Morgunblaðið - 10.11.1966, Page 25
Fimrnludagur 10. nóv. 1966
MOHGUNBLAÐIÐ
25
Leiðtoga skipti í
Fianna Fail
, Dublin, írlandi, 9. nóv.
/ NTB-AP
• Jack Lynch var í dag forrn-
lega kjörinn leiðtogi Fianna
Fail-flokksins í írlandi og tek-
nr jafnframt við embaetti af
Sean Lemass, forsætisráðherra,
sem lætur af störfum á morgun,
sökum heilsubrests.
Aðeins einn maður var í fram
boði gegn Lynch við leiðtoga-
kjörið, fræðslumálaráðherrann
George Colley. Atkvæði féllu
02—19, Lynch í vil.
Jack Lynch, sem er 49 ára að
aldri, er lögfræðingur að rnennt,
®g einn kunnasti og virtast.i
stjórnmálamaður frlands. Á
þingi hefur hann átt sæti frá
því árið 1948. Ennfremur hef-
ur hann tekið virkan þáct í starf
semi Evrópuráðsins og var vara-
forseti þess árið 1958. Hann varð
fjármálaráðherra í stjórn Lem-
ass í fyrra, en hafði áður gegnt
embættum fræðslumálaráðherra
á árunum 1957—59, og iðnaðar-
og viðskiptamálaráðherra á ár-
unum 1959—65.
Sean Lemass hefur verið for-
sætisráðherra írlands frá því
árið 1956 og setið í stjórn fr-
lands í þrjátíu ár. Hann er einn
af forvígismönnum frelsisbarátt
unnar og þær miklu íramfarir,
sem orðið hafa í írskum iðrsaði
á siðustu árum eru að mörgu
leyti þakkaðar honum. Síðasta
árið hefur Lemass átt við van-
heilsu að stríða.
Flokkur hans, Fianna Fail,
hefur nú 72 menn á írska þing-
inu, fjögurra þingsæta meiri-
hluta, en í stjórnarandstöðu eru
Fice Fine Gail flokkurinn, undir
forsæti Lian Congrave, með 47
þingsæti og Verkamannaflokkur
inn með 21 þingsæti. Fianna Fail
hefur í mörgum mikilvægustu
atkvæðagreiðslum notið stuðn-
ings Verkamannaflokksins.
Jafngildir
sparki ...
— segir Schmith
Salisbury, Rhodesiu, 9. nóv.
NTB.
• Ian Smith, forsætisráðherra
Rohdesíu, lýsti því yfir í dag, að
legði brezka stjórnin Rhodesíu-
málið í hendur Sameinuðu Þjóð-
anna jafngilti það því að reka
landið úr brezka samveldinu.
Bætti hann því við, að í slíku
tilfelli yrði ekki hjá því komizt
að lýsa landið lýðveldi.
K.F.U.M. — A.D.
Aðaldeildarfundur verður í
kvöld kl. 8,30 í húsi félagsins
við Amtmannsstíg. Efni: Kenn
ingar Ágústínusar og samtíð-
in. Þórir Guðbergsson kennari
flytur erindi. Allir karlmenn
velkomnir.
Haukar, knattspyrnudeild.
Skemmtifundur verður hald
inn í Alþýðuhúsinu í Hafnar-
firði fimmtudaginn 10.11. ’66,
fyrir meistara, 2. og 3. flokk
klukkan 8,30 e.h. stundvís-
lega. — Sunnudaginn 13.11.
1966: 4. og 5. fl. kl. 2 e.h.
stundvíslega.
Stjórn knattspyrnudeildar.
Haukar, knattspyrnudeild.
Æfingatafla fyrir veturinn
1966—1967:
Meistara- og 2. fl.
Þriðjudaga kl. 9,30—10,30
3. flokkur:
þriðjudaga kl. 8,50— 9,30
4. flokkur:
föstudaga kl. 8,00— 8,50
5. flokkur:
föstudaga kl. 7,10— 8,00
Stjórn knattspyrnudeildar.
Skákmótið á Kúbu
í F I M M T U umferð tefldu Is-
lendingarnir við Kúbu, gestgjaf-
ana sjálfa. Guðmundur Pálmason
vann sína skák á móti Garcia, en
Freysteinn tapaði fyrir Santa
Cruz. Skákir Friðriks gegn Ort-
ega og Inga gegn Rodriguez fóru
í bið. Ekki var teflt á mótinu í
gær og höfðu þvi úrslit úr bið-
skákum ekki borizt, áður en
blaðið fór í prentun.
Viðureign annarra landa í A-
ílokki lyktaði þannig: Rússland 3
— Rúmenía 1, Noregur % — Búlg
aría 3%, Tékkóslóvakía 2Vz —
Ungverjaland 1%, Bandaríkin
1% — A-Þýzkaland % og tvær
skákrir fóru í bið, Argentína 1 Vz
— Júgóslavía % og tvær í bið og
Danmörk 1 — Spánn 0 og þrjár
skákir í bið.
Röð Jandanna í A-flokki er þá
þessi eftir fimm umferðir:
1. Sovétríkin 17 v.
2. Búlgaría 13 v.
3.—4. Argentína 12% v. + 2 bi’ð.
3.—4. Bandaríkin 12y2 v. + 2 bið.
5. Júgóslavía 12 v. + 2 bið.
6. Tékkó-
slóvakía
7. Ungverjal.
8. Rúmenía
9. Danmörk
10. Spánn
11. A-Þýzkal.
12. ísland
14. Noregur
15. Kúba
11% v.
11 v.
10% v.
6% v. + 3 bið.
6 v. + 3 bið.
6 v. + 2 bið.
5 v. + 2 bið.
4% v.
3 v. + 2 bið.
Vandræðaástand í
síldarverksmiðjum
vegna rafmagnsleysisins
í B-flokki er Holland efst, en
fast á eftir koma Kólumbía og
Sviss.
Varðliðarnir fá
tíu mánuði
enn
Moskvu, 9. nóv. AP.
• Fregnir frá Peking herma að
vopnavaldi hafi verið beitt til
þess að kveða niður Rauðu varð
liðana svonefndu.
Tass-fréttastofan skýrir svo
frá, að Rauðu varðliðarnir hafi
dreift spjöldum, þar sem nokkrir
aðilar 'eru sakaðir um að hafa
beitt vopnavaldi gegn varðliðun
um, m.a. aðalritarar flokksdeilda
kommúnistaflokksins í Hupeh og
Anhwei, nokkur ráðuneyti stjórn
arinnar og hópur vísindamanna,
er starfa við kínversku vísinda-
akademíuna.
Þá saka varðliðarnir Ho Wei,
menntamálaráðherra, um and-
stöðu við kenningar Mao Tse-
tungs, jafnframt því sem þeir
lýsa yfir ánægju vegna þeirra
Beint samband
Kreml — Elyssée
París, 9. nóv. — NTB-AP.
% STJÓRNIR Frakklands og
Sovétríkjanna hafa undir-
ritað samkomulag um að
koma á beinu símasambandi
milli Kreml og Elysée-forseta-
hallarinnar. Sambandið verð-
ur komið á eftir nokkrar vik-
ummæla Maos fyrir nokkrum
dögum, að skólar muni ekki
taka til starfa á ný fyrr en eftir
næsta sumarleyfi. „Það gefur
okkur enn tíu mánuði til þess að
vinna að framgangi menningar-
byltingarinnar", segir á spjöld-
um Rauðu varðliðanna.
RAFMAGNSLEYSI hrjáir nú
síldarverksmiðjur á flestum
fjörðum Austanlands, eins og
kemur fram á öðrum stað í blað
inu. Eru báðar verksmiðjurnar
á Seyðisfirði lokaðar af þessum
sökum, og ein á hverjum hinna
f jarðanna. Hefur þetta komið sér
mjög illa fyrir verksmiðjurnar
og ekki síður fyrir bátanna, sem
ekki hafa getað landað af þess-
um sökum.
Samkvæmt upplýsingum frétta
ritara Mbl. á Seyðisfirði, Sveins
Guðmundssonar, komu margir
bátar þangað til hafnar með sam
tals um 2 þús. tonn síðdegis í
fyrradag, en þá var búizt við
að lokið yrði við vinnslu úr
þróm síðari hluta dags í gær.
Klukkan 7 í gærmorgun var verk
smiðjunum tilkynnt um að þær
yrðu að hætta vinnslu vegna raf-
magnsskorts, og er það fréttist
ákvóðu skipstjórarnir að leita
annað með farma sína. Höfðu
margir í hyggju að fara til Vopna
fjarðar, en einnig ráðgerðu ein-
hverjir að reyna að losa í síidar
flutningaskipið Haförninn, sem
Húsnæðismál
NATO í Belgíu
Briissel, 9. nóv. NTB.
• Fulltrúar í fastaráði Atlants-
hafsbandalaginu komu til Brúss
el í dag til þess að skoða bygg-
ingu þá, sem kemur til greina
að hýsi starfsemi ráðsins, þegar
það flytur frá París.
Er hér um að ræða 28 hæða
hús við Porto De Namur í miðri
Brussel, en hús þetta er eign
60 belgiskra fyrirtækja. Borgar-
yfirvöldunum er lítt um það gef
ið, að fastaráðið flytji starfsemi
sína þangað og sagði Manlio
Brosio, framkvæmdastjóri, að
ekki væri ennþá endanlega á-
kveðið að svo yrði. Hinsvegar
mætti búast við ákvörðun þar
að lútandi mjög fljótlega.
Ekki taldi Brosio heppilegt að
ráðast í að byggja nýtt hús, kvað
það taka a.m.k. tvö ár, en aðal-
stöðvar ráðsins eiga að flytjast
frá París eftir u.þ.b. hálft ár.
Talið er víst, að umrætt hús
verði nógu stórt fyrir þá tvö
þúsund starfsmenn NATO, sem
þar þurfa að starfa. Hinsvegar
sagði Brosio, að sennilega yrði
verulegum vandkvæðum bundið
að finna íbúðir fyrir starfsfólkið
allt. Svo verður einnig í Casteau
í suðurhluta Belgíu, þar sem að-
alstöðvar NATO-hersins verða.
Þar er þörf um 1850 íbúða, en
aðeins nokkur hús til sölu í bæn
um. Belgíska ríkið hefur hafið
undirbúning að byggingu 300
íbúða en ljóst er, að meira þarf
ef duga skal.
lá í fyrradag út í Seyðisfirði.
Ekki var þá vitað, hvort af því
hefði orðið, þar sem ekki var
ljóst hvort skipið væri farið
áleiðis til Siglufjarðar.
Sveinn kvaðst hafa haft tal
af Stefáni Erni framkvæmda-
stjóra SR á Seyðisfirði, og hefði
hann tjáð sér að rafmagnstrufl-
anir þessar myndu valda verk-
smiðjunum miklum vandræðum
og hætt við að hráefni myndi
súrna í tönkunum. Hann taldi
á hinn bóginn ekki hættu að
vélar myndu skemmast sökum
frosta, þar sem, þar sem diesel-
vél væri í verksmiðjunni, og
því hægt að halda gufu á kötl-
unum. Stefán sagði ennfremur
að rafstöðin myndi láta sig vita
kl. 9 árdegis í dag, hvort verk-
smiðjan mætti byrja bræðslu
aftur, en hann sagði einnig, að
ekki yrði hægt að taka á móti
fyrr en um sólarhring eftir að
þeir fengju rafmagnið.
Síldarverksmiðja Hafsilfurs
gat á hinn bóginn tekið á móti
1200 tonnum úr bátum, þar
sem þrær þar voru ekki fullar.
Svipað er ástandið á Eskifirði,
þar var verksmiðjan lokuð, en
á hinn bóginn munu engir bátar
hafa komið þangað inn með afla
eftir að verksmiðjan varð að
hætta bræðslu. Á Neskaupstað
höfðu allmargir bátar lent í raf-
magnsleysinu, og höfðu nokkrir
reynt að fara inn á aðra firði
í von um að þar væri enn þróar-
rými, en margir biðu enn eftir
að landa á Neskaupstað si$ari
hluta dags í gær.
Leiðréttingar
ÞEGAR skýrt var frá bygg-
ingu heimavistarbarnaskólans að
Reykjum á Reykjabraut í Aust-
ur-Húnavatnssýslu, féll niður
nafn annars arkitektsins, sem
teiknaði húsið, Sigurlaugar
Sæmundsdóttur. —■ Nokkru áð-
ur var frétt í blaðinu um setn-
ingu Reykjaskóla í Hrútafirði.
Þar var sagt, að eldri deildirnar
væru þrískiptar, en átti að vera
tvískiptar.
JOMBÓ
MORA
Júmbó kannaðist við nafn Chien Fu.
— Var það ekki einmitt hann, sem seldi
okkur ferðafatnaðinn? spyr hann. Skip-
stjórinn kveður svo vera.
Sjálfur kaupmaðurinn tekur á móti
þeim' í verzlun sinni og spyr hvað hann
geti gert fyrir þá.
— Ég er sá einasti hér í Bakalao, sem
getur leyst vandamál ykkar hvers kyns,
sem þau eru, segir hann og er mjög vin-
gjarnlegur.
JAMES BOND
—*—• . Eftii IAN FLEMING
Tiffany hafði því miður rétt fyrir sér. hún hlýtur að nálgast okkur með miklum Skyndilega byrjaði Tiffany að hlaupa.