júgó- slavneska sendiráðinu hinn 21. nóvember, eftir að kommún- istastjórnin nýja hafði heitið því, að honum yrði ekki gert mein. En hann komst aldrei á áfangastað. Honum var rænt, hann tekinn og fluttur til Rú- meníu, og seinna tekinn af lífi, ásamt Maleter hershöfðingja, eftir leynileg réttarhöld komm únista. Um 25 þúsundir Ungverja féllu í baráttunni við hersveit ir kommúnista eða leynilög- reglu lands síns í þessari stuttu en sögulegu uppreisn 'relsis- unnenda. Og um miðjan des- ember, þegar sovézkum her- sveitum tókst loks að loka landamærunurp, hafði um 200 þúsund Ungverjum tekizt að flýja land. Þessir flóttamenn eru nú bú settir víða um heim. Þeir bera margvíslegar tilfinningar í brjósti nú, á tíu ára afmælis- baráttu heimalands sins. Þótt þeir séu nú innlimaðir í ný þjóðfélög, minnast þeir með söknuði þeirra mörgu vina og ættingja, sem voru drepnir, særðir, fangelsaðir eða fluttir úr landi nauðugir árið 1956. (Dr. Bela Fabian, forseti sam- taka ungverskra flóttamanna hefur skýrt frá því, að um 63 þúsund Ungverjar séu enn í þrælkunarbúðum í Sovétríkj- unum). Þeir hugsa einnig af mikilli tilfinningu tl þess Ung- verjalands, sem hefð getað ris- ið upp, ef kommúnistar hefðu staðið við sín eiginn „frelsis fyrirheit og látið þessa tíu ára gömlu þjóðarbyltngu ná tak- marki sínu. Og þá grunar, að í hugum þeirra milljóna Ung- verja, sem ekki flýðu land, muni 23. október 1966 verða dagur enn áhrifarikari endur minninga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.