Morgunblaðið - 25.10.1966, Page 12

Morgunblaðið - 25.10.1966, Page 12
12 MOHGUNBLAOIÐ Þriðjudagur 25. okt. 1968 Stuölar - strik - strengir Föstumessa fyrir 400 raddir Um pólska tónsmiðinn Penderecki og nýstárlegar tónsmíðar hans Frá æfingu á passíunni umtöl uðu í San Giorgio í Feneyjum. Krzysztof Penderecki vakti fyrst verulega athygli fyrir sjö árum er hann tók þátt í keppni •em tónskáldasamtökin pólsku •fndu til um ný tónverk. Pend- •recki, sem þá var 33 ára gam- »11, sendi þrjár tónsmíðar til keppninnar allar undir dul- nefni. Er úrslit voru kunngerð, kom í ljós, að hann hafði kreppt verðlaun fyrir allar Þrjár, fyrstu, önnur og þriðju ▼erðlaun í keppninnL Síðan hefur Penderecki stað ff í stórræðum og þykir nú •inn athyglisverðasti tónsmið- nr Evrópu af yngri kynslóð- kvnL Heima í Póllandi flykkist fólk á tónleika ef verk Pend- •reckis eru á dagskrá og sama •r uppi á teningunum er verk hans eru flutt erlendis. í upphafi tónskáldaferils •íns maetti Penderecki að sönnu nokkurri andspyrnu og er verk hans voru fyrst flutt opinber- íega í Póllandi tóku sig til ftokkrir landar hans og starfs- bræður í tónlistinni og hleyptu upp tónleikunum með leik- fangaflautum, rellum, blístri og ólátum. Penderecki kippti sér ekki upp við þetta en samdi næsta tónverk fyrir ýmis „hljóð færi“ í hávaðasamara lagi s. s. sagir, þjalir, verksmiðjuflaut- ur og rafmagnsbjöllur auk al- gengra blásturshljó'ðfæra og bætti loks við venjulegri hand sög og heljarmiklum trjábol og manni til að meðhöndla hvort- tveggja. Og þá, segir sagan, féll andstæðingum Pendereckis allur ketill í eld. Penderecki hefur komið sér upp nýju tónritunarkerfi til þess að festa tónsmíðar sínar á pappír, næsta frumlegu og skemmtilegu á að líta og hafa margir avant-garde tónsmiðir tekið það upp eftir honum. En Penderecki forsmáir þó engan veginn hefðbundið tónritunar- kerfi fyrri tíma og notar venju legar nótur jöfnum höndum. Svipaða 'sögu er að segja af stí'l hans i tónsmíðum, hann beitir jafnt gömlu og nýju og lætur viðfangsefni'ð ráða hverju sinni en fylgir engri fastri stef nu eða „skóla“, hvorki hefð- bundinni né nýtízkulegri. Nýjasta verk Pendereckis sem flutt hefur verið opinber- lega er Passía eða „Píslarvætfi og dauði Jesú Krists samkvæmt Lúkasarguðspjalli", eins og verkið heitir að réttu lagi, tveggja klukkustunda óratór- íó, sem spannar vítt svið inn- an tónlistarinnar allt frá guð- ræknislegum gregóríönskum kirkjusöng og til þurrlegs strangleika tólftónaskólans. — Penderecki fer allt aðrar leið- ir en Bach og Telemann í pass- íum sínum og lætur m. a. kór- inn taka þátt í því sem fram fer og gera athugasemdir, marka píslagöngu Krists með krossinn fyrirlitningarópum og köllum fjöldans og hæðnislhlátr um en tónlistina lýsa samúð og dapurleik þessarar stundar. Þessari passíu Pendereckis hefur verið yfirmáta vel teki'ð hvar sem hún hefur verið flutt. í Kraká varð að halda tvenna tónleika svo öll þau tíu þús- und manna sem á verkið vildu hlýða fengju heyrt það og í Varsjá var svo setinn bekkur- inn í Filharmóníuhöllinni að þar hefur ekki í annan tíma verið meira fjölmenni og pass- íunni og höfundi hennar gífur- lega vel tekið. Passía Pendere- ckis hefur einnig verið flutt í Feneyjum, í kirkju heilags Ge- orgs, San Giorgio og þar brá svo við að áheyrendur, bæði lærðir og leikir, hempuklædd- ir prestar og prúðbúnir gest- ir, gleymdu með öllu banni því sem ríkir í kirkjunni við lófa- taki og öðrum fagna'ðarlátum og klöppuðu sem ákafast, en klerkur einn þar sfaddur af- sakaði brotið á þeim forsendum að það hlyti að vera Drottni þóknanlegt að hylla slikt verk. Um þessar mundir er Pender ecki í Essen í V-Þýzkalandi, ‘kerenir þar tónsmíðar. við Folk- wang- Hoohschule fúr Musik og vinnur að ýmsum tónsmíðum, sem falaðar hafa verið af hon- um. Hann er þó ekki horfinn löndum sínum, hefur aðeins fengið leyfi frá störfum sínum við Tónlistarskólann á Kraká um nokkurt skeið. Tvær tón- amiðanna sem Penderecki vinn ur reú a'ð verða frumfluttar i Bandaríkjunum en ekki hefur verið uppskátt látið hvers kyna þær eru. Þá hefur Penderecki í smíðum föstumessu fyrir 400 radda kór og óperu sem byggð er á réttarhöldum sem fram fóru á 17. öld yfir meintri galdranorn og verður það mik- ið verk að sögn tónskáldsins, með geysifjölmennum kór, mörgum einsöngvurum og „eins mörgum hljóðfæraleikur- um og fyrir verður komið". Thomas IVIann fetar enginn ■ fótspor hans? H É R fer á eftir útdráttur úr grein sem Rudolf Walter Leon hardt, menningarmálaritstjóri v-þýzka vikuritsins „Die Zeit“, skrifaði í blaðið fyrir nokkru um rithöfundinn Thomas Mann Og áhrif hans á þýzkar bók- menntir, um álit landa hans á honum nú og um konu þá er þýddi bækur Manns á enska iungu og talin er hafa valdið imiklu um að Mann voru veitt Nóbelsverðlaun fyrir ritverk •ín 1029: Fyrir nokkru átti ég tal við landa minn, ungan mann og vel menntan, rúmle^a þrítugan, um Thomas Mann. Tilefnið var það, að þá voru nýkomin út sendibréf Manns í þremur bind um. „Þessar þækur", sagði við- mælandi minn, „eru einhverj- ar þær skemmtilegustu sem ég hef tekið mér í hönd til lestr- »r í langan tíma“. Mig furðaði fteldur á þessu •g tók upp á því að spyrja fleira fólk af yngri kynslóð- inni sem áhuga hafði á bók- menntum hvað því þætti um Thomas Mann. Úrslit þeirrar skoðanakönnunar voru þau að þekktast ritverka hans og vin- sælast reyndist fyrsta skáld- saga hans, „Buddenbrooks'*. Næst nefndu flestir til „Töfra- fjallið", þá bréfasafnið sem áð- iir gat og síðan einhverja af smærri sögum Manns, oftast „Tonio Kröger,, sem flestir höfðu lesið i skóla. Ýmsar fleiri skáldsögur voru tilnefndar. „Dauði í Feneyjum", „Mario og töframaðurinn", „Höfða- skipti", „Svarti svanurinn“, „Ástvinur snýr aftur", „Synd- arinn heilagi", „Felix Krull“, en áttu flestar litlum vinsæld- um að fagna. Margir kváðust líka hafa byrjað á bókunum um Jósep en hafa gefizt upp og •vipað var að segja um Faust. Að bréfum Manns undantekn- um voru öll ritverk hans önn- ur en skáldsögur nær gjörsam- iega óþekkt. Hvað sem mönnum kann að þykja um þessa skoðanakönn- un og niðurstöður hennar, verð ur hitt ekki dregið í efa að Þjóðverjar setja sjálfir Thomas Mann á bekk með sígildum rit höfundum fyrri alda og me'ð öðrum þjóðum er hann víðast hvar talinn öðrum löndum sín- um í rithöfundastétt fremur fulltrúi þýzkra bókmennta á þessari öld. ,Það kann þvi að vekja nokkra furðu að á skáldaþingi og rithöfunda sem haldið var i fyrra og ætlað var að fjalla um Thomas Mann steig maður nokkur í ræðustól og sagði: „Jú, vist lesa menn sér Thomas Mann sér til skemmtunar og fróðleiks og fjöldi manna hefur tekið sér penna í hönd til þess að skrifa um hann og verk ihans. En hann hefur ekki eign ast neina lærisveina, það hefur enginn orðfð til þess að taka arf eftir hann í þýzkum bók- menntum eins og var um Rilke og Benn og Kafka og Brecht“. Sá er svo mælti var Rein- hard Baumgart, kunnur þýzk- ur gagnrýnandi, sem skrifað hef ur merka bók um Mann og íróníuna í verkum hans en vill heldur telja sig til skáldsagna- höfunda. Af þessum ummælum Baumgarts spannst mikil orða- senna þarna á þinginu en loka- niðurstaðan varð sú að menn sættust á að víst gætti áhrifa Manns á nútímabókmenntir þýzkar, Gúnther Grass, Uwe Johnson og Martin Walser myndu ekki skrifa eins og þeir gerðu nema fyrir áhrif frá Mann. Þetta kann satt að vera. En hversu mikil eru þau áhrif? Ég settist niður og las hverja á eftir annarri, „Buddenbrooks" Manns og „Die BleChtrommel“ eftir Grass og gat lítinn svip séð með þeim. Ég reyndi aftur oog tók fyrir „Töfrafjallið" eftir Mann og og „Hundejahre" eftir Grass. Kaldhæðni er að finna í öllum bókunum fjórum og stund um skopstælingu en að Ö'ðru leyti er vandséð hvað þær eiga sammerkt. Áhrif rithöfunda á aðra eru jafnan álitamál og sýnist oft sitt hverjum. Af nýrri rithöf- undum þýzkum má þó greina áhrif Hemingways á Sigfried Lenz og Uwe Johnson hefur orðið fyrir töluverðum áhrif- um af Faulkner. Martin Walser líkti mjög eftir Kafka en síð- ari skrif hans spá góðu og hann gæti hæglega orðið Thomas Mann þriðja fjórðungs tuttug- ustu aldarinnar. Þá má ekki gleyma því að tæplega getur nokkurt leikritaskáld núlifandi er skrifi verk sín á þýzku að ekki megi merkja í verkum þess, hvort heldur til eru nefnd ir Frisch eða Dúrrenmatt, Weiss eða Kipphardt eða Hacks, greinileg áhrif af verk- um Bertholds Brecht. Hinn eini sem ef til vill má undanskilja er Hochhuth, sem var læri- sveinn helzta keppninauts Brechts, Carls Zuckmayers. Thomas Mann kemur manni fyrir sjónir sem framandi gest- ur á sviði þýzkra bókmennta eftirstríðsáranna, dáður gestur að sönnu, bæði af almennum lesendum og ungum og upp- rennandi rithöfundum, en gest- ur engu að sfður. Sjálfur hafði hann heldur ekki mikinn áhuga á þýzkum bókmenntum eftir Frú Helen Tracy Lowe-Porter. 1930 þótti lítið til alls þass koma sem skrifað var í Þýzka- landi á árunum frá 1933 til 1945 og stóð að því sem virt- ist sem næst á sama um það sem fram kom síðar. Til þessa ber margt, það helzt að Mann fluttist úr landi og var lang- dvölum vestanhafs og fékk .oks bandarískan ríkisborgara- rétt 1944, en ýmislegt annað stuðlaði einnig að þessu fá- læti hans á efri árum um bók- menntir ættlands síns, sem of Langt mái yrði upp að telja hér. Thomas Mann hlaut Nóbels- verðlaunin 1929 og er það mál margra a'ö þar hafi mestu um valdið þýðing frú Helen Tracy Lowe-Porter á „Töfrafjalli" Manns, þótt svo væri látið heita að verðlaunin hlyti h n fyrir æskuverk sitt, „Budti i- brooks", sem frú Lowe-Po, . Framhald á bls. 13 Thomas Mann. Myndin tekin 1950.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.