Morgunblaðið - 10.11.1966, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 10.11.1966, Qupperneq 12
• 12 MORGUNBLAÐIÐ Fimxntudaaur 10. nóv. 1966 Allir landsmenn njoti þjónustu sjónvarpsins sem fyrst Trá umrætiunum á Alþingi Framhald af bls. 32 Hér fer á eftir frásögn af umræðunum á Alþingi í gær: Jónas G. Rafnar (S): Ég vil bera fram þá fyrirspurn til hv. menntamálaráðherra, hvenær sjónvarp nái til Norðurlands. Það hefur mikið verið rætt og ritað um sjónvarpið, og þegar ákveðin var stofnun ísl. sjónvarps, vakn- ,aði sú spurning, Ihvenær það | næði til allra landsmanna. — Bæjarstjórn Ak- ureyrar gerði á- lyktun um, að hraðað yrði, að sjónvarpið næði til Akureyrar, einnig að skóla- stofnað hið yrði íjðnvarp fyrsta. Það er augljóst, að þetta verð *ur ekki án mikilla fjárútláta, en sjálfsagt er að leggja í þann kostnað. Á fjárlögum fyrir árið 1967 er kostnaður og tekjur sjón varpsins áætlaðar 56,6 milljónir, en hins vegar er þar ekki að finna nein framlög til sjónvarps á Norðurlandi. Gylfi Þ. Gíslason (A): Hinn 1. október síðastliðinn var hreinn Stofnkostnaður Reykjavíkurstöðv arinnar orðinn 36,4 millj. kr. Hún er ekki fullgerð enn. Er áætlað, að svo geti orðið um > næstu áramót og j muni hún þá 'kosta 57,4 millj. j kr. Þótt hún jmegi þá teljast jfullgerð, verður jþó sjálfsagt ein- I hver aukning [nauðsynleg síðar [meir. Hér er um ________ Jað ræða beinan stofnkostnað, þ. e. kostnað við tæki og húsnæði. En áður en sjónvarpssendingar gætu hafist, varð að sjálfsögðu áð leggja í margskonar undirbúningskostnað fyrst og fremst launagreiðslur, en auk þess efniskostnað. Þegar tilraunasendingar sjónvarpsins hófust 30. sept. síðastl., hafði slík tir undirbúningskostnaður num- ið 9;9 millj. kr. Ef allur reksturs kostnaður ársins 1966 er tainn undirbúningskostnaður, nemur hann alls 21,7 millj. kr. Sé allur þessi undirbúningskostnaður tal inn til stofnkostnaðar, verður stofnkostnaður Reykjavíkurstöðv arinnar 79,1 millj. kr. Hér er þess þó að geta, að ekki þarf að greiða allan þennan stofnkostnað þegar í stað eða á þessu ári. Er um gjaldfrest að ræða í sam- bandi við húsakaup og tækja- kaup. Það, sem greiða þarf í stofnkostnað og undirbúnings- kostnað til ársloka þessa árs, nemur 70,2 millj. kr. Til 1 .okt. s.l. námu tekjur af aðflutningsgjöldum vegna inn fluttra sjónvarpstækja 57,5 millj. kr. Til ársloka eru þessar tekjur áætlaðar 15,0 millj. kr., þannig að við lok þessa árs verða til ráðstöfunar tekjur af aðflutn- ingsgjöldum, að upphæð 72,5 millj. kr., en greiðslur vegna stofnkostnaðar og undirbúnings kostnaðar nema hinsvegar 70,2 millj. kr., þannig að tekjurnar verða þá orðnar 2,3 millj. kr. meiri en nemur öllum stofn- og undirbúningskostnaði til ára- -móta. Á næsta ári eru tekjur af að- flutningsgjöldum áætlaðar 17,5 millj. kr. Auk þess verður vænt- anlega einhver hluti aðflutnings gjaldatekna á þessu ári til ráð- stöfunar til þess að hefja bygg- ingu dreifikerfisins um landið. Hefur þegar verið ákveðið að byggja stóra endurvarpsstöð í Vestmannaeyjum og endurvarps stöðvar í Grindavík og Borgar- nesi. Stöð sú, sem komið var upp í Yestmannaeyjum í sumar, nær aðeins til kaupstaðarins sjálfs. Stöð sú, sem ákveðið er að koma upp í Vestmannaeyjum, mun hins vegar einnig ná til mikils hluta Árnes- og Rangárvallasýslu, þ.e. þar sem fjöll ber ekki á milli. Talið er ,að nýi Vestmannaeyja- sendirinn muni ná til yfir 12000 manns. Kostnaðarverð hans er áætlað 2,7 millj. kr. Stöðvarnar í Borgarnesi og Grindavík eru taldar kosta 0,5 millj. kr. hvor og ná til um það bil 2000 manns. Heildarstofnkostnaður þessara þriggja endurvarpsstöðva, sem þegar hefur verið tekin ákvörð- un um, er þannig 3,7 millj. kr. Augljóst er því, að hægt á að vera að hefja byggingu Skála- fellsstöðvarinnar þegar á næsta ári. Endanlegar áætlanir liggja ekki fyrir um, hvað hún myndi kosta,, en ekki myndi það vera minna en 12 millj. kr. Þessi stöð yrði hornsteinn dreifingarkerfis ins, en þaðan yrði varpað til ann arra endurvarpsstöðva. Auk þess mun hún bæta móttökuskilyrði á þeim svæðum, er þegar hafa sjón varp, og ná til ýmissa svæða í Borgarfirði og á Suðurlandi, sem Reykjavíkurstöðin og stöðvarnar þrjár, sem áð nefndi, ná ekki til. Bygging Skáiafellsstöðvar- innar er forsenda þess, að unnt sé að reka endurvarpsstöð Vaðlaheiði. En Vaðlaheiðarstöð in múndi ná til allrar byggðar í Eyjafirði, en ekki til Siglu- fjarðar, eða til um það bil 14000 manns. Fyrir Siglufjörð yrði hins vegar að reisa litla endur- varpsstöð. Auk þess mundi stöð- in á Vaðlaheiði ná til endur- varpsstöðva í Þingeyjarsýslu og á Austurlandi, á Fjarðarheiði. Stofnkostnaður Vaðlaheiðar- stöðvarinnar yrði hinn sami og Skálafellsstöðvarinnar eða ekki minni en 12 millj. kr. Hins veg- ar er þess að geta, að bygging bæði Skálafellsstöðvarinnar og Vaðlaheiðarstöðvarinnar mundi fjölga sjónvarpsnotendum mjög verulega. Ef gert er ráð fyrir því, að í kjölfar Skálafellsstöðv- arinnar kæmu kaup á 500 nýj- um sjónvarpstækjum og í kjöl- far Vaðlaheiðarstöðvarinnar á 1000 nýjum tækjum, yrðu að- flutningsgjaldatekjur af þeirri viðbót tækja, sem beinlínis sigldi í kjölfar þessara tveggja endurVarpsstöðva, um 11 millj. kr. eða upp undir helmingur stofnkostnaðar þeirra. Virðist því svo, að aðflutningsgjalda- tekjurnar 1967 af þeirri aukn- ingu sem gert er ráð fyrir, að verði á innflutningi tækja til næstunni, hvort sú lausn, sem lr fyrirhuguð hefur verið varðandi flutning sjónvarpsefnis frá Skálafelli til Norðurlands, sé trygg frá tæknisjónarmiði og í hver verða muni stofnkostnaður Skálafellsstöðvarinnar og Vaðla- heiðarstöðvarinnar, og tel, að hægt verði mjög fljótlega að taka ákvörðun um byggingu þeirra beggja. Það hlýtur að taka nokkurn tíma að fá af- greidd til þeirra tæki og koma þeim upp. En mér sýnist flest benda til þess, að fjárskortur þurfi ekki að standa í vegi fyrir byggingu þeirra, nema þá að stofnkostnaður reynist miklu meiri en nú er gert ráð fyrir eða innflutningur sjónvarpstækja reynist framvegis mun minni en hann hefur verið. Ég gat þess áðan, að í upphafi hafi sá grundvöllur verið lagð- ur að fjármálum sjónvarpsins, að aðflutningsgjöldin skyldu standa undir stofnkostnaði, en af notagjöld og auglýsingatekjur undir rekstrarkostnaði. Þegar búið verður að greiða stofn- kostnað aðalsjónvarpsstöðvar- innar, Reykjavíkurstöðvarinnar, og þerira smástöðva, sem tryggja meginþorra manna á Suður- landsundirlendinu sjónvarpsaf- ^ not, en það verður þegar á a næsta ári, tel ég koma til greina að endurskoða þessa stefnu. 'Ég tel eftir sem áður sjálfsagt, að allar tekjur af aðflutnings- gjöldum renni til byggingar dreifikerfisins um landið. En þar eð sjónvarpsnotendum fjölg ar auðvitað við aukningu dreifi- kerfisins, tel ég, að til athugun- ar komi að hinar nýju afnota- gjaldatekjur, sem sigla í kjölfar stækkunar dreifikerfisins, gangi að öllu eða einhverju leyti til þess að greiða stofnkostnað dreifikerfisins. Grundvallar- hugsunin gæti þá verið sú, að afnotagjaldið af tækjum á Suð- vestulandi og auglýsingatekjur stæðu fyrst um sinn undir rekstrarkostnaðinum. Ef ekki væri hægt að koma sjónvarpinu víðar, yrðu tekjurnar hvort eð ekkert meiri. Aðflutningsgjalda- tekjurnar og tekjur af afnota- gjöldum utan Suðvesturlands að öllu eða einhverju leyti gengju þá til þess að standa undir stofn kostnaði dreifikerfisins. Jónas G. Rafnar (S): Ég þakka menntamálaráðherra fyr- þau svör, er hann veitti í ræðu sinni. Augljóst er, að fram kvæmdin mun kosta allmikið fé, ef stofnkostnaður við Rvk,- stöðina er um 82 millj. og þar eu áreiðanlega ekki öll kurl komin til grafar, og ef áætlað er að allur kostnaður við að koma sjónvarpinu til allra lands manna verði um 180 millj., þannig, að það verður ekki und- ir 250 millj. í heild. Fyst ráðist var í þessa famkvæmd, þá er það mín skoðun, að ekki megi draga úr hömlu, að alli lands- menn fái sjónvarp. Ég vil benda á, að ef rekstr- arkostnaður við sjónvarpið verð- ur mikill, getur það dregizt að sjónvarpið nái til Norðurlands. Tel ég því eðlilegt, að ekki verði sjónvarpað á hverjum degi, og þannig dregið úr rekstrarkostn- aði, því að þá ætti að verða unnt að leggja meira fé í framkvæmd- ir við stækkun sjónvarpsins. Sigurður Bjarnason (S): í framhaldi af þeim umr, sem hér hafa farið fram, er rétt að geta þess, að útvarpsráð hefur jafnan verið þess mjög hvetj- andi. að áherzla verði lögð á sem skjótasta dreifingu sjon- varpsins út um landið. En fyrsta skrefið er, eins og hv. rh. benti á, bygging 5000 w. endurvarps- ;, * stöðvar á Skála felli. Það er frá henni, sem sjón varpa á til 5000 w. endurvarps- stöðvar í Stykkishólmi og til stöðva af sömu stærð á Vaðla- heiði, Fjarðarheiði og Hjörleifs höfða. Sjónvarpsafnot Vest- firðinga, Akureyringa og ann- arra landsmanna velta því á því, að Skálafellsstöðinni verði kom- ið sem fyrst upp. Nú hefur því hins vegar ver- ið lýst yfir af forráðamönnum frá eftir að hún hefur verið boðin út, en Skálafellsstöðin hefur enn ekki verið boðin út. í tilefni af því hefur útvarpsráð samp. eftirfarandi: „Það er skoðun útvarpsráðs, að til þess að hraða dreifingu sv. út um land, verði að vinda bráðan bug að því að bjóða út Skálafellsstöðina og koma henni upp“. Samkv. fjárhagsáætlun sjón- varpsins á fjárlagafrv. fyrir árið 1967 er ekki gert ráð fyrir neinni fjárveitingu til Skálafellsstöðvar innar, en hins vegar til lítillar sendistöðvar í Vestmannaeyjum. Mín skoðun er, að ekki komi til mála að slá dreifingu sjón- varpsins á frest. Við getum hrein lega ekki unað, að aðeins mesta þéttbýlið fái notið þessa merka fjölmiðlunartækis. Auðvitað verð ur tækniaðstaða og fjárhagsgeta þjóðarinnar svo og sjónvarpsins sjálfs að ráða hér um, en kjarni málsins er að ef við höfum efni á að koma upp sjónvarþi fyrir Faxaflóasvæðið og Suður og Suð vesturland á einu til tveimur árum höfum við einnig efni á að koma sjónvarpi til annarra lands hluta á svipuðum tíma. Það er reynslan í öðrum löndum, að sjónvarpið nýtur hvað mesta vin sælda í strjálbýlinu, enda eybir það einangrunarkennd fólksins og kemur með hina stóru ver- öld inn í stofuna. Við íslendingar höfum haft þá aðstöðu að geta byggt byrjunarframkvæmdir okkar í sjónvarpsmálum upp á aðflutningsgjöldum af sjónvarps tækjum, áður en ísl. sjónvarpið varð veruleiki og komið fyrir það fé sjónvarpi til meirihluta þjóðarinnar. Engin rök hníga því að því að fólk annarra landshluta verði að bíða lengi eftir þessu merka tæki Slík ráðabreytni yrði aðeins til að auka enn á það tilfinnanlega misræmi, sem ríkir um aðstöbu fólks í strjábýli og þéttbýli á fjölmörgum sviðum. Gylfi Þ. Gíslason (A). Ég vil leiðrétta misskilning sem gætti í ræðu síðasta hv. þm. Landsíminn hefur tjáð mér, að ekki þurfi nema 12 mán. hið lengsta að koma Skálafellsstöð upp eftir að útboð hefur átt sér stað. Það ætti því að geta staðizt að koma henni upp á næsta ári. í fjár- lagafrv. er ekki gert ráð fyrir fjárveitingu til Skálafellsstöðvar sjónvarpsins, að það taki allt að innar, en skýringin er sú, að 18 mán. að fá slíka stöð erlendis I Framhald á bls. 21. Ctój* endiírvsrpsstöð í Stykkisbólmi forsenda sjónvarps til Vestfjarða — Stofnkostnaður d Vestfjörðum dætlaður um 30 milljónir krónur Á FUNDI Sameinaðs Alþingis gær skýrði menntamálaráð- Suðvesturlandsins, að frádregn- herra frá því, að heildarstofn- um kostnaði við stöðvarnar í kostnaður við sjónvarp til Vest- Vestmannaeyjum, Grindavík og fjarða mundi verða um 52 mill- Borgarnesi, og viðbótartekjurn- | jónir króna en þær framkvæmd ar vegna nýrra sjónvarpstækja ir mundu þó þjóna fleiri byggð- á Vesturlandi og Norðurlandi, j um svo sem Snæfellsnesi, Dala- nægi til þess að greiða allan sýslu. Húnavatnssýslu og Skaga stofnkostnað stöðvanna á Skála- j firði. Stofnkostnaður á Vestfjörð íelli o g Vaðlaheiði. En þegar f um sjálfum mundi nema 30 mill búið væri að byggja þessar sex jónum. Ráðherrann sagði að for stöðvar, sern ég hef nefnt, hefði j senda þess að sjónvarpið næði til þorri lar.dsbúa á Suðurlandi, Vestfjarða væri sú að reist yrði Vesturlandi og Noi ðurlandi feng j stór endurvarpsstöð í Stykkis- ið þjónustu íslenzka sjónvarps- hólmi. Hér fer á eftir greinargerð sú sem menntamálaráðHerra gaf Alþingi í gær um sjónvarp til Vestfjarða. Gylfi Þ. Gíslason (A). For- senda þess, að unnt sé að sjá Auðvitað hljóta allar áætlan- ir um slofnkostnað mannvirkja sem ekki hefur þegar fengizt reynsla um byggingu á, að vera mikilli óvissu undirorpnar. Vestfjörðum fyrir sjónvarps- Sömuleiðis hljóta áætlanir um þjónustu, er fyrst of fremst sú, innflutning sjónvarpstækja í að lokið hafi verið byggingu end framtíðinni að vera mikill óvissu urvarpsstöðvar á Skálafelli, en háðar. Á grundveili þess, sem sú endurvarpsstöð er hornsteinn ég hef nú skýrt frá, mun þó ■ dreifingarkerfis sjónvarpsins um mega fullyrða, að, þegar á næsta ári muni sjónvarpið ekki aðeins ná til Reykjavíkur og Suðurnesja, heldur til megin- j hluta Suðurlandsundirler.dis. Ég landið frá sjónvarpsstöðinni í Reykjavík. Skálafellsstöðin mundi þó ekki geta endurvarpað sjónvarpefni til Vestfjarða. End urvarp yrði að grundvallast á tel rétt, að það verði athugað j stórri endurvarpsstöð í Stykkis mjög gaumgæfilega nú alveg ál hólmi, sem mundi ná til mestalls Baeiðafjarðarsvæðisins, svo og til endurvarpsstöðva á Vestfjörð um og Blönduósi. Stöð á Blöndu ósi mundi síðan endurvarpa til Skagastrandar, en þaðan yrði endurvarpað til Strandasýslu. Heildarstofnkostnaður sjónvarps stöðva, er ná til allra Vestfjarða, mundi samkvæmt mjög laus- legri áætlun nema sem hér seg- ir: Stykkishólmur fyrir Breiða- fjörð 11,3 millj. kr. Patreksfjörð ur fyrir Patreksfjörð 3,3 millj. kr. Hrafnseyri fyrir Bíldudal 3,3 millj. kr. Þingeyri fyrir Þingeyri 3,3 millj. kr. Melgraseyri fyrir innanvert Djúp og til endur- varpsstöðvar á Arnarnesi 3,3 millj. kr. Arnarnes fyrir ísafjörð Bolungavík og fleiri staði 3,3 mill. Súðavík fyrir Álftafjörð 3,3 millj. kr. önundarfjörður (jarðstrengur) fyrir önundar- fjörð 4,7 millj. Suðureyri (jarð- strengur) fyrir Suðureyri 6,0 millj. kr. Blönduós fyrir Húna- flóa og endurvarpsstöðvar á Skagaströnd 6,7 millj. kr. Skaga strönd fyrir Skagaströnd og Strandasýslu 3,3 millj. kr. Heildarstofnkostnaður til þess að koma sjónvarpi til Vestfjarða mundi nema mjög lauslega áætl að 52 millj. kr. Þess ber þó að geta, að þessar framkvæmdir mundu einnig þjóna fleiri byggð um en Vestfjörðum, þ.e. Snæ- fellsnesi, Dalasýslu, Húnavatns- sýslu, og Skagafirði (með end- urvarpsstöð er tæki við frá Blönduósi). Stofnkostnaður á Vestfjörðum sjálfum mundi nema rúmum 30 millj. kr., mjög lauslega áætlað. Ég hef áður gert grein fyrir því, að ég tel, að fyrst ætti að byggja höfuð- stöðvar dreifikerfisins um land- ið þ.e. stöðvar á Skálafelli, í Stykkishólmi, á Vaðlaheiði, á Fjarðarheiði og á Hjörleifshöfða. Breiðafjörður myndi hafa full not af Stykkishólmsstöðinni. Ég vona að háttvirtir þingmenn skilji, að ég treysti mér ekki á þessari stundu til þess að láta í ljós neina skoðun á því, hven- ær byggingu þessari aðalstöðva gæti verið lokið og þá ekki held ur, hvenær unnt væri að hefia byggingu minni stöðvanna. En ég tel sjálfsagt, að um allt þetta verði bráðlega gerðar sem ítar- legastar áætlanir, þannig að upp lýsingar liggi fyrir bæði um tæknimöguleika og kostnað, þannig að jafnan sé unnt að efna til framkvæmda, þegar fjár hagsaðstæður leyfa. Stefnuna tel ég, eins og ég hef áður sagt, eiga að vera að gera öllum lands mönnum kleift að njóta þjónustu íslenzka sjónvarpsins svo fljótt sem unnt er.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.