Morgunblaðið - 25.10.1966, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 25.10.1966, Qupperneq 17
Þriðjudagur 25. okt. 1966 MORCU N BLAÐIÐ 17 Svíþjdð er mest Norðurlanda Ræða Bjarna Benediiktssonar forsætisráðh. í Stokkhólmi í gær MEÐ ýmsu móti kemur fram, að Svíþjóð hefur löng- um verið talið höfuðland nor- rænna manna. Ævarforn sögn hermir, að Sjáland sé hluti Svíþjóðar, sem dreginn hafi verið á haf út, og er raunar á því gefin sú land- fræðilega skýring, að þar sem landið hafði upp gengið hafi orðið eftir vatn, það, sem kall- að er Lögrinn og liggi s'vo víkur í Leginum sem nes í Sjálandi. Fornmenn sögðu ekki ein- ungis hluta annarra Norður- landa upprunninn í Svíþjóð heldur voru konungsættirnar bæði í Danmörku og Noregi einnig einungis taldar greinar sænsku konungsættarinnar. Og sjálft tungumálið, sem áður var talað um öll Norð- urlönd en nú einungis á ís- landi, lýsir þessu sama. yið tölum um Sverige sem Svíþjóð — den svenske nation —, en um Danmörk, þ.e. danska skóg inn, Noreg — þ.e. veginn til Norðurs og Finnmörk eða Fmnland. Það er í Svíaríki, sem sjálf „þjóðin“ býr. Enn á okkar dögum helst það, að Svíþjóð er mest Norð- urlanda, allt í sénn að stærð, fólksfjölda, auði og áhrifum. Óþarft er um það að fjölyrða og engin íblöndun í sænsk stjór og engin íblöndun í sænsk stjórnmál þótt sagt sé það, sem allir vita, að sænskir stjórnar- hættir eru nú taldir til fyrir- myndar hjá öllum frjálsum þjóð um vegna þess, að hér hefur velmegun almennings verið tryggð betur en annars stað- ar. Við íslendingar erum meðal þeirra, sem margt höfum af Svíum lært. Tengsl okkar við þá hafa raunar verið minni en bæði við Noreg og Danmörku. Úr Noregi erum við upprunn- in og höfðum náin ríkisréttar- leg tengsl við Noreg og Dan- mörk um margar aldir.. Þvílík tengsl voru við Svíþjóð ein- ungis skamma hríð. Á þeim árum gerðist það, að í eina mestu tignarstöðu landanna fyrst Svíþjóðar og síðan ís- lands var skipaður gæðingur Eiríks af Pommern, Jón Gerr- eksson. Hann var fyrst gerður erkibiskup í Uppsölum en dugði ekki til þess og þótti þá fullgóður handa íslendingum, og var skipaður biskup í Skál holti. En ævi hans lauk svo, að íslenzkir höfðingjar drógu hann frá há-altarinu í dóm- kirkju sinni, settu hann í poka og drekktu í á, sem rennur í nágrenninu. Nú á dögum hefur farið mun betur fyrir flestum þeim, sem sótt hafa frama til Svíþjóðar. Fjölmargir Islendingar sækja nú þangað þekkingu. Hér hafa sumir okkar færustu hagfræð- ingar, landfræðingar og aðrir fræðimenn öðlast þann lær- dóm, sem íslandi hefur orðið að ómetanlegu gagni. Okkur Dr. Bjarni Bencdiktsson, forsæ isiáðherra og Tage Erlander, fo rsætisráðherra á flugvellinum í Stokkhólmi. þykir þið m.a.s. vera of góðir við unga íslenzka lækna, sem hingað koma til framhalds- náms, því að okkur hefur geng ið erfiðlega að fá þá heim aft- ur. Um þessar mundir vinna Svíar með íslendingum að stór framkvæmdum, svo sem mestu vatnsaflsvirkjun, tem gerð hef ur verið á' íslandi, og sænskt fyrirtæki hefur tekið að sér stækkun Reykjavíkurhafnar. Verzlunarviðskipti landanna eru báðum til hags, enda kunna Svíar vel að meta hina góm- sætu íslenzku síld. Nokkur ágreiningur hefur öðru nvoru risið út af löndunarrétti Loft- leiða á sænskum flugvöllum en því máli hefur hingað til tek- ist að ráða til lykta einmitt vegna góðvildar og skilnings sænskra stjórnarvalda. Það, sem litla þýðingu hefur fyrir aðra, hefur oft mikla þýðingu fyrir íslendinga vegna okkar mannfæðar og þeirrar lífsnauð synjar okkar að fá fjölbreytt- ari atvinnuvegi til að tryggja efnahagsgrundvöllinn. Við íslendingar búum í erf- iðu landi og höfum um margt átt erfiða sögu. Einangrunin hefur á umliðnum öldum reynzt okkur hættulegust. Við fögnum því þess vegna, að hún skuli vera rofin. En okkur er Ijóst, að hinum nýju að- stæðum eru margfaldar hættur samfara. Ein helzta vörn okk- ar gegn þeim, er að við erum og viljum vera norræn þjóð. ekkert hagga. Við sækjum hins vegar styrk í vináttu og samstarfs-vilja okkar norrænu frændþjóð. Heimboð sænska forsætisráð herrans til mín og konu minn- ar að koma hingað tökum við sem tákn vináttu og samstarfs vilja stærstu norrænu þjóðar- innar til hinnar minnstu. Fyrir þá vináttu og velvild færum við okkar beztu þakkir. Fornsögurnar íslenzku varpa Ijósi á fortíð þjóðar vorrar Ræ5a Erlanders forsætisráðherra í Stokkhólmi í gærkvöldi Hér fer á eftir ræða Erland- ers forsætisráðherra í lauslegri þýðingu Mbl.: Herra forsætisráðherra, döm- ur mínar og herrar, Það er mér og sænsku ríkisstjórninni sérstakt ánægju- efni að nú skuli hafa sótt okkur heim forsætisróðherrahjónin ís- lenzku, Bjarni Benediktsson og frú Sigríður Björnsdóttir. Fundum okkar hefur að sönnu oftlega borið saman áður á ýmsum norrænum ráðstefnum, en þetta er í fyrsta skipti sem forsætisráðherra kemur í opin- bera heimsókn til lands vors. Ég held að við gerum okkur grein fyrir því flest okkar, að náin tengsl voru milli ís- lands og hinna Norðurland- anna fyrr á öldum. Fornsögurn- ar íslenzku varpa Ijósi á for- tíð þjóðar vorrar og enn.í dag eiga Norðurlöndin öll itök í ís- landi eða svo þótti mér síðast er ég kom til Reykjavíkur 1965 að sitja þar fund Norðurlanda- ráðs. Við Svíar metum mikils sambandið og samstarfið við ís- lendinga innan ramma norrænn ar samvinnu. Á umbrotatímum breytist bæði inntak og ytra form samvinnu þjóða og hún færist æ meir yfir á hendur ýmissa stofnana. Samvinna Norðurlanda er gott dæmi um þetta. En driffjöðurin í allri samvinnu okkar til þessa og vonandi einnig í þeirri sem framundan er, er tilfinningin um tengsl okkar og sameigin- leg áhugamál. Þetta er það sem úrslitum ræður, því án þessa duga skammt ásjálegir samn- ingar og stórkostleg áform um samvinnu. Á íslandi hefur orðið mjög ör efnahagsþróun undanfarin ár rétt eins og í Sviþjóð og hefur þjóðarframleiðslan farið tölu- vert fram úr því sem menn gerðu sér vonir um. Þetta lýsir sér m. a. í auknum útflutningi og á árinu 1965 varð útflutn- ingsaukning hvorki meira né minna en 16%. Samhliða þess- ari aukningu hefur verið reynt að renna fleiri stoðum undir at- vinnulíf landsins og gera útflun inginn fjölbreyttari. Á þann hátt aukast að sjálfsögðu mögu leikarnir á síauknum vöru- skiptum við önnur ríki og það er von okkar, að viðskipti Sví- þjóðar og íslands aukist enn örar en hingað til og að ísland geti einnig gegnt æ mikilvæg- ara hlutverki á sviði alþjóða- viðskipta. Samskiptum landa okkar get ég að öðru leyti og í öruggri vissu um réttmæti orða minna lýst stutt og laggott sem mikl- um og góðum eins og rétt er og skylt um tvö Norðurland- anna. Með aðstoð Norðurlanda- ráðs fyrst og fremst og með dugnaði og þolinmæði ættum við að geta gert hugtakið „norræn samvinna" raunhæf- ara og meira lifandi en nú er. Þeir sem fengið hafa tæki- færi til þess að heimsækja fs- land hafa heillast af stórbrotnu landsiagi þar og hrikalegri náttúrufegurð. Skýrslur sýna að þeim ferðamönnum sem sækja landið heim fjölgar ár frá ári og ég er þess fullviss að æ fleiri Svíar eiga eftir að bætast í þann hóp. Ég held líka að Svíþjóð geti einnig boðið ís- lendingum eitthvað í staðinn og ég vona að hinir íslenzku gestir okkar eigi eftir að sjá sitthvað næstu daga, bæði gamalt og nýtt, bæði her í höfuðborginni og í Austgotalandi og að þau kynni verði þeim persónuleg og örvandi svo þau megi finna að þau séu hér aufúsugestir. Drengur á hjoli fyrir bíl UMFERÐASLYS var í gaer um kl. 3.15 á horni Nóatúns og Skip holts. Þar var sendiferðabifreið á leið norður Nóatún, og beygði til hægri austur Skipholtið. I sömu mund bar bifreið vestur af Nóatúni, og skyggði útýsni ökumannsins á sendiferðabifreið inni, þannig að hann sá ekki hvar drengur á reiðhjóli kom upp Nóatúnið. Drengurinn lenti á vinstra framhorni sendiferðabifreiðarinn ar, og skall við áreksturinn í götuna. Hlaut hann við það all- mikinn skurð á hægra fæti, og var fluttur í Slysavarðstofuna, en talið er að hann sé ekki brot- inn. Flutti skólanemum erindi um Flóttamannahjálp SB> FORSTJÓRI upplýsinga- skrifstofu Sameinuðu þjóð- anna fyrir Norðurlöndin Ivar Guðmundsson er nú staddur hérlendis, en skrifstofa tvars er í Kaupmannahöfn, svo sem kunnugt er. 1 stuttu spjalli við Mbl. sagði Ivar, að heimsókn hans hér stæði í sambandi við dag Sameinuðu þjóðanna, sem var í gær, og fjársöfnun Flóttamannahjálparinnar. ív- ar flutti fyrirlestur fyrir menntaskólancma í Gamla bíó í gær um Flóttamanna- hjálpina og Sameinuðu þjóð- irnar og skýrði einnig frá starfsemi SÞ. Hann flutti og fyrirlestur um sama efni í Kennaraskólanum í gær. ívar sagði, að hann hefði m.a. komið hingað til skrafs og ráðagerða við stjórn fé- lags Sameinuðu þjóðanna á ís landi, en formaður þess fé- iagsskapar er Armann Snæv- arr háskólarektor. Tilgangur félagsskaparins er m.a. að miðla upplýsingum um starf og tilgang SÞ. ívar kvaðst hafa borið hing að alúðarkveðjur aðalfulltrúa flóttamannaskrifstofu SÞ Sar uddin Agakhan prins. Hafði Agakhan samband við ívar áður en hann kom til ís- lands og bað hann fyrir kveðj ur sínar og árnaðaróskir til íslendinga og íslenzku ríkis- stjórnarinnar. í formlegu kveðjuskjali, sem prinsinn afhenti ívari í Kaupmannahöfn segir í orð- réttri þýðingu: ' „Það er mér mikil ánægja, að láta í ljós hlýjar og ein- lægar óskir til handa ríkis- stjórninni og íslenzku þjóð- inni, sem tekur þátt í flótta- mannafjársöfnuninni 1966. Megi hin ómetanlega starf- semi allra sjálfboðaliðsstofn- ana, sem byggja á umhyggju fyrir flóttamenn verða krýnt frábærum árangri. Framlag islands mun stórlega létta byrðar margra uppflosnaðra manna. Ég færi yður þakkir mínar fyrir að taka þátt í þessu átaki, sem að baki stendur alþjóðleg eining.“ ívar heidur utan aftur nk. fimmtudag. Ivar Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.