Morgunblaðið - 29.10.1966, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.10.1966, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 29. okt. 1966 Björg Andrésdóttir Kús freyja Þúfum — Minning f DAG verður frú Björg Andrés- dóttir húsfreyja í Þúfum lögð til hinstu hvíldar að hinum forn- fræga Vatnsfjarðarstað. Með henni er til moldar hnigin ein af öndvegis húsfreyjum byggðanna við ísafjarðardjúp. Hún andaðist að heimili sínu 19. okt. sl. Frú Björg var fædd að Blá- mýrum í Ögurhreppi 13. febr. 1893, og var því rúmlega 73 ára «r hún lézt. Foreldrar hennar voru hjónin Andrés Jóhannes- son, er var Djúpmaður að ætt, og Þorbjörg Ólafsdóttir frá Svefneyjum á Breiðafirði, Voru þau hjón mikið myndarfólk. Ólst Björg upp hjá foreldrum sínum og þótti snemma mikill kvenkostur. Árið 1919 giftist hún Páli Pálssyni í Vatnsfirði, en hann var sonur séra Páls Ólafs- sonar prófasts í Vatnsfirði og frú Arndísar Pétursdóttur Egg- «rz konu hans. Hófu þau bú- skap sinn í Vatnsfirði, og bjuggu þar í réttan áratug, eða til vors- ins 1929, er nýr prestur tók við Vatnsfjarðarstað, að séra Páli Ólafssyni látnum. Þau Björg og Páll fluttu þá að Þúfum í Reykjarfjarðarhreppi, er var lítil jörð í nágrenni Vatnsfjarð- ar. Byggðu þau jörðina upp, og ræktuðu hana svo að hún ber nú, og hefur um langt skeið borið stórbú. Búnaðist þeim hjónum frábærlega vel í Þúfum. Héldust þar í hendur frábær dugnaður frú Bjargar og hsg- sýni og athafnaþróttur manns hennar. Tvö börn komust upp af börn- «m þeirra hjóna. Eru það þau Páll hreppstjóri að Borg í Mikia- holtshreppi, sem kvæntur er Ingu Ásgrímsdóttur, og Ásthild- ur, gift Ásgeiri Svanbergssyni bónda og oddvita í Þúfum. Eru börnin mikið myndar- og dugn- aðar fólk, eins og þau eiga kyn til. Frú Björg Andrésdóttir var í ^enn mikilhæf húsmóðir, sem stjórnaði heimili sínu af frá- bærri atorku og yfirsýn um alla hluti, og mikil mannkostakona. Hún var hæggerð og prúð í allri framgöngu, hlédræg og yfirlætis- laus. En allt hennar atferli mót- aðist af hlýju og drengskap. Hagur og heill heimilis hennar og ástvina var henni allt. Hún var gestrisin og velviljuð öllum mönnum, og þá ekki hvað sízt sveitungum sínum og nágrönn- wn. Hún og maður hennar ólu upp fjögur fósturbörn, en auk þeirra var oft hjá þeim fjöldi unglinga og barna frá vinum og frændum. Voru þau hjón bæði «vo barngóð, að við var brugðið *f öllum þeim er til þekkja. Mikið skarð er nú fyrir skildi á heimilinu í Þúfum. Sár harm- ur er kveðinn að eiginmanni, börnum, barnabörnum og öðru skylduliði. Barnabörn frú Bjarg- •r voru líf hennar og yndi síð- ustu árin. Þeim fórnaði hún tak- markalausum kærleika, ástríki og umhyggju. Þessi góða kona á mikið rúm 1 hjörtum allra þeirra er kynnt- ust henni og heimili hennar. Um frú Björgu Andrésdóttur eru til góðar og fagrar minningar ein- ar. Hún gerði aldrei á hlut nokk- urs manns en kom hvarvetna fram til góðs. Vinir hennar og heimilis hennar þakka trvggð hennar og vináttu, líf hennar og starf um leið og þeir senda ást- vinum hennar og skylduliði öllu innilegar samúðarkveðjur á skilnaðarstundu. S. Bj. f DAG fer fram að Vatnsfirði í Norður-ísafjarðarsýslu útför Bjargar Andrésdóttur, hús- frayju frú Þúfum, sem andaðist þann 19. þ.m. Nákomnir vinir og grannar munu stefna þangað í dag til þess að fylgja þessari merku konu hinztu sporin og votta henni þakklæti fyrir vin- áttu hennar, góðvilja og tryggð, sem vinirnir munu geyma í minningu sinni langa ævi. Björg Jóhanna Andrésdóttir var fædd að Blámýrum í Ogur- hreppi 13. febr. 1893. Foreldrar hennar voru hjónin Andrés Jóhannesson, ættaður frá Djúpi og Þorbjörg Ólafsdóttir frá Svefneyjum, af traustum breið- firzkum ættum. Voru þau mikil dugnaðar- og skýrleikshjón í hvívetna. Ólst Björg upp hjá for- eldrum sínum til fullorðins ald- urs. Mun æskuheimili hennar hafa verið hollur skóli í hinum raunhæfu dyggðum þeirra tíma, þar sem námsefnin voru fyrst og fremst iðjusemi, skyldu- rækni, orðheldni og nærgætni bæði við menn og málleysingja. Hafa þessar dyggðir löngum verið leiðarljós við uppeldi og mótun æskunnar og stuðlað að farsæld, manndómi og menningu í þjóðlífi voru. Þegar í æsku kom það í Ijós að Björg var starfgef- in, hagsýn og smekkvís við hvert það verk, sem henni var falið, jafnt utan bæjar sem innan. Reyndist uppeldi hennar og æskumótun henni holl og ham- ingjudrjúg heimafylgja síðar í lífinu, er það kom í hennar hlut að veita forstöðu og stjórna um svifamiklu og mannmörgu heim ili. Árið 1919 giftist hún Páli Pálssyni, prófasts Ólafssonar í Vatnsfirði og hófu þau þar bú- skap sama ár og bjuggu þar til vorsins 1929, er þau fluttust á eignarjörð sína, Þúfur í Reykjar- fjarðarhreppi Frá fyrstu tíð var heimili þeirra Páls og Bjargar talandi vottur um hagsýni þeirra, reglu- semi og fagra heimilisháttu. Samlíf þeirra og samstarf var alla tíð eins og bezt verður á kosið. Hamingja fylgdi heimilis- störfum, enda blómgaðist hagur þeirra í hvívetna. — Verkahring ur Bjargar í Þúfum var ávalt innan heimilis hennar, það var hennar h'elgidómur. Þar unnu saman hjarta og hönd að efla og auka veg og velferð þess og ást- vinanna, sem í umsjá hennar voru. En þetta verksvið hennar var löngum bæði vítt og um- fangsmikið. Auk tveggja barna þeirra hjóna ólu þau upp -1 fósturbörn auk fjölmargra ung- menna, er hjá þeim dvöldu, um lengri eða skemmri tíma Þá var jafnan mjög gestkvæmt á heimili þeirra. Margir leituðu ráða og liðsinnis til hreppstjór- ans og oddvitans í Þúfum, auk frændaliðs og vina er þar bar þráfaldlega að garði. Við heim- ilisarininn í Þúfum mætti komumaður ávalt alúð og hlýju. Öllum var veittur beini af ör- læti, hlýhug og sérstæðum myndarbrað. Hið vökula auga húsfreyjunnar umhyggja hennar og fórnarlund vakti yfir þörfum allra á heimilinu, bæði manna og málleysingja, enda var hún mikill dýravinur og umgekkst þau með nærgætni og kærleika. Eins og áður er getið eignuðust þau hjónin Páll og Björg 2 börn er upp komust. Eru það jjau Páll hreppstjóri að Borg í Mikla- holtshreppi, kvæntur Ingu Ás- grímsdóttur og Ásthildur gift Ásgeiri Svanbergssyni bónda í Þúfum. — Fyrir nokkrum ár- um afhentu þau hjónin Páll og Björg eignarjörð sína, Þúfur í hendur dóttur sinni og tengda- syni. — Samt duldist það eng- um kunnugum, að umhyggja þeirra og árvekni vakti eins og áður yfir hag velferð heimilisins og hinar hlýju móðurhendur húsfreyjunnar voru ávalt fram- réttar til þess að annast og um- vefja dótturbörnin ungu, sem voru sólargeislar á vegi hennar hin síðustu ár. — En þótt verka. hringur Bjargar í Þúfum væri lengst af bæði víður og marg- þættur vann hún störf sín öll í hljóðleik og kyrrð innan vé- banda heimilis síns. Hönd henn- ar var ávallt reiðubúin að greiða veg þeirra er til hennar leituðu og hlynna að þeim sem hún áttx fyrir að sjá. Björg í Þúfum var greind kona, trygglynd, skapföst og andlega sterk. Við hjónin áttum því láni að fagna að búa í ná- býli við hana um 26 ára skeið. Að leiðarlokum færum við henni hugheilar þakkir fyrir ástúðlega kynningu og einlæga vinuáttu, sem aldrei bar skugga á, en sem knýttist því traustgri böndum, sem kynningin varð meiri og samleiðarsporin fleiri, Björg í Þúfum skilur hvarvetna eftir sig bjarta og fagra minn- ingu, sem ljómar yfir æviferli hennar og störfum, þó sú minn- ingabirta lýsi skærast í hjörtum eftirlifandi eiginmanns og ást- vina, sem nutu í fyllstum skiln- ingi ástríkis hennar og fórnandi umhyggju. Sú minning er helg og hrein, hún færir frið og huggun, hún angar eins og ilmgrös á vegum ástvina hennar á ófarinr.i ævileið. — Vér vinir hinnar látnu kveðjum hana með þakk- læti og virðingu og blessum minningu hennar og ævistarf. Friður Guðs og handleiðsla fylgi henni til æðra lífs og ljóss, þar sem lífið er sigur og eilíf náð. Þorsteinn Jóhannesson. Böðvar Magnússon frá Laugarvatni — Minning Fæddur 25. okt. 1877. Dáinn 18. okt. 1966. SÚ FREGN barst til Laugar- vatns þriðjudaginn 18. þ.m., að Böðvar Magnússon hefði látizt á sjúkrabeði í Reykjavík að- faranótt þess sama dags á 89. aldursári. Þjóðkunnur höfðingi í þess orðs beztu merkingu var skyndilega horfinn af sjónar- sviðinu. — Laugvetninga setti hljóða, þegar dánarfregnin barst heim á staðinn, og hvarvetna sá- ust fánar blakta í hálfa stöng, það sem eftir var dagsins. Fyrir Laugvetninga var það ekki nein venjuleg dánarfrétt, að Böðvar Magnússon væri allur. Þeir sóu á bak ágætum nágranna og vini, og sveitarfélagið missti með hon- um þann mann, sem hvað hæst hefur borið meðal framámanna héraðsins um margra áratuga skeið. Það er ótrúlega erfitt fyrir okkur öll að hugsa okkur Laugarvatn án Böðvars Magnús- sonar, svo samgróið var nafn hans staðnum Laugarvatni og þeirri einstæðu þróun í skóla- málum, sem þar hefur átt sér stað um mjög langt árabil. — Hér verður ekki rakið ævxágrip Böðvars Magnússonar. Það tnun verða gert af öðrum. Óhugsandi væri þó á þessari stundu að minnast ekki á það atriðið, sem að líkindum mun halda nafni Böðvars Magnússonar einna lengst á lofti, en það var þáttur hans í að gera Laugarvatn að skólasetri. Saga skólamáls Sunn- lendinga er ýtarlega rakin 1 bók Böðvars Magnússonar, Undir tindum. Héraðsskólinn á Laugarvatni tók til starfa haustið 1928. Eflir að Böðvar Magnússon hafði bar- izt ötullega fyrir stofnun skólxns og selt jörð sína, Laugarvatn, með jarðhita og öðrum gögnum og gæðum fyrir skólasetur, var hann í byggingarnefnd og stðan í skólanefnd frá stofnun skólans og til æviloka. Vart mun Böðvar Magnússon hafa órað fyrir því 1928, að 38 árum síðar mundu verða starf- andi á Laugarvatni 5 skólar, þar af 4 heimavistarskólar, og stað- urinn þa teð langstærsta skóla- setur í sveit á fslandi og enn í örum vexti. — Böðvar Magnús- son og kona hans, Ingunn Eyjólfs dóttir, hafa vegna Laugarvatns tryggt sér óafmáanlegan sess í skólasögu landsins. Böðvar Magnússon var eft.ir- minnilegur persónuleiki og bar af flestum mönnum á mann- fundum fyrir glæsileika sakir. Hann var höfðingi heim að sækja, skemmtinn vel og fróður ágætlega, einkum um allt, er snerti sögu lands og þjóðar. Ættrækinn var hann og trygg- lyndur, svo að orð er á gert. Engin tilviljun gat það talizt, að á Böðvar hlóðust þýðingarmikil trúnaðarstörf, er hann gegndi fyrir sveit sína og hérað í marga áratugi. Ég undirritaður kynntist Böðvari Magnússyni fyrst lítil- lega sem nemandi í Héraðsskól- anum á Laugarvatni fyrir rúm- lega 20 árum. Síðar lágu leiðir okkar aftur saman, er ég kom að Laugarvatni sem kennari, en þá tók Böðvar Magnússon og fjölskylda hans mér með mik- illi vinsemd og hlýju. — Sein- ustu 7 ár Böðvars Magnússonar átti ég sem skólastjóri samstarf við hann vegna sætis þess, er hann skipaði í skólanefnd Hér- aðsskólans á Laugarvatni til hinztu stundar, eins og áður var vikið að. Böðvar Magnússon unni Laugarvatni meira eh öðr- um stöðum og vildi veg þess sem mestan og þar með allra þeirra stofnana, sem þar hafa vaxið upp. Það er einlæg von mín, að eldri og yngri skólar Laugarvatns megi bera gæfu til að starfa í þeim anda, sem sam- boðinn er minningu Böðvars Magnússonar, nefnilega með því að vera menntasetur í þess orðs beztu merkingu. Fyrir hönd héraðsskólans sér- staklega, alls starfsliðs hans og nemenda, votta ég hinum látna þakkir og virðingu. Hinni elsku- legu eftirlifandi konu hans, Ingunni Eyjólfsdóttur, börnum þeirra og skylduliði öllu vottum við djúpa samúð í sorg þeirra. Benedikt Sigvaldason, skólastjóri. ÞAÐ hljóðnaði yfir Laugardal er fréttin barzt, að sveitarhöfð- inginn, Böðvar Magnússon, fyrr- verandi hreppstjóri, væri látinn. Fyrir utan skólana á Laugar- vatni blöktu fánar í hálfa stöng í haustgolunni og líkast var sem hliðin fagra, fyrir ofan byggðina, gréti. Löngum og annasömum lífsdögum og farsælli ævi var lokið. Konungur dalsins, Böðvar Magnússon er fallinn, en í vit- und samferðafólksins heldur hann áfram að lifa og hin mikil- vægu störf hans í þágu sveitar og alþjóðar, halda einnig áfram að lifa, blómgast og bera ávöxt. Skólarnir á Laugarvatni voru óskabörn Böðvars og fyrir þá fórnaði hann fjármunum og kröftum en aldrei fékkst hann til þess að svara því á hverjum þeirra hann hefði mestar mætur, enda var hlutlaust mat hans á hlutunum, eitt af hans stóru að- alsmerkjum. Ég kynntist Böðvari fyrst þeg- ar ég kom til Laugarvatns fyrir 17 árum. Höfðinglegur var hann þá og ætíð, þegar hann gekk um götur Laugarvatns, með gráa hattinn og silfbúna stafinn, en stafurinn mun hafa verið heiðurs gjöf til hans fyrir dyggilega unnin störf. Ekki minnkaði höfðinglegt yfirbragð Böðvars þar sem hann fór, þegar við hlið hans var eftirlifandi kona hans, Ingunn Eyjólfsdóttir, tíguleg, með sitt silfraða hár og bjarta enni. Flestir myndu vilja eiga það farsæla líf og þá miklu ham- ingju, sem forsjónin bjó Böðvari og Ingunni á löngum samvistar- dögum. JVIesta lán þeirra hefur sjálfsagt verið barnalánið. Tíu dætur og óska sonur hafa um- vafið þau ástúð og kærleika. Böðvar var höfðingi sinnar sveitar, stjórnaði með friðsemd og góðvild og var ráðspakur, enda munu margir hafa sótt til hans holl ráð. Hann var félags- lyndur maður og gætinn í dóm- um. Það var hollt að ræða við hann og sækja til h-ans föðurleg- ar ráðleggingar i erfiðleikum og vanda. Böðvar var í skólanefnd Húí- mæðraskóla Suðurlands um 14 ára skeið. Fyrir tveimur árum sagði hann af sér því starfi, vegna þess að hann treysti öðr- um betur til þess að vinna að framgangi nýju skólabyggingar- innar, sem nú er að rísa upp, en fyrir þeirri byggingu hafði hann manna mestan áhuga. Það var mikil eftirsjón að honum úr skólanefndinni, fyrir það hv« hann var ráðspakur og fram- sýnn. Þegar kennarabústaðurinn var byggður við húsmæðraskólann studdi Böðvar það málefni með ráðum og dáð. Þegar verst gegndi í sambandi við fjármál þeirrar byggingar, kom Böðvar og af- Framhald á bls. 21

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.