Morgunblaðið - 25.10.1966, Síða 2
2
NORCU NBLAÐIÐ
ÞriSjudagur 25. okt. 1968
99
Grafln lifandi af brezka koBanámuráðinu46
Hormor íbúanno í Aberfan fær úirús í reiði
Aberfan, Wales, 24. október —
AP-NTB
HARMUE fólksins í welska þorp
inu Aberfan hefur nú breytzt í
reiði í garð yfirvaldanna, sern
það sakar um að hafa beinlínis
valdið slysinu með vanrækslu.
í dag, er formaður líkskoöunar-
orsök 30 látinna, fékk harmur
nefndar þorpsins las upp dauða
fólksins útrás í reiði. Verkamað
ur nokkur, sem missti konu sína
og tvö börn í slysinu, krafðist
þess að dánarorök ástvina sinna
yrði skráð á dánarvottorðið:
„Grafin lifandi af brezka kola-
námuráðinu." Kvenmannsrödd
greip þá fram í og sagði: „bað
er rétt, þeir myrtu börnin okk-
ar“, og karlmaður kallaði: „Þeir
myrtu börn“. Skapaðist þarna
algert öngþveiti er fólkið kall-
aði ásakanir sínar. Verkamaður-
inn, sem heitir John Collins,
endurtók: „Ég vil að skráð sé á
dánarvottorðið, grafin lifandi af
brezka kolanámuráðinu. Það er
álit okkar hér í Aberfan".
Formaður líkskoðunarnefndar
innar sagði að hann yrði að
halda við sinn úrskurð, sem var
köfnun, en íbúarnir hefðu fulla
heimild til að láta í ljós álit sitt
við rannsókn slyssins. Atburður
þessi lýsir hugarástandi þorps-
búa, sem krefjast þess að fá að
vita hversvegna kolanámuráðið
tók ekki til athugunar aðvaranir
um að slík slys gætu átt sér stað.
Björgunarstörfum er haldið
áfram dag og nótt í Aberfan.
XJm 150 lík hafa nú fundizt og
útilokað er talið að nokkur sé
enn á lífi undir gjallhrúgunni.
Enn er hætta á að meira hrynji
úr gjallhaugnum og eru verðir
útbúnir talstöðvum við hauginn
til að geta samstundis gert við-
vart, ef vart verður við ein-
hverja hreyfingu. Brezkir her-
menn komu til þorpsins á sunnu
dag til þess að halda forvitnum
ferðamönnum frá slysstaðnum
þannig að björgunarmenn geti
unnið hindrunarlaust. Nokkrir
björgunarmanna hafa við upp-
gröftinn fundið lík eigin barna.
í Vatíkaninu í Róm bað Fáll
páfi fyrir hinum látnu. Sagði
hann að hið hörmulega slys
snerti hjörtu allra manna.
Veður hélzt þurrt á sunnudag
Fjárhagserfiðleikar
S.Þ. úr sögunni
— leggðu aðrir hlutfallsBega jafn
mikið fram og Islendingar
ÍSLENDINGAR leggja fram
dollar á íbúa til friðargæzlu-
starfsemi Sameinuðu þjóðanna.
Ef framlag Bandaríkjanna á íbúa
væri jafnhátt, myndi framlag
þeirra nægja samtökunum í eitt
ár og ef allar þjóðir samtakanna
Ieggðu hlutfallslega jafn mik-
ið fram, væru fjárhagserfiðleik-
ar Sameinuðu þjóðanna úr sög-
unni.
Þetta kom fram í ræðu, sem
fastafultrúi Bandaríkjanna hjá
NATO, J. H. Cleveland sendi-
herra flutti á vegum Varðbergs
og Samtaka um vestræna sam-
vinnu í Þjóðleikbfxsskjallaranum
í gær. í ræðu sinni gerði sendi-
herrann tillögu þá, sem fram
kom í ræðu Emils Jónssonar ut-
anríkisráðherra á þingi Samein-
uðu þjóðanna fyrr í þessum mán
uði að umtalsefni, en þar sagði
ráðherrann, að ef vel ætti að
vera, þyrftu Sameinuðu þjóð-
irnar að hafa yfir að ráða hæfi-
legum hreyfanlegum herstyrk,
sem hægt væri að senda þangað,
sem talið væri að þörf væri á
slíku liði, hvenær sem er til þess
að koma í veg fyrir, að vopnuð
átök brytust út. Kvaðst Cleve-
land sendiherra vilja taka undir
þessa tiilögu, sem væri athyglis-
verð og bæri að íhuga gaum-
gæfilega.
Nánar er sagt frá ræðu sendi-
herrans og fundi hans og blaða-
maruia á bls. 8.
Heimdallur
AÐALFUNDUR Heimdallar FUS
verður haldinn í Sjálfstæðishús-
inu nk. miðvikudagskvöld og
hefst fundurinn kl. 20.30. Á fund-
inum fara fram venjuleg aðal-
fundarstörf, flutt verður skýrsla
stjórnar og stjórn kjörin fyrir
næsta starfsár.
Tillögur uppstillinganefndar
um næstu stjórn félagsins liggja
frammi á skrifstofu Heimdallar,
Valhöll.
Mikið tjón á bíl-
um á Akureyri
— vegna
Akureyri, 24. okt.
MIKlÐtjón varð á sex bíl-
nm í þrcmur umferðaróhöpp-
um, sem urðu hér í bæ, um og
fyrir helgina. Má óefað rekja
óhöpp þessi að miklu leyti til
ísingar og hálku á götunum, sem
ökumenn hafa ekki varazt.
Fyrsta óhappið var um kl. 1.30
aðfaranótt laugardags, er sex
manna fólksbill fór tvær til þrjár
veltur á götunni norðan Glerár-
brúar. Tveir bræður sem í bíln-
um voru meiddust lítið eða ekk
ert, en billinn er afar illa far-
inn og sennilega ónýtur.
Klukkan 20.55 varð mjög harð
ur árekstur tveggja fólksbíla á
horni Gránufélagsgötu ög
Brekkugötu, sem er aðalbraut.
Báðir bílarnir stórskemmdust.
árekstra
Þriðja óhappið varð kl. 1 að-
faranótt sunnudags innst í Hafn
arstræti. Stór vandaður fólks
bíll lenti upp á bílastæði austan
götunnar og rakst af miklu afli
á Landroverbíl, sem þar stóð,
og kastaði honum á jeppa, sem
og lægði það ótta manna um að
frekara hrun kæmi úr haugnum.
Á laugardag gerði stórrigningu
og var þá sett upp mikið aðvór
unarkerfi. Á sunnudag létu yfir-
völdin sprauta storknunarefnum
yfir hauginn til þess að styrkja
stöðu hans.
Robert Price, yfirjarðfræðing-
ur brezka kolanámuráðsins,
sagði á sunnudag, að rannsókn-
ir við hauginn hefðu leitt í ljós,
að vatnsuppspretta hefði verið
undir honum. Svo virtist sem
vatnið hefði safnast saman í eins
konar geymi sem síðan sprakk
undan vatnsþrýstingnum. Annar
sérfræðingur, William Shepherd,
sagði, að líkja mætti þessu við
vatnssprengju. Hvorugur vildi
fullyrða að uppsprettan hefði
valdið hruninu, en bentu á að í
mörgum welskum héruðum
hefði í þessum mánuði ringt
meira en nokkru sinni fyrr.
Við líkskoðun kom í ljós, að
flestir hinna látnu höfðu kafn-
að. Nokkrir höfðu látizt af völd
um mikilla meiðsla og höfuð-
áverka. í dag fannst lík van-
færrar konu og fjögurra ára
gamals barns hennar, sem hún
hélt á í fanginu.
fbúar margra húsa í Aber-
fan hafa yfirgefið heimili sín af
ótta við annað hrun, enda þótt
yfirvöldin segji að ekki sé leng-
ur^hætta á því.
Á sunnudag var beðið fyrir
hinum látnu í öllum kirkjum
Bretlands. Elisabet Bretadrottn-
ing sótti minningarguðþjónustu
sem haldin var í kapellu í Wind
sor-kastala. Engin guðsþjónusta
Framhald á bls. 16
Sýning Veturliða
framlengd
• VEGNA mikillar aðsókn-
ar nú um helgina að mál-
verkasýningu Veturliða Gunn
arssonar í Listamannaskálan
um hefur verið ákveðið að
framlengja hana um tvo daga.
Sýningin hefur staðið yfir í
rúma viku og átti henni að
Ijúka á sunnudagskvöldið. Að
sókn hefur verið góð, að því
er Veturliði tjáði Morgun-
blaðinu í gær, sérstaklega þó
um helgina er um 1800 manns
sáu sýninguna.
— Þetta er allt að því met-
aðsókn yfir helgi — sagði
Veturliði — og bætti því við,
að svo væri helzt að sjá, sem
vinsældir hans væru í meira
lagi, því að einhver aðdáandi
sinn hefði haft á brott með
sér sýningarskiltið, sem stóð
út við Kirkjustrætið. „Þetta
var sögulegt skilti, sagði hann,
ég hef notað það við allar
mínar sýningar hérna, — en
kannski það hafi bara fokið
út í sjó“.
Sýningu Veturliða lýkur á
þriðjudagskvöld kl. 22.00.
einnig stóð á stæðinu. Allir eru
bílarnir mjög illa útleiknir, sér-
staklega fólksbíllinn og Landrov
erinn.
Svo lánlega tókst til að meiðsl
urðu lítil eða engin, á fólki við
óhöpp þessi, en tjón á bílum er
gífurlegt. — Sv. P.
28 milljónir kr.
EINS og frá hefur verið skýrt í
blaðinu var skip Sambands ísl.
samvinnufélaga, Hamrafell, ný-
lega selt til „The Shipping Corp-
oration of India“. Morgunblaðið
hafði í gær samband við Hjört
Hjartar, forstjóra skipadeildar
Sambandsins, og spurðist fyrir
um sölvehð skipsins. Sagði Hjört-
ur að það hefði verið 28 millj.
króna og væru engar kvaðir
fylgjandi söluverðinu.
Mæður, ömmur og frænkur bíða í ofvæni eftir fréttum af
slysstaðnum — örvæntingin lýsir sér í andliti þeirra.
Fjallvegir tepptust
fyrir noröan og austan
Unnið að því að opna þá í gær — Þeir
sem þurfa að fara með bíla sína um
Möðrudalsöræfi, hraði för sinni
UM síðustu helgi snjóaði víða
norðan og austanlands, og teppt-
ust við það nokkrir vegir á heið
um. í gær var unnið áð því að
moka á þessum vegum, og að
því er Hjörleifur Ólafsson hjá
Vegagerð rikisins, tjáði Mbl. í
gær, voru góðar horfur á að
flestir þessara vega yrðu orðnir
færir í dag, ef veður hefur hald-
izt sæmilegt í nótt.
Á Vestfjörðum var það Breiða
dalsheiði, sem lokaðist, en
mokstri á henni var lokið á laug
ardag; á Norðurlandi var Siglu-
fjarðarskarð enn lokað í gær-
dag, og ekki vitað hvenær það
yrði opnað. í Eyjafirði var nýi
vegurinn fyrir Ólafsfjarðarmúla
ófær og talsverður snjór var
einnig á Vaðlaheiði, en báðar
áttu að verða orðnar greiðfærar
í dag.
Á Norðurlandi er Axafjarðar-
heiði ófær, og er ekki gert ráð
fyrir að hún verði mokuð fyrst
um sinn. Á hinn bóginn er all-
greiðfært yfir Melrakkasléttu og
til Þórshafnar. Möðrudalsöræfi
og Austurlandsvegur voru lokuð
yfir helgina, og í gærmorgun
voru send þangað tæki til snjó-
moksturs. Var gert ráð fyrir að
sú leið myndi opnast í gær. Eru
það tilmæli Vegamálaskrifstof-
unnar að þeir sem þurfi að fara
með bíla sína þessa leið, að gera
það sem allra fyrst, því óvíst sé
með mokstur ef snjóar verulega.
Á Austfjörðum eru Fjarðar-
heiði og Oddsskarð þungfær, þar
sem snjóað hefur þar öðru hvoru
en þeim leiðum verður haldið
opnum a.m.k. fyrst um sinn.
Hófel Hófn vígt
Höfn, Hornafirði, 23. okt.
SEINASTA vetrardag var Hót
el Höfn vígt. Hótelstjórarnir
Árni Stefánsson og Þórhallur
Dan. Kristjánsson ásamt konum
siuum buðu til kvöldverðarboð.
Boðsgestir voru milli 50-60
manns.
Margar ræður voru fluttar
meðan setið var undir borðum.
Að síðustu var stiginn dans. Var
varna mikil ánægja, og hótel-
eigendum fluttar árnaðaróskir
með þann mikla árangur, sem
þegar væri fyrir hendi.
UPP úr hádeginu var hæg
vestlæg átt og bjartviðri um
austurhluta landsins, er
víðast SV-stinningskaldi vest-
anlands, dumbungsveður og
sums staðar rigning. Á Horni
voru 8 vindstig. Hiti var
víðast 3—7 stig, mest 8 stig
á Vestfjörðum og í Vestur-
Skaftafellssýslu. >
Lægðin norður af landinu
var á hreyfingu suðaustur
eftir. Hún mun sennilega
verða komin suðaustur fyrir
land í kvöld eða nótt og valda
norðlægri átt og kólnandi
veðri á ný.