Morgunblaðið - 29.10.1966, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 29.10.1966, Blaðsíða 15
Laugardagur 29. okt. 1966 MORCUNBLAÐID 15 MAO TZE - TUNG OG KINVERSKUR I>VÍ fer fjarri, að menningar- byltingin í Kína að undanförnu, verði skýrð til fulls á grund- velli ágreinings rússneskra og kínverskra kommúnista. Þar gripa inn í fjölmörg önnur at- riði, sem óhjákvæmilega valda átökum í uppbyggingu slíks risa þjóðfélags sem Kína er. En sá þáttur þessarar deilu, sem kall- ast hugsjónalegur — þ.e.a.s. þau atriði hennar, sem beinlínis fjalla um framkvæmd komm- únismans, bæði með einstökum þjóðum og í heiminum öllum, hafa vafalaust valdið miklu róti meðal Kínverja og klofn- ingi í kínverska kommúnista- flokknum. Til þess að gera okkur grein fyrir þessu, verður að rekja upphaf og þróun þessarar deilu, sem bæði er hugsjónadeila og venjuleg þjóðernisdeila. Við höf um séð, hvernig háttaði sam- skiptum sovézkra og kínverskra kommúnista, meðan stóð á byltingunni í Kína, — hvernig stefna Stalíns misheppnaðist, leiddi kínverska kommúnista- flokkinn því sem næst til tor- týmingar — en varð jafnframt til þess að upp reis leiðtoginn, Mao Tse-tung. Eftir fráfall Leníns var Stalín höfuð og herð ar kommúnismans og naut virð ingar Maos, sem slíkur, þótt •hann léti hann ekki stjórna gerðum sínum. Hinsvegar vissi Mao ekki nema lítið eitt um þau ósköp, sem gengu á í Sovét ríkjunum eftir valdatöku Stalíns — hann var önnum kaf- inn við að berjast til valda í Kína eftir sínum eigin leiðum og sinnti ekki öðru. Þess ber að geta, í sambandi við deilu Rússa og Kínverja, að reginmunur var á fram- kvæmd byltinganna í Kína og Rússlandi. Það voru ekki bolsjevikar í Rússlandi, sem gerðu þar byltinguna, þeir áttu nokkurn þátt í henni — en það var fyrst og fremst þjóðin sjálf, sem rak af sér keisaraveldið og setti á laggirnar stjórn, sem Hverjar verda afleiðingarnar af kjarnorkuvopnaframleiðslu 100 milljóna þjóðar, sem er að sprengja utan af sér öll landamörk og alin er upp 'við hernaðaranda frá blautu barnsbeini — undir stjórn kommúnískra heimsbyltingarsinna? VI: Agreiningur Rússa og Kínverja grundvallast átti á lýðræði. Bolsjevikar voru í algerum minnihluta, er þeir hröktu þá stjórn frá og tóku völdin — og í kosningum, sem síðan fóru fram, fengu þeir ekki nema 175 þingsæti á móti 370 þingsætum hægri sósíalista, 40 þingsætum vinstri sósíalista og 124 þing- sætum annarra flokka, þar á meðal Menshivíka. Svar Lenins við þessum úrslitum var að leysa upp þingið, þegar það kom saman í janúar 1918 og koma á öryggissveitum, er síð- an var beitt gegn andstæðing- unum. Mao Tse-tung hinsvegar og fylgismenn hans börðust sjálx- ir til valda í Kína í beinni styrjöld við Kuomintang og voru árið 1949 vafalaust stærsta og öflugasta stjórnmálaafl lands ins, þó aldrei væri óyggjandi úr því skorið með kosningum. Að baki lá þriggja áratuga erfið barátta, þar sem leiðtog- arnir voru alltaf í fremstu víg- línu — ekki meira og minna erlendis eins og Lenin og hans fylgismenn — höfðu náið sam band við kínverska alþýðu og lögðu undir sig landið allt, frá afskekktustu héruðum til þétt- býlasta kjarna þess. Rússnesku kommúnistarnir höfðu ekki af slíkri reynslu að státa eða slíku sambandi við þjóðina. Þeir tóku fyrst miðstöð ríkisins, Pétursborg, og urðu þaðan að vinna landið í heild. Þegar til þess kom að bæla niður andstöðu, beittu kínversk ir og rússneskir kommúnistar í grundvallaratriðum, mismun- andi aðferðúm. Lenin, og þó umfram allt Stalín börðu strax niður alla andstöðu með algerri hörku, kýldu kommúnismann í þjóðina með ógnarvaldi og hreinsuðu miskunnarlaust til með aftökum og nauðungar- vinnu. Mao og hans menn aftur á móti lögðu allt kapp á að telja andstæðingana til fylgis við kommúnismann, beittu enduruppfræðslu, þar sem henni varð við komið. Vissulega voru milljónir manna teknar af lífi og sendar í nauðungarvinnu í Kína, en sé miðað við íbúa- fjölda ríkjanna, voru það að- eins brot af þeim milljónum, sem Stalín lét ryðja úr vegi. Frækorni sáð Eins og getið var í síðustu grein höfðu kínverskir komm- únistar lagt á það. áherzlu frá því árið 1945, að Mao hefði breytt kommúnismanum til hins .betra fyrir vanþróuð ríki og töldu þeir, að hugmyndir hans mundu verða slíkum ríkj um til fyrirmyndar í framtíð- inni. Stalín mislíkaði þetta mjög, hann kærði sig ekki um að Peking yrði miðstöð komm- únismans í Asíu og Afríku, og afleiðingin varð hinn óhagstæði samningur 1950. Næstu sex árin voru sam- skipti Kínverja og Rússa þó yfirleitt mjög vinsamleg. Stalin féll frá og Krúsjeff tók við eftir stutta valdabaráttu — og eftir því sem Edward Cranks- haw, hinn kunni stjórnmála- sérfræðingur brezka blaðsins The Observer segir í bók sinni um deilur kínverskra og rúss- neskra kommúnista, var það ekki fyrr en á 20. flokksþing- inu 1956 að frækornum deilunn ar var sáð. Það gerði Krúsjeff með tvennu móti. Annars veg- ar var árás hans á Stalín, þar sem flett var ofan af glæpum hans. Kínverskum kommúnist- um brá illa við þá árás. Þó þeir dýrkuðu Stalíp engan veginn, töldu þeir fráleitt, að hann hefði verið svo slæmur, sem Krúsjeff sagði. Jafnframt sáu þeir þegar fram á, að þetta mundi valda hættulegu umróti meðal kommúnista yfirleitt — og gat þess utan orðið hættu- legt persónudýrkuninni á Mao sjálfum heima í Kína. Hinsveg- ar braut Krúsjeff í ræðu sinni eina af grundvallarkenningum kommúnismans. Marx og Lenin höfðu lagt alla áherzlu á, að kommúnisma yrði ekki komið á nema með heimsbyltingu —• en nú tilkynnti Krúsjeff allt í einu að kommúnísk ríki væru orðin svo öflug, að heimsbyltingarinnar væri ekki þörf, — hægt væri að koma á kommúnisma með tiltölulega friðsamlegum aðgerðum, jafn- vel í lýðræðislegum kosningum. Þetta var í augum Maos alger helgispjöll og hreinasta fásinna. Talsmenn Kínverja hafa sjálf ir sagt, að þessir atburðir hafi verið undirrót deilunnar. En það létu þeir ekki uppi þá — hreyfðu engum mótmælum fyrr en mörgum árum seinna. Sam- skipti ríkjanna voru áfram vin- samleg, — unz Krúsjeff varð það á að gagnrýna ýmsar efna hagsráðstafanir Kínverja — sem þeir höfðu að mestu tekið upp eftir Stalín, óvitandi um að þær hefðu mistekizt í Rúss landi. Og smám saman varð Kínverjum ljóst, að Krúsjeff var að hverfa frá hreinni komm únískri efnahagssefnu og taka upp stefnu, er byggðist meira og minna á aðferðum kapítalismans. Tók Mao nú að efast stórlega um, að Krúsjeff væri maðurinn til að hafa for- ystu í heimi kommúnismans. Hann ákvað að minnsta kosti að Kínverjar skyldu ekki hlíta hans forsjá í einu iða neinu og ákvað nú að grípa í taumana á vettvangi heimskommúnis- mans. Hann hafði reyndar fengið hugboð um þetta, þegar haustið 1956 í uppreisnunum í Póllandi og Ungverjalandi. Þau mál bæði lét hann til sín taka og hafði veruleg áhrif á stefnu Krúsjeffs á báðum stöðunum. Á Moskvuráðstefnunni 1957, sem haldin var að loknum há- tíðahöidunum vegna fjörutíu ára afmaejhs rússnesku bylting- arinnar, stóðu Rússar og Kín- verjar saman að yfirlýsingu, þar sem kveðið var við tölu- vert harðari tón en hjá Krús- jeff áður. Hann þorði ekki ann að vegna upplausnarinnar sem árásarræðan á Stalín hafði vald ið og Kínverjar töldu, að nú mundi hann sjá að sér. En brátt sótti í sama farið, og fóru nú að sjást þess merki, að ekki væri allt með felldu. Krúsjeff átti langar viðræður við Hubert Humphrey sumarið 1958 og gagnrýndi þá opinskátt landbúnaðarstefnu Kínverja — og margt benti til þess þá, að Rússar og Kínverjar væru komnir í kapphlaup um stuðn- ing við erlend ríki. Kínverjar virtust beina allri athygli að byltingaröflum í vanþróuðu ríkjunum og nýlendum í Afríku en Rússar báru fé á hverja þá ríkisstjórn, er ekki hafði lýst stuðningi við Bandaríkjamenn. Smám saman gerðu menn sér einnig ljóst ,að Kínverjar hefðu gerzt talsmenn heimsbyltingar kommúnismans og ætluðu Kína að verða höfuðvígi þeirrar bylt ingar. Krúsjeff aftur á móti, sem hélt engan veginn eins ör- uggum völdum og Stalín hafði gert, hélt á lofti stefnu friðsam legrar sambúðar, hugsaði fyrst og fremst um að efla hag og styrk Sovétríkjanna og vinna að framgangi kommúnismans án beinnar byltingar. Inn í þessa vígstöðu spunn- ust deilur um notkun kjarnorku vopna. Eftir að Rússar höfðu komið sér upp slíkum vopnum, lögðu Kínverjar alla áherzlu á gildi þeirra fyrir heimsbylting una — og vildu fá slík vopn sjálfir. En Krúsjeff gerði sér æ betur grein fyrir þeirri hættu, sem notkun kjarnorkuvopna fylgdi og vildi heldur efla kommúnismann með friðsam- legum hætti í skjóli þeirra. Árið 1957 hafði Krúsjeff fall- izt á að láta Kínverjum í té ýmis efni og upplýsingar til smíði kjarnorkuvopna, en þegar hann gerði sér ljósa afstöðu Talsmaður heimsbyltingar kommúnismans .... Talsmaður friðsamlegrar sambúðar .... Kínverja til slíkra vopna dró hann að sér hendina, Mao til sárrar gremju. Það mun hafa verið sumarið 1959 — einmitt þegar mistökin við Stóra fram- farastökkið voru að verða aug- ljós svo og afleiðingarnar af hörkunni, er fylgdi í kjölfar Hundrað blóma tímabilsins. Við þetta bættist gremja yfir því, að upp úr uppreisnartilraunun- um í Evrópu haustið 1956 höfðu Rússar orðið að auka aðstoð við Framhald á bls. 17.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.