Morgunblaðið - 29.10.1966, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 29.10.1966, Blaðsíða 28
Helmingi útbreiddara en nokkurt annað íslenzkt blað . ——.......... ......... 248. tbl. — Laugardagur 29. október 1966 Langstærsta og fjölbreyttasta blað landsins Kjöt að verðmæti 10 milljónir í hættu vegna ammoníakleka Holti, Síðu, 28. okt. SÍÐDEGIS í dag sprakk ammoníakleiðsla í einum klefa í frystihúsi Sláturfélags Suðurlands á Kirkjubæjar- klaustri. Slátrun stendur yfir og því unnið í írystihúsinu, en svo heppilega vildi til, að eng inn var staddur inni er slysið varð. Ókannað er enn um skemmd- ir, enda ekki hægt að komast inn að svo stöddu. Væntanlega munu koma viðgerðarmenn úr Reykja- vík í nótt. Ammoníak hefur að minnsta kosti íarið í tvo klefa og eru þeir báðir fullir af kjöti, en magnið mun nema 1500—2000 skrokkum. Vélstjóri Sláturfélags Suðurlands á Klaustri er Jón Björnsson. — Siggeir. Vegna þessarar fréttar sneri blaðið sér til Vigfúsar Tómasson- ar hjá Sláturfélagi Suðurlands og spurði hann um hver áhrif þessi ammoníakleki kynni að hafa á það mikla magn af kjöti, sem þarna er geymt Vigfús sag'ði, að það byggðist Nýtt sklp til Neskaupstaður Neskaupstað, 28. okt. í DAG kom til Neskaupstaðar nýr og glæsilegur bátur. Heitir hann Sveinn Sveinbjörnsson. Báturinn er smíðaður hjá Homm elvik í Noregi og er 250 tonn að stærð. Aðalvél bátsins er List- er-diesel, 60 hö. og gekk bátur- inn 11.5 sjómílur í reynsluför. 1 bátnum eru að sjálfsögðu öll nýjustu fiskileitar- og siglinga- tæki. Skipstjóri á bátnum er Guð- mundur Karlsson, en eigandi er Sveinbjörn H. Sveinsson í Nes- kaupstað. mjög á því hve fljótt lekans hefði orðið vart, og þá hve mikið magn hefði komizt inn í klefana. Hefði komizt þangað fljótandi ammoní- ak brennir það frá sér allt líf- rænt, sem fyrir verður. Sláturfé- lagið hefur áður orðið fyrir því að ammoníakloft hefur komizt í klefa þax sem kjöt var geymt. Það kjöt var harðfrosið. Er teki'ð var utan af því hvarf öll lykt, og er kjötið hafði verið þýtt og síð- an rannsakað, kom í ljós, að ekk- ert ammoníak var að finna í þvi. Á þessu stigi málsins verður því ekkert um það sagt hvort kjötið Þungt hald- inn enn SAMKVÆMT upplýsingum rannsóknarlögreglunnar þá var maðurinn, sem varð fyrir bif- reiðinni í Skipholti í fyrrakvöld enn mjög þungt haldinn í gær- kvöldi, og var ekki kominn til meðvitundar. Hann heitir Jó- hann Guðnason til heimilis að Skipholti 51, og er tæpra 50 ára að aldri. Rannsóknarlögreglan biður alla þá sem urðu vitni að þessu slysi að hafa samabnd við sig sem fyrst. hefur orðið fyrir skemmdum eða eyðileggingu. Hér er um a'ð ræða um 200 tonn kjöts, sem að verðmæti eru rúmar 10 milljónir króna. Þetta kjöt er í hættu, en í nótt var þess að vænta hve alvarlegt ástandið væri, en viðgerðarmenn fóru austur í gærkvöldi. Þannig leit ein bifreiðin út eftir um mánuði. einn af árekstrunum í þess- 2028 slys og árekstrar í Rvík það sem af er árinu Erfiðistu tímar umferðarinnar fara í hönd NÚ FARA hættulegir tímar í hönd í umferðinni, því að fram- undan eru þeir tveir þrír mán- uðir, sem hafa orðið árekstra og slysahæstir á undanförnum árum, samkvæmt skýrslum lög- reglunnar. Af þessu tilefni sátu fréttamenn fund í gær með þeim sem með umferðamál í borginni hafa að gera, og gerðu þeir þar grein fyrir ýmsum at- riðum varðandi umferðina í ár miðað við árið í fyrra. Skipulag saltdreif- ingar á götur bætt ÞAÐ kom fram á fundi með lög reglunni og umferðanefnd Rvík- ur í gær, að saltdreifing á götur hefur verið skipulögð, og hefur Guttormur Þormar hjá umferða deild Borgarverkfræðings haft umsjón með þeirri breytingu. Er þessi breyting aðallega fólg in í því að einum af hverfis- stjórum borgarinnar hefur verið falið að sjá um dreifingu salts- ins, og hefur hann þrjár bifreið- ar til umráða með saltdreifing- artækjum. Hafa verið skipulagð ar akstursleiðir fyrir hverja bif- Framhald á bls. 27 Verst að tapa því, sem óbœtanlegt er Rætt við Gunnar i Vallholti í G Æ R átti blaðið tal við Gunnar Gunnarsson, bónda í Syðra-Vallholti í Skaga- firði, en bær hans brann sl. miðvikudag, er hann var staddur úti á Sauðár- króki ásamt konu sinni, Stefaníu Sæmundsdóttur. Tvíbýli er í Syðra-Vallholti og bjuggu þau hjón í svo- nefndum austurbæ ásamt dóttur 5 ára að aldri. Gunn- ar er um fertugt. — Húsið brann til grunna, sagði Gunnar. — Hér var um gamlan bæ að ræða, timbur- hús með torfveggjum á köfl- um. Nágrannarnir björguðu talsverðu af innbúi og auk þess tveimur hundum, sem lokaðir voru inni í bænum, Gunnar Gunnarsson, bóndi í Syðra-Vallholti. Austurbærinn í Syðra-Vallholti meðan við fórum í kaupstað- inn. Annar hundanna var illa farinn vegna reyksins, en hann hefir náð sér að fúllu. Það sem bjargaðist var í vest ur álmuhússins, en allt fór, sem í austurálmunni var svo sem húsmunir talsverðir, öll matvara, nýjar mjaltavélar og Framhald á bls. 27 ic Slys og árekstrar. Það kom m.a. fram að frá áramótum til septemberloka hafa orðið 2028 árekstrar og um ferðarslys innan lögsagnarum- dæmis Reykjavíkur, og hafa 323 manns slasast. Á sama tíma í fyrra voru þessar tölur 1998 árekstrar og slys, en 296 manns | höfðu slasazt. Fyrir þennan mán : uð ligja ekki fyrir endanlegar j tölur um árekstra og umferða- slys, en 25. okt. sl. höfðu verið bókaðir 202 árekstrar og um- ferðaslys þar sem 25 manns höfðu slasazt, og dauðaslys hafa orðið tvö, eins og fólki er í fersku minni. I öllum október- mánuði í fyrra urðu 28 árekstrar og umferðaslys, þar sem 35 manns slösuðust, og dauðaslys urðu 3 talsins. Á þessu ári hafa orðið fjögur banaslys, en urðu 8 á öllu sl. ári. Ef þessar tölur eru miðaðar við hina gífurlegu aukningu, sem orðið hefur á bif reiðum í umferðinni hér á sL ári, er þessi aukning ekki svo mjög mikil. ★ Skammdegið hættulegt. Ástæðuna fyrir því að flest slys og árekstrar verða yfirleitt síðustu þrjá mánuði ársins má vafalaust rekja til skammdegis- ins. Á þessum tíma í fyrra slös- uðust 97 manns og urðu þá dauðaslysin fimm. Á hinn bóg- inn má geta þess að í desember- mánuði verða yfirleitt fæst slys á fólki af völdum umferðar, en hann hefur aftur á móti lang- flesta árekstra. ★ Banaslys aukast. Banasiysum hefur fjölgað ískyggilega á þessu ári, og má í því sambandi nefna að frá ára mótum til septemberloka hafa Framhald á bls. 27 Island sigraði Austur- riki 3,5 gegn 0,5 1 SKEYTI frá Guðbjarti Guð- mundssyni fararstjóra Kúbufar- anna segir, að biðskákir úr fyrstu umferð hafi verið tefldar í gærmorgun, en eins og getið var í blaðinu í gær, saUíslenzka sveitin hjá i fyrstu uimerð. Eftir fyrstu umferð standa leikar þannig, að Júgóslavíu vann Tyrkland með 3 gegn 1 vinning, Mongólía vann Mexíkó með 2,5 gegn 1,5 og Austurríki vann Indónesíu með 2.5 gegn 1.5. í annarri umferð vann Frið- rik Ólafsson Austurríkismann- inn Kinzel, Ingi R. Jóhannsson vann Stoppel, Guðmundur Pálmason gerði jafntefli við Winiwarter og Freysteinn Þor- bergsson vann Jantschek. Sam- kvæmt því hefur ísland þvi unnið Austurríki með 3.5 gegn 0.5. Önnur úrslit í annarri umferð urðu: Júgóslavía vann Mongóliu á öllum borðum og Tyrkland og Indónesía skildu jöfn 2 gegn 2. í þriðju umferð teflir ísland við Tyrkland. GRIItlDAVÍK SJÁLFSTÆÐISFÉLAG Grinda- víkur heldur aðalfund í húsi Kvenfélagsins nk. sunnudag kL 2 síðdegis. Nótin tryggingarhæf í DAG fóru hér fram sjópróf vegna þess að síldveiðiskipið Ólafur Friðbertsson hafði tapað nót sinni er það var að veið- um út af Austurlandi aðfara- nótt miðvikudagsins. Skipið tapaði nótinni við veið ar vegna veðurs og vegna þess að snurpuvír slitnaði. Stinnings- kaldi var er óhappið átti sér stað. Verið er að setja upp nýjá nót fyrir Ólaf Friðbertsson í Neta- gerð Seyðisfjarðar og vonast er til að hún verði tilbúin á sunnu- daginn. Áhöfnin tók sér frí á meðan og fóru skipsmenn heim. Að loknu sjóprófi taldi Bjarni Árnason, fulltrúi tryggingafélags ins, líklegt að nótin væri bóta- skyld samkvæmt tryggingarskil mólum. — Sveinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.