Morgunblaðið - 29.10.1966, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 29. ®kt. 1966
ptotgtttt&bfrib
Útgefandi: Hf. Árvakur, Eeykjavik.
Frarnkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
P.itstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðinundsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Knstinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Simi 22480.
Áskriftargjald kr. 105.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu kr. 7.00 eintakið.
SVÍÞJÓÐ - ÍSLAND
/\hætt er að fullyrða, hin
opinbera heimsókn
Bjarna Benediktssonar, for-
sætisráðherra, til Svíþjóðar í
boði sænsku ríkisstjórnarinn
ar muni eiga verulegan þátt
í að treysta vináttutengslin
milli þessara tveggja ná-
skyldu þjóða. Af eðlilegum á-
stæðum hafa kynni íslend-
inga við Norðmenn og Dani
lengstum verið nánari én
við Svía og Finna. En á síð-
ari árum hafa viðskipti ís-
lendinga við Svía og Finna
aukist mjög verulega. Nor-
ræn samvinna hefur orðið
víðtækari og fjölþættari.
Bæði Svíar og Finnar kaupa
nú af okkur íslendingum
verulegt magn af íslenzkum
afurðum, og menningarsam-
vinna þjóðanna hefur aukizt
að miklum mun. Norðurlanda
ráð, Norrænu félögin og marg
vísleg norræn samtök hafa
átt ríkastan þátt í að færa
norrænu þjóðirnar saman.
í ræðu þeirri, sem Bjarni
Benediktsson, forsætisráð-
herra flutti í boði sænsku
ríkisstjórnarinnar, minntist
hann m.a. á það, að fjölmarg-
ir íslendingar sækja nú þekk
ingu til Svíþjóðar, og um
þessar mundir vinna Svíar
rneð íslendingum að stór-
framkvæmdum svo sem
mestu vatnsaflsvirkjun, sem
gerð hefur verið á íslandi, og
sænskt fyrirtæki hefur tekið
að sér stækkun Reykjavíkur-
hafnar. Forsætisráðherra
sagði einnig, að verzlunarvið-
ikipti Svía og íslendinga væru
báðum til hags, og þótt nokk-
tir ágreiningur hefði risið
öðru hverju út af löndunar-
rétti Loftleiða á sænskum
flugvöllum hefði hingað til
tekizt að ráða því máli til
lykta, einmitt vegna góðvild-
ar og skilnings sænskra stjórn
jarvalda.
Svíar eru langsamlega
stærsta og auðugasta þjóð
Norðurlanda. Iðnaður þeirra
er háþróaður og margt til fyr
irmyndar í þjóðfélagsháttum
þeirra yfirleitt. íslendingar
geta því margt af Svíum lært.
Hinum íslenzka forsætis-
ráðherra hefur verið frábær
lega vel tekið í Svíþjóð enda
dylst það engum sem til Sví
þjóðar kemur, að sænska þjóð
in hefur mjög vaxandi áhuga
á auknum kynnum af íslandi
og íslendingum.
Á sama hátt vill íslenzka
þjóðin auka kynni sín við
þessa norrænu vinaþjóð. Það
er þess vegna íslendingum
gleðiefni, að íslenzka ríkis-
stjórnin hefur nú boðið Tage
Erlander, hinum margreynda
og mikilhæfa forsætisráð-
herra Svía, til íslands við
hentugt tækifæri.
ÚTBREIÐSLA
KJARNORKU-
VOPNA
Ueimsathygli hefur vakið,
að Kínverjar hafa fram-
kvæmt fjórðu kjarnorku-
sprengingu sína, og að þessu
sinni hafa þeir skotið sprengj
unni með flugskeyti, en það
sýnir tvennt, miklar framfar
ir í flugskeytatækni og hæfni
til þess að framleiða tiltölu-
lega litlar kjarnorkuhleðslur.
Samkomulagið, sem gert
var í Moskvu 1961 um bann
við tilraunum með kjarnorku
vopn í andrúmsloftinu, sem
þeir Kennedy Bandaríkjafor-
seti og Krúsjeff þáverandi
forsætisráðherra Sovétríkj-
anna höfðu forgöngu um, en
verið hafði mikið baráttu-
mál MacMillans þáverandi
forsætisráðherra Breta, vakti
töluverðar vonir í brjóstum
manna um það, að takmarka
mætti útbreiðslu kjarnorku-
vopna.
Það kom þó fljótlega í Ijós,
að tvö ríki vildu ekki fall-
ast á slíka takmörkun til-
rauna með kjarnorkuvopn, þ.
e. Kínverjar og Frakkar, og
á síðustu árum hafa báðar
þessar þjóðir sprengt kjarn-
orkusprengjur í andrúmsloft
inu.
Það hefur ef til vill alltaf
verið of mikil bjartsýni að
ætla, að þjóðir á borð við
Frakka og Kínverja létu sér
nægja að verða kjarnorku-
veldi af annari gráðu, en hins
vegar er ljóst að tilraunir
þeirra með kjarnorkusprengj
ur hafa dregið mjög úr mögu
leikum þess að hægt verði að
takmarka kjarnorkuvopn við
örfáar stórþjóðir. Ýmsar
smærri þjóðir hafa nú yfir
nægilegri. tækniþekkingu að
ráða til þess að framleiða
kjarnorkusprengjur, og ef til
vill hefur það fyrst og fremst
haldið aftur af þeim, á und-
anförnum árum, að mikil bar
átta hefur verið rekin gegn
útbreiðslu kjarnorkuvopna.
En þegar svo er komið sem
nú, og sérstaklega þó, að Asíu
veldi á borð við Kína virðist
nú búa við miklar framfarir
á þessu sviði, er augljós hætta
á því, að önnur stórveldi í
Asíu sjái sér ekki lengur fært
að sitja auðum höndum. Þess
vegna eru kjarnorkuspreng-
ingar Kínverja, á sama hátt
og kjarnorkusprengingar
Frakka, til þess eins fallnar
að valda bölvun og skapa
stórkostlega hættu á mikilli
útbreiðslu kjarnorkuvopna,
sem hlýtur að stofna heims-
friðnum í hættu. Á það verð- I
Popbílar.
POPBÍLAR
HINN dugmesti sölumaður
Chryslerverksmiðjanna í Chi-
cago heitir Mel Wolff. Hefur
hann fundið upp mörg
kænskubrögð til að selja bif-
reiðarnar ,en síðasta uppátæki
hans hefur vakið mesta at-
hygli. Hann lætur mála bif-
reiðarnar í öllum regnbogans
litum og hefur tekið „poplist“
til fyrirmyndar. Listamaður-
inn sem hann fékk til verks-
ins, Thomas Strobel, sagði við
blaðamenn, að bifreiðir sem
hann málaði væru 500 dollur
um dýrari. Strobel hefur
einnig lofað að mála bifreið-
ina aftur, ef hún verður fyrir
einhverju hnjaski.
Er Wolff lét aka fyrstu bif-
reiðunum um götur Chicago-
borgar ollu þær^ algerri um-
ferðartruflun. Á myndinni
sem hér fylgir sjást fjórir
litir. Fremsta bifreiðin er
svört með rauðum rósum, þá
kemur græn með hvítum ten-
ingum, blá með hvítum rós-
um og loks zebramáluð
Wolff sagði blaðamönnum
að hann væri þess fullviss að
„bílalist“ væri það sem koma
skyldi. „Sjáið þið ekki að
venjulegir bílar virðast naktir
í samanburði við mína bíla?“
Nú er bara að bíða átekta
og sjá viðtökur almennings.
ur því að leggja megin-
áherzlu, að fá þessi tvö ríki,
Frakkland og Kína, til þess
að gerast aðilar að banni við
tilraunum með kjarnorku-
vopn í andrúmsloftinu, svo og
öðrum samningum, sem gerð-
ir kunna að verða um tak-
mörkun á út'breiðslu kjarn-
orkuvopna. Það er í sam-
ræmi við þá stefnu, sem ís-
land hefur markað með því
að gerast aðili að tillögu Sov-
étríkjanna á Allsherjarþingi
SÞ um samninga gegn út-
breiðslu kjarnorkuvopna.
ÓVÍST STJÓRN-
MÁLAÁSTAND í
V-ÞÝZKALANDI
'tjórnmálaástandið í Vestur
Þýzkalandi hefur verið
tryggt að undanförnu, bæði
egna klofnings innan Kristi-
:ga demókrataflokksins, ó-
aægju með Erhard kanslara,
a vavandi ápreininss milii
stjórnarflokkanna, Kristilegra
og Frjálsra demókrata.
Að vísu hefur áður syrt í ál-
inn í samstarfi Kristilegra og
Frjálsra demókrata um stjórn
Vestur-Þýzkalands, og oft lit-
ið þannig út, að því væri end-
anlega lokið, en raunin orðið
önnur, og svo kann einnig að
fara nú.
Hins vegar eru nú fyrir
hendi tvær staðreyndir, sem
ekki hafa áður komið inn í
þessa mynd, annars vegar
augljóslega veik staða Er-
hards kanslara, sem sætt hef-
ur mikilli gagnrýni áhrifa-
mikilla forystumanna Kristi-
legra demókrata, sem virðast
sitja um sæti hans, og svo vax
andi fylgi innan Vestur-
Þýzkalands við þá hugmynd,
að mynduð verði samsteypu-
stjórn Kristilegra demókrata
og jafnaðarmanna.
Þessar tvær nýju stað-
reyndir í stjórnmálum Vest-
ur-Þýzkalands valda því óhjá
kvæmilega, að nokkur óvissa
mun ríkja um stjórnarsam-
starf þar í landi á næstunni.
Minnihlutastjórn Erhards get
ur varla setið lengi við völd,
og því verður fróðlegt að
fylgjast með framvindu vest-
ur-þýzkra stjórnmála á næst-
unni.
Hraðskákkeppni
um Lindubikarinn
HRAÐSKÁKKEPPNI um Lindu-
bikarinn fór fram fyrir nokkru.
Helztu úrslit urðu:
1.—2. Gunnl. Guðmundss. 20 v.
1.—2. Jón Björgvinsson 20 v.
3. Ólafur Kristjánsson 18. v.
4. Júlíus Bogason 16 v.
Gunnlaugur og Jón kepptu síð
an til úrslita og sigraði Gunnlaug
ur og er því bikarhafi sem stend
ur.
Ólafur Kristjánsson tefldi fjöl-
tefli s.l. mánudagskvöld og fékk
11% v. af 14. Þeir, sem unnu
voru: Jón Ingimarsson og Jóhann
Snorrason en jafntefli gerði Jón
Þ. Jónsson.
Vestmannn-
eyingor
ÞEIR sem fengið hafa senda
miða í happdrætti Sjálfstæðis-
flokksins eru vinsamlega beðnir
úm að gera skil sem fyrst. Skil-
um er veitt móttaka í skrifstof-
unnu í Vinnslustöðvarhúsinu,
opin daglega kl. 4—6.
Sjálfstæðisfólk í Vestmanna-
eyjum er minnt á spilakvöld
Sjálfstæðisfélaganna í kvöld kl.
9.