Morgunblaðið - 29.10.1966, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.10.1966, Blaðsíða 1
28 sföur 53 árgangur 248. tbl. — Laugardagur 29. október 1966 Prentsmiðja Morgunblaðsins De Gaulle á blaðamannafundi: Hernaðarlegur sigur óhugsandi í Vietnam — Lausn útilokud án þáittöku Kinver/a 5 Mynd þessi var tekin í Aber- ; C fan í Wales sl. fimmtudag, er ! ^ fram fór jarðarför allmargra j ; barnanna, sem grófust undir ; ■ gjallskriðunni á föstudaginn j í fyrri viku. Börnin voru jarð j Z sett í einni og sömu gröf. ! ■ i*................................ Morrænn orlofsbær Helsingfors, 28. okt. — NTB • Sex finnskir þingmenn hafa beint þeim tilmælum til Norður landaráðs, að kanna möguleik- ana á því að koma á fót nor- rænum „orlofsbæ" í einhverju binna vanþróuðu ríkja, þar sem loftslag er beppilegt. Þingmennirnir gera þá grein fyrir tilmælum sínum, að geysi- legur fjöldi manna á Norður- löndum taki sér sumarfrí í júlí- mánuði, þar sem hann sé trygg astur góðviðrismánuður — en þetta hafi í för með sér marg- háttuð vandræði. Frá efnahags- Framhald á bls. 27 París, 28. okt. — NTB-AP #De Gaulle, forseti Fiakklands, hélt fund með fréttamönnum í París í dag, Sagði hann þar m.a., að hernaðarlegur sigur í Viet- nam væri óhugsandi — Banda- ríkjamenn mundu aldrei fara með sigur af hólmi — né væri nokkur von fyrir Viet-Cong að sigra bandaríska herliðið. Hins- vegar væri það undir Banda- ríkjamönnum komið, hvort frið- ur kæmist á í landinu. Ef áfram yrði haldið sömu stefnu hefði það ekki annað í för með sér en blóðbað á báða bóga. Kvað forsetinn Frakka líta með fyrir- litningu á að stórþjóð héldi uppi Kjarnorkutilraun Kínverja: Fagnaðarlæti í Peking — IJ Thant fordæmHr Talin hafa geysilega þýðingu, hernaðarlega og pólitíska Peking, Belgrad, Moskvu, 28. okt. — AP-NTB — t FREGNIR frá Peking herma, að geysilegur fögn- uður hafi orðið þar í borg, er frá því var skýrt, að Kínverj- um hefði tekizt að skjóta á loft flugskeyti með kjarnorku hleðslu. | Viðbrögðin { öðrum ríkjum eru mismunandi. U Thant, framkvæmdastjóri Samein- uðu þjóðanna, hefur fordæmt tilraunina og harmað að ekki skuli hafa tekizt að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu kjarnorkuvopna yfirleitt. Ind verskir þingmenn hafa látið í ljós þá skoðun, að þessi árang ur Kínverja verði sennilega Tölur Loftleiða reyndust réttari en hjá SAS — Rannsókn lokið á farþegafjölda Loftleiða á Atlantshafsleiðinni Samningaviðrœður halda átram | í EINKASKEYTI til Mbl. farþega nov. frá Kaupmannahöfn í gær, segir, að lokið sé rannsókn á fjölda þeirra farþega, sem Uoftleiðir flytji árlega á Atlantshafsflugleiðinni. — Á- kveðið hafi verið að gera þessa rannsókn sökum þess, að mikill munur hafi verið á tölum þeim, er Loftleiðir og SAS gáfu upp um farþega- fjölda á þessari flugleið. Hafi komið í ljós, að tölur Loft- leiða væru réttari. í skeytinu segir: „Loftleiðir höfðu gefið upp, að árlegur fjöldi Atlantshafsleiðinni væri 16.000, en með því að bæta við farþegum frá Finnlandi og nokkur þúsund farþegum í leigu- flugi, hækkar sú tala upp í 19.000. SAS hafði staðhæft, að ár- legur fjöldi farþega Loftleiða á þessari leið væri 27.000. Nefndin, sem skipuð var til að framkvæma rannsóknina, hefur haldið fund í Kaupmannahöfn undir forsæti Pauls Andersens, skrifstofustjóra í danska sam- göngumálaráðuneytinu. — Hinar nýju upplýsingar verða lagðar fyrir samgöngumálaráðherra Norðurlandanna, áður en hinar eiginlegu samningaviðræður halda áfram í nóvember nk. Mbl. hafði samband við Martin Petersen, fulltrúa Loftleiða, og staðfesti hann, að þetta væri rétt. Loftlefðir hefðu gefið upp, að Framhald á bls. 27 til að herða mjög á kjarnorku vísindavinnu Indverja. Rúss- ar birtu fregnina athuga- semdalaust — og haft er eftir frönsku stjórninni, að Kín- verjar hafi nú sennilega fund ið svar við hugsanlegum til- raunum Bandaríkjamanna til að færa út stríðið í Víetnam til Kína. Fréttamaður júgóslavnesku fréttastofunnar „Tanjug“ skrifar frá Peking ,að mikil fagnaðar- læti hafi verið í Peking í dag, hópgöngur og dans á götum úti, trumbusláttur og myndum sveifl að af Mao Tse-tung. Segir frétta maðurinn, að fregnin hafi komið mjög á óvart og sýni, að Kín- verjar hafi tekið skjótari fram- förum í smíði kjarnorkuvopna og eldflauga en nokkurn hafi órað fyrir. Segir hann, að sér- fræðingar um kínversk málefni séu sammála um, að atburður þessi hafi geysilega vísindalega, hernaðarlega og pólitíska þýð- ingu fyrir kínverska kommún- ista og tilraunin hafi verið gerð á heppilegasta tíma. Bæði hafi Framhald á bls. 27 loftárásum á smáþjóð. Forsetinn sagði, að Banda- ríkjastjórn ætti að flytja brott herlið sitt frá Vietnam og sam- þykkja, að Suð-austur Asía yrði gerð að hlutlausu svæði undir ströngu eftirliti. Ljóst væri jafn framt, að óhugsandi væri að leysa þessi mál, án þátttöku Kína. Ekki kvað hann Frakka hyggja á milligöngu í Vietnam- deilunni. De Gaulle kvaðst þeirrar skoð unar, að Frakkar fylgdu utan- ríkisstefnu, sem væri heirr.inum einkar holl, ekki sízt Bandaríkja Framhald á bls. 27. Barnsrán hindrað ■ Khöfn ... Kaupmannahöfn, 28. okt. — NTB — é í GÆR var komið í veg fyrir barnsrán í Kaup- mannahöfn. Tvær konur stóðu og töluðu saman á Amagerbrogade, er þær sáu unga konu aka burt barnavagni, er nokkra stund hafði staðið fyrir utan verzl- un skammt frá þeim. Þeim virtist konan taugaóstyrk og ýmislegt í háttalagi hennar vakti tortryggni þeirra. Konurnar gengu því til henn ar og spurðu hvort hún ætti barnið í vagninum. Því svar- aði hún engu, heldur hljóp i burt sem bráðast og hvarf í mannþröngina. — Konurnar tvær gáfust upp vi'ð að fylgja henni eftir og tóku vagninn með sér til verzlunarinnar, þar sem hann hafði staðið. Þar hittu þær fyrir móður barnsins, sem fékk taugaáfall, er hún heyrði, hvað gerzt hafði. Lögreglunni var ekki til- kynnt um atburð þenna fyrr en seint í gærkvöldi, eftir að móðirin hafði skýrt manni sín um frá honum. Krabbameinshvetjandi efni finnast í tei Tokió, 28. okt. — AP é TVEIR bandarískir vís- indamenn hafa skýrt svo frá, að komið hafi í ljós, að í tei eru efni, svokölluð Phenol-efni, sem aukið geta vöxt krabbameins. Vísindamenn þessir, lækn- arnir Hans Elmar Kaiser og John C. Bartone, sem starfa við læknadeild George Was- hington-háskólans í Washir.g- ton, skýrðu frá þessu á ní- undu alþjóðaráðstefnunni um krabbamein, sem yfir stendur í Tokíó. Þeir kváðust hafa getað unnið úr tei fyrrgreind Phenol-efni, sem aðrir vís- indamenn höfðu áður sýnt fram á, að gætu aukið vöxt krabbameins. Síðan hófu þeir tilraunir á músum með krabbameinsvekjandi efni, sem nefnist benzpyrene, og tei. Þeir báru benzpyrene á háisinn á sextíu músum. Myndaðist ekki krabbamein i neinni þeirra. Þá tóku þeir aðrar sextíu mýs og báru einnig benzpyrene á háls þeirra og báru síðan 55 sir.n- um á þær te, sem hafði verið búið til á venjulegan hátt. Allar þessar mýs fengu krabbamein á mismunandi Framhald á bls. 27

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.