Morgunblaðið - 10.11.1966, Side 20

Morgunblaðið - 10.11.1966, Side 20
20 MORCUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 10. n&r. 1966 Húsvörður kvaddur Ólníur Friðbjurnurson 1900 - 1966 MARGIR eru þeir í þessu stutta mannlífi okkar, jarðarbarna, sem sækjast eftir virðingu, tak- markalausri virðingu. En virð- ing er oft þrautleiðinleg, frá- hrindandi, ísköld, einangrandi og ósönn. Og það, sem verra er og ljótara, þá vekur hún ekki ósjaldan ótta og hræðslu. Snöggtum færri eru þeir, sem kunna að meta þann eðliskost, sem vakið getur einlæga og fölskvalausa væntumþykju ná- ungans. Eiginleiki, sem er miklu heztur, hvort sem hann er með fæddur eða áunninn, þá án undirhyggju og sérgæða. Ólafur Friðbjarnarson, húsvörður í Kjörgarði, sem fórst með hroða- legum hætti, átti síðarnefnda kostinn í ríkari mæli en gengur og gerist. Hann átti hugi og hjörtu alls þess vinnandi fólks, sem honum kynntist þar per- sónulega síðastliðin sjö ár. Þeg- ar helfregnin barst, að lík hans hefði óvænt fundizt í brunarúst- inni, er eldur var kæfður, sáust tár og tregaviprur í mörgu and- liti. Það er stundum við slík atvik, að mönnum gefst óvænt tækifæri þess að skyggnast inn í oft á tíðum rammluktar sálir og sjá ódulda, sorgbúna fegurð. Og lykillinn, sem opnaði þær sálarkompur var vináttan og kynnin góðu af valmenninu Ólafi Friðbjarnarsyni, sem sjálfur féll í miðju eldhafinu er hann hugðist snúa eigin lykli að kompu sinni og aðdrepi í kjallara hússins, eða kæfa eldinn er hin óvænta og ægilega reyk- sprenging varð í eldfimu ein- angrunarefni við bakdyrnar, sem var nýaðflutt og ætlað í innveggi viðbyggingar hússins á fjórðu hæð. Hann lá við lokaðar kompudyrnar, brunninn til ólífis, en nokkrum mínútum áð- ur en eldsins varð vart hafði ung starfstúlka veifað til hans reifum og frískum, er hún mætti honum á leið um stigana. Þar sem ég er eigandi eins eigandans í Kjörgarði, eða kon- unnar, sem rekur þar sérverzl- un og ég hefi ekið henni í og úr lífsbaráttunni næstum daglega síðustu sjö árin, fór ekki hjá því, að ég kynntist húsverðin- um og varð hann brátt sú per- sónan í þeirri glæstu höll, sem ég mat langmest og bezt, að öðrum ólöstuðum. Mér þótti ávallt hlýtt og notalegt, að skiptast á orðum við Ólaf fyrir innan aðaldyrnar, sem hann gætti. Hann var jafnan viðræðu- góður og skemmtinn og kunni deili á sérkennilegu og kynlegu fólki fyrir norðan, sem ég hafði yndi af að heyra um. Oft lét hann smellnar vísur fjúka í mín eyru eftir sjálfan sig. Hann var ljóðelskur Þingeyingur og hag- yrðingur, þar sem slík gáfa var til skamms tíma metin meir en veraldarauður, ólíkt því sem nú tíðkast víðast á sjálfri Sögu- eyjunni. Hér fynr sunnan gerð- ist þessi þingeyski bóndi, sem ólst upp við fagurt tungutakið og trausta forneskjuna norður í Hvalvatnsfirði, húsvörður eins nýtízkulegasta og stærsta verzl- unarhúss Reykjavíkur, er það reis af grunni. Þó að hann kaliað ist húsvörður eða dyravörður varð hann óafvitandi meira og stærra í vitund þeirra, sem hon- um kynntust. Mér fannst hann oft lega einskonar smækkuð ímynd aðalritara Sameinuðu þjóðanna. Hann var óbeinn tengiliður hinna mörgu eiganda ýmissa sérverzlana og starfsfólks þeirra undir sama þaki, sem höfðu mis- jafnra hagsmuna að gæta, líkt og hinar sundurleitu og ólíku þjóð- ir heims. Aldrei sá ég hann skipta skapi, þegar menn báru upp vandkvæði sín og kvabb við hann og leituðu ráða cg fyr- irgreiðslu. Flestum fannst þeir þyrftu fyrst að snúa sér til hans, af því að allir fundu, að þar var skilningi að mæta. Hann vildi hvers manns vanda leysa. Hann var hinn góði andi hússms. Hann stuðlaði óbeint að hollum samhug hinna ýmsu hagsmuna- brota, af því að öllum þótti vænt um hann og fundu, að hann var opinn og hreinn, en ekki virðulegur og viðmóts- stoltur í framkomu. Ef allir þeir mörgu, sem hafa ýmiss konar lyklavöld í þessu landi með- SVEINN Jónsson, útgerðarmað- ur í Sandgerði, er nýlega lát- irm, eftir langa sjúkdómslegu. Útför hans var gerð frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík, föstudag inn 21. október, að viðstöddu fjölmenni. Með Sveini er genginn hjá maður, sem fengur var að hata notið samfylgdar við. En ein- mitt nú, þegar hann er ailur, finnum við, sem nutum sam- fylgdar hans, hve mikils virði hún var, og því tregum við hann. Sveinn náði ekki háum aldri. Hann varð tæpra 59 ára. Hefði líf og heilsa ekki þorrið, hefði hann átt verulegum starfs degi ólokið. En þrátt fyrir það, þótt hann sé eigi lengri, er fer- ill hans mikill. Ungur lagði hann leið sína inn á vettvang útgerð ar og viðskipta. Hann helgaði Sandgerði ævisttarf sitt meðan starfskraftar entust. Þar setti hann með starfsönn sinni svip á byggðarlagið. í verkum hans í Sandgerði lifir orðstýr hans. Þar braut hann akur sinn til stórra sigra, sem vaka yfir minn ingu hans, um ókomin ár. Bauta steinar hans í Sandgerði eru at- hafnalífið er hann skóp, sem streymir áfram í síbreytilegri kviku í ölduróti mannlegs lífs. Verkin lifa áfram og votta miningu þess, er gaf þeim lífs- þróttin. Þau bera áfram lof á meistara sinn. Ekki gat það skotizt fram hjá þeim, er voru Sveini samtíða í Sandgerði, að áhrifa hans og vinsælda gætti utan þrengsta starfshrings. Mjög vár til hans leitað um ólíkustu efni í byggðarlaginu. Hann stóð óvenjulegka nærri mönnum og málefnum í Sandgerði, þótt hann væri þar ekki búsettur. Leitað var stuðnings hans við ólíklegustu málefni félaga og einstaklinga. Hann var með af- brigðum bóngóður maður og það var honum ánægjuefni að verða að liði og geta leyst- úr bónum annarra. Lítt var honum að skapi að flagga greiðvikni sinni, enda hlédrægur og skrumlaus að eðlisfari. Hann var í skiftum við aðra hrein og beinn, góð- viljaður, fastur fyrir en þungur á bárunni, þegar því var að skifta. Sveinn var að eðiisfari óáreitinn og vildi ekki halla á annarra hlut. Hjálpfús var hann og hafði ánægju af því að rétta hjálparhönd þeim er sátu við skarðari hlut. Þrátt fyrir góðan aflahlut á Ifífsleiðinni var sam- úð hans meiri með þeim er skemmra náðu og börðust drengi lega, en þeim er hreyktu sér í skjóli auðs. Skapgerðardrættir hans sveip uðu persónuna hlýlegri umgjörð, sem stóðu djúpum rótum í eðli hans og mótun allri. Góðvild hans og réttsýni drógu menn og umhverfi nær honum. Þannig eignaðist hann vináttu margra þeirra er kynntust honum. Því snertir minningin um hann við- kvæman streng hjá þeim mörgu er nutu vináttu hans. Menn minnast samfylgdarinnar, með þakklætiskennd, sem gerir minn ingu hans óbrotgjarna. Á sviði viðskipta og athafna- lífs komu eðliskostir Sveins að drjúgum notum. Til þeirra má rekja margt er olli því, hve vel honum gekk samstarf við aðra menn um viðskipti og fyrirtæki höndluðu „lyklakippuna" á jafn látlausan og lofsverðan hátt og þessi dyggi og látni lyklavörður væri þjóðfélag okkar ekki á neinu flæðiskeri statt og engar læsingar og hagskrár í bakiás. Æviágrip hans mun verða rak- ið af öðrum en mér. Fyrir mína hönd, konu . minnar og barna votta ég elskulegri eiginkonu hans og góðum börnum dýpsrn samúðarkveðjur, máttvana orða við sviplegt og voveiflegt írá- fall gáfaðs og góðs manns. Örlygur Sigurðsson. — Kveoja þeirra félaga, Miðnes hf., dafnaði og naut góðs af. Ungur að aldrí fékk Sveinn orð á sig fyrir góða bókhaldsþekkingu og glögga reikningsuppfærslu og traust- leika í fjárreiðum. Þessa naut fyrirtæki þeirra félaga í ríkum mæli. Traust Sveins í viðskipt- um var mikið. Orð hans voru sem stafur á bók. Margir kusu að eiga deili við hann í viðskipt um öðrum fremur. Vegna tengda lágu leiðir okk ar Sveins saman frekar á sviði einkalífs, en athafnasviðs. Sam- fylgd okkar hófst eftir að hann giftist systur minni Ragnheiði, en við erum hálfsystkin. Á heim ili þeirra kynntist ég Sveiui bezt. Við sem þekktum Svein, sem heimilisföður og nutum gestrisni þeirra og vinarþels munum ætíð verða samveru- stundirnar hugþekkar. Á heijn- ili þeirra ríkti hljóðlát alúð og hlýja, sem gerðu samvetuna með þeim ljúfa. Heimilisbragur bar vott um látleysi og höfðings lund, sem hjónunum Ragnheiði og Sveini var svo samstætt um. Umhyggja Sveins fyrir fjöl- skyldu sinni var mikill. Vinar- þel til okkar venzlafólks og skyldmenna var á þann veg, að það snart þann er naut. Þessa nutum við systkini Ragnheiðar í ríkum mæli og fundum að heimili þeirra stóð okkur nær en í venjulegum skilningi. Þar var okkur og börnum okkar tek- ið opnum örmum meðal vma og frænda. Hér kynntumst við bezt tryggð og vinfestu Sveins, gestrisni, drengulund hans og höfðingsskap. Ragnheiður systir okkar var systkinahópnum ástkær systir. Hún var nokkru eldri en við, óx upp með okkur hálfsystkinum sínum, þar til heimilið leystist upp, eftir lát móður okkar. Eft- ir að okkur systkinunum sex hafði verið komið í fóstur nut- um við tryggðar hennar. Ilún mundi eftir okkur í mörgu og sleppti aldrei af okkur systur- legri hendi. Þessa nutum við áfram eftir að hún giftist Sveirn. Um þetta voru þau bæði sam- hent og tengdu systkinahópirm mjög við heimili þeirra. Við eig um Sveini margt að þakka og mikils að minnast. Þeir sem nutu náinna kynna við Svein vissu, hve mjög stóð honum nærri konan og dæturnar. Án hennar og þeirra hefði saga hans orðið önnur. í löngu sjúkdóms- stríði hin síðari ár studdu þær Framhald á bls. 13. Verkfærin, sem endast bezt ERU ÓDÝRUST í NOTKUN. VÖRUGÆÐIH segja til síif BAHCO Umboð: Þórður Sveinsson & Co. h.f. Sveinn Jónsson Snndgerði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.