Morgunblaðið - 29.10.1966, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.10.1966, Blaðsíða 10
10 MOKGUNBL Laugardagur 29. okt. 1966 VETTVANGUR KVENNA UTGEFANDI: LANDSSAMBAND SJALFST ÆÐISKVENNA RITSTJÖRAR: ANNA BORG OG ANNA B JARNASON Efnahagsmálin eru undir- staða afkomu okkar sagði frú Auður Auðuns á Hvatarfundi Hvöt hefur vetrarstarfsemi sina S.L. MÁNUDAGSKVÖLD hóf •jálfstæðiskvennafélágið Hvöt yetrarstarfsemi sína með fundi 1 Sjálfstæðishúsinu. Frú Auður Auðuns, alþingismaður flutti greinargott erindi, sem formað- ur félagsins María Maack þakk- aði henni fyrir, og flutti síðan hvatningarorð til félagskvenna. Gat formaður þess að í ráði vaeri að félagið gengist fyrir föndurkvöldum fyrir jólin eins og gert hefði verið í fyrra vetur og hefði þá aðsókn verið svo mikil að ekki nærri allar kom- ist að sem hefðu vlijað. — >á var skemmtiatriði fundarins, blökkumaðurinn A1 Bishop, sem undanfarið hefur sungið við góðan orðstýr á Hótel Borg, söng nokkur lög. Skemmtu fundarkon ur sér vel undir söng hans. Loks voru bornar fram kaffiveitingar. Erindi frú Auðar. í upphafi orða sinna skýrði frú Auður Auðuns nokkuð frá ferð er henni hefði verið boðið á snemma í s.l. mánuði, er borg- arráðsmönnum var boðið til Kaupmannahafnar á vegum Kaupmannahafnarborgar. Væri alltaf fróðlegt, þegar komið væri til annarra landa að gera sam- anburð á því sem fyrir augu og eyru ber og því sem er heima. Sá samanburður er þó í mörg- um efnum ákaflega óraunhæfur. Við íslendingar höfum þurft að byggja lang flest upp hjá okkur á einum mannsaldri, en Kaup- mannahöfn er gömul borg, með gróna borgarmenningu. En þrátt fyrir stærðarmuninn eru viðfangsefnin og vandamál- in mjög þau sömu t.d. umferðar- mál, húsbyggingar og skólabygg ingar o.s.frv. En Kaupmanna- höfin á við alveg sérstakt vanda mál að glíma, þar sem eru þrengslin. Þegar við tölum um Kaupmannahöfn eigum við að jafnaði við Stór-Kaupmannahöfn, sem er hvorki meira né minna en 2)3 bæjar og sveitarfélög, sem telur um 1,4 milj. íbúa. í sjálfri Kaupmannahöfn eru aðeins 660 þús. íbúar og fer þeim fækkandi. Hefur fækkað um 80 þús. síðan 1950. En íbúafjölgunin í ytri borg ahverfunum er aftur á móti mjög mikiL Látlausar nýbyggingar Frúin gat þess að þeim borgar ráðsmönnum hefðí m.a. verið sýndar nýbyggingar í íbúðar- hverfi, sem hún efaðist um að þætti mikið til koma hér á landi, innrétting og búnaður húsanna verið mjög látlaus og laus við allan íburð. Mörgu fleira sagði frú Auður frá, sem hún hafði í kynnst í ferðinni, sem fróðlegt og skemmtilegt var að heyra um. Þá minnist frúin á að dýrtíð væri orðin mikil í Danmörku og hefðu augljóslega fleiri við vandamál verðbólgunnar að atríða en við. Eru víðast hvar notaðar sömu leiðir til úrbóta, svo sem að draga úr þenslu og þar með fjármagninu sem er í umferð. í haust hafði tekist giftu samlega að halda niðri verðlagi landbúnaðarafurða hér, og nú væri búið að lækka verð á mjólkinni. Undanfarin góðæri og hækkandi verðlag á útflutn- ingsafurðum okkar hefur gert kleift að mæta auknum kröfum fólksins og verðmætaaukningin í þjóðfélaginu orðið stórkostleg. — Nú hefur aftur á móti orðið verðfall á útflutningsafurðum okkar og fyrirsjáanlegt er að það verður að stinga við fótum ef ekki á að stefna í hreint óefni. Ríkisstjórnin heitir á lands- menn að standa með henni að stöðvun verðhækkana og hefur fyrir sitt leyti riðið á vaðið, með því að halda í skefjum verði á landbúnaðarafurðum, sem eru stærstu útgjaldarliðirnir í mat- vælakaupum heimilanna. Verði unnt að koma í veg fyrir kaup- hækkanir, á að ,vera hægt, þrátt fyrir ýmsa aðsteðjandi erfiðleika að halda þeim lífskjörum, sem við höfum nú öðlast, ef ekki HINN 31. ágúst s.l., var í Bif- röst á Sauðárkróki haldinn stofn fundur Sjálfstæðiskvennafélags Sauðárkróks. Steingrímur Blön- dal, erindreki flokksins í Norð- urlandskjördæmi vestra setti fundinn og bauð konur vel- komnar. Mættar voru á fundin- um 18 konur en 26 höfðu látið skrá sig sem stofnfélaga. Fyrst var gengið til stjórnar- kjörs. Formaður var kjörin Sig- ríður Guðvarðsdóttir en aðrar í stjórn Sigrún Pétursdóttir, Erna Ingólfsdóttir, Eva Snæbjörnsdótt ir og Aðalheiður Ormsdóttir. >á var kosið í nefndir, en að því búnu rætt væntanlegt starf fé- lagsins og önnur mál er fram komu. Að lokum flutti formað- ur hvatningarorð til félags- kvenna. Fréttamaður síðunnar hafði nýlega tal af Sigriði Guðvarðs- dóttur og Ernu Ingólfsdóttur, sem hafði með höndum undir- búning að stofnun þessa féiags. koma algjörlega óviðráðanleg utanaðkomandi vandræði til sögunnar. Engar nýja álögur. Fjárlagafrumvarp var að vanda lagt fram í þingbyrjun, fyrsta mál þingsins og mikil- vægast á hverjum tíma. Stjórn- arandstaðan hefur mjög deilt á ríkisstjórnina fyrir að fjárlög hækka all mikið að niðurstöðu- tölum frá síðasta ári og er það ekkert nýtt fyrirbæri, svo var einnig í þeirra stjórnartíð. Fjár- lög fara hækkandi með aukinni velmegun og auknum tilkostnaði á öllum sviðum, kauphækkun- um, aukinni þjónustu og fyrir- greiðslu við þegnana. En vert — Hér hefur ekki áður verið starfandi Sjálfstæðiskvennafélag Erna? — Nei, þótt mekilegt megi virðast. Á seinni árum hefur að vísu nokkuð verið um það rætt að Sjálfstæðiskonur hér í bæn- um stofnuðu með sér félag, en einhverra hluta vegna hefur ekki orðið af því fyrr en nú. Líklega hefði þessi félagsstofnun dregist enn nokkuð, ef frú Ragnhildur Helgadóttir, formaður Landssam bands Sjálfstæðiskvenna hefði ekki hvatt okkur mjög til henn- ar. Ekki einkamál karlmanna Ástæðan til þess, að ekki hef- ur verið hér starfandi Sjálfstæð- iskvennafélag tel ég vera þá, að konur hafa snýt alltof lítinn áhuga á stjórnmálum og sumar hverjar hafa beinlínis verið hræddar við að láta þau mál til sín taka. Sá ótti er algjörlega ástæðuiaus. Stjórnmál eru ekki Frú Auður Auðuns. er að gefa því gaum að tölurnar einar án útskýringa segja ekki einu sinni hálfa sögu. Þannig eru fjárlög í vaxandi mæli tæki til tekjujöfnunar í þjóðfélaginu, ríkið tekur til sín fjárhæðir, sem er jafnharðan veitt út til þjóð- félagsþegnanna. Þannig er í fjárlagafrumvarpi þessu t.d. áætlað að verja 868 millj. kr. til almannatrygginga, fé sem rennui nein einkamál karlmanna. Það eru fjölmörg mál, sem betur hentar að konur vinni að en karlmenn, svo sem uppeldismál. Ég vil gjarnan ræða frekar þennan ótta, sem ég minntist á áðan hjá konum gagnvart félagi sem þessu. Þótt þetta félag heiti Sjálfstæðiskvennafélag þá er starfsemi þess ekki eingöngu stjórnmálalegs eðlis. Það er fleiri mál sem við höfum hugsað okk- ur að láta til okkar taka. Fundir eru ekki eingöngu um hápólitísk mál þótt þau hljóti að bera á góma. Ég var vör við er ég ræddi við konur um íélagsst _>fn- unina að þetta yrði eitthvað ó- skaplega formlegt og þess hál.t- ar. Þessi ótti er með öllu ástæðu- laus. Þetta er eins og hvert annað kvenféiag, nema í megin atriðum vinnur það að framgangi stefnu- mála Sjálfstæðisflokksins. Sjáif- stæðiskonur hér vinna ekki að- eins flokki sínum gagn með því að vera virkir félagar, heldur og beint til bótaþega, þar af 79 milljónir til atvinnuleysistrygg- inga og til niðurgreiðslu á vöru- verði 478 millj. Það sem mestu máli skiptir er það, að í fjárlagafrumvarpinu er ekki gert ráð fyrir að leggja á neina nýja skatta, heldur verði aðeins stuðzt við núgildandi tekjustofna. Áætlað er að rekstr arafgangur verði 381 milj. Frú Auður lauk máli sínu með þessum orðum: „Efnahagsmalin eru undirstaða afkomu okkar, og nauðsynlegt að sem flestir þjóð- félagsþegnar reyni að fylgjast með þeim eftir föngum. Hitt er svo annað mál, að það er ekki alltaf auðvelt að mynda sér fast mótaða skoðanir í þeim efnum, í öllu því moldviðri sem stjórnar andstaðan þyrlar upp umhverf- is þau mál, sem og önnur, en nokkur vísbending um vinnu- brögð má það vera að sú sama stjórnarandstaða sem deilir á hækkun fjárlaga er óspör á að flytja lagafrumvöp og breyting* artillögur við fjárlögin, sern þýða aukin útgjöld, en hitt er fátítt að þaðan komi tillögur u:n niðurskurð eða annað til að mæta þeim útgjöldum“. bæ sínum og landi. í þessu fé- lagi gefst 'þeim kostur á að koma áhugamálum sínum um bæjarmál á framfæri og vinna að þeim. — Og hvað er að frétta af starfseminni, Sigríður? — Það er nú raunar lítið enn sem komið er. Við erum bara svona rétt að fara í gang. Við höfum verið að afla nýrra fé- laga undanfarið. Það eru 26 kon- ur skráðar í félagið, en hér eru miklu fleiri Sjálfstæðiskonur. Og ég myndi segja, að við höf- um fengið góðar undirtektir hjá þeim konum, sem við hófum leitað til og geri ég mér þess vegna vonir um að félagaíaian hækki nokkuð á næstunni. Fá sæti í bæjarmálaráði Sjálfstæðisflokksins. — Hér á staðnum er starfandi bæjarmálaráð innan Sjálfstæðis- flokksins og við fáum auðvitað okkar fulltrúa í það og þeir munu svo vinna að okkar áhuga málum á sviði bæjarmála. Annars er þetta, eins og ég sagði áðan, allt á byrjunarstigi. Við erum ef svo má segja að finna okkur í starfinu og lítum bjartsýnar fram á við, ekki sízt vegna þess að konurnar hafa sýnt mikinn áhuga og samstarfs vilja. — Hafið þið ákveðið eittiiv ið um tilhögun vetrarstarfsins? — Á stofnfundi var kjövin skemmtinefnd, sem hefur þegar gert áætlun um vetrarstarfsem- ina, þótt ég vilji ekki að svo komnu ræða hana frekar. Ln þær eru með ýmsar framkvæmd ir á prónunum. Annars er verið að ganga frá víðtæku samstaríi Sjálfstæðisfélaganna hér á Sauð árkróki og í sveitunum cg við látum áreiðanlega okkar hlut ekki eftir liggja í því starfi. — Og er nokkuð sem þú viidir taka fram að lokum? — Ekki annað en að hvetja Sjálfstæðiskonur hér til að ganga í þetta félag og taka þátt i starfinu. Það er að nógu að vinna. Á sumri komanda eru alþing- iskosningar og í undirbúnmgs- starfinu að þeim má enginn liggja á liði sínu, að þær færi flokk okkar fram til sigurs. Margar konur munu e.t.v. hugsa sem svo, að það sé ekki rnikið, sem þær geti að þessum málum unnið, en það er mesti misskiln- ingur. Það er, eins og ég sagði áðan, að mörgu að vinna. Og því meir sem við vinnum, þtss meiri og betri árangurs tr að vænta. Stjórn Sjálfstæðiskvennafélags Sauðárkróks, sitjandi frá vinslri: Erna Ingólfsdóttir, gjaldkeri, Sigríður Guðvarðsdóttir, formaður, Sigrún Pétursdóttir, varaformaður. Standandi frá vinstri: Eva Snæbjörnsdóttir, spjaldskrárritari og Aðalheiður Ormsdóttir, ritari. Sjálfstœðiskvennafélag stofnað á Sauðárkróki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.