Morgunblaðið - 29.10.1966, Blaðsíða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 29. okt. 1966
65 ára:
Bjarni Bjarnason
læknir
f dag er sextíu og fimm ára
•inn af þekktustu læknum höf-
wðborgarinnar, Bjarni Bjarna-
son frá Geitabergi. Hann er fyr-
ir löngu þjóðkunnur af læknis-
störfum sínum og fyrir hinn
mikla skerf, er hann hefur lagt
tfl lista- og menningarmála —
og ekki sízt fyrir hin óeigin-
gjörnu störf, er hann hefur unn-
ið í þágu líknar- og heilbrigðis-
mála landsins.
Bjarni læknir er fæddur á
Geitabergi 29. október 1901.
Kann er sonur hinna þjóðkunnu
Geitbergshjóna, Sigríðar Einars
dóttur og Bjarna hreppstjóra
Bjarnasonar. Bjarni hreppstjóri
á Geitbergi var einn af merk-
ustu bændum í byggðum Borgar
fjarðar um sína daga, gei'ði garð
inn frægan og rausnarskap og
atorku. Hann var söngelskum og
músíkalskur og var Geitbergs-
heimilið frægt víða um sveitir
f j rir söngmennt og menningar-
fc. g. Það var mjög í þjóðbraut
á búskaparárum Sigríðar og
Bjarna, reyndi því mjög á dugn-
að húsfreyjunnar, því að þar var
mikil rausn í veitingum við gesti
og greiði aldrei sparaður. Sig-
®íður var af þekktum borgfirzk-
om bændaættum, en Bjarni /ar
érneskur í ættir fram, kominn af
Ásgarðsætt I Grímsnesi, af Sig-
urði bónda Guðnasyni í Ásgarði,
afa Jons Sigurðssonar forseta.
Bjarni læknir ólst upp á þjóð-
legu og myndarlegu heimili, þar
voru holl og gó‘ð áhrif, jafnt við
■tarf og í leik. Á æskuárunum
kynntist hann söng og hljóðfæra
slætti, og urðu þau áhrif rík og
mótuðu lífsviðhorf hans síðar.
ÍHann var snemma hneigður til
Iserdóms og fór þvi í mennta-
Skólann og varð stúdent árið
[L922. Að því loknu hóf hann nám
f læknisfræði við Háskóla ís-
iands og varð kandídat í læknis-
fræði árið 1927. Hóf hann þá
framhaldsnám erlendis í sjúkra-
húsum í Björgvin, Vínarborg og
f Kaupmannahöfn. Varð hann
•érfræðingur í meltingarsjúkdóm
«m árið 1935. Síðar fór hann
námsfedðir i sérgrein sinni til
SKaupmannahafnar, New York,
Skotlands og Þýzkalands. Að
loknum glæsilegum námsferli
varð hgnn aðstoðarlæknir við
•júkrahúsið á Akureyri 1928—
D933 og var hann jafnframt starf
andi læknir í bænum. Árið 1934
varð hann læknir í Reykjavík
>— og þá hefst raunverulega hið
merka og mikla ævistarf hans,
sem hefur orðið til heilla og
hamingju, jafnt einstaklingum
og samfélaginu. Samhliða eril-
aömu læknisstarfi hefur Bjarni
verið sjúkrahúslæknir í Hvíta-
bandinu, Elliheimilinu Grund og
á Sólheimum, en það sjúkrahús
aekur hann ásamt tveimur öðr-
wm læknum, og hefur það gegnt
mikilvægu hlutverki í heilbrigð-
iwnálum höfúðborgarinnar.
Bjarni læknir hefur starfað
mikið að félagsmálum læknastétt
arinnar og líknarmálum yfir-
ieitt, enda er honum ekkert mann
tegt óviðkomandi. Með aldrinum
hefur hann sinnt í auknum mæli
atörfum í þágu heildarinnar,
jafnt almennum heilbrigðismál-
«m og baráttu gegn einstökum
sjúkdómúm. Hann var formaður
Krabbameinsfélags Reykjavíkur,
en jafnframt varaformaður og rit
mri Krabbameinsfélags íslands,
en þegar Niels Dungal prófess-
or féll frá varð hann formaður
þess og er enn.
Einnig er hann ritstjóri Frétta
bréfs um heilbrigðismál, en það
er málgagn félagsins. Bjarni
leeknir hefur unnið mikið starf
fyrir Krabbameinsfélagið, sem
hvorttveggja er hið merkasta og
margir hafa notið góðs af fóm-
fýsi hans og brautry’ðjandastarfi
I baráttunni gegn þessum skæða
eg illkynjaða sjúkdómi.
Bjarni iæknir hefur unnið mik
Mt fyrir stéttarfélag sitt.1 Hann
var um tíma varaformaður
Læknafélags íslands, formaður
Félags meltingarsérfræðinga á
íslandi, ‘ formaður húsanefndar
Læknafélags íslands og formað-
ur stjórnar Domus Medica.
Bjami læknir lyftir sönnu
Grettistaki, er hann fremstur í
flokki fékk því áorkað, að hús
Domus Medica var reist. Bjart-
sýni hans og trú á hið góða mál-
efni vann bug á flestum erfið-
leikum. Sigur hans varð full-
kominn í verki, þegar hann stakk
fyrstu skóflustunguna að húsinu
— og nú er það þýðingarmikill
liður í heilbrigðismálum höfuð-
borgarinnar. Þó Bjarni hefði
ekkert annað unnið sér til ágæt-
is í málefnum lækna og heil-
brigðismálúm landsins, en bygg-
ingu Domus Medica myndi það
verk vera nægilegt til þess að
halda nafni hans á loft á kom-
andi tímum.
Það mætti ætla, að það, sem
þegar er talið, væri nóg starf
venjulegum manni. En svo er
ekki með Bjarna lækni, enda er
hann enginn meðalmaður. Hann
er einn þeirra, sem alltaf hefur
tíma til alls, á alltaf næg áhuga-
mál — og hefur alltaf nóga' at-
orku til að leysa þau á þann hátt,
sem ákjósanlegastur er og heilla
vænlegastur.
í æsku nam hann söng og
hljómlist á heimili foreldra
sinna. Við störf og nám á ung-
um aldri helgaði hann sönggyðj-
unni margar tómstundir. Þegar
fábreytileiki samfélagsins þarfn-
aðist krafta hans, lagði hann óhik
að til lei'ks við úrlausnarefnin á
vettvangi hinnar lifandi listar —
á sviði í leik og söng. Hann varð
þátttakandi í leiklífi höfuðborg-
arinnar, og gat sér brátt góðan
orðstír, er seint firnist, enda
hafði hann áður tekið þátt í söng-
og leiklistarlífi Akureyrar. í söng
lei’knum „Einu sinni var“ gat
hann sér góðan orðstir við hlið
Brynjólfs Jóhannessonar og
Hreins Pálssonar. Einnig fór
hann með hlutverk prinsins í
„Gamla Heidelberg". Hlutverk
hans í „Bláu kápunni“ og í söng
leiknum „í álögum", gleymdist
seint þeim, sem sáu. í raun réttri
markaði meðferð Bjarna læknis
á hlutverki hans í „í álögum“,
eftir Dagfinn Sveinbjörnsson og
öll sýningin viss tímamót, því
þar er um að ræða brautryðj-
anda verk, þar sem leikrit og
hljómlist voru eftir islenzka
listamenn. Tónskáldið Sigurður
Þórarinsson mótaði þar sérstæða
íslenzka stefnu í söngleik, þjóð-
legan og heillandi, sem var fram-
sett af skilningi og fágaðri túlk-
un af íslenzkum listamönnum.
En sennilega má segja að
stærsta hlutverk hans á leik-
sviði hafi verið er hann tók við
hlutverki Eisensteins í Leður-
blökunni eftir Strauss af Einari
Kristjánssyni óperusöngvara.
Þegar velmegun íslenzku þjóð
arinnar hófst á heimstyrjaldar-
árunum síðari, varð mörgum
beztu mönnum landsins Ijost, áð
þörf var á að gefa út í nýjum
alþýðlegum útgáfum gullaldar-
rit iandsins. Bjarni læknir var
einn þeirra manna, sem kom
auga á þessa nauðsyn. En hug-
sjón varð honum eins og oftar
raun í verki. Hann stofnaði út-
gáfufyrirtæki, ásamt félögum sín
um til að leysa þetta verkefni,
Hrappseyjarprent og íslendinga-
sagnaútgáfuna. Þessi fyrirtælý
gáfu út nokkur gullaldarrit. Út-
gáfur þessar eru hinar merk-
ustu og urðu vinsælar og glæddu
áhuga alþýðu á hinum fornu bók
menntun.. Ég er ekki nægilega
kunnugur þessum málum, en
mér er ekki grunlaust, að Bjarni
læknir hafi verið einn aðalhvata
maður að þessu, enda er það í
samræmi við önnur áhugamál
hans.
Árið 1925 kvæntist Bjarni
læknir Regínu Þórðardóttur
kaupmanns Bjarnasonar frá
Reykhólum. Þau eiga tvær dæt-
ur: Erlu, gifta Hei'ði Ólafssyni
hæstaréttarmálaflutningsm., og
Kolbrúnu gifta Sigurði Jónssyni
kennara frá Yztafelli í Þingeyj-
arsýslu. Regína er þekkt leik-
kona og hefur löngum leikið á
sviði í leikhúsum höfuðborgar-
innar. Mér hefur oft þótt það
með ágætum, hve þessi hjón eru
samstillt í áhuga og framkvæmd
í listalífi borgarinnar. Það er
ekki mitt í stuttri grein að lýsa
því, en ég er vel vitandi þess,
að þegar leiklistarsaga fslend-
inga verður skráð, þá verður
hlutur þeiria mikilli.
Þegar Bjarni Bjarnason varð
læknir í Reykjavík árið 1934,
hófst vinátta ökkar, er aldrei hef
ur rofnað. Með auknum kynnum
okkar á miHi, varð mér brátt
IjÚst, a'ð hann var sérstæður
mannvinur og lét fátt sér óvið-
komandi, er til heilla horfir í
þjóðfélagi voru. Sjúklingar hans,
sem vafalaust skipta mörgum
þúsundum, bera traust till hans,
háttprúð framkoma hans og
virðuleiki bera vott um skap-
festu hans, hjartahlýju og hjálp-
semi. Bjarni hlaut í vöggugjöf
góðar gáfur, er hann hefur farið
vel með og ávaxtað landi og
lýð til blessunar og farsældar.
Mér þykir leitt, að á þessum
merku tímamótum í lífi Bjarna
læknis Bjarnasonar, að hann
skúli ekki vera hér á landi. Hann
og kona hans eru austur í Jap-
an. Búa þau á hótelinu Hilton
Hawaiian Village í Tókíó. Er
hann að kynna sér nýjar aðferð-
ir í sérgrein sinni, til heilla ís-
lenzku þjóðinni. Ég veit, að hin-
ir mörgu vinir hans og velunn-
arar munu senda honum hlýjar
hugsanir og heillaóskir. Óska ég
Bjarna lækni till hamingju á
þessum merku tímamótum, og
vona ‘ áð framtíðin færi honum
gæfu og gengi, og íslenzka þjóð-
in megi njóta starfskrafta hana
sem lengst.
Hróbjartur Bjarnason.
Fermingar á morgun
Ferming i Laugarneskirkju
sunnudaginn 30. okt. kl. 10,30 f.h.
(Séra Garðar Svavarsson).
STÚLKUR:
Esther Selma Sveinsdóttir,
Þykkvabæ 10.
Jóhanna Magnúsdóttir, Lauga-
teig 54.
Jónína Vilborg Ólafsdóttir,
Miðtún 42.
DRENGIR:
Benedikt Þór Valsson, Klepps-
vegi 70.
Einar Viggo Maack, Selvogs-
grunni 33.
Gunnar ÁstþórSson, Laugarnes-
vegi 58.
Hákon Hákonarson, Rauðalæk
31.
Helgi Lúðvíksson, Hjallavegi 24.
Kári Jón Halldórsson, Klepps-
vegi 16.
Karl Jóhgnn Halldórsson,
Kleppsvegi 16.
Jens Björgvin Helgason, Silfur-
teig 4.
Jón Sturla Axelsson, Rauðalæk
14.
Jón Guðmann Jónsson, Laugar-
nesveg 81.
Jón Heiðar Sveinsson, Þykkva-
bæ 10.
Ólafur Ágúst Gíslason, Miðtúni
90.
Tómas Halldór Ragnarsson,
Álftamýri 46. •
Ferming í Háteigskirkju 30.
okt. kl. 2. (Séra Jón Þorvarðs-
son).
STÚLKUR:
Birna Pálsdóttir, Mávahlíð 47.
Ingibjörg Pálsdóttir, Máva-
hlíð 47.
Jóhanna Thorsteinsson, Skip-
holti 16.
Kornelía Guðrún Kornelíus-
dóttir, Kleifarvegi 14.
Kristjana Þorsteinsdóttir, Bcga-
hlíð 7.
Sif Breiðdal, Sólheimum 23
Þórbjörg Árný Oddsdóttir,
Stigahlíð 34.
DRENGIR:
Gísli Gissur Ófeigsson, Máva-
hlíð 21.
Pétur Gunnar Kornelíusson,
Kleifarvegi 14.
Ragnar Lárusson, Mávahlíð 16.
Reynir Ólafsson, Háaleitis-
braut 121.
Steindór Kristinsson, Safa-
mýri 71.
Fermingarböm í Fríkirkjunni
30.10. kl. 2 Prestur: Sr. Þorst.
Björnsson.
STÚLKUR:
Anna Lísa Óskarsdóttir,
Suðurlandsbraut 95.
Ásta Einarsdóttir, Lyngbrekku
18, Kóp.
Eyrún Björg Hafsteinsdóttir,
s. st.
Erna Björk Guðmundsdóttir,
Grenimel 45.
Guðrún Edda Guðmundsdóttir,
Nesvegi 76.
Valgerður Guðbjörg Þórðar-
dóttir, Ásgarði 76.
Jórunn Kristinsdóttir, Blóm-
vallagötu 10.
DRENGIR:
Bjarni Kristinsson, Blómvalla-
götu 10.
Daníel Gunnar Gunnarssoa,
Bergstaðastr. 63.
Einar Gunnarsson, Laugaveg 142.
Grímur Kristinn Kolbeinsson,
Freyjugötu 44.
Guðmundur Þorsteinsson, Garða
stræti 36.
Haukur Ásgeirsson, Valarbraut
19, Seltj.n.
Júlíus Valdimar Óskarsson,
Suðurlandsbraut 95.
Magnús Magnússon, Hólm-
garði 46.
Magnús Magnússon, Hjalla-
vegi 62.
Ragnar Guðm. Gunnarsson,
Víðimel 3'7.
Rúnar Ásgeirsson, Valarbraut 19
Seltj.n.
Sófus Guðjónsson, Berkkustíg 17.
Tryggvi Eyþórsson, Holtagerði
66, Kóp.
Þorgeir Þorsteinsson, Garða-
stræti 36.
Stefán Haraldsson, Skildinga-
__ nesveg 34.
Ásprestakall:
Fermingarbörn sr. Gríms
Grímssonar í ■Laugarneskirkju
30. október 1966.
Líneik Sigríður Jónsdóttir,
Skipasundi 47.
Guðmundur Hannes Jónsson,
s. st.
Ragnheiður Gestsdóttir, Laugar-
ásveg 7.
Ferming i Hallgrímskirkju,
sunnudaginn 30. okt. 1966 kl. 11
f.h. Dr. Jakob Jónsson.
DRENGIR:
Axel Sölvi Axelsson, Nýbýla-
veg 38, Kópavogi.
Guðbjörn Jóhannsson, Háaleitits
braut 36.
Sigurður Örnólfsson Thorlacius,
Háaleitisbraut 117.
Þórir Örn Guðmundsson, Háa-
leitisbraut 34.
STÚLKUR:
Anna Ríkarðsdóttir, Eiríks-
götu 11.
Björg Hauksdóttir, Mávahlíð 3.
Fermingarbörn í Dómkirkj-
unni, sunnudaginn 30. okt. kl. 2.
Sr. Óskar J. Þorláksson.
G.E. uppþvottavélar
WUMM liDll
(lM« 1HII
STÚLKUR:
Eva. G. L. Jörgensen, Ljós-
heimum 16 B.
Hrefna Björgvinsdóttir, Lauga-
vegi 32.
María Vilbogadóttir, Suðurlands-
braut 74 A.
Ragnhildur Á. Gunnarsdóttir,
Skipholti 58.
Sigríður M. Jónsdóttir, Skóla-
stræti 5 B.
DRENGIR:
Alfreð Ó. ísaksson, Melabraut
41, Seltjarnarnesi.
Elías R. Sveinsson, Grundar-
stíg 1L
Þórhallur Halldórsson, Öldu-
götu 24.
Örn J. Petersen, Njálsgötu 4.
BÍLASALINN
við Vitotorg
Nýir eigendur! Áherzla lögð
á góða þjónustu.
BfLASÝNING Á
LAUGARDÖGUM
Til sölu
Volkswagen Fastback 1960.
Opel Caravan 1965.
Volkswagen 1965—’66
Zephyr 1962.
Saab 1963—1964.
Opel Record 1961—1965.
Rambler Classic 1963—1964
Opel Cadett 1965—1966
Moskwitch 1960—1966
Hilmann Himp 1965.
Fiat 850, sport.
Cortina 1963—1966.
Willys 1960—1966.
Chevrolet ’57, fyrir skuldabréf
Chevrolet 1961—1964.
Opel Capitan 1960—1962
M.G. sportbíll.
Ford 1958, tveggja dyra. —
Harðtopp.
Höfum kaupendur að
Volkswagen, flestum árgerð-
ura.
Rússajeppum, flestum árgerð-
um.
Einnig 4—5 manna nýlegum
bifreiðum. Mikil útb.