Morgunblaðið - 23.10.1966, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLADIÐ
Sunnudagur 23. okt. 1966
Eric Ambler:
Kvíðvænlegt ferðalag
ir minna en þremur dögum, og
að þetta væri allt meinlaust
íólk.
Landgangurinn hafði nú verið
tekinn og síðustu farþegarnir,
sem honum heyrðist mundu
vera roskin, hjón, sem töluðu
frönsku, voru komnir um borð
og áttu að Vera í næstu káetu
við hann. Raddir þeirra heyrð-
ust gegn um timburþilið, óþarf
lega vel. Hann gat heyrt um það
bil hvert einasta hljóð, sem þau
gáfu frá sér. >au höfðu verið í
stanzlausum stælum, fyrst í hálf
um hljóðum, rétt eins og þau
væru stödd í kirkju, en þau
voru fljót að venjast þessu ný-
stárlega umhverfi og tóku þá að
tala eðlilega hátt.
— Þessi lök eru rök.
— Nei, þau eru bara köld. Og
að minnsta kosti kemur það
ekki að neinni sök.
— í>ér finnst það ekki? Þér
finnst það ekki? Hún gaf frá
sér eitthvert hljóð, sem kom
neðan úr hálsi. — Þú getur sof-
ið eins og þú vilt en farðu þá
að minnsta kosti ekkf að kvarta
við mig um nýrun í þér.
— Köld lök gera nýrunum
ekkert til, góða mín.
— Við höfum nú borgað far-
ið okkar og eigum heimtingu á
þægindum.
— Ef þú þarft aldrei að sofa
á verri stað, geturðu hrósað
happi. Þetta er nú ekki Nor-
mandie.
— Nei, það má nú sjá það!
Það small í þegar hún opnaði
skápinn. — Viltu sjá þetta! Líttu
á! Ætlastu til, að ég fari að þvo
mér upp úr þessu?
— Það þarf ekki annað en
láta vatnið renna dálítið. Þetta
er bara svolítið ryk.
— Ryk! Það er skítugt. Drull
ugt! Það er þjónsins verk að
hreinsa það. Ég snerti ekki við
því. Farðu og náðu í hann með-
an ég tek upp dótið okkar. Kjól-
arnir mínir verða allir krukl-
aðir. Hvar er klósetið?
— Það er við endann á gang-
inum.
— Finndu þá þjóninn. Það er
hvort sem er ekki pláss fyrir
tvo meðan ég er að taka upp.
Við hefðum átt að fara með iest
inni!
— Vitanlega. En það er nú ég,
sem á að borga brúsann. Það er
ég, sem á að víkja einhverju að
þjóninum.
— Það ert þú, sem gerir of
mikinn hávaða. Fljótur nú!
Viltu kannski ónáða alla?
Maðurinn fór og konan and-
varpaði hástöfum. Graham fór
að velta því fyrir sér, hvort þau.
mundu verða að tala alla nótt-
ina. Og svo gat annað þeirra eða
bæði farið að hrjóta. Hann
mundi þurfa að hósta nokkrum
sinnum, svo að þau gerðu sér
ljóst, hve þunnt þilið væri. En
það var samt huggunarríkt að
heyra fólk vera að tala um rök
lök, skítuga vaska og klóset, eins
og það gilti líf eða dauða. Þessi
samlíking var komin upp i huga
hans, áður en hann vissi af.
— Líf og dauða! Hann stóð
upp og tók að lesa reglurnar
um notkun björgunarbátanna,
sem voru þarna í umgjörð á
veggnum.
„CINTURE DI SALVA-
TAGGIO — CEINTURES DE
SAUVETAGE — LIFBBELTS:
Bf hætta er á ferðum, verður
gefið merki með því að blása
sex sinnum snöggt í eimpípuna.
en síðan kemur langur blástur
og loks verður neyðarbjöllunnl
hringt. Farþegar setji þá á sig
beltin og safnist saman við bát
nr. 4.“
Hann hafði séð annað eins oft
og mörgum sinnum, en nú las
hann það gaumgæfilega. Pappír-
inn, sem reglurnar voru prent-
aðar á, var gulur af elli. Beltið,
sem var uppi yfir vaskinum leit
ekki út fyrir að hafa verið
hreyft árum saman. Þetta var
allt svo hlægilega róandi. „Ef
hætta er á ferðum.......“ Já, ef.
En það var nú ekki hægt að
forðast hættuna! Hún var alls
staðar nálæg og alltaf. Maður
gat lifað árum saman, án þess
að hafa hugmynd um hana og
maður gat lifað til æviloka í
þeirri trú, að þetta gæti ekki
hugsanlega hent mann sjálfan,
að dauðinn gæti ekki komið til
manns nema gera fyrst boð á
undan sér með sjúkdómum eða
þá sem „guðs ráðstöfun" — en
samt var hann nú þarna á hött-
unum, reiðubúinn að gera allar
þessar þægilegu hugmyndir um
samband mannsins við tímanr.
og tilviljunina að eintómri vit-
leysu — reiðubúinn að minna
manninn á það — ef hann skyldi
hafa gleymt því — að menning-
in var ekki annað en orð tómt
og að hann lifði enn í frumskóg-
inum.
Skipið ruggaði ofurlítið. Og
svo heyrðist í vélsímanum. Gólf
ið tók að titra. Gegn um skítuga
glerið í kýrauganu, sá hann ljós,
sem tók að hreyfast. Titringur-
inn hætti rétt sem snöggvast,
svo tóku vélarnar aftur á bak,
og vatnsglasið glamraði í grind-
inni á veggnum. Aftur stanz og
svo tóku vélarnar áfram hægt
og jafnt. Þeir voru lausir frá
landi. Hann andvarpaði af ein-
tómum létti, opnaði dyrnar og
gekk upp á þilfar.
Það var kalt, en skipið hafði
snúið, svo að nú hafði það vind
inn á bakborða. Það rétt eins og
lá kyrrt í olíubrákinni á sjón-
um x höfninni, en hafnarljósin
voru tekin að færast framhjá
þeim og hverfa. Hann fyllti hing
un af köldu lofti. Það var gott
að koma út úr káetunni. Hugs-
anirnar angruðu hann ekki leng
ur. Istambul, Jockey, maðurinn
í krukluðu fötunum, Alder
Palace og forstjórinn þar og
Haki ofursti — allt lá þetta að
baki. Hann gat gleymt þvi eins
og það lagði sig.
Hann tók að feta hægt og
hægt eftir þilfarinu. Hann sagði
við sjálfan sig, að bráðum gæti
hann hlegið að þessu öllu sam-
an. Það var þegar hálfgleymt
og tekið að líkjast einhverju
reyfarakenndu ævintýri. Hann
gat beinlínis hafa dreymt það.
Hann var aftur kominn inn í
raunverulegan heim ■ — hann
var á heimieið.
Hann gekk framhjá einum far
þeganum — þeim fyrsta, sern
hann hafði séð, rosknum manm.
sem hallaði sér fram á handrið-
ið, starandi á ljósin í Istambul,
sem birtust þegar skipið kom
fyrir hafnarhausinn. Nú, er
hann var kominn þilfarið á enda
og sneri sér við, sá hann, að
kona í loðkápu hafði komið út
um dyrnar á salnum og gekk
í áttina til hans.
Ljósin þarna voru dauf og hýn
var komin rétt að honum, áður
en hann þekkti hana aftur.
Það var Josette.
4. kafli.
Sem snöggvast litu þau hvort
á annað, steinhissa. Svo fór hún
að hlæja. — Guð minn góður!
Það er Englendingurinn! Afsak-
ið, en þetta er alveg einstakt!
— Já, finnst yður ekki?
— Og hvað varð af fyrsta
flokks farinu yðar í Austurlanda
lestinni?
Hann brosti. — Kopeikin datt
í hug, að ég gæti haft gott af
svolitlu sjávarlofti
— Og þér þurftuð þess með?
Hörgula hárið var hulið af skýlu
klút, sem var bundinn undir
kverk, en hún var háleit, er
hún leit á hann, rétt eins og
hún væri með hatt til að skýla
andlitinu gegn sólinni.
— Já, það virðist svo. Yfir-
leitt fannst honum hún akki
nærri eins lagleg nú og um
kvöldið í búningsherberginu.
Loðkápan pokaði, og klúturinn
fór henni ekki vel. — Úr því
við erum að tala um lestir —
hvað varð af annars flokks far-
inu yðar?
Hún hleypti brúnum, en bros
lék um munnvikin. Þetta er svo
miklu ódýrara. Sagðist ég ætla
að fara með lest?
Graham roðnaði. — Nei, auð-
vitað ekki. Hann áttaði sig á því
að hann hafði verið ókurteis. —
Jæja, hvað sem öðru líður, þá
var gaman að hitta yður aftur
svona fljótt. Ég var að brjóta
heilann um, hvernig ég ætti að
fara að, ef Hotel des Belges
skyldi verða lokað.
Hún leit á hann með glettnis-
svip. — Svo að þér ætluðuð þá
að hringja í mig, eða hvað?
— Vitanlega. Það var svo um
talað, var það ekki?
Hún brá glettnisvipnum og
setti upp stút. — Ég held nu
loksins, að þér séuð ekki alveg
hreinskilinn. Segið þér mér nú
satt, hversvegna þér eruð hér
um borð.
Hún tók að ganga eftir þilfar-
inu og hann gat ekki annað en
slegizt í för með henni.
legar. í Alsír sá hann José einu
sinni mann, sem var skorinn á
háls, eyrna milli, með rakhníf.
— Var það sjálfsmorð?
— Nei. Það var vinstúlka
hans, sem gerði það. Það blæddi
mikið. José segir yður frá þvi
ef þér biðjið hann um það. Það
var afskaplega sorglegt.
— Því skal ég trúa. Svo að
José er þá með í förinni.......
— Vitanlega. Og svo leit hún
út undan sér. — Hann er mað-
i urinn minn.
Maðurinn hennar! Nú, það
var þessvegna, sem hún „gerði
sér hann að góðu“. Og það var
þá þessvegna, sem Haki ofursti
hafði sleppt að geta þess, að
„ljóshærða dansmærin" væri
þarna farþegi. Graham mundi
eftir því, hve fljótur José hafði
verið að hverfa út úr búnings-
herberginu. Það hafði sýnilega
verið atvinnu-ráðstöfun. „Núm-
er“ á stöðum eins og Jockey
höfðu ekki eins mikið aðdráttar
afl, ef þeim fylgdi eiginmaður.
Hann sagði: — Kopeikn sagði
mér ekki neitt um, að þér vær-
uð gift.
10 ALLTAF FJÖLGAR VOLKSWAGEN
— Þér trúið mér ekki?
Hún lyfti öxlum. Þér þurfið
ekki að segja mér það, ef þér
viljið það ekki. Ég er ekkert
sérlega forvitin.
Hann þóttist sjá með hvað
hún ætti í vandræðum. Frá henn
ar bæjardyrum séð átti hérvera
hans sér ekki nema tvær skýr-
ingar: annaðhvort hafði þetta
tal hans um fyrsta flokks farið
á lestinni verið mont til að hrífa
hana — og þá mundi hann vera
auralítill — eða þá hefði hann
einhvern veginn komizt að þvi.
að hún ætlaði með skipinu, og
hefði yfirgefið þægindin í Aust,-
urlandalestinni til þess að geta
orðið henni samferða — og þá
mundi hann sennilega vera vel
múraður. Hann langaði allt í
einu til að ganga fram af henni
með því að segja henni sann-
leikann.
Volkswagen 1300
— Gott og vel, sagði hann.
— Ég er að ferðast svona til þess |
að forðast mann, sem ætlar að |
skjóta mig.
Hún snarstanzaði. — Mér
finnst kalt hérna úti, sagði hún
rólega. — Ég ætla að fara inn.
Hann varð svo hissa, að hann
rak upp hlátur.
— Hún sneri sér snöggt að
honum. — Þér ættuð ekki að
vera með svona heimskulega
gamansemi.
Það var enginn vafi á því, að
hún var reið fyrir alvöru. Hann
lyfti hendinni með umbúðunum.
— Ég fékk kúlu í þessa.
Hún hleypti brúnum. — Þér
eruð vondur. Ef þér hafið meitt
yður á hendinni, vorkenni ég
yður, en það er ekki hafandi í
flimtingum. Það getur verið
hættulegt.
— Hættulegt?
— Þér verðið þá fyrir ein-
hverju óhappi og ég líka. Það
spáir alltaf illu, ef menn gern
svona að gamni sínu.
— Jú, ég skil. Hann glotti. —
En ég er bara ekki hjátrúarfull-
MED ÖLLUM ÞESSUM ENDURBÓTUM:
Allir rofar eru nú úr nælon-plasti,
breiöari og flatari en áður.
Endurbættur rafall, sem framleiðir
120 watt í hægagangi og tr/ggir
nægjanlegt rafmagn við lélegustu
Skil/rði. Sérstaklega í köldu veðri.
Nýir litir og sætaáklæði.
★ Ný lögun vélarloks.
Vélarhúsið er nú breiðara, en það
auðveldar allan aðgang að vél.
Meiri þægindi og aukið ör/ggi.
•fc Jafnvægisstöng á afturöxli, gerir
bílinn stöðugri í akstri.
Ac Aukinn hraði í 3. gír auðveldar
framúrakstur og þægilegri skipt-
ingu í 4. gír.
★ Ný ör/ggislæsing á hurðum og
endurbættar d/ralæsingar. Arm-
púði á hurð ökumannsmegin, sem
er einnig grip.
Verð kr: 153,800
— Það er af því að þér þekkið
þetta ekki. Ég vildi heldur sjá
hrafn á flugi en gera að gamni
mínu um dauðann. Ef þér vilj-
ið falla mér í geð, megið þér
ekki segja annað eins og þetta.
— Ég bið yður afsökunar.
Sannast að segja, skar ég mig á
hendinni á rakvélinni minni.
— Já, þær geta verið hættu-
Komið, skoðið og reynsluakið
Varahlutu|*jónustai Volkswagen er landskunn
Simi 21240 h (11 > v 11 a n r i« HEKLA 2 Laugavegi 170-172