Morgunblaðið - 23.10.1966, Síða 30

Morgunblaðið - 23.10.1966, Síða 30
— Ræða Bjarna B. Framhald af bls. 23 tala um þær í fullri hreinskilni. ísl-enzk löggjöf segir, að íslenzkir bændur eigi að hafa sambærileg kjör við tilteknar stéttir, og allir sanngjarnir menn hljóta að viðurkenna, að þar er hóflega í sakir farið. Ekki er hægt að ætlast til þess, að menn stundi íslenzkan landbúnað nema þerr hafi svipuð kjör eins og þeim eru áskilin. En samtímis því, sem síldarútvegurinn og þorskút- flutningurinn hefur með litlum tilfærzlum getað staðið undir því innlenda verðlagi, sem hér hefur verið undanfarið og hef- ur orðið til þess, að sú uppbygg- ing hefur verið framkværnd, sem ég áður lýsti, samtímis því, sem þessar atvinnugreinar hafa getað staðið undir verðlaginu, þá eru gögn fyrir því nú, að ef við þurfum að selja mjólkur- framleiðslu á erlendum markaði, þá fáum við bara tíunda hluta, sem þarf til þess, að bændur geti haft sambærileg kjör við aðra, og sauðfjárafurðirnar veita eitthvað þriðjung þess verð- mætis. Nú er þetta ekki eingöngu vegna þess, að ísland sé svo miklu verra landbúnaðarland heldur en önnur lönd, heldur líka af því, að önnur lönd borga mikið niður landbúnað hjá sér og gera þess vegna samkeppni þar í þessum efnum enn erfið- ari. En við komumst aldrei fram hjá því, að landbúnaður- inn framleiðir þeim mun minna af verðmætum heldur en af- kastamestu greinar sjávarútvegs- ins, að ef við eigum að halda við íslenzkum landbúnaði, eins og við verðum að gera, þá hlýt- ur það að leiða til stórhækkandi verðlags innanlands. Þetta er óhjákvæmilegt. Aukum arðgæfa framleiðslu Þetta er alveg Ijóst, og bænd- ur mega ekki villa um fyrir sjálfum sér eða láta lýðæsinga- menn villa um fyrir sér, með því að segja, að ef verðbólgan væri læknuð, þá væri vandamál ís- lenzks landbúnaðar þar með læknuð. Slíkt er lítil leiðbein- ing um lausn vandans. Þegar talað er um verðbólgu í svo víðtækri merkingu, er verð- bólguheitið orðið innantómt slagorð. Þvílíku verðbólgu- hjali er farið að fela meginhluta allra íslenzkra vandamála. Vandamál þess, að íslenzka þjóð- in geti verið sjálfstæð og haldið sinni tilveru. Þetta eru stað- reyndir, sem við komumst ekki hjá að viðurkenna. Staðreyndir, sem ekki verða ieystar í neinni skyndingu, með neinu einu úr- ræði, heldur á löngum tíma, með því að taka hvert mál út af fyrir sig til athugunar og leysa það. Hvað er hægt að gera til þess að íslenzkur landbúnaður verði samkeppnishæfari? Þannig, að ekki sé hægt að sýna fram á, að það mundi verka meira til verðlækkunar innanlands, að flytja inn erlendar land- búnaðarvörur, heldur en nokk- uð annað, jafnvel þótt hinar erlendu vörur væru hafðar í hæsta tollaflokki. Þetta verða menn að rannsaka til hlítar. Auðvitað er alveg fráleitt, sém stundum er sagt, að það eigi að minnka framleiðsluna. Slikt er engin lausn. Lausnin hlýtur að vera sú, að auka framleiðsluna hjá þeim, sem ódýrast og bezt geta framleitt, en iáta hina, sem lítt eða ekki geta framleitc og búa við sult og seyru — og vegna ytri aðstæðna hljóta að búa við sult og seyru — fá aðra atvinnu. En þetta verður ekki gert í dag eða á morgun. Þetta tekur heila kynslóð, og á að taka heila kynslóð, vegna þess að þarna erum við ekki fyrst og fremst að tala um peninga- verðmæti. íslenzka þjóðin er nógu rik til þess að ráðstafa þessu skynsamlega. Þarna er verið að tala um gæfu fólksins; líf og menningu þjóðarinnar. En við verðum að átta okkur á því í hverju vandinn er fólgmn og síðan horfast í augu við hann. Þá fyrst er von til þess, að við getum ráðið við það mikla verkefni, sem fyrir liggur. Viðurkennum í hverju vandinn er fólginn Auðvitað verður reynt að snúa út úr því, sem ég segi um þetta, og sagt, að þetta sé fjandskapur gegn bændum, þetta sé fjand- skapur gegn iðnaði, þetta sé fjandskapur gegn smábátum. Slíku fer víðs fjarri. Þetta er ábending um nauðsyn þess að gera sér grein fyrir eðli vanda- málanna. Ef menn gera það ekki, þá verður vandinn aldrei leyst- ur. Vandinn verður ekki leystur með því einu að ná góðu sam- komulagi stéttarfélaganna, bó að það sé mikilsvert og forsenda fyrir lausn vandans. Vandinn verður heldur ekki leystur með einum fjármálaráðstöfunum. sem hagfræðingarnir sí og æ tala um. Þær eru alveg óhjá- kvæmilegar og eru forsenda þess, að vandinn verður leystur. Vandinn verður ekki ieystur, nema menn geri sér grein fyrir þeim þjóðfélagslegu örðugleik- um, sem við eigum við að etja, sumpart sama eðlis og aðrir, vegna þess að það er alls staðar sami vandinn, að stéttirnar bera mismunandi úr býtum. Bændur framleiða minna heldur en hin- ar stórkostlega hraðvirku vélar, sem iðnaðurinn notar, en vilja fá sambærileg kjör við fólkið, sem við þær vinnur. Þetta er vandi, sem menn eiga alls staðar við að etja, en hann er af ýms- um ástæðum, meiri hjá okkur heldur en hjá öðrum. Hinn mikli húsnæðiskortur er alla að sliga. Það er ekki sér íslenzkt fyrirbæri. Það er vandamál, sem þarf að leysa jafnt hér og annars staðar. En okkar sér- staki vandi verður ekki leystur nema okkur sé ljóst í hverju hann sé fólginn. Höldum leið fram- taks opj frjálsræðis Spyrja mætti hvort það sé rétt, sem andstæðingar okkar hafa stundum sagt, að efnahags- lögmál þróaðra iðnaðarríkja eigi ekki við hjá okkur. Það getur verið nokkuð til í þessu. Þess vegna segja þeir, að það þurfi allt aðrar aðferðir á íslandi. En niðurstaðan hjá þeim er þá alltaf, að það þurfi meiri og meiri ríkisafskipti; meiri og meiri höft; meira og meira nefndafargan. Enginn vafi er á því, að hér þarf að jafna miklu fé á milli atvinnuvega til þess að halda jafnvægi. Meðal annars þess vegna höfum við nú ráðizt í hinar stórfelldu niðurgreiðslur, sem gerð hefur verið grein fynr. En það þarf að halda þannig á þessum ráðstöfun'um, að þær leiði ekki til þvingunar, ekki til hafa, ekki til aðgerðarleysis á sama veg eins og heildarþróunin frá 1931 þangað til 1959 leiddi. Það þarf að komast hjá þeim annmörkum, sem af hafta- og nefndakerfinu leiddi, um leið og við viðurkennum, að vegna þess hversu íslenzkir atvinnu- vegir gefa misjafnlega af sér, en þjóðarheildin er ein, kom- umst við ekki hjá meiri jöfnun með tilfærslu fjár á milli at- vinnuvega heldur en í sjálfu sér væri æskileg. Ekkert af þessu, sem ég hefi sagt, sannar að mínu viti, að ís- lenzkir atvinnuvegir séu illa staddir eða óöruggir. Vegna hinna miklu sveiflna hljótum við alltaf að búa við óvissu. Sá, sem á afkomu sína undir sjávar- afla, hlýtur ætíð að eiga mjög undir aflabrögðum. Enginn mannlegur máttur fær þvl breytt. Að undanförnu höfum við markvisst unnið að því, að láta almenning fá ríflegri hlut af þjóðartekjunum en nokkru sinni fyrr. Þess vegna er eðli- legt að atvinnuvegirnir segi, þegar þeir komast í erfiðari að- stæður en áður, að nokkur bið verði að vera á hinni hröðu framsókn. Nú verður að staldra við. Þess vegna er verðstöðvun- in, sem við nú boðum eðlileg. Það þarf ekki mjög róttækar ráðstafanir, ef við kunnum fót- um okkar forráð, til þess að vandræði skapist ekki af. En það er ljóst, að þegar höfðuút- flutningurinn missir þriðjung verðmætis, og ef annar höfuð- þáttur útflutningsins fellur t.d. 10 af hundraði — þó að enn sé óvisst með hraðfrysta fiskinn hvort svo verði — þá er eðlilegt, að þetta segi til sín. Þá krefst þetta anriarra úrræða heldur en áður. Þá er eðlilegt að menn geti ekki haldið áfram sömu hröðu framsókninni eins og meðan allt lék í lyndi. En það merkir ekki hitt, að hér sé nokkur geigvænleg hætta, voði eða hrun á ferðum. Það er síður en svo. Af atvinnuvegun- um hefur ekki verið meira heimtað í heild að undanförnu, heldur en þeir gátu vel undir staðið. Sú stórkostlega lífskjara- breyting, sem ég gerði grein fyrir, var samtímis því, að atvinnufyrirtækin gátu í heild aukið sín atvinnutæki um nær 50% á tímabilinu frá 1958. Þau hafa þess vegna aldrei staðið öruggar heldur en einmitt nú, og aldrei haft betri framtíðar- möguleika. En auðvitað er hægt héðan í frá að taka meira af atvinnuvegunum en þeir þola, og það er eðlilegt að forsvars- menn þeirra aðvari þjóðina um það, og geri það á þann hátt að menn skilji. Hver á að gera það ef ekki atvinnurekendur sjálfir? Nauðsyn verð- stöðvunar Þess vegna er eðlilegt, að við beitum okkur nú fyrir verð- stöðvun. Og ef við ætlumst til þess, að verkalýðsfélögin og launþegar uni slíkum aðgerðum, þá verðum við líka að gera okk- ur grein fyrir, að hér verða til að koma almennar aðgerðir. enda eiga allar stéttir jafn mikið undir því, að velgegni haldist til frambúðar. Þær bráðabirgðaráðstafnir, sem nú eru nauðsynlegar, segja ekkert til um það, að grund- völlurinn sé ekki öruggur. Ég vil leggja áherzlu á það, að ein af ástæðunum fyrir því, að margir hafa fengið þá tilfinn- ingu, að hér væri allt á hverf- anda hveli og að hruni komið, er, að menn trú því einfaldlega ekki, að íslenzka þjóðin hafi efni á því, sem hún veitir sér i dag. Menn trúa því ekki, að þjóðin hafi í raun og veru efni á því, að ráðast í allar þær st.ór- framkvæmdir, sem þeir sjá fyrir augunum, að menn hafi efni á því að eiga öll þessi miklu hús, fallegu húsgögn, alla bilana, að tíundi hver Islendingur fari ár hvert til útlanda. Sannleikurinn er þó sá, að Við höfum efni á þessu. Við höfum aukið eignir okkar stórkostlega undanfarin ár. Við höfum safnað miklum gjald- eyrissjóðum undanfarin ár. Ver- ið getur að sá vöxtur verði ekki eins mikil í ár eins og undan- farin ár, en þá er það vegna þess, að framleiðendur vörunn- ar hér hafa vegna verðfallsins talið rétt að liggja með miklu meiri byrðir innanlands, heldur en þeir gerðu áður. fslenzka þjóðin er komin úr fátækt í velgegni. Hún hefur engu að kvíða. En vel stæður maður getur líka hegðað sér þanmg að hann verði gjaldþrota. fslend- ingar verða þó að halda mjög illa á, til þess að leiða örbirgð yfir sig á ný. Auðvitað er það mögulegt. En við skulum vona, að svo fari ekki. — Haust i sveit dilkarnir í þá daga. Vonandi reynist hann sæmilega lamb- hrúturinn, sem ég varð mér úti um í réttunum í haust. Krafa tveggja manna til um hverfis síns og svigrúms er aldrei söm og jöfn. Og til að fullnægja sömu þörf eins dugir oft aðeins brot af kröfu annars. Undarlegir eru þessir dagar Hvaða hugsun var annars að brjótast í mér í morgun? Jú hún var um þennan vallargarð sem hann faðir minn hlóð þegar ég var lítill hnokki er sté hjá honum við stokkinn. Við höfð um báðir gróið við hægstreymi áranna og í seinni tíð höfum við lækkað og gengið saman, en við erum hvergi betur komn ir en á þessum stað þar sem við höfum reynt að fylla út í umhverfi okkar frá öndverðu. En ég er ekki viss um að við mundum falla að neinum öðrum jarðvegi né nokkur jörð önnur vildi við okkur taka. Líklega réttast að rjátla hérna upp í brekkurnar og líta til.kindanna. Þær eru víst flest ar í hlíðinni þar sem ilmbjörk in grær. Hérna litlu neðar fór um við í berjamó fyrrum krakk arnir af báðum bæjum því að hér var berjalandið betra en annars staðar þótti okkur. Og hér eru þeir enn á sveimi hlátr ar okkar aftan úr fjarskanum og hljóður grátur felst ein- hversstaðar niðurbyrgður í söln uðu lyngi. Aðrar raddir miklu nær varðveitast í þessu and- rúmi og blik úr auga drengj anna hans Nonna míns, sem skruppu hingað upp eftir einu sinni síðdegis á ofanverðu sum ri. Það styrkir hjartað að vita þær hérna þessar raddir og geta vitjað þeirra þegar hentar. Afskiptalausar lágu þær hér löngum í vafstri áranna. Núna upp á síðkastið hafa þær aftur látið á sér kræla. Oft hefur haustið kallað mig til móts við hríslurnar mínar vænu. Og í hvert skipti þykja mér þær skrúðmeiri en fyrr. Mjúklátir vindar seinustu vikna hafa haldist í hendur við þíð- nætur tvímánaðar og haust- mánaðar. Jörðin segir ótrúlegar sögur í þessum kræklóttu hrísl um. En seiður þeirra á sér enga ævintýrs og fornra dansa. Þagg viðmiðun aðra en veruleik andi eru þessar göngur hingað upp eftir — með hendur fyrir aftan bak og remmu af sortu lyngi á tungunni en hundkvik indið snuðrandi í humátt á eftir eða hlaupandi á undan eða tak andi hliðarsprett eftir rjúpu eða fiðrildi eða iðkandi þau vísindi einhver, sem herra hans ber lítið skynbragð á eða ekki. Uppi á þessum kletti er betra að standa en á öðrum stöðum Héðan sér yfir kotið, þar sem hugrenningar langrar ævi bær- ast eins og tíbrá í andrúmsloft inu og blóðæðar hríslast um atburðarás áranna. Og fjalla- hringurinn á ekki sinn líka, og myrkblár er feldur hans í værð haustdagsins. Og í þess um bláfjallageimi hefir gjörzt ÖU mín saga. Hér sýnast ásarn- ir standa á öndinni meðan þeir bíða eftir geðbrigðum hollvinar síns, og engum ráðum má hann heldur ráða, þykir honum, án þess þetta gamalkunna og góð- viljaða umhverfi fái íhlutun um málalok og úrslit. Og ósjálfrátt verður honum að syngja þýðlega gamalkunna vísu: Lóan í flokkum flýgur, fjariægist sumar ból— fyrri og fyrri hnígur fögur að djúpri sól. Og þarna niður frá er hún að bogra með kræklóttar hend ur, sú, sem las vonglaðan sólm úr frostrósum og þýddi fyrir kallinn sinn. Ekki ætti það við hana að sækja dropann í hvítgljáar búð ir margmennisins. Og héðan af varinhellunninni sér hún haust rökkrið nálgast og fljótt finnur hún það seytla undurveikt inn um dyrnar bak við sig og inn í blóðið líka. Nú blandast því ekki framar angan frá hvann stóðinu neðan undir varpanum eins og í sumar. En áður en hún hverfur inn berst óvitar.di gam alt Ijóð inn í hugskotið og hún raular það hægt og þaggandi meðan hún gengur stéttina mjúkum skrefum: Sumarblóm höfði halla hnipin í fjalla klauf fölnuð til jarðar falla fríðustu bjarkar lauf. Æi, já það fær mér jafnan “.-pörvun og gleði ag fara hönd um um alla þessa gamalkunnu muni og handleika þessa vin- samlegu snerla. Þeir opna mér dyr að stofunum mínum tryggu þar sem frá þiljunum bergmál ar ilmur liðinna ævi, allt af nýjar hendingar og nýir hljóm ar, þar sem hugblærinn er þó einn og samur. Og eiginlega finnst mér alla daga hafa titr- að sólskin á hlaðinu fyrir fram an bæinn minn og sóleyjar- vaxið úti í varpanum. Og und- ir sólu að sjá sé ég um leið bera við himin þennan drengi- lega karlmannssvip, svipinn hans. Það er leiftur frá þeim snemmkvæma degi okkar beggja, sem ekki hefir geng- ,ið undir til þessa. Alltaf sól- sólskin nema tímann, sem tengdur er minningu stúlkunn- ar okkar. Fjarska rigndi mik- ið daginn þann og þá næstu á eftir. Það haustar víst hjá okkur: Sumarblóm höfði halla hnípin í fjalla klauf, fölnuð til jarðar falla fríðustu bjarkar lauf. BÍLflR Trabant árg. 1966 Daf _ 1964 Jaguar _ 1961 Volvo P544 — 1963 Peugeot _ 1964 Singer Vogue — 1963 Moskwitch — 1966 Sveinn Egílsson hf.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.